Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 3
4. blað TlMircrc, niiðv.dagSiin 8. jamiar 1947 3 Sænsk sveitasaga Sven Edvin Salje: Ketill í Engihlíð. KonráS Vilhjálm&son Lslenzkaði. Bókaútgáfan Norðri. Stærð: 413 bls. 15X22 sm. Verð kr. 32.00 ób. 48.00 ib. Samtök sænskra bænda reka bókaútgáfu. Þar koma út ýms- ar handbækur sveitafólksins, hagnýtar í daglegri lífsbaráttu og starfi utan húss og innan, en jafnframt gefur forlagið út skáldsögur og ljóð, sem þykja þannig gerð, að sveitamenning- unni sé styrkur að. Ein af bókum þessarar útgáfu er nú komin út á íslenzku og heitir í þýðingunni Ketill í Engi- hlíð. Konráð Vilhjálmsson hefir þýtt en Norðri gefur út. Þessi saga hefir selzt mætavel á Norðurlöndunum hinum. Má því ganga að því vísu fyrirfram að hún sé af þeirri gerð sagna, sem vel falla við alþýðuskap og eru vinsæll skemmtilestur. Ég tel að .þessi saga sé fengur fyrir okkur íslendinga. Hún seg- ir frá því er Ketill í Engihlíð kemur heim í sveitina sina frá vinnu sinni í höfuðstaðnum og setzt að á bernskustöðvunum. Svo er rakin nokkurra ára bar- átta. Sagan byrjar á kreppu- árunum eftir 1930 og nær fram á styrjaldarárin. ' Þó að þetta sé bók, sem sænsk- ur maður skrifar um sænskt fólk í sænskri sveit eru vanda- málin og viðfangsefnin þau sömu og við þekkjum. Það eru sömu erfiðleikar og fólkið hefir átt við í öllum sveitum íslands. Umbótamaðurinn vinnur að bættri jarðrækt, meiri tækni, betri heimilismenningu, bættu verzlunarskipulagi, búfjárkyn- bótum, félagslegum þægindum eins og vegarsambandi, síma og rafvirkjun. íhaldssöm tregða og tortryggni gera allar framfarir erfiðari og fjárhagsleg geta er takmörkuð. Þetta allt þekkir hver sá, sem fylgzt hefir með lífinu í ein- hverri íslenzkri sveit á síðasta mannsaldri. Sagan gefur góða mynd af lífi fólksins í hverfinu. Saman við lífsbaráttuna fléttast ástarsögur unga fólksins með unað sinn og beizkju eins og gengur. Kaíill í Engihlíð er góð skáld- saga, þó að hún geti ekki talizt til hinna stórbrotnari meistara- verka. Hún hefir hvorki dýpt né tilþrif til þess. En styrkur henn- ar liggur í því, að hún er sönn. Persónur hennar eru sannar og eðlilegar. Og vegna þess að við- fangsefni og starfssvið sögunn- ar er svo náið okkur tekur sag- an okkur fasta'ri tökum en ella og verður áhrifameiri. Ég hefi stundum fellt mig illa við ýmislegt i þýðingum Kon- ráðs Vilhjálmssonar en minnst ber á því í þessari bók. Ég hnaut þS,r ekki um nein tökuorð eða tilgerðarlegt orðbragð, þó að ég kynni ekki við einstök fyrir- bæri. Það er ekki tiltökumál, en yfirleitt er málfar á þessari-sögu þróttmikið og hreint og með sterkum persónulegum einkenn- um. Ég álít að þessi bók ætti að verða mikið lesin á íslandi. Sveitafólk skilur hana eflaust vel og við höfum gott af að vita af því, að ástæðurnar eru líkar með frændþjóðum okkar og hér. Og það fólk, sem ekki þekkir sveitalífið af eigin reynd, eða er farið að gleyma því, hefir gott af að rifja upp fyrir sér þær hetjudáðir og afrek, sem þar eru daglega unnin fyrir framför mannfélagsins. Þeir, sem lesa Ketil í Engihlíð verða sennilega ekki möttæki- legir fyrir þær kenningar, að hvergi hafi verið nein kreppa nema hér og hvergi neinir erf- iðleikar hjá bændum annarra landa. Gildi þessarar sögu er, fyrst og fremst það, að hún er mannleg og sönn. Hún lýsir því satt og rétt á hvern hátt og af hvaða hvötum er barizt fyrir framtíð sveitanna. Þetta er falleg saga um framlög og fórnir áhuga- samra manna, svo að lífskjör batni og velmegun fólksins vaxi. Þá er ennfremur á það að líta, að þessi bók er tiltölulega ódýr, eftir þvíísem nú gerist. H. Kr. Ágúst var fljótur að fara yfir þetta og spyr eftir annarri bók. Jú maðurinn hennar átti bók. Ágúst leit á og spurði eftir fleiri bókum. Nóg var til. Hjúin áttu bækur og öll börnin. í áugum Ágústs var þetta raunar allt ein og s^ma bókin, þó hann léti það ekki uppi við húsfreyju, sem var dálítið upp með sér af bóka- safninu. Þannig stóð á þessu, að hagyrðingur nokkur, auðvitað fátækur, hafði með ærnum kostnaði gefið út vísnakver eftir sig. Honum heppnaðist ekki sala á kverinu. Til þess að þetta mikla verk yrði ekki með öllu einskis nýtt, tók hann það ráð að gefa eitt eintak á hvert höf- uð í byggðarlaginu. Bóndi einn hafði lengi mæðst yfir heilsuleysi föður síns. Svo langt hafði þetta gengið, að læknirinn varð að rista sjúkl- inginn á kvið og fara innan í hann. Eftir það fór karli að batna. Ágúst tók bóndann tali og spurði um líðan föður hans. Bóndi kvað hana framar öllum vonum. Honum færi dag-batn- andi. „Það gleður mig sannar- lega“, segir Ágúst, „en gengur þér ekii illa að fita hann“í „Jú, fremur illa“, segir bóndi. „Það er von,“ segir Ágúst, „læknirinn gleymdi að láta aftur í hann mörinn“. Nóg væri til í heila bók af skrítlum og kimnisögum, því Ágúst hefir enn í dag fyndni og gamanyrði á hraðbergi, þó hann sé kominn á átttugasta og þriðja ár. Hér skulum við þó láta stað- ar numið. Eitt af því sem Ágúst hefir jafnan verið falið í Stykkis- hólmi er að rita götuauglýsingar. Frágapgur í skrift og allri út- setningu, fyndni í stíl og orð- snilli, einkum ef um skemmt- anjr (böll) er að ræöa, er svo listrænn að vekja mundi eftir- tekt á hverju listasafni. Ættfræði og annan þjóðlegan fróðleik er hann minnugur á og alltaf á hann eitthvað nýtt fyr- ir hvern sem við hann talar. Ágúst tók við stjórn verzlun- arin.Var 1912 og stjórnaði henni á meðan hún var starfrækt. Þó menn hafi nú ljótt orðbragð um selstöðuverzlanirnar gömlu og hætti til að rugla þeim saman við einokunarverzlunina, sem svo var kölluð, þá má þó geta þess, sem gert er. Vorið 1920 varð mörgum bónda erfitt eftir langan og þungan snjóavetur. Þá var ekki hver verzlun birg af síldnrmjöli og öðrum fóðurvörum. Heyjaforði bóndans átti að duga búpen- ingnum. Heyþurrð var mikil þetta vor og fór jafnvel að bera á því á miðjum vetri. Án'tillits til vonar um endurgjald barg Thangs og Riis verzlun (Ágúst ■Þórarinsson) bændum frá fjár- felli, með mjölbirgðum, á öllu ('Framhald á 4. síBu) ALICE T. HOBART: Yang og yin mikið SEfnan við þá að sælda. En samt sem áður finnst mér, að ég kannist við marga þeirra frá fyrri árum.“ Grunur Peters styrktist. Sennilega höfðu þessir menn aldrei vánið sig af ópíumneyzlu. Og nú komu þeir til nýja læknisins og vildu láta hann lækna slg og báðu um þjónustu hans — svo að þeir gætu aftur fengið ópíum ókeypis um skeið. Einn af Kínverjunum í hinum kristna söfnuði — Ling héj; hann — hafði verið sérstaklega áfjáður að koma ópíumsjúkling- um til lækningar í sjúkrahúsið, fyrstu vikurnar eftir að Peter tók við yfirstjórn þess. „Ég, hinn óverðugi Ling, hefi sjálfur hlotið lækningu,“ sagði hann hátíðlega. „Ég er lítilfjörlegur þjónn Krists, en ég vil stuðla að því, að bræður mínir losni af klafa syndarinnar." Peter gazt illa að þessum manni, en þar sem Ling var einn af þeim fáu Kínverjum, sem tekið höfðu kristna trú, reyndi hann að dylja andúð sína á honum. Og honum til mikils hugarléttis var Ling hættur að sjást í sjúkrahúsinu upp á síðkastið. En nú, þegar Peter fór að gefa meiri gætur að fólkinu, sem kom í lyfja- búð sjúkrahússins til þess að fá hinn daglega ópíumskammt sinn, varð hann þess var, að Ling brá þar hvað eftir annað fyrir. Maðurinn virtist liggja í felum einhvers staðar í grennd við hlið- ið og sitja um sjúklingana, þegar þeir fóru út. Kvöld éitt brá Peter sér út í sjúkrahúsið til þess að huga að, hvort ekki væri allt í röð og reglu. Ling stóð þar ávtali við hjúkr- unarmanninn, sem átti að gegna störfum þetta kvöld. Birtan frá einum olíulampanum féll beint niður yfir hann, og þó að hann flýtti sér.inn í skuggann, undir eins og hann varð Peters var, duldust einkennin á andliti hans ekki augum læknisins: Hörundið var vaxgult, kinnar og varir blóðvana, augnalokin og gagnaugun blásvört — allt einkenni ópíumrfautnar. Eftir þetta fór Peter að halda uppi njósnum um Ling, og loks komst hann að raun um, hve stórkostleg svik höfðu átt sér stað: Ling hafði bókstaflega notað sjúklingana sem leppa til þess að utvega sér ópíum, og hann hafði komið á lággirnar umfangs- mikilli ópíumverzlun, sem byggðist á þessu. Hið stolna ópíum seldi hann í sveitaþorpin í grenndinni. Milliliðir hans og umboðs- menn voru allir úr trúboðssöfnuðinum. Peter hafði ekki dulizt, að ýmsir Kínverjar gerðust kristnir af ástæðum, sem ekkert áttu skylt við trú og sannfæringu. Marg- vísleg afbrot þrifust mætavel i skjóli við múra trúboðsstöðvai*- innar. En það hafði honum aldrei flogið í hug, að hægt væri að misnota kirkjuna og sjúkrahúsið á svona djöfullegan hátt. Þótt ópíumneyzlan væri gífurlega mikil, fyrirlitu Kínverjar þá vesal- ínga, er höfðu orðið henni að bráð. Og þeir hötuðu þær hvítu þjóðir, sem höfðu neytt þá til þes að opna land sitt fyrir eitr- inu. Sú skoðun, að kirkjan sjálf ræki launverzlun með ópíum, gat auðveldlega fest rætur meðal kinverskrar alþýðu. Peter kom aðeins auga á eitt úrræði til þess að firra fólk þeirri ógæfu, sem af honum hafði stafað, gegn vilja hans — hann varð að hætta að láta mönnum í té hinn daglega skammt af ópíum, og hann varð að gera strangar varúðarráðstafanir gegn Ling og liðsmönnum hans innan kristna safnaðarins. í run og veru hafði hann alltaf verið trúlítill á það, að hægt væri að venja sjúklingana af ópíumnautn á þennan hátt. Því aðeins var hægt að gera sér von um góðan árangur, að ekki væri hægt að ná í ópíum. En þá þurftu sjúklingarnir líka að njóta góðrar og nákvæmrar hjúkrunar. Það varð að fylgjast vel með starfsemi hjartans, og hinar fyrstu og þungbærustu stundir varð að nota lyf, sem linuðu kvalirnar, er ópíumhungrið hafði í för með sér. Heit böð gátu líka ef til vill verið gagnleg. En til þess, að unnt væri að koma við slíkri hjúkrun og læknishjálp, urðu sjúklingarnir að liggja í sjúkrahúsi, og hvernig var hægt að koma því við? Það var^ekki ráðlegt, að þeir lægju meðal annarra sjúk- linga. Peter vissi það af sárri reynslu, að ópíumneytendur eru ævinlega brautryðjendur nýrra hörmunga: Þeir vilja, að aðrir gangi lesti þeirra á vald. Svo flaug honum nýtt ráð í hug: Hann ætlaði að koma á stofn sérstöku húsi, þar sem ópiumneytendum yrði veitt hjálp og hjúkr- un. Bak við sjúkrahúsið stóð enn eitt þeirra kínversku húsa, sem nér höfðu veriö fyrir daga trúboðanna. Þegar fram liðu stundir varð hver fjölskylda að láta þjóna sína og þernur búa undir sama þaki og húsbændurna. Þessi uppástunga Peters sætti harðri mótspyrnu. Bakershjónin héldu því mjög á loft, að aldrei hefði Buchanan stungið upp á því, að þau létu heiðingja búa í húsi sínu, og frú Berger bar því við, að börn sín notuðu þakherbergin fyrir leikstofur í regntíð- inni. En Peter samdi fyrirlestur um þann álitshnekki, sem kristin kirkja hefði beðið við framkomu Lings, og það sama kvöld og sá fyrirlestur var fluttur, samþykktu allir uppástungu hans. Nú var tekið til óspilltra málanna. Þjónustufólkið flutti brott ur byggingunni þegar daginn eftir. Peter skoðaði hana nákvæm- lega og komst að þeirri niðurstöðu, Aðh ún væri nothæf eins og hún var. En ef sama fólkið átti að starfa þarna og í sjúkrahúsinu, varð að gera innangengt milli þessa tveggja húsa. Hjá því varð. ekki komizt vegna regntíðarinnar. Peter tókst að fá nægilegt fé til þessa með því að fórna öllum þeim aurum, sem honum höfðu askotnazt í jólagjöf. En þar se mbyggingarnar stóðu mishátt, urðu þrjú stigaþrep að vera í þessum nýja gangi. Þegar allt var komið í það horf sem skyldi, lét Peter Ling hinn kristna leggjast í þetta nýja sjúkrahús, fyrstan ópíumsjúklinga. Hann hótaði því að reka hann úr söfnuðinum, ef hann sætti sig ekki við þetta. Áður en langt um leið kom í ljós, hver áhrif það hafði, að sj úklingarnir fengu ekki lengur daglega skammta af ópíum. Hinir gömlu kunningjar Peters úr hópi ópiumsjúklinganna komu einn og einn og báðu um lækningu. Eftir hálfan mánuð var hið nýja sjúkrahús fullskipað. Fyrstu næturnar varð Peter að vaka sjálfur yfir sjúklingum. Hann treystí ekki andlegu þreki hjúkrunarmannanna nógu vel. KeðjuráFarmall dráttarvélar Samband ísl. samvinnufélaga Eiginmaður minn og faðir okkar Guðmundur Ólafssofi bóndi, lézt að* heimili sínu, Vogatungu, Reykjavík, aðfaranótt 7. þ. m. Helga Guðlaugsdóttir, börn og tengdabörn hins látna. Orðsending frá Verzlunarráði íslands Með skírskotun til tilkynningar viðskiptaráðsins dagsettri þann 30. des. 1946, óskar Verzlunarráð íslands, að vekja athygli allra kaupsýslumanna utan Reykjavíkur á því, að með tilliti til þess, að verzlunarráðið telur tilkynningu þessa torvelda að-r stöðu utanbæjarmanna meir en áður, þá hefir það ákveðið, að skrifstofa þessi taki að sér, ef þess verð- ur óskað að gerast umboðsmaður meðlima sinna til þess að koma á framfæri og taka á móti gjaldeyris- og innflutningsleyfum, og mun ráðið reiðubúið að leggja út leyfisgjöldin fyrir þá gegn endurgreiðslu. Verzlunarráö íslands Höfum fengið góð karlmannafataefni 0 Gef jun — Iðunn Hafnarstræti 4. n o o o o o n u u o o o o o o H. S. k Bátadieselválar tveggja cyl. með skiptiskrúfu eigum við fyrir- liggjandi. Útvegum frá Herman Svendsen A.S., Kóben- havn, báta- (og landvélar í stærðum 7—140 hestöfl. Umboðs- og Raftækjaverzlun íslands Hafnarstræti 17, sími 6439, Reykjjavík Hverjir skrifuðu fornsöguruar? Lesið bókina Skammir Fæst hjá bóksölum. Útgef. \ Nokkrar stúlkur geta fengið fasta atvinnu við afgreiðslustörf. Upplýsingar á skrifstofunni. !. Mjólkursamsalan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.