Tíminn - 07.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma í flokksskrifstofuna KEYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargótu Slmi 6066 7. JAJV. 1947 3. blað Frá Happdrættinu: Aðeins 2 dagar til 1. dráttar. Endurnýjunarfresturinn er liðinn. þér á hættu að missa númer yðar. — Vitjið því miða yðar án tafar Ú i œnum I dag: Sólin kemur upp kl. 10.17. Sólar- lag kl. 14.50. Árdegisflóð kl. 5.25. Síðdegisflóð kl. 18.20. í nótt: Næturakstur annast Litlabílstöðin, sími 1380. Næturlæknir er í lækna- varðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykja- víkur Apóteki, sími 1760. Útvarpið í kvöld: Kl. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Saga Færeyja, I. (dr. Björn K. Þórólfsson). 20.55 Tónleikar: Kvartett í D-dúr eft- ir Mendelssohn (plötur). 21.20 íslenzkir nútímahöfundar: Guðmundur Gísla- son Hagalín les úr skáldritum sínum. — Lokalestur. 21.30 Tónleikar: Kirkju- tónlist (plötur). 22.00 Fréttir. Auglýs- ingar. Létt lög (plötur). 22.30 Dag- skrárlok. Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árna Sigurðs- syni, ungfrú Aðalheiður Pétursdóttir af Héraði og Jónas Jónsson bifreiða- stjóri. Heimili þeirra verður fyrst um sinn á Seljarveg 33. Hjónaefni. Á aðfangadag jóla opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Vigdís Ester Eyj- ólfsdóttir, Grettisgötu 47 A og Ingimar Guðmundur Jónsson, Spítalastlg 5. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Stella Ólafsdóttir, Reykja- hlíð 10, og Jón M. Finnbogason, Hell- isgötu 3, Hafnarfirði. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Anna Ingimarsdóttir Drápu- hlíð 13 og Kjartan Jóhannsson gjald- keri hjá Ræsi. Vilhjálmur Finsen sendiherra hefir viðtalstíma fyrir þá, sem kynnu að óska að hafa tal af honum, i stjórnarráðshúsinu miðvikudaginn 8. þ. m. kl. 11—12. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúiofun sína ungfrú Nanna G. Jónsdóttir, Melum í Suöur-Múlasýslu og Ólafur Hannesson, Litla-Vatnshorni í Dalasýslu. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Kristín Þorsteinsdóttir, Aust- urgötu 34, Hafnarfirði og Hafsteinn Lúthersson, Ingunnarstöðum í Kjós. Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn fyrir nokkru. Þórður Guðmundsson var endurkosinn for- maður félagsins. Ari Guðmundsson, Jón Ingimarsson og Sigríður Einars- dóttir áttu að ganga úr stjóminni. Þeir Ari og Jón voru endurkosnir og Heigi Sigurgeirsson kosinn í stað Sig- ríðar, sem baðst undan endurkosningu. Fyrir voru í stjórninni: Theodór Guð- mundsson, Hörður Jóhannesson og Guðmundur Jónsson. ddœndur! CHEMIA- DESEVFECTOR er vellyktandi, sótthreinsandi vökvi, nauðsynlegur á hverju heimili til sótthreinsunar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. s. frv. — Fæst í lyfjabúðum og fHEMIH^ flestum verzlunum. Höfum fyrirliggjandi og útvegum allskonar varahluti í okkar góðkunnu landbúnaðarvélar, svo sem: Dráttarvélar Ptóga Herfi Sláttuvélar Rakstrarvélar Múgavélar Áburðardreifara Skilvindur Strokka og ýmsar fleiri vétar. ATHUGIÐ: Vegna örðugleika um útvegun varahluta er brýn nauðsyn að athuga vélarnar nú þegar og panta varahluti strax, en. geyma það ekki til næsta sumars. Samband íst. samvinnufétaga Bækur Menningarsj. og Þjóðvinafélagsins Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1946 komu út nokkru' fyrir áramót. Hafa verið afgreiddar Reykvík- ingum i forsal Landsbókasafns- ins undanfarna daga og sendar umboðsmönnum úti - um land. Bækur þessar eru Andvari, Almanak Þjóðvinafélagsins árið 1947, úrval ljóða Gríms Thom- sen, valið af Andrési Björnssyni, fyrra bindi Heimskringlu og síð- ara bindi Heimsstyrjaldarinnar eftir Ólaf Hansson. Stórkosttegt tap (Framhald af 1. slðu) hann af þessari ógæfusamlegu „nýsköpun" hjá Landssmiðj- unni. Það mun honum þó ekki takast, nema þá að takmörkuðu leyti. Sá veldur mestu, sem upp- hafinu veldur. Það var ríkis- stjórnin, er stjórnaði því að ráð- ist var í hinar stórfelldu báta- smíðar, er voru fyrirsjáanlega hrein endaleysa á þessum tíma, þegar hægt var að fá miklu ó- dýrari báta annars staðar og nota þurfti vinnuaflið til ann- ara framkvæmda. Það var líka Áki, sem var æðsti yfirmaður Landssmiðjunnar, og réði því sem slíkur, að hún réðst í báta- smíðarnar. Ef einhverjir ættu að víkja vegna þessara mistaka, ætti Áki sjálfur að víkja fyrst. Það mun ekki Landsmiðjan ein, sem hefir tapað á þessum Erlent yfirlit (Framhald af 1. slðu) ins, er í fullkomnustu niður- niðslu. Foringjar Indverja trúa því, að sjálfstæðið hleypi þjóð- inni kapp í kinn, og hún áorki því með aðstoð véltækninnar á fáum árum, er tekið hefir aðr- ar þjóðir margar aldir. Rætist vonir þeirra, geta Indverjar ver- ið komnir í röð hel2;tu stórvelda heimsins eftir 2—3 áratugi. Ýmsir telja, að Bretar séu að glata stórveldisaðstöðu sinni með því að sleppa öllum yfir- ráðum í Indlandi. Aðrir telja, að Bretar séu .með því og ann- arri svipaðri framkomu, að skapa sér nýja stórveldisaðstöðu, er reynast muni haldbetri hinni fyrri. Þeir séu að skapa glæsi- legt siðferðilegt fordæmi, er skapi þeim virðingu hinna smærri þjóða og skipi þeim und-' ir forustu Breta. Fordæmi Breta sé þeim piun merkilegra, þar sem önnúr stórveldi beri nú fram landakröfur, t. d. krefjist Rússar herstöðva við Dardan- ellasund og Bandaríkin eyja á Kyrrahafi. bátasmíðum, heldur flest eða öll þau fyrirtæki, sem við þær hafa fengizt. Tapreksturinn .á þeásum bátasmíðum Áka Ja- kobssonar og Ólafs Thors mun reynast miklu stærri, þegar hann liggur allur fyrir, en menn gera sér í hugarlund nú. Það mun eiga sinn drjúga þátt í því, hve spakir Sósíalistar eru í stjórnarstólunum hjá Ólafi Thors. (jatnla Bíc I VÍKING. (The Spanish Main). Spennandi og íburðarmikil sjóræningjamynd í eðlilegum litum. Paul Henreid, Maureen O’Hara, Walter Slezak. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 12 ára. Výjd Bíc (vifí Skúln*iHtu ) Gróður í gjósti. (A Tree Grows in Brooklyn) Áhrifamikil stórmynd. Sýnd kl. 9. Chaplin-syrpan. (Chaplin Festival). Fjórar af hinum alkunnu stuttu skopmyndum, sem Char- lie Chaplin lék í á árunum 1916- 18. Þær hafa nú verið gerðar að tónmyndum og heita: „Inn- flytjandinn", „Ævintýramaður- inn“, „Við heilsubrunninn” og „Chaplin sem lögregluþjónn". Sýnd kl. 5 og 7. TVÆR ÁGÆTAR BÆKUR TIL TÆKIFÆRISG JAFA: sólbrAð, nýja ljóðabókin eftir GUÐMUND INGA. KVÆÐI, ljósprentun á æskuljóðum HULDU skáldkonu. Ijathatkíc Eundúnaborg í lampaljósi (Fanny by Gaslight) Spennandi ensk mynd. Phyllis Calvert James Mason Wilfred Lawson Stewart Granger Jean Kent Margaretta Scott Sýning kl. 5, 7 og 9. ipsssssesswssswsssssœssssssssíssswsísæssssssssssswíssssssæsssíísssísssí Framsóknarfélögin í Reykjavík halda sameiginlegan fund í Kaupþingssalnum miðvikudag- inn 8. þ. m. kl. 8.30. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri hefur um- ræður. I. Segir nýjustu fréttir af stjórnarmyndun. II. Samvinna milli Framsóknarmanna í sveitum og kaupstöðum. Stjórnin. »»«»W»g$»»Íg»»$»S!SSCS»SS9SS«g9SSSSS«SS»SgSSiSSS»SSiSSSS»SS»SS$SS»S»SS$»S»! Tilkynning frá H.f. Eimskipafélagi * Islands Þeir farþegar, sem þegar hafa pantað far hjá oss til útlanda, eru vinsamlega beðnir að end- urnýja pantanir sínar eigi síðar en 15. þ. m. ella verður litið svo á, að far- pöntunin sé niðurfallin, og verð- ur þá ekki tekin til greina. Reykjavík, 4. janúar 1947. H.f. Eimskipafélag tslands. Tímann vantar tilfinnanlega böm til aS bera blaðið út tll kaupenda viðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðningsmenn blaðsins, að bregðast vel við og reyna að aðstoða eftlr megnl vlS að útvega unglinga tll þessa starfs. Tilkynning Viðskiptaráð hefir ákveðið eftrifarandi hámarksverð á smjörliki: í heildsölu .............. kr. 6.15 pr. kg. í smásölu ................. — 7.Ó0 — — Ofangreint verð er miðað við framleiðslustað. Annars staðar mega smásöluverzlanir bæta við hámarksverðið sannanl^gum sendingarkostnaði til sölustaðar og auk þess 18 aurum á hvert kg. vegna umbúða. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda að því er snertir smjörlíki, sem afhent er frá verksmiðjum frá og með 4. jan. 1947. Reykjavík, 3. jan. 1947. Verðlagsstjórimi. Nokkrar stúlkur geta fengið fasta atvinnu við afgreiðslustörf. Upplýsingar á skrifstofunni. Mjólkursamsalau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.