Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 4. JAY. 1947 2. I»lað Ú i œnum í dag: Sólín kemur upp kl. 10.20. Sólarlag kl. 14.41 Árdegisflóð kl. 2.50. Síðdegis- flóð kl. 15.20. í nótt: Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1618. Nætur- læknir er í læknavarðstofunni í Aust- urbæjarskólanum, sími 5030. Aðalfundur K.R. var haldinn fyrir skömmu. Pélagið hefir mjög víðtæka íþróttastarfsemi með höndum og nam íþróttakostnað- ur félagsins samtals 95 þús. krónum á síðasta ári. Félagið hefir nú áform- að að byggja stórt og myndarlegt í- þróttahúfe yfit starfsemi sína vestur við Melatorg. Á fundinum fór fram stjórnarkosning og var Erlendur Pét- ursson endurkosinn formaður í einu hljóði. Pjórir nýir meðstjórnendur voru kosnir: Björn Vilmundarson, Haraldur Björnsson, Haraldur Gisla- son og Jón Jónasson. Endm-skoðend- ur voru kosnir Eyjólfur Leós og Sigur- jón Pétursson. Fél. ísl. atvinnuflugmanna var nýlega stofnað hér í bæ. Stofn- endur eru 24. í stjórn voru kosnir: Jóhannes Snorrason formaður, og meðstjórnendur Smári Karlsson og Al- freð Elíasson. Til vara Kristinn Ólsen og Sigurður Ólafsson. Takmark félags þessa er m. a. að auka kynningu meðal isl. atvinnu- flugmanna, þekkingu þeirra og áhuga á starfinu og vinna á annan hátt aö hagsmunum og öryggismálum stéttar- Hjónaefni, Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingunn Erla Stefánsdóttir frá Minni-Borg i Grímsnesi og Guð- mundur Jónsson frá Seyðisfirði. Minning Laufeyjar Valdimarsdóttur Jarðneskar leifar Laufeyjar Valdimarsdóttur, — en hún lézt í Jarís snemma á s. 1 vetri — komu hingað til lands 9. f. m., og voru jarðsettar í Fossvogs- kirkjugarðínum 13. f. m. Litlu síðar lögðu konur úr Kvenréttindafélagi íslands, Kvenstúdentafélagi íslands og A. S. B. — félagi afgreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkur- sölubúðum, sveig á leiði hennar. Laufey Valdimarsdóttir stóð, sem kunnugt er, mjög framar- lega í réttindabaráttu kvenna hér á landi og var hún stofnandi beggja hinna síðastnefndu fé- laga. Nýtt olíufélag'. (Framhald af 1. síöu) Hvort þessi tilraun með al- íslenzka olíuvezlun tekst vel, er mikið komið undir samstarfs- hug og samvinnuvilja lands- manna sjálfra. Hyggja stofn- endur og stjórnendur Olíufé- lagsins gott til samvinnu við olíunotendur um að hrinda þessu þjóðþrifamáli í fram- kvæmd, á sem farsælastan hátt. Verður ekki heldur öðru trúað en að þessi nýi félagsskapur njóti velvildar og stuðnings allra þjóðlegra íslendinga, er jafn- framt vilja vinna að hag- kvæmri og réttlátri verzlun. T B I C O er óeldfimt hreinsunarefni, sem fjarlægir fitubletti og allskonar óhreinindi úr fatnaði yðar. — Jafnvel fíngerðustu silkiefni þola hreínsun úr því, án þess að upplitast. — Hreinsar einn- ig bletti úr húsgögnum og gólf- teppum. Selt í 4ra oz. gJösum á kr 2 25 _ Fæst 1 næstu búð. — Heild- sölubirgðir hjá fHEMIFI/f Happdrætti Háskóla fslands Breyting á umboöum í Reykjavík: Uiis’frú Armlís Porvaldsdóttir, Vesturgötu 10, sími 6360, í stað Dagbjarts Sig'urðssonar. IlerHiaim Sig’urðsson, bóksali, Laugaveg 38, síini 7290, í stað Einárs Eyjólfssonar. (jamla Síé Erlent yfirlit (Framhald af 1. slðu) mesti mælskumaður, sem Frakk- ar hafa nokkru sinni átt. Hann ber mikla persónu og er manna skemmtilegastur í umgengni. Aðalkeppinautur hans um for- setatignina, Vincent Auriol, er 62 ára gamall. Hann var bakara- sonur og 'gekk strax í jafnað- armannaflokkinn á stúdentsár- um sínum. Hann fékkst um skeið við blaðamennsku, en síðar varð hann eftirsóttur mála- færslumaður. Árið 1914 var hann kosinn á þing og gaf sig þar einkum að fjármálum. Hann var fjármálaráðherra í alþýðufylk- ingarstjórn Leon Blums 1936— 37. Kjörorð hans var þá í fyrstu: Björgum frankanum, en síðan varð hann að bíta í það súra epli, að fella frankann. Þá hélt hann því fram, að það væri kaupgeta frankans er skipti mestu máli, og því yrði að trygggja hana á allan hátt. Auriol varð ráðherra án stjórn- ardeildar í fyrstu stjórn de Gaulle eftir hernámið. Hann var kosinn forseti beggja stjórn- lagaþinganna. Hann er nú for- seti neðri deildarinnar, en það hefir oft verið talið seinasta þrepið upp í forsetastól ríkisins. ! Það eru báðar deildir franska þingsins, er kjósa forsetann. | Þegar forsetinn hefir verið kos- ! inn, mun stjórn Leon Blums biðjast lausnar, og felur forset- inn þá Blum eða einhverjum; öðrum að mynda stjórn. Sá mað- ur verður þó að fá samþykki þingsins til stjórnarmyndunar- innar. Laus staða Samband nautgriparæktarfélaga í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu varitar fastan starfsmann (ráðunaut) frá 1. febrúar næstkomandi. m Umsóknir ásamt kaupkröfu sendist Sigurði Guð- brandssyni mjólkurbússtjóra Borgarnesi, fyrir 17. janúar næstkomandi. Áskorun iiiii framvísnn reikninga. Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri ákveðnu ósk til þeirra manna, félaga og stofnana, bæði hér í bænum og annarsstaðar á landinu, sem eiga reikninga á sam- lagið frá síðastliðnu ári, að framvísa þeim í skrifstofu þess, Tryggvagötu 28, hið fyrsta og eigi síðar en fyrir 25. þessa mánaðar. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. t VtKING. (The Spanish Main). Spennandi og íburðarmikil sjóræningjamynd í eðlilegum litum. Paul Henreid, Maureen O’Hara, Waltér Slezak. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 12 ára. ttýja Síó (vifS SUúl&nötu) Gróður í K'jósti. (A Tree Grows in Brooklyn) Áhrifamikil stórmynd. Sýnd kl, 9. Chaplin-syrpan. (Chaplin Festival). Pjórar af hinum alkunnu stuttu skopmyndum, sem Char- lie Chaplin lék í á árunum 1916- 18. Þær hafa nú verið gerðar að tónmyndum og heita: „Inn- flytjandinn", „Ævintýramaður- inn“, „Við heilsubrunninn" og „Chaplin sem lögregluþjónn". Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. TVÆR AGÆTAR BÆKUR TIL TÆKIFÆRISG JAFA: SÓLBRÁÐ, nýja ljóðabókin eftir GUÐMUND INGA. RVÆBI, ljósprentun á æskuljóðum HULDU skáldkonu. Ijatnatkíé Auðnuleysingfim (The Rake’s Progrss) Spennandi ensk mynd. Rex Harrison, Liili Palmer, Godfrey Tearle, Griffith Jones, Margaret Johnston, Jean Kent. Sýnd kl. 3, 6 og 9. — Gleðilegt nýár. — LEIKFÉLAG REYK JAVÍKUR: Fimmtugur. (Framhald af 2. síöu) steðjað á undangengnum aldar- fjórðungi. Hann er sveitamaður í húð og hár — mikill að vallar- sýn, prúður í framgöngu og bundinn byggð sinni sterkum böndum. Hann stendur nú á há- tindi ævinnar með fjölþætta lífsreynslu að baki, hefir sigur- pálmann í hendi sér og horfir fram á veginn með festu og ró. Vinir og samstarfsmenn Ósk- ars á Hóli óska honum á þessum tímamótum ævi hans langra og farsælla lífdaga — óska að sama gifta hvíli yfir störfum hans framvegis sem hingað til og að átthagar hans og sam- fylgdarmenn fái að njóta starfs- krafta hans sem lengst. G. S. Leiðrétting í greininni um tímaritið Ganglera, í blaðinu í gær, varð prentvilla, í þriðja dálki grein- arinnar á 3. síðu, 26. línu að neðan. Þar stendur úlfúðareðli, en á að vera eilífðareðli. Þetta eru lesendur blaðsins vínsam- lega beðnir að athuga. Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroe & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS Ég man jbá tíð — gamanleikur í 3 þáttum eftir EUGENE O’NEILL. Leikstjóri: Indriði Waage. Sýning á sunnudag kl. 20. Aðgöngúmiðasala í Iðnó frá kl. 2—6 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 6. — Börnum ekki seldur aðgang'ur. — •>* TILKYNNING frá Nýhyggingarráöi Þar sem nú eru fallin úr gildi þau gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi, sem gefin hafa verið út með samþykki Ný- byggingarráðs frá byrjun til ársloka 1946, ber leyfishöfum, sem óska að endurnýja leyfi sín, að senda þau ásamt beiðni um endurnýjun, til skrifstofu /áðsins fyrir 25. jan- úar n. k. Beiðnum skulu fylgja skriflegar sannanir fyrir því að kaup hafi verið ákveðin og afgreiðsla eigi að fara fram innan ákveðins tíma. Reykjavík, 1. janúar 1947. Nýbyggingarraíð. Frá .Skólaisaks Jónssonar’ Fundur verður haldinn með foreldrum og öðrum styrktarmönnum sjálfseignarstofnunarinnar „Skóla ís- aks Jónssonar", laugardaginn 4. jan. 1927, kl. 2 síðd. í Kennaraskólanum. FUNDAREFNI: 1) Skipulagsskrá fyrir stofnunina lögð fram til sam- þykktar. 2) Önnur mál. Reykjavík, 2. jan. 1947. ISAK JÓNSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.