Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 3
2. blað TtMISW, laugardaginn 4. jamáar 1947 3 Arfur og skylda Eins og flestum mun kunn- ugt náði framfærsluskyldan að fornu allt til fjórmenninga. Var því eigi að furða að afnahagur réði mestu um kvennagiftingar og að gengið væri ríkt eftir heimanmundinum. Stofnun hjúskapar var þá algert einka- mál, gert með samningi, þar sem kveðið var á um fjárréttindi að- ila og skipting búsins við upp- lausn þess. Þótti bezt fara á að jafnræði væri með hjóna- efnum og ekki tekið niður fyrir sig nema auður væri í aðra hönd. Nú er þessu gerbreytt og sneytt svo af hinni góðu og gömlu þegnskyldu, að hún nær aðeins til barna og foreldra ef barnið er talið fært um að inna hana af hendi. Allt öðru máli gegnir um erfðaréttinn. Hann fór áður saman og framfærsluskyldan, einnig bundinn við fjórmenn- inga að mestu og með erfðafjár- lögunum 1850 er hann fastbund- inn við fjórmenninga. Með þessu er þverbrotið gamla lögmálið um að fram- færsluskyldan og erfðarétturinn fylgdust að, enda sem engin breyting gerð á erfðalögunum nærfellt um fulla öld, þrátt fyr- ir það að gangngert los hefir orðið á ættartengslum manna eftir því sem samgöngur hafa orðið greiðari og átthagabönd- in slitnað sakir atvinnuleitar karla og kvenna. En því fylgir að menn kannast nú yfirleitt ekki við annað en eitthvað af allra nánustu náungum sínum. Af þessum sökum er bera að nú er alls enginn ástæða til að halda uppi útörfum frekar en til systkina í mesta lagi en sýnn hagur að því að losna við skiptin, sem jafnan eru bæði tafsöm og leiðinleg sakir gróðafíknar erf- ingjanna, auk þess sem stundum næst ekki til sumra þeirra. Það er því kominn tími til að þrengja erfðaréttinn, enda engum gerð- ur óréttur með því, þar eð hver getur ráðstafað eigum sínum með erfðaskrá og ekkert mælir á móti því að gera héraðsdóm- urum aö gera þær ókeypis. Jafnframt mætti ákveða að óráðstafaður arfur gengi til guðsþakkastofnana eða land- ræktar, sem er hugðarmál allra sæmilegra landa minna, og með slíku ákvæði væri þá um leið tekið ómakið af þeim, sem finnst þeir „vera að moka ofan á sig“ er þeir gera erfðaskrána. Ætti því þingið að athuga málið og fela lögfræðingum að leggja fram frumvarp um breyt- ingu á erfðalögunum. Kf. boða sem hafa það hlutverk að veita nýjum straumum and- legrar þekkingar inn i mann- heim og auðga andlegt líf mannanna. Þórður var heitt- trúaður eins og allir sannir andahyggjumenn eru og aðdá- un hans á hinum miklu þjónum hinna himnesku máttarvalda, var mjög rík. Á yngri árum tók Þórður mik- inn þátt í stjórnmálum. Tók hann áhrifamikinn þátt í sjálf- stæðisbaráttunni þegar hún var þýðingarmest, á árunum frá 1900 til 1918. Hann var frjáls- lyndur í skoðunum og umbóta- sinnaður. Eigi mun hann á síðari árum hafa talið sig bund- inn neinum stj órnmálaflokki. Hann vissi að í stjórnmálum jafnt sem öðrum málefnum mannanna eru átökin á bak við alls staðar á milli hinna æðri og lægri afla (hvítu og svörtu öflin nefna sumir þau) í tilver- unni og að það fer ekki ávallt eftir flokkslínum hvorra þjón- Tilkynning frá Skattstofu Reykjavíkur Atvinnurekendur og aðrir, sem samkvæmt 33. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt eru skyldir að láta Skattstofunni 1 té skýrslur um starfslaun, útborgaðan arð í hlutafélögum og hluthafaskrár, eru hér með minntir á, að frestur tll að skila þessum gögnum rennur út föstudaginn 10. þ. m. Sérstök athygli skai vakin á því, að atvinnuveitendum ber að gefa upp öll laun, hversu lág sem eru, og séu heimilisföng launþega ekki tilfærð eða rangt til- færð, bera atvinnuveitendur ábyrgð á viðbótarskattgreiðslu vegna ófullnægjandi skýrslugjafa. Samkvæmt 122. og 132. gr. laga um almannatryggingar nr. 50 frá 1946, samanber 112. og 113. gr. sömu laga, er sú breyting nú gerð á skýrslum til skattstofunnar um launagreiðslur, að auk þéirra upplýsinga, sem áður hefir verið krafizt, er til þess ætlazt að skýrt sé frá um hvern einstakan starfsmann: 1) hversu margar vinnuvikur hann hefir unnið hjá fyrirtækinu eða stofnuninni yfir árið. Starfstíminn skal talinn í vikum og telst vikan eining við iðgjaldaákvörðunina. Sé um fastráðna starfsmenn að ræða.er taka árslaun eða mán- aðarlaun, reiknast iðgjaldið af 52 vikum. Ef um ákvæðisvinnu, dagkaup eða tímakaup er að ræða, reiknast 6 dagar eða 48 vinnustundir sem ein tryggingarvika. 2) Tegund þeirrar vinnu, er starfsmaðurinn hefir stundað. Ennfremur er það nauðsynlegt að skýrslunum sé skilað í tvíriti, eins og eyðublaðið segir til um. Þeir, sem ekki senda skýrslur þessar á réttum tíma, verða látnir sæta dagsektum, sbr. 51. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Að gefnu tilefni skal á það bent, að orlofsfé skal meðtalið í launauppgjöfum til Skattstofunnar. Hér fer á eftir stafrófsskrá yfir helztu störf og starfsgreinar, atvinnurekendum til leiðbeiningar við útfyllingu eyðublaðanna: Acetylengasgerð. Aflvéiastjórn við jarðyrkju, vega- gerð o. fl. Áburðar- og fiskimjölsverksmiðju- vinna. Áhafnir flugvéla. Áhafnir róðrarbáta og vélbáta undir 12. lestum. Áhafnir skipa, 12 lestir og stærri. Baðhúsa- og sundhallavarzla. Bátasmíðar (bátar 5 smálestir og minni). Bátaviðgerðir. Belgjagerð. Benzínafgreiðsla til ökutækja o. s. frv. Beykisstörf. Bifhjólastjórn. Bifreiðaeftirlit. Bifreiðanámskeið nemendur. Bifreiðastjórn. Bifvélavirkjun. Bjargsig (fuglaveiðar og eggja- taka). Blaðamenn, þar með talin blaða- afgreiðsla. Blikksmíðar. Bókband. Brauða- og kökugerð. Bréfberar (bæjarpóstar). Brúargerð. Bryggjugerð. Bursta- og körfugerð. Bæjarvinna ýmisk. (ótilgr. ann- ars staðar). Dómarar. Dósasmíði með vélum. Dúklagning. Dyravarzla og þjónsstörf í sam- komu og veitingahúsum. Eldfjalla- og jöklarannsóknir. Eldfæraeftirlit. Eldhússtörf, matsveinar með- taldir. Erindrekstur, þar með talin ráðu- nautsstörf og þau eftirlitsstörf, er krefjast ferðalaga. Fangavarzla. Fatalitun (hreinsun og pressun). Fiskaðgerð. Fiskvinna (herzla, pökkun, söltun, þvottur, þurrkun). Flugvélavirkjun. Frystihúsavinna (meðaltalsið- gjald). Færaspuni. Garnahreinsun. Gasgerð (kolagas). Glergerð. Glerslípun. Gosdrykkjagerð. Grjótsprenging (meðaltalsið- gjald). Grjótvinna. Gullsmíðar. • Gúmiðnaður. Götugerð og Iagningar í götu (píp- ur, jarðstrengir o. þ. h.). Hafnargerð. Hafnsaga. Hampiðja. Harðfiskbarning með vélum. Hárgreiðslu- og snyrtistörf. Hjúkrun. Hlj óðf æraleikarar. Hlj óðfæraviðgerðir. Hreinlætís- og snyrtivörufram- leiðsla (þvottaduft, ræstiduft, fægilögur, gljávax, kerti, sápur, skóáburður o. s. frv.). Hreinsun (ræsting) í skrifstofum, skólum, samkomuhúsum, hvers konar veitingastofum, skipum, utanhúss (meðtalin glugga- hreinsun. Húsagerð (nýsmíði, endurbygg- ingar, breytingar). Húsgagnafóðrun (bólstrun). Húsvarzla. Hvalskurður. Innanbúðarstörf. Innheimtustörf. Innrömmun. ístaka. Jarðborun. Jarðsprengingar, aðrar en grjót- sprengingar. Járnsmíði í vinnustofum án véla. Járnsteypa og logsuða, járnsmíði m. vélum. Kaffirbrennsla og kaffibætisgerð. Karfabræðsla. Kennimenn þjóðkirkjunnar og annarra trúarflokka. Kennslustörf við ýmsa skóla. Kexgerð. Klæðaverksmiðjuvinna (meðaltals- iðgjald). Korkiðja. Kornmölun. Kvikmyndasýningarmenn. Köfun. Landbúnaðarstörf, önnur en afl- vélastjórn og jarðsprengingar. Land- og vatnsmælingastörf. Landpóstastörf. Leðuriðja. Leikarar. Leikfangagerð án notkunar afl- véla. Leikfangagerð úr tré eða málmum með aflvélum. Leirsmíði (brennsla). Lestavinna i skipum og upp- og útskipun við bryggju. Línstofuvinna. Ljósmyndagerð. Ljósmæðrastörf. Lóðabeiting. Loftlínulagnir, rafmagns- og síma- lagnir. Loftskeytastörf á landi. L,yfjagerð. Lyftuverðir. Lýsisbræðsla. Læknisstörf, dýralæknar meðald- ir og aðstoðarfólk í lækninga- stofum. Lögreglustörf og löggæzla á vegum. Mágnaraverðir. Málarastörf. Málgerð (litagerð). Málmbræðsla. Málmhúðun. Málun í vinnustofum. Matsmenn afurða. Mjólkur- og rjómabússtörf (þurr- mj ólkurvinnsla meðtalin). Náðhúsavarzla. Námugröftur. Netjagerð og bætingar (án véla). Netjagerð með vélum. Niðursuða. Pappírspoka og pappaöskjugerð. Pípulagningar innanhúss (gas, raf- magn, vatn og skólp miðstöðv). Pípugerð úr steinsteypu. Póstafgreiðsla. Prentiðn, þar m. talin ljósprentun. Prentmyndagerð. Pr j ónastof uvinna. Pylsugerð, kjöt- og fiskdeigsgerð. Ráðunautsstörf, sjá Erindrekstur. Raflampa- og hjálmagerð. . Raftækjagerð. Rafvirkjar. Rakarastörf. Rannsóknarstörf, unnin í rann- sóknarstofu rikisins og einlta- fyrirtækja. Refaveiðar. Reiðhj óiaviðgerðir. Reykhúsastörf. Sandgræðsla. Sand- og malartaka. Saumavinna hvers konar. Sendistörf. (Vörusendlar. Sendistörf, önnur en vörusendla, blaðaútburður meðtalinn. Síldarbræðsla. Síldarverkun. Silfursmíði. Símaafgreiðsla. Síma- og rafmagnslagnir jarð- strengir. Símritun. Slmvirkjun. Sjómenn (sjá áhafnir). Sjómælingar og hafrannsóknar- störf um borð í skipum. Skipasmíðar (viðg. og viðhald). Skipsströnd (björgun varnings og skipa). Skógarvarzla og skógrækt. Skógerð, önnur en inniskógerð. Skósmíðar. Skrifstofustörf og önnur hliðstæð störf. Slátrun. Slökkviliðsstörf. Smjörlíkisgerð. Sorphreinsun, þar með teljist sótarar. Stálofnagerð. Stáltunnugerð. Starfsstúlkur í heimilum, barna- heimálum elliheimilum, sam- komuhúsum, ieikvöllum, sjúkra- húsum, skólum og veitingah. Steinaframleiðsla til húsagerðar. Sútun (rotun skinna). Sælgætisframleiðsla (brj óstsykurs, konfekts, lakkríss, súkkulaði o. þ. h.). Söðlasmíðar. Sölumenn. Teppagerð og hreinsun. Tollgæzla. Torfhúsagerð. Tóbaksgerð. Trésmíði í verkstæðum án aflvéla, þar með talin húsgagnasmíði. Trésmíði með aflvélum. Ullarverksmiðjuvinna (meðaltals-. iðgjald). Upp- og útskipun á bátum og prömmum. Úrsmíðar. Utanbúðarstörf (sjá Vöruhúsav.). Útvarpsvirkjun. Varðstaða, hreinsun skipa til und- irbúnings veiðiferöa. Vatnsvirkjun (stilfugerð). Veðurfræðingar og aðstoðarfólk í veðurstofu. Vegagerð. Veggfóðrun. Vélanámskeið (kennarar og nem- endur). Vélaviðgerðir, heimilis- og skrif- stofuvéla, löggilding voga og mælitækja. Vélgæzla. Verklegt nám skólanemenda. Verzlunarstörf (sjá Innanbúðar- og skrifstofustörf). Vikurvinnsla, vikursteypa með- talin. Vitavarzla. Vöruhúsavinna. Vöruflutningar á landi. Þangtaka. Þangvinnsla. Þvottahúsastörf. Ölgerð. Reykjavík, Z. jan. 1947. SKATTSTJORINN I REYKJAVÍK ar þeir menn eru sem fást við opinber mál. Trúði hann því að æðri stjórn hefði eftirlit og raunar fulla stjórn á öllum mál- i efnum mannanna en að reynt væri að láta þá leysa vandamál sín sjálfa eftir því sem þeir hefðu'vit og getu til. Heimili Þórðar var hið ástúð- legasta. Ellen eiginkona hans er hin mesta ágætiskona og börn þeirra hvert öðru mannvæn- legra. Þau eru: frú Nína, Hörður framkvæmdastjóri, Úlfar augn- læknir, Sveinn menntaskóla- kennari, Agnar bókavörður, Gunnlaugur forsetaritari og Sverrir blaðamaður. Var Þórði það mikið gleðiefni hve börnin voru komin vel á veg í lífinu áður en hann lézt og mjög var fjölskylda hans honum hjart- fólgin. Þórðar Sveinssonar er einnig saknað af mörgum vandalaus- um og ekki hvað minnst af mörgum smælingjanum sem leitaði til hans í sjúkdómsnauð- um sínum og Þórður var ávallt boðinn og búinn til hjálpar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.