Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 2
TfMlM, langardaginn 4. Jamiar 1947 2. blað 2 Laugardagur 4. janúar Samtök bænda eru þjóðarnauðsyn Um allan heim á nú landbún- aðurinn við erfiðleika að búa. Það er óeðlileg eftirspurn eftir ýmsum iðnaðarvörum og vinnu til byggingariðnaðar og ýmsra annarra hluta vegna þeirrar röskuhar, sem styrjöldin hefir valdið. Þetta verður til þess að fólk leitar frá landbúnaðinum til annarrar atvinnu. Nú eru bændur víða um lönd að treysta samtök sín. Bænda- stéttin, sem er fjölmennasta stétt heimsins, er nú að treysta stéttarsamtök sín í fyrsta sinn í sögu mannkynsins. Ýms dæmi eru um það, hveru bændurnir hafa varið rétt sinn víða um lönd, knúið fram verðhækkanir eða staðið gegn verðlækkunum, sem ákveðnar höfðu verið. Enginn efi er á því, að stéttar- samtök bænda verða til þess, að landbúnaðarvörur verða dýrari í framtíðinni en ella myndi. íslenzkir bændur mega gjarnan gefa gaum að þróun- inni erlendis og minnast þess, að mikið liggur við, að þeir standi vel saman. Það er ekki aðeins að hver einstakur bóndi eigi mikið í húfi persónu- lega um afkomu sína og hag. Hér er um annað og meira að ræða. Það er landbúnaðurinn íslenzki, sem á framtíð sína und^r því, að stéttarþroski bændanna sé nægur til sam- stöðu og einhuga baráttu .Rækt- un landsins og hagnýting gróð- urlendisins liggur þar við. Það er því ekki aðeins að bændur svíki sjálfa sig per- sónulega með tómlæti og skeyt- ingarleysi um stéttarmálin. Þeir bregðast líka atvinnuveginum, en landbúnaðurinn er atvinnu- grein, sem íslenzka þjóðin getur ekki án verið. Það er því þjóðarnauðsyn að bændur efli samtök sín sem bezt. Því má ekki gleyma, að frænd- þjóðir okkar reka landbúnað sinn yfirleitt á ræktuðu landi. Allur samanburður með okkur og þeim er markleysa nema þessa sé g^tt. Það þarf enginn að halda að heyskapur á óræktar- jörð e'igi sér nokkurn tilveru- rétt í framtíðarbúskap þjóð- anna. Þess vegna er um tvennt að ræða: Að rækta landið eða að leggja það í auðn. Það þarf enginn að halda að ræktunarmálunum verði borgið nema bændurnir sjálfir verði .köilun sinni trúir og standi þétt og vel saman. Bændur mega þvi ekki fréistast til að halda.að það sé einkamál þeirra, hvernig þeir snúast við stéttarmálunum: Það er þjóðarnauðsyn, að gróðurmoldin íslenzkja veirði hagnýtt svo vel, sem unnt er, enda mun það sýna sig, að ís- lenzkur landbúnaður er lífvæn- legur atvinnuvegur sé honum verðugur sómi sýndur. Pram- tíðin mun leiða það í ljós, að moldin er arðvænlegasta og tryggasta eign íslenzku þjóðar- innar. Sé henni sómi sýndur fær landsfólkið allt holla fæðu og hreysti og lífsþrótt úr skauti hennar og verulegur hluti af börnum landsins þroskavænlegt uppeldi í störfum við jarðyrkju og ræktun. Það er þetta, sem samtök ís- lenzkra bænda eiga að tryggja, þjóðholl hagnýting á ómetan- legum verðmætum þjóðarinnar. ii CíiatiaHqi Fimmtugar: Óskar Kristjánsson Hóli í Hvammssveit Málstaður tslands og mál Ólafs Thors. Undarleg ritsmíð er áramóta- grein Ólafs Thors. Þar sem hann getur um Keflavíkur- samninginn segir hann að Framsóknarflokk'urinn í heilid hafi gert málinu „flest til ó- þurftar fram á síðustu stundu.“ Ólafur Thors hefir sjálfur við- urkennt, að samningnum hafi verið breytt i meðferð þingsins á þann hátt, að réttindi íslands væru betur tryggð og gleggra orðuð. Á þetta lagði hann ærna áherzlu, þegar samningurinn var afgreiddur frá þinginu, og heyrði það allur landslýður í útvarpinu. Sú lagfæring var knúin fram fyrir gangrýni Framsóknarmanna, þrátt fyrir þá fullyrðingu Ólafs, þegar frumvarpið var lagt fram fyrst, að engu yrði um þokað til bóta frá því sem þá var. Ólafur Thors hefir þannig viðurkennt það sjálfur í alþjóðar áheyrn, að Framsóknarflokkurinn hafi fengið réttindi íslendinga betur tryggð en áðtir var. Nú kallar forsætisráðherra þetta að gera málinu til óþurftar. Það var málinu óþurft að tryggja og vernda hinn íslenzka málstað og íslenzka rétt. Hvað er það svo, sem forsætis- ráðherrann kallar í þessu sam- bandi „málið“? Það er a. m. k. allt annað en málstaður íslands. Ljótar dylgjur. Þá heldur Ólafur Thors því fram, að með Keflavíkursamn- ingnum hafi náðst á friðsam- legan hátt uppfylling á báðum höfuð kröfum íslendinga í mál- inu um brottflutning hersins og endurheimt allra landsréttinda Það fer Ólafi illa að tala svona inn á milli þess, sem hann skjallar Bandaríkj amenn Qg hrósar vináttu þeirra, því að þettf. er ekki neitt umfram það, sem stjórn Hermanns Jónasson- ar samdi um 1941 og Bandaríkin lofuðu þá hátíðlega. Er það mjög lúalegt af Ólafi að dylgja nú með það, að Bandaríkin hefðu brotið þann samning og níðst á rétti íslands, ef hinn nýi samningur hefði ekki komið til. Eru þessar lúalegu dylgjur ó- geðslegri fyrir það, áð maður- inn er svo margorður um gagn- kvæma vináttu íslendinga og Bandaríkj amanna. Ummælin stangast. Ólafur Thors boðar það nú að síldarskatturinn sé nauðsynleg- ur til að hafa hemil á verðbólg- unni. Hann er hræddur um að ný hækkun á síldaverði reisi nýja dýrtíðaröldu. Það er gott, ef þetta á að skilj- ast svo, að maðurinn sjái, að dýrtíðaröldurnar, sem hafa lyft honum og hann hefir mest lof- að, séu allt annað en heppilegar. Með þessu er Ólafur Thors að taka aftur öll þau rök, sem hann hefir reist og rekið stjórnarstefnu sína á síðan hann varð forsætisráðherra. Hafi verið eitthvað vit í ein- hverju af því, sem Ólafur Thors hefir sagt undanfarið, þá eru þessi orð hans um hættu af háu verðlagi og nýrri dýrtíðaröldu hrein og bein vitleysa. En sé eitthvað vit í því, sem hann segir nú, þá eru öll hans fyrri orð um blessun dýrtíðar- innar marklaus fjarstæða. Þreyttar taugar. Þó að síldarverðið hækki, veld- ur það ekki neinum hátekjum hjá útvegsmönnum og sjómönn- um fyrr en síldin aflast og því ástæðulaust að gera ráðstafanir til að sporna við þeim gróða, meðan óvíst er, hvort aflinn gerir betur en að borga útgerð- arkostnaðinn, þrátt fyrir hátt verð. Það bendir því til taugabil- unar að rjúka nú upp til að gera ráyðstafanir vegna þess- arar dýrtíðaröldu. Úrræði eða úrræðaleysi. Fari hins vegar svo, að síld- arvertíðin lánist vel og mikill gróði safnist vegna hennar er gott að taka því, og eflaust eng- in vandræði að gera ráðstafanr til jafnvægis og hófsemdar. En sízt ætti sá gróði að vera rétt- lægri en annar gróði og engin réttmæt rök til þess að skatt- leggja síldarútveg sérstaklega umfram t. d. verzlun. íslendingum er það lífsnauð- syn að stjórna atvinnumálum sínum svo, að þorskveiðarnar geti staðið undir sér sjálfar og verið sjálfbjarga atvinnuvegur en þurfi ekki að vera ómagi á síldarútveginum. En þar skildi með Ólafi Thors og Framsóknarmönnum. Hann vildi skjóta dýrtíðarmálunum á frest en hugga sig við skatt á væntanlegan síldarafla. Hér er mismunur á grundvall- arsjónarmiðum. Aðrir vilja raunhæf úrræði. Hinir eru úr- ræðalausir en huggast við bráðabirgðafresti, ævintýrálega glæfra og ímyndanir. Boðið til veizlu. í niðurlagi áramótahugleið- inganna kemur Ólafur að því, að nauðsyn sé „að halda friðn- um, þó ekki væri til annars en gefa okkur tóm til að skipta krásunum, sem svo óverðskuld- að hafa fallið okkur í skaut.“ Margir munu hugsa sem svo, að Ólafur Thors og hans nán- ustu sálufélagar hafi skipt með sér „krásum“ undanfarið á þann hátt, að ýmsum hafi fallið þær í skaut „óverðskuldað," eins og forsætisráðherrann orðar það svo réttilega og hispurslaust. En þó að menn, eins og Ásgeir, vilji ef til vill sitja lengur að krás- unum með honum, má búast við að vaknandi skilningur al- mennings á nauðsyn stefnu- breytingar geri þeim setuna þar næstaerfiða. „Þá megum við halda áfram.“ Margt hefir verið rætt um væntanlega stjórnarmyndun undanfarið. Tveir braskarar úr Sjálfstæðisflokknum voru að ræðast við og óttuðust mjög vinstri stjórn og þar með endi sinna gróðatíma. Þá bar þar að Framsóknarmann, sem þeir spurðu frétta. — „Ætli Komm- Fimmtugur varð 27. nóvember s. 1. Óskar Kristjánsson bóndi að Hóli í Hvammssveit í Dala- sýslu. Hann er fæddur að Breiðabólsstað á Fellsströnd 17. nóvember 1896, sonur þeirra hjóna Sigurbjargar Jónsdóttur og Kristjáns Þórðarsonar bónda og hómópata á Breiðabólstað. Áttu þau hjón 10 börn er komust til fullorðinsára. Óskar fór að heiman í vinnu- mennsku er hann var 16 ára gamall. Var hann svo bráð- þroska að hann virtist þá vera sem fullorðinn maður. Óskar stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri 1915 —1917, en voriö 1918 tók hann á leigu stórbýlið Hól í Hvamms- sveit reisti þar bú, þá 21 árs að aldri. Mun þá mörgum hafa fundist að þar færðist eignalít- ill æskumaður mikið i fang. Og þegar hann tveimur árum síðar, í háspennu „gamlastríðsverð- bólgunnar" réðist i að kaupa á- býlisjörð sína fyrir mjög hátt verð á mælikvarða þeirra tíma, þá mun mörgum hinna eldri og reyndari bænda hafa fundizt að nú hlyti hann að reisa sér hurðarás um öxl. En reynslan hefir sýnt, að stóru átökin láta Óskari vel. Ég hefi heyrt skemmtilega sögu af því er hann þreytti reiptog við félaga sína á Hvanneyri, 1 hversu sigursæll hann var í þeirri samkeppni. Og stórbýlið Hóll, er víðkunnugt hafði orðið í höndum hins merka bændahöfðingja, Jens hrepp- stjóra Jónssonar, varð honum ekki óviðráðanlegt viðfangsefni Skömmu eftir að Óskar keypti ábýli sitt brá hann búi, leigði jörðina, en hvarf sjálfur að heiman í nokkur ár. Dvaldi hann á þvi tímabili í Reykjavík og arnir skríði ekki upp í hjá Ólafi aftur. Þeir eru orðnir svo vanir ylnum af Kveldúlfsvaldinu að þeir una ekki annars staðar,“ sagði komumaður. Þá nnippti annar þeirra, sem fyrir var, í vin sinn og sagði: „Það er gott. Þá megum við halda áfram.“ grennd. Hafði hann nokkur ítök í jörðinni sum árin. Vorið 1926 hvarf hann að fullu heim aftur og hóf búskap á jörðinni ásamt konu sinni, Theodóru Guðlaugsdóttur, prests frá Stað í Steingrímsfirði. Hafa þau hjón búið á jörðinni síðan myndarbúi. Er því viðbrugðið, hversu þau lögðu mikið að sér hin fyrstu búskaparár sín og hversu þau ráku stórt bú með litlum vinnukrafti. í byrjun kreppunnar laust eftir 1930, varð Óskar fyrir því mikla óhappi að hausti til, að íbúðarhús hans brann til kaldra kola. Olli þetta tilfinnanlegu tjóni á slíkum tímum. En kömmu síðar reisti hann vandað íbúðarhús úr steini. Fleiri húsa- bætur hefir hann og gert á jörð- inni og tún sitt hefir hann mikið bætt nú á seinni árum. Óskar á Hóli er hagsýnn bóndi er leitast við að haga jafnan búskap sínum eftir viðhorfum hverra tíma. Hann hefir opin augu fyrir hverjum þeim breyt- ingum, er verða á sviði íslenzks landbúnaðar, er framsækinn og hófsamur' í senn. Hann er mjög athugull og nákvæmur við skepnur, er oft til hans leitað af sveitungum hans, þegar kvillar þjá gripi þeirra, þykir hann í þeim sökum flestum samtíðar- mönnum byggðarlags síns raun- betri. Óskar á Hóli h efir gegnt mörg- um trúnaðarstörfum í byggð sinni. Hann átti um alllangt skeið sæti í hreppsnefnd Hvammshrepps, hefir verið í stjórn Búnaðarfélags Hvamms- hrepps síðan 1928 og er nú for- maður þess. Hann er nú for- maður Ræktunarsambands V,- Dalasýslu og stjórnarnefndar- maður í Kaupfélagi Stykkis- hólms. Honum lætur vel að vinna að opinberum störfum, er maður félagslyndur og skyldu- rækinn. Óskar á Hóli er einn þeirra mörgu miðaldra bænda, sem hafa staðið af sér boðaföll þau, er aö sveitum landsins hafa (Framhald á 4. síSu) Sigurður Jónasson: Mirmingarorð um Þórð Sveinsson próf Þórður Sveinsson, fyrrverandi yfirlæknir við geðveikrahælið á Kleppi lézt í síðasta mánuði tæplega 71 árs gamall. Er einn gagnmerkasti samtíðarmaður vor þar horfinn sjónum vorum. Þórður var framúrskarandi góð- ur læknir og sá af hyggjuviti sínu margar nýjar leiðir í þeim efnum og mun áhrifa hans lengi gæta á sviði læknavísinda hér á landi og ef til vill víðar. Ekki fór Þórður troðnar götur í þeim efnum fremur en öðrum, enda varð hann fyrir talsverðu að- kasti þess vegna, bæði ljóst, og þó meira leynt. Skoðun hans var sú, að geðveiki stafaði oftast af ásókn anda eða jafnvel af full- kominni andsetni. Er það einnig skoðun dulfróðra manna að svo sé. Aðferðir Þórðar við að lækna geðveika menn beindust því mest að því að reyna að losa sjúklinginn undan ásókninni. Notaði Þórður í því sambandi einkum sterkheit böð og sult, og gafst hvort tveggja mjög vel. Þórður skildi manna bezt þýðingu nátturulækninga. Lagði hann mikla áherzlu á að hreins- un likamans væri öruggasta lækningaaðferðin. Lét hann sjúklinga (einnig aðra en þá, sem haldnir voru geðveiki), oft svelta alveg langan tíma og eigi neyta neins nema heits vatns. Mig minnir, að ég heyrði hann tala um, að hann hefði látið einn sjúkling svelta í meira en 10 daga, án þess að neyta nokkurs nema heits vatns, og að þeim sjúklingi hefði batnað. Þá not- aði hann mikið böð, einkum heit fótaböð, með mjög góðum ár- angri. Á síðustu árum fann hann mjög góða aðferð til þess að lækna kvef, bronchitis og jafn- vel berkla, með því að láta taka inn kreósót í heitri mjólk eftir vissum reglum. Gáfust þær lækningar einnig mjög vel. Áhugi Þórðar á því að veita sjúkum hjálp var mjög ríkur. Þegar ég hitti hann í síðasta sinn, tveim dögum áður en hann dó, helsjúkan, var hann að segja mér frá tveim sjúklingum sínum sem hann vissi að var farið að batna fyrir ráðleggingar hans. Var honum þetta sýnilega mikið gleðiefni, þó að svo væri þá af honum dregið, að honum var orðið erfitt um mál. Stöðugt var leitað ráða til hans og fylgdist hann oftast með sjúklingum með viðtölum í síma, því allmörg síðari ár ævi hans gat hann ekki gengið, en varð að sitja í stól. Þeir eru margir, sem eiga Þórði að þakka heilsu og jafnvel líf. Höfðu margir sj úklingar fyrst leitað til Þórðar eftir að þeir höfðu þrautreynt að fá bót meina sinna hjá öðrum læknum ár- angurslaust. Ekki skorti þó á, að Þórður ætti miklum mis- skilningi að mæta, einnig hjá sjálfum sjúklingunum, og oft tókust lækningar hans ekki vegna þess að sjúklingurinn annað hvort gafst upp við að fara eftir ráðleggingum hans, eða þá að sjúklingnum beinlínis snerist hugur vegna peirrar miklu andstöðu sem lækningar Þórðar áttu að mæta hjá ýms- um í læknastétt. Erfiðleikar brautryðjandans urðu þvi hlut- skipti Þórðar, eigi síður en ann- ara mikilla lækna á undan hon- um, en ég veit að fögnuður sá, er hann jafnan fylltist þegar sigur vannst, voru honum ríku- leg laun. Þórður var skarpgáfaður mað- ur. Fóru saman miklar náms- gáfur og rík innsæisgáfa. Þórð- ur óx stöðugt að andlegum þroska og eigi minnst hin síð- ustu ár ævi hans. Hafði hann mikla dulræna hæfileika. Skynj- aði hann utan við jarðneska líkamann og fór þá víða. For- vitri var hann og mikla kraft- strauma fundu þeir í návist hans, sem næmir eru á þá hluti. Þórður var vel þekktur meðal erlendra vísindamanna á sviði sálarrannsókna og hafði tekið þátt í tilraunum með amerísk- um vísindamönnum á þessu sviði með mjög merkilegum árangri. Þegar Horace Leaf hinn frægi enski miðill og sálarrannsókn- armaður kom hingað á síðasta sumri lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk að heilsa upp á Þórð. Hafði Leaf heyrt Þórð- ar víða getið meðal sálarrann- sóknarmanna erlendis. Eftir að Þói'ður gerðist spírit- isti fyrir rúmum 35 árum var hann um langt skeið lífið og sálin í spiritistahreyfingunni á íslandi. Hann stóð við hlið Har- aldar Níelssonar og Einars H. Kvarans þegar hörðust ,voru átökin á baráttuárum spiritism- ans hér á landi. Ritaði hann m. a. mikið í „Morgunn" enda var hann ritfær svo að af bar. Þótti andstæðingunum ekki alltaf þægilegt að lenda í .ritdeilum við hann. Síðustu árin gat hann þó vegna vanheilsu ekki tekið þátt í störfum sálarrannsókn- arfélagsins, svo sem hann hefði viljað, en jafnan mun hann hafa verið boðinn og búinn til þess að gefa ráð og leiðbeina í þeim efnum. Ég hefi engan fslending hitt, sem var jafn margfróður um öll málefni andahyggjunnar, sem Þórður. Hann taldi sig að vísu ekki til guðspekinema, en ég hefi fáa guðspekinema hitt,' sem talað hafa af jafnmikilli aðdáun og skilningi um frú H. F. Blavatsky aðalstofnanda Guðspekifélagsins. Var Þórður sömu skoðunar um hana, sem þeir, er álíta að hún hafi verið einn hinna miklu andlegu sendi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.