Tíminn - 07.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1947, Blaðsíða 3
3. blað TÍMIlViy, þrtðjadaginn 7. jaiiúar 1947 3 ENN EIN JÓLAHATIÐ er liðin — enn eitt ár liðið í aldanna skaut og nýtt setzt að völdum. Og lífið er tekið að falla aftur í sínar vanaskorður eftir glaum og glys hátíðanna og til breytni í mat, drykk og öllum hátt- um. Enginn getur alla daga lifag í dýrðlegum fagnaði. ANNABS MUNU MARGIR MÆLA, að jólin séu hér hjá okkur orðin ærið áberandi glyshátíð, númer í sölutækni duglegra kaupsýslumanna, hávaða- samir munaðardagar. Pram á síðustu áratugi hafa þau verið með þjóð okkar helg stund og hljóðlát, þótt þau væru jafnframt faghaðarhátíð. En nú er þetta sýnilega gerbreytt. Það má ef til vill segja, að þetta sé eðlileg af- leiðing batnandi efnahags, meiri lífs- gleði, aukins þéttbýlis og örari við- skipta. Víðast hvar í hinum fjölmenn- ari löndum, sem kristin kallast, munu jólin fyrst og fremst vera' gleðihátíð. En hinu get ég samt ekki varizt, að mér finnst gæta ærins óhófs í svo- kallaðri jólagleði fólks á ýmsan hátt. Ég á ekki við, að fólk sé of kátt og skaplétt um jólin — af slíku erum við íslendingar ekki of haldnir —, heldur finnst mér yfirborðsmennsk- an vera að ríða okkur sjálf á slig. ÉG ÆTLA AÐEINS að víkja að einu atriðinu í þessu sambandinu — jóla- kaupunum. Ég hygg, að flestir geti verið sammála um það, að þau eru komin út í fullkomnar öfgar. Ekki sízt keyrir gjafasiðurinn orðið um þverbak. Pólki finnst, að það verði sóma síns vegna að kaupa dýrar jóla- gjafir handa fjölda kunningja um hver jól. Bláfátækt fólk fórnar sínum síðasta eyri i þessu skyni — tekur jafnvel til láns, svo að það verður að dragast með jólaskuldirnar langt fram á næsta ár. Þetta er of mikið af svo góðu. Og verst er þó kannske af öllu, að mjög margt þessara jóla- gjafa eru fánýtir hlutir, er sá, sem hlýtur, hefir hvorki yndi né gagn af. ÞAÐ VANTAR EKKI HELDUR, að þeir, sem verzlun reka, kunni að not- færa sér kaupafýsn og örlæti almenn- ings, enda er það vel' skiljanlegt. Og það væri synd að segja, að alltaf sé gætt hófs um verðlagningu hluta, sem líklegt er að fólk girnist að kaupa. En sjaldan eða aldrei hygg ég, að svo langt hafi verið gengið í ósvíf- inni verðlagningu ýmsra muna, sem fyrir þessi jól, og má segja, að fólk láti flest bjóða sér, ef það kostar eng- in eftirmál. ÉG ÆTLA AÐ NEPNA fáein dæmi máli mínu til stuðnings, og svo munu flestir, sem þessar línur lesa, geta bætt einhverju við frá eigin brjósti. — Agnarlítil ilmvatnsglös, sennilega þó með ósvikinni vöru, kosta í pappa- stokk 25—34—36 krónur. Stærðin gins og fremsti köggull á fingri manns. — Tvenn hversdagsleg spil í hversdags- legum pappastokk voru seld á 25 krónur. Væri sams konar .>pil hins veg- ar keypt stokklaus kostuðu þau 5 krónur. — Litlar ljóshlífar á raf- magnslampa voru í einni búð seldar á 85 krónur. Hvorki voru þær þó marg- brotnar né úr dýru efni — silkidula þanin á vírgrind. Stærðin rösklega karlmannsspönn yfir neðra og víðara opið. — í einni skartgripabúðinni var til sölu lítill silfurbakki útlendur, syk- urker og rjómaker og tvær litlar könnu/. Allt var þetta að vísu fagur- lega grópað og skreytt, sannir kjör- gripir. Verð: 6000 krónur. — Snotrar kvenkápur úr áferðarfallegu taui fást nú í ýmsum búðum fyrir eitthvað milli 1300—1500 krónur. ÞANNIG MÆTTI LENGI TELJA. Sumt af þessu er vitnisburður um það, hvað dýrtíðin er í raun og veru — svona burtséð frá vísitölu og út- reikningum. Annað hygg ég, að sé tal- andi tákn um hreint og klárt okur, sem rekið hefir verið í skjóli þess, hve fólk er gírugt til kaupanna meðan það hefir peninga handa á milli, sér- staklega fyrir jólin. ,Með því, að ég álít, að verðlagsyfirvöldin og stjórn- arvöldin eigi að vera vörn og hlíf al- mennings gegn slíkri starfsemi, leyfi ég mér að beina því til þeirra aðila, að þeir láti rannsaka gaumgæfilfcga, hversu víðtæk slík verzlunarstarfsemi hefir verið og er — og láti róttækar aðgerðir fylgja á eftir þeírri athugun. iæsEKm Grímur í Görðunum. t iii ii'fíin'.nn'ii'T—i Leiðrétting I minningargrein Sigurðar Jónas- sonar um Þórð Sveinsson próf. í síð- asta blaði, voru eftirtaldar prentvill- ur: í öðrum dálki 11. og 12. línu að ofan, stendur: 10 daga, en á að yera 20 daga. í sama dálki 17. og 18. línu að ofan, stendur: „fann hann mjög góða aðferð“, átti að vera: vnota hann mjög góða aðferð", óg í 6. dálki 7. og 8. línu að ofan, stendur: „aðdá- un hans á hinum miklu þjónum, etc.“ átti að vera: aðdáun hans á vizku- meisturunum, hinum miklu þjónum, etc.“ laga í Reykjavík og Hafnarfirði skorar hér með á háttvirta bæj - arstjórn Reykjavíkur að láta á- fengisvandamál bæjarbúa ekki lengur reka á reiðanum. Nefndin vill leyfa sér að leggja þetta til: 1. Komið sé upp forsvaran- legu sjúkraskýli í sambandi við lögreglustöðina, og þangað ráð- inn sérstakur læknir og hjúkr- unarlið. Bærinn reki einnig uppeldlsheimili handa ungling- um og ofdrykkjuhæli handa konum og körlum. 2. Eftirlit sé skerpt að miklum mun: Lögreglunni sé skylt að sjá um, að áfengi sé ekki veitt á skemmtunum né í veitingahús- um, sem ekki hafa vínveitinga- leyfi. Hún hafi einnig nákvæma gát á því, að gestum haldist ekki uppi að hafa áfengi með sér inn í veitingahús og neyta þess þar. Sé út af brugðið, sæti bæði gestur og gestgjafi sektum. Á skemmtunum og í veitinga- húsum, sem heimild hafa til vínveitinga, sjái lögreglan um að fjarlægja hvern þann, er truflun veldur vegna ölvunar. 3. Allir, sem á sér vekja at- hygli vegna áfengisnautnar, úti eða á opinberum skemmtistöð- um, séu umsvifalaust fluttir í sjúkraskýli . lögreglunnar, og hafðir þar þangað til áfengis- áhrifin eru um garð gengin. Ef um er að ræða unglinga innan .átján ára aldurs, skal læknirinn flytja þá heim að dvöl lokinni og gera vanda mönnum aðvart um ástæður. Ef unglingurinn endurtekur brot sitt, er lækni heimilt að flytja hann i sjúkrahús. Sé um að ræða karla eða konur eldri en átján ára, getur læknir flutt þau úr sjúkraskýl inu í sjúkrahús, ef hann telur nauðsyn til bera. Ef sj úkrahúsvist nægir ekki til lækningar, skal heimilt að flytja unglinga í uppeldisheim- ili og fullorðna karla og konur á ofdrykkjuhæli. Ákvörðun um slíkt getur læknir lögreglunar þó ekki tekið á eigið eindæmi, heldur leggi hann tillögu um það fyrir nefnd manna, er skipuð sé til að ráða úrslitum þess háttar mála. í nefnd þessari sitji einn læknir, einn prestur og einn fulltrúi frá Stórstúku íslands. 4. Gerðar séu strangar kröfur til allra starfsmanna bæjarins um það, að þeir séu ekki undir áhrifum áfengis við störf sín. 5. Áfengi sé ekki haft um hönd í veizlum, sem haldnar eru á vegum bæjarfélagsins. Til námsmeyja Kvennaskólans í Reykjavik. Stofnfundur Áfengisvarnar nefndar kvenfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði, haldinn 5. desember s. 1., samþykkti ein- róma að senda námsmeyjum Kvennaskólans í Reykjavík svolátandi kveðju: ALICE T. HOBART: Yang og yin .skáhallt út til beggja hliða. Hárflétturnar glitruðu eins og svart- gljáð tóg, og hattar þeirra voru prýddir marglitum hnöppum, sem gáfu embætti þeirra og tignarstöður til kynna. Þeir þokuð- ust inn gólfið ofurhægt og hljóðlaust á hinum mjúku silkiskóm sínum. Lærdómsmennirnir hófu að syngja óðinn til Konfús- íusar. Embættismennirnir gengu að altarinu, einn og einn. Þar hneigðu þeir sig í auðmýkt, svo að ennin námu við gólfið. Þetta gerðu þeir þrívegis. Þrisvar gengu þeir hægt og, hátíðlega að altarinu, einn og einn( með tíu skrefa millibili. Þrisvar hneigðu peir sig í takmarkalausri auðmýkt og sjálfsafneitun. Loks tóku ?eir af altarinu fimm litfar útskornar öskjur, sem í voru hinar helgu silkirollur, og gengu að því búnu út. Eldurinn í járnkörf- unum blossaði upp, þegar þessir tignu embættismenn hurfu inn fylkingar lærdómsmannanna og köstuðu fórnum sínum á bál- n. Hinar dýru, skrautlegu silkirollur undust sundur i logunum í marglitu skarti sínu og urðu loks að grárri ösku. Fórnarvínið sauð og gufaöi upp í snarkandi bálinu. Það var fórnarblóðið, sjálfur kjarni lífsins, er nú var gefinn öndunum. Trúboðarnir biðu Wús. Á meðan komu þjónar inn í fordyrið, slökktu kertaljósin á altarinu, slengdu blóðugum fórnardýrun- um á öxl sér og hlupu brott með þau. Peter fylltist á ný megnri andúð. Hans trúarsiðir voru eins og dagur hjá nótt í samanburði við þessa dularfullu athöfn og hinar villimannlegu og frum- stæðu íórnfæringar, er henni fylgdu. Kristindómurinn var eini vegurinn til lífs og sannleika .... Wú var gæddur þeirri næmu eðlisávísun, sem er svo rík meðal Kínverja, og hann varð þess undir eins var, að gestum hans hafði fallið þessi guðsþjónusta miður vel í geð. Hann hafði opn- að fyrir þeim dyr sjálfs helgidómsins, en það hafði ekki glætt skilning þeirra, eins og hann hafði þó vonað. Hann afréð að kippa aftur að sér hendinni. Peter botnaði hvorki upp né niður háttalagi hans. Hið óvænta vinarboð Wús hafði vakið þá trú i brjósti hans, að nú hefðu kínverskir menntamenn loks viður- kennt hann og tekið hann í sinn flokk. En þegar hann reyndi að færa hina hátíðlegu athöfn í tal við Wú morguninn eftir, fann hann fljótlega, að kennarinn var enn varkárari og þöglari en áður. Það kom jafnvel stundum fyrir, að Peter spurði sjálfan sig, hvort atburðir þessarar nætur hefðu verið annað en draum- ur — hvort Wú hefði i raun og veru nokkurn tíma boðið honum að taka þátt í hinni miklu Konfúsíusarmessu. Múrinn milli hinna tveggja heima var hærri og þykkari en nokkru sinni fyrr. XVII. ÞSGAR Peter reyndi að gera sér ljóst, hvað einkenndi Kína og og Kínverja sérstaklega, nam hugur hans ávallt staðar við ópíumneyzluna. Hinn daunmikla þef af illa hirtum líkömum mátti finna meðal fólks af öðru þjóðerni, og hið þunga, kæfandi borgarryk var ekki heldur séreinkenni kínverskra borga. Þannig var andrúmsloftið í öllum borgum,-þar sem ekki var framfylgt ströngum heilbrigðis- og þrifnaðarreglum. En hin sæta, höfga ópíumangan, sem loftið var mettað af, varð í huga hans ímynd Kínaveldis. Hún fyllti hvern krók og kima borgarinnar, og frá sveitaþorpunum lagöi hann langar leiðir út yfir vota hrís- grjónaakrana. Peter varð æ tíðhugsaðra um það, hvfernig unnt yrði að ná ráðunum yfir þessu eitri á vald læknanna. Ef til vill gat hann notað sjúkrahúsið til þess að bjarga einhverjum af þeim, sem orðið höfðu því að bráð, og þvegið á þann hátt burt lítið eitt af þeim svívirðilega smánarbletti, sem hinar hvítu menningar- þjóðir höfðu fengið á sig, þegar þær kúguðu Kínverja til þess að kaupa það af sér. Hann var þegar farinn að gera í rannsóknar- stofu sinni tilraunir, sem miðuðu að því, að ákvarða nákvæm- lega áhrif ópíumnautnarinnar. Það gat átt sér stað, að Kín- verjana skorti einhver efni, sem líkaminn þarfnaðist — efni, sem læknuðu ópíumhungrið að einhverju leyti sjálfkrafa, ef þeim var séð fyrir þeim. Peter tók sig til og skrifaði nákvæma dag- bók um athuganir sínar á öllum ópíumneytendum, sem hann hafði undir höndum. Buchanan hafði reynt að lækna þá, sem lengst voru leiddir, með því að láta þá hætta að neyta eitursins sjálfs, en reykja það í þess stað, og minnkaði síðan skammtinn da<g frá degi, þar til sjúklingurinn var orðinn fær um að lifa án ópíums. Fyrst í stað hafði það glatt Peter að sjá, hvílíkur fjöldi ópíumsjúklinga streymdi til sjúkrahússins. En þegar honum varð fullljóst, hve langdrægt það var og erfitt fyrir menn að venja sig af ópíum- notkun, hafði illur grunur vaknað. Og tortryggni hans jókst til muna, þegar Stella sagði honum, hve aðsókn ópíumsjúklinga hafði vaxið stórlega síðan hann tók sjálfur við stjórn sjúkra- hússins. „Ég þekki þessa ópíumsjúklinga ekki,“ sagði hún. „Buchanan sagði; að það væri ekki kvenna meðfæri að eiga „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir samþykkt námsmeyja Kvennaskólans í Reykjavík um það, að dansa ekki við drukkna menn. Telur fundurinn mjög mikils um vert að allar stúlkur, sem ekki neyta áfengis, taki þessa reglu upp.“ Til kvenfélaga um land allt. „Stofnfundur Áfengisvarnar- nefndar kvenfélaga í Reykja- vik og Hafnarfirði, haldinn 5. desember 1946, skorar eindregið á öll kvenfélög landsins að taka upp baráttu gegn áfengisneyzlu, hvert í sínu byggðarlagi. Eins og sakir standa, telur nefpdin að áherzlu beri að leggja á þessi atriði: 1. Að beita sér gegn þvi að á- fengi sé haft um hönd á sam- komum, og 2. Að uppörva ungar stúlkur til að bindast samtökum um að dansa ekki við drukkna menn.“ Fjaðraherfi 9 og 15 fjaöra Samband ísl. samvinnufélaga TILKYNNING % Viðskiptaráðið hefir ákveöið eftirfarandi hámarKsverð á fiski: Nýr þorskur, slægður með haus ........ kr. 1.10 pr. kg. Nýr þorskur, slægöur hausaður .......... — 1.35 — — Nýr þorskur, slægður og þversk. í st. .. — 1.40 — — Ný ýsa, slæg'ð með haus ................ — 1.15 — — Ný ýsa, slægð hausuð ................... — 1.40 — — Ný ýsa, slægð og þversk. í stykki .... — 1.45 — — Nýr fiskur (þorskur, ýsa) flakaður með roði og þunnildum .... — 2.10 — — Nýr fiskur (þorskur, ýsa) án þunnilda — 2.90 — — Nýr fiskur (þorskur, .ýsa) roðflettur, án þunnilda ............... — 3.45 — — Nýr koli (rauðspretta) ................. — 2.90 — — Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn'til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinn reikna kr. 0.10 pr. kg. aukalega. Fisk, sem er frystur sem varaforði, má reikna kr. 0.10 pr. kg. dýrara en að ofan greinir. Reykjavík, 4. jan. 1947. Verðlagsstjjórinn. ▼ ♦ ♦ BÓKHALn OG ISRÉF A S SOt IFTIR Garðastræti 2. — Sími 7411. . Bókhald, bréfaskriftir: á dönsku, ensku, frönsku, þýzku. Fjölritun og vélritun. Ennfremur þýffingar á verzlunarbréfum . . úr ítölsku og spönsku. Löggiltar skjalaþýffingar á ensku. Byggir h.f. tilkynnir: Flytjum trésmiðju okkar næstu daga af Laugaveg 158 á Háaleitisveg 39, í nýtt húsnæði með nýjum og full- komnum vélum. Getum þar af leiðandi bætt við okkur smíði á hurðum, gluggum og alls konar innréttingum. Einnig vélavinnu á timbri. Pantanir afgreiddar í þessari viku á Laugaveg 158, — sími 6069. BYGGIR H. F. Trésmiðja — Timbiirverzluii - Ilúsagerð. r Askorun um framvísun reikninga Sj úkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri ákveðnu ósk til þeirra manna, félaga og stofnana, bæði hér í bænum og annars staðar á landinu, sem eiga reikninga á samlag- ið frá síðastliðnu ári, að framvísa þeim í skrifstofu þess, Tryggvagötu 28, hið fyrsta og eigi síðar en fyrir 25. þ. m. Sjúkrasamlag Reykjavíkyir. \ 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.