Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 1
-. RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN ! Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ RITST JÓRASKRIFSTOPUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, miðv.dagiim 8. jamiar 1947 4. blaö Rafmagnið hefir gerbreytt bú- skap bænda í Bandaríkjunum Eðvarð Friðriksson mjólkurionfræomgur segir fréttir vestan iiiib haf Nýlega var þess getiff í Tímanum aff Éffvarff Friffriksson frá Borgamesi væri nýkominn heim frá námi í mjólkuriffnaði westur í Ameríku. Fréttamaffur Tímans hefir nú hitt hann aff máli. Þegkr blaffamaðurinn hittir Eðvarff er hann ekki einn fyrir, heldur er þar hjá honum kona han§, en. henni kynntist hann vestra. Hún heilsar komumanni alúðlega. Blaðamaðurinn heyrir á mæli frúarinnar, að hún muni vera útlend og hugsar að Eðvarð muni hafa átt meira erindi til Vesturheims en það eitt að læra mjólkurfræðin. — Hvað er nú langt síðan þú fórst vestur? — Það var í okfcáber 1941 en áður hafði ég verið fjögur og hálft ár hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga og stundað þar verklegt nám. — Á hverju byrjaðirðu svo vestra? — Fyrsta árið vann ég hjá sambandi samvinnumjólkurbúa. (Land o' Lakes). Þar Vann ég að ostagerð. En haustið 1942 hóf ég nám við háskólann í Minnea- polis og lauk þvi nú i haust. En í fríum mínum vann ég að mjólk- uriðnaði. 3". d. var ég i Wisconsin sumarið 1945 og vann að þurr- mjólkurvinnslu á því mjólkur- búi, sem talið er einna bezt í Bandaríkj unum. — Er ekki mjólkin góð þarna? — Jú, húh er það, — pijög góð, enda strangt eftirlit með með- ferð hennar. Það ér litið eftir hreinlæti á mönnum og skepn- um og fjósum, kælingu o. s. frv. Mjólkurbúiri, sem yfirleitt eru samvinnufyrirtæki bændanna eins og hér, hafa eftirlitsmenn i þjónustu sinni, en þeir eru jafníramt ráðunautar bænd- anna. Þeir koma af og til á bæ- ina, ef til vill háífsmánaðarléga, eftirlita og leiðbeina. Sé mjólkin undir vissu gæða- magwi, er hún ekki.tekin til neyzlu og fer þá í vinnslubú fyrir, lægra verð. Þú hefir komið á marga bæi þarna? Mikill rekstrarhalli á Korpúlfsstaöabúskapnum ERLENDAR FRÉTTIR Truman forseti ávarpaði Bandaríkjaþing í fyrradag. Hann hvatti flokkana til samheldni. Hann taldi framundan góðæri í landhiu, ef því væri ekki spillt með óeiningu og óhyggilegri stjórnarstefnu.' Hann kvað Bandaríkin ekki geta notið sín í utanríkismálunum, nema at- vinnulíf þeirra væri traust Hann kvað Bandarikin verða að hafa góðar hervarnir, því áð afvopn- un gæti ekki hafizt almenn fyrr en þjóðabandalagið væri orðið nógu traust. Hann sagði, að 1. júlí 1947 myndu 1.070 þús manns vera í landhernum og 561 þús. í flotanum. Helmingur landhers- ins rriyndi þá vera við gæzlu- störf í hernumdu löndunum. Hann kvað nauðsynlegt að greiða fyrir innflutningi flótta- manna til Bandaríkjanna með bættri innflytjendalöggjöf. Stjórnin í Kína hefir bannað mótmælafundi og kröfugöngur, er beinast gegn Bandaríkjunum, en nokkuð hefir borið á þeim undanfarið. Hersveitir stjórn arinnar og kommúnista eiga nú víða í bardögum og virðist kommúnistum sums staðar veita betur. Óeirffasamt er nú víða i ítallu og veldur þvi skortur hjá al- menningi. / — Já. Sumarið, sem ég var í Wisconsin — 1945, kom ég því þannig fyrir, að á frídögum mín- um, en það voru miðvikudag- arnir, fór ég með eftirlitsmann- inum ú% um sveitirnar. — Hvernig er buskapurinn þarna? — Aðallega er stunduð kvik- fjárrækt. Af nautgripum eru til bæði holdakyn og mjólkurkyn. Annars er þarna svínarækt og alifugla og auk þess akuryrkja; aðallega hveitirækt. — Eru ekki búin stór? — Það eru svona 20—30 kýr á meðalbúi og það er höfuð- þáttur búskaparins. — Svo er náttúrlega vélyrkja og kannske lítið um hesta til dráttar? — Vélyrkja er mikil, en bænd- ur hafa dráttarhesta jafnframt og ekki eru likur til, að það breytist bráðlega. En á síðustu árum hefir rafmagn mjög breiðst út um sveitirnar. Það er sam- vinnufélagsskapur (R.E.A.), sem nýtur styrks frá ríkjasamband- inu, er vinnur að því. Sá fé- lagsskapur starfar ufn öll Bandaríkin. Rafmagnið hefir gjörbreytt búnaðarháttum, inn- an húss og utan. Nú leggur frúin orð í belg og segir: — Það fyrsta, sem bóndinn kaupir, eftir að hann fær raf- magnið, er mjaltavélar. — Þá er líklega ekki að því að spyrja að kúakynið sé gott? — Það eru til góðir stofnar, en meðaltalið þurfum við ekkert að dásams. Það er talsvert af lé- legum kúm í Minnisotaríki. Og skýrslur um það, hvað kýr af einstökum mjólkurkynjum gefi af .sér, ber vitanlega að taka varlega, því að'þó að þær séu réttar, ber á þacfcað líta, aðveig- endurnir leggja alla áherzlu á að fá sem mesta mjólk, án til- lits til fóðurkostnaðar og end- ingar, og gæta þess að láta af- bragðskú ekki lifa svo lengi, að h4gstæð meðalársnyt spillist þess vegna. Og einhvern veginn hefir.það gen'gið hægt að út- breiða þessi góðu kyn. — Það er máske dálítill aug- lýsingabragur á þessu? En verða nú ekki kynbæturnar örari? Nota þeir ekki tæknifrjóvgun þarna? — Það eru i' Minnisotariki eitthvað um 30 nautgripakyn- bótafélög sem reka tæknifrjóvg- un. Hún þykir jafn örugg og gamla aðferðin, en fyrirtækin bera sig misjafnlega. Algengur nautstollur hjá þeim er 5 doll- arar, en þegar nautin þykja góð fer tollurinn sundum upp í 20 dollara. Eitt naut var selt í haust á 125 þus. dollara, en það er enginn búskapur. Ríkismenn leggja stundum slíkt kapp á gripakaup til að hafa heiðurinn (Framhald á 4. síðu) NÝKOMIN HEIM TIL ÍSLANDS ~°Tekjjuhalliiin iiafn 50 þiís. kr. á árinu 1945 j og voru þó ekki greiddar neinar rentur, . afborganir né fyrningar Þegar stjórnarflokkarnir bundust samkomulagi um það í bæj- ;irstjórn Reykjavíkur, að kaupa Korpúlfsstaffi af Thor Jensen, var því þráfaldlega haldiff fram í blöðum þeirra, að nú skyldi sýnt, að mjólkurframleiffslan gæti veriff miklu ódýrari en hún væri hjá hændum. Þaff mun meira að segja hafa verið ympraff á því nokkru síðar í Morgunblaffinu, aff bændur skyldu hafa hægt um sig'og vera hógyerir í kröfum sínum, því aff annars myndi Reykjavíkur- bær setja upp 10 bú eins og Korpúlfsstaöabúiff og framleiffa nóga jnjólk handa Reykvíkingum! . Myndir þessar eru af þeim Barböru og Eðvarð Friðrikssyni mjólkurfræð- ingi, sem eru nýlega komin hingað frá Ameríku og birt er viðtal við á öðrum stað í blaðinu. Áramótaróstur á Skagaströnd og Sauöárkróki Eins og áffur hefir veriff sagt frá hér í blaðinu voru allmikil ærsl liöfff í frammi hér í Reykjavík á gamlaárskvöld, svo að vart hefir veriff ófrifflegra hér annaff gamlaárskvöld um langt skeiff. Svo virffist sem víffar hafi orffiff nokkrar róstur, þegar menn voru að kveffja gamla áriff. Þannig voru menn barffir og rúffur brotnar á Skagaströnd og rúffur brotnar og fleiri ósþektir framdar á Sauff- árkróki. Fregnir, sem birtar hafa veriff um þetta hér syffra, virðast þó aff verulegu leyti ýktar. Svíarkaupa Kolla- f jarðarsíld Svíum hafa verið seldar 1800 tn. af Kollafjarðarsíld, er veidd- ist slðari hluta desembermán- aðar. Söluverðir er 180 þús. sænskar krónur. Um 1200 tn. voru sendar héðan með Lagar- fossi. Rósturnar á Skagaströnd. g Rósturnar á Skagaströnd urðu á nýársnótt. Elías Ingimarsson verksmiðjustjóri hafði efnt til samkvæmis í skála, sem er á- fastur við íbúð^hans, og var þar um 40 manns. En þegar minnst varði komu óboðnir gestir, all- drukknir. Köstuðu þeir púður- bombu inn í fordyri skálans, réð- ust á þá menn, sem voru úti við, er þá bar að, og slógu fjóra eða fimm niður. Hlutu margir tals- verðar skrámur í þessari viður- eign, og einn starfsmaður við síldarverksmiðj urnar, Þórður Jónsson úr Reykjavík, rifbeins- brotnaði. í þessum róstum voru einnig brotnar rúður í íbúðarskála verksmiðjustjórans. Einnig var púðurkerlingu eða þvílíku fleygt inn í ljósastöð verksmiðjanna. Náði eldur frá þessari sendingu að læsa sig í laust rusl, en varð- maðurinn slökkti hann strax og hann varð hans var. — Enh voru brotnar perur í götuljós- kerum. Sýslumaður Húnvetninga hef- ir framkvæmt rannsókn vegna þessara atburða. Upphlaup á Sauárkróki. Á Sauðárkróki varð upphlaup kvöldið næst fyrir gamlársdag. Gerðu unglingar aðsúg að húsi mjólkursamlagsins og brutu tíu rúður. Kom Sólberg Þorsteinsson mjólkui-bússtjóri á vettvang, en hann er karlmenni mikið, og urðu átök milli hans og upp- hlaupsmanna. Hlaut mjólkur- bússtjórinn í þeirri hríð nokkur meiðsl, en ekki eru þau talin alvarleg. Talsvert bar á því, að ungling- arnir, sem ærslunum héldu uppi, hrifsuðu ýmislegt lauslegt og hlæðu því saman á götunum. Bitnaði þetta mest á bátum og öðru, sem óvarið lá utan húss. En iwn stórkostlegar skemmdir var ekki að ræða. Sýslumaður Skagfirðinga hefir enga rannsókn framkæmt vegna þessara atburða. In n brot aö Ferjukoti Aðíaranótt síðastl. laugardags bruttast þjófar inn í verzlunina að Ferjukoti í Borgarfirði, en hún er áföst við íbúðarhúsið og alveg við veginn. íbúar hússins urðu þjófanna varir og sáu á eftir bíl þeirra yfir Hvítárbrú. Sýslumanninum í Borgarnesi var þegar gert aðvart um inn- brotið. Við eftirgrennslan kom í ljós, að menn þessir höfðu keypt bensín í Ferjukoti kvöldið áður og gefið upp rangt númer á bifreiðinni. Sögðust þeir vera á leið norður í land. Síðar um kvöldið voru þeir á ferð í Borg- arnesi, en hafa svo farið til Reykjavkur um nóttina. Ijögreglunni í Reykjavík hefir nú tekizt að handsama þessa innbcí>tsþjófa og hafa tveir þeirra játað sekt sína þ. e. bif- reiðarstjórinn og annar til. Það hefir ennfremur upplýzt, að menn þessir hafa báðir verið oft á ferð á þessum slóðum í sumar, en jafnan gefið upp rangt númer á bifreiðinni. í Ferjukoti stálu þeir um 300 krónum í peningum. Þá hafa sömu menn ennfremur játað að hafa brotist inn í sumarbústað við Lazá í Kjós og stolið þar út- varpi, olíuvél og fleiru. Rann- sókn er enn ekki lokið í þessu máli. Bæjarbruni Húslð Laufás í Miðneshreppi brann til kaldra kola síðastl. sunnudagskvöld. í húsinu bjó Jón Bjarnason og varð hann fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni, því litlu var bjargað af innan- stokksmunum, er voru óvá- tryggðir, en húsið mjög lágt virt. Því hefir nokkrum sinnumK verið lýst hér í blaðinu, hvernig þessi Korpúlfsstaðabúskapur hefir gengið. Flest hús eru þar í mestu niðurníðslu, túnin hafa verið leigð til hagagöngu fyrir reiðhesta í Reykjavík og bú- stofninn er allt að tíu sinnum minni en í tíð Thor Jensen. Nýkomnir reiknirigar Reykja- víkurbæjar fyrir árið 1945 gefa líka nokkra hugmynd um Korp- úlfsstaðabúskap stjórnarflokk- anna. Samkvæmt rekstrarreikningi Korpúlfsstaðabúsins, sem þar er birtur, hefir rekstrarhallinn á árinu numið kr. 48.573.82. Þegar nánar er að gæ.tt, sést þó að raunverulegur halli á bú- rekstrinum hefir verið miklu meiri. í g'jaldareikningnum er t. d. hvergi færðar neinar rentur né afborganir af kaupverðinu. Þar er engu varið til afskrifta Þar er engu varið til endurnýjunar á vélum né til ræktunar. Eina framkvæmdin, sem ráðist hefir verið í, virðist sú, að keypt hefir verið naut íyrir 1310 kr. Sé reiki^að með eðlilegum af- borgunum og afskriftum, mun ekki ofsagt, að rekstrarhallinn sé margfallt meiri en búreikn- ingurinn sýnir, hvað þá héldur, ef reiknað væri með vélakaup- um og ræktun, er svarði þó ekki til meira en meðaltalsiins- af slíkum framkvæmdum hjá bændum. Ef buskapur bænda hefði al- mennt verið rekinn með*slikum hætti og bæj arbúskapurinn á Korpúlfsstöðum, hefði rekstrar- halli landbúnaðarins á árinu 1945 skipt mörgum tugum milj. kr. Afleiðingin af slíku, hefði verið sto*- hækkun mjólkur- verðsins. Ef við þett» hefði svo bætzt svipaður samdráttur á mjólkurframleiðslunni hjá bændum og átt hefir sér stað á KorpúlfsstöSum, hefði stórfelld- ur mjólkurskortur hækkað verðið til viðbótar. Niðurstaðan hefði því orðið sú, að mjólkur- verðið myndi vera nú margfallt hærra en það er. Sem betur fer hefir buskapur bænda ekki verið með þessum hætti. Þeir hafa haldið bústofn- inum vel í horfinu og þeir hafa með stórfelldum vélakaupum og ræktunarframkvæmdum búið í haginn fyrir komandi tíma. Það er ekkert ómaklegra og óeðli- legra en að þeir menn, sem stanýa að Korpúlfsstaðabú- skapnum, séu að kasta steini að^ bændum og óvirða búskap þeirra. Þá ættu þeir líka að leggja niður með öH*i að ógna bændum með Korpúlfsstaða- búskapnum. En neytendur geta bezt á þessu séð, að heppilegasta lausnin fyr- ir þá, er aukinn og efldur bú- skapur bænda. Hann mun tryggja þeim ódýrastar og bezt- ar afurðir. Þess vegna er það líka heirra mál, að það opinbera leggi nú rösklega hönd á plóg- inn og hjálpi bændum til að geta notfært sér sem fyrst stór- Frh. & 4. slðu. Vertíðin hafin á Akranesi Róðrar eru nú hafnir frá Akranesi og fór fyrsti báturinn á sjó í fyrradag. Var hann með stutta línu, en aflaði þó sæmi- lega, eftir ástæðum, eða 3 smál. miðað við hausaðan og slægðan fisk. í gær voru 10 bátar á sjó frá Akranesi og létu þeir vel yfir aflabrögðum. Annars erii bátar nú sem óðast að- útbúa sig til veiðanna og verða gerðir út 22, eða 23 bátar frá Akranesi i vetur. í fyrra gengu þaðan 19 bátar á línuveiðar. Bátarnir, sem bætzt hafa við, eru nýir og hafa verið keyptir á seinasta ári frá Sviþjóð og Danmörku. Fjöldi manns víðs vegar að af landinu, eru nú sem óðast að koma í verið á Akranesi. Út- gerðarskilyrði hafa mikið batn- að á Akranesi við hinar auknu hafnarframkvæmdir. Þó að ekki sé búið að koma nema einu af hinum miklu steinsteypukerum fyrir varanlega, mynda hin þrjú bráðabirgðahöfn, sem kemur að miklu gagni. MÆNUVEIKIN AUSTANFJALLS Sökum mænuveikifaraldurs hefir samkomubanni verið lýst í Árnessýslu. Mænuveiki fór að verða vart þar eystra i desember síðastl. og byrjaði hún í Hveragerði. Varð þar vart fjögurra tilfella, en þau voru öll frekar væg. Einnig hefir veikinnar orðið vart í Ölfusi og fyrir austan Ölfuaá, en öll hafa tilfellin ver- ið væg og engin alvarleg löm- un komið í ljós. AlLs munu 12 tilfelli hafa komið fram í Sel- fosslæknishéraði. Veikinnar hefir einnig orðið vaA í Rangárvallasýslu. Hermenn stálu byssunum Um jólin var stolið 48 skam- byssum á Keflavíkurflugvell- inum og hefir rannsóknarlög- reglunni nú tekist að uþplýsa þennan þjófnað að verulegu leyti. Hefir lögreglan handtekið nokkra menn í sambandi við þetta mál og þykir fullsannað, að amerískir hermenn séu sjálf- ir sekir um þjófnað þennan. Annars er rannsókn málsins enn ekki að fullu lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.