Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! MuriLð að koma í flokksskrifstofuna 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargotu 8. JAJV. 1947 L Sími 6066 4. blað í œnum í dag: Sólin kemur upp kl 10.15. Sólarlag kl. 14.54. Árdegisflóð kl. 6.20. Síðdegisflóð kl. 18.40. < í nótt: Næturakstur annast B.S.R. sími 1720. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næt- urvörður er í Reykjavíkur Apóteki. simi 1760. Útvarpið í kvöld: 20.00 Préttir. 20.30 kvöldvaka: a) Pétur G. Guðmundsson: Nýfundna- land. — Erindi. b) Kvæði kvöldvök- unnar. c) 21.05 Ásmundur Helgason ftó Bjargi: Jón'glímukappi í Gerði. — Prásöguþáttur (Ragnar Jóh. flytur). d) 21.30 Valdimar Benónýsson bóndi að Ægissíðu í Viðidal: Stökur og kvæði. e) 21.45 M. A. J.-tríóið leikur á mand- ólín. 22.00 Fréttir. 22.05 Tónleikar: Harmóníkulög (plötur). 22.00 Dag- skrárlok. Einar Markússon, píanóleikari sem nýkominn er frá námi vestan hafs og hefir getið sér þar góðan orð- stír fyrir píanóleik, efnir til hljóm- leika í Gamla Bíó næstkomandi föstu- dag kl. 7.15. Dæmdir fyrir þjófnað. í fyrradag var í aukarétti Reykja- víkur kveðinn upp dómur yfir fjór um ungum mönnum er frömdu hér í bænum 20 innbrotsþjófnaði í vetur. Tveir þeirra, Björgvin Óskarsson og Ólafur Þórir Hansen, voru dæmdir í eins árs fangelsi. Sigurður Þorkell Þor- láksson frá Síglufirði var dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Þessir þrír fengu óskilorðsbundinn dóm. Pjórði Ingvar Alferð Georgsson var dæmdur í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið. Hinir dæmdu eru á aldrinum 16—23 ára. Framsóknarfélögin í Reykjavík halda fund í kvöld í Kaupþingssalnum. Hefst fundurinn kl. 8.30. — Rætt verður m. a. um nýjustu fréttir af tilraunum til stjórnarmynd- unar og er Steingrímur Steinþórsson frummælandi. Leiðrétting. f blaðinu í gær varð sú missögn, að sagt var að bækur Menningarsjóðs og Þjóövinafélagsins væru afgreiddar í anddyri Landsbókasafnsins, en þær eru afgreiddar í skrifstofu útgáfunnar á Hverfisgötu 21. Hjónaefni. Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Þorbjörg Daníelsdóttir verzlunarmær, Hringbraut 146 og Þór- arinn Sigurðsson ljósmyndari, Háteigs- vegi 4- ' Tilkynning frá H.f. Eimskipafélagi íslands Þeir farþegar, sem þegar hafa pantað far hjá oss til útlanda, eru vinsamlega beðnir að end- urnýja pantanir sínar eigi síðar en 15. þ. m. ella verður litið svo á, að far- pöntunin sé niðurfallin, og verð- ur þá ekki tekin til greina. Reykjavík, 4. janúar 1947. H.f. Eimskfpafélag fslands. HVAÐ ER MALTKO? Beiðni Fæðiskaup- endafélagsins Fæðiskaupendafélag Reykja- víkur hefir sótt til bæjarráðs Reykjavíkur um húsnæði fyrir væntanlegt félagsmötuneyti í Camp Knox (herskálahverfinu), sem bærinn hefir fest kaup á. Áður hafði Fæðiskaupendafé- lagið óskað eftir að fá Græn- metisskálann til afnota en var synjað. Rafmagn hækkar á Akureyri Bæjarstjórn Akureyrar ákvað á fundi sínum fyrir nokkru að hækka verð á öllu rafmagni í bænum um 30%. Er þetta gert til að standa straum af breyt- ingum og lagfæringum á innan- bæjarkerfinu, sem nú standa yfir. Ennfremur er ætlunin með þessari hækkun að koma í veg fyrir óhófseyðslu rafmagns í bænum, en að undanförnu hefir talsvert borið á því, að fólk hafi ekki gætt hófs í meðferð raf- magns, en það hefir verið sér- staklega ódýrt á Akureyri. Hef- ir þetta komið sér illa, þar sem rafmagn er nú orðið af mjög skornum skammti frá Laxár- virl^j uninni, en fyrirhuguð er stórfelld aukning virkjunarinn- ar, eins og kunnugt er. Smjörskammtur Viðskiptamálaráðuneytið hef- ir ákveðið að stofnauki nr. 1 af hinum nýja skömmtunarseðli, skuli vera innkaupaheimild fyrir 1 kg. af smjöri. Stofnauki þessi hefir þegar öðlast gildi. 60 ára verzlunarafmæli Ájgústs Sigurðssonar (Framhald af 3. síðu) verzlunarsvæðinu. Ég veit ekki hvort þetta hefir nokkurn tíma verið virt eins og vert var.' Ágúst hefir að mörgu starfað hér í Hólminum. Sýslunefnd, hreppsnefnd og svo frv. Hann er skemmtilegur raddmaður og bókfróður og átti mikið bóka- safn, sem hann hefir nú gefið barnaskóla kauptúnsins. Hann er nú heiðurkborgari Hólmara. Riddari af fálkaorðunni varð hann 1938. Ágúst var giftur ágætri konu, Ásgerði Arnfinns- dóttur. Hún er fyrir skömmu fallin frá. Börn þeirra erú mjög nýtir borgarar í þjóðfélaginu. Ágúst vinnur enn ■ að verzlun Sigurðar sonar síns. Heilsið upp á gamla manninn ef þið eigið leið 'til Stykkishólms, Ykkur iðrar þess ekki, hann þekkir ykkur öll. Kannske efcki andlitin, en ættina eða svipinn. Hann er annað hvort í búðinni og spaug- ar við stúlkurnar eða situr í skrifstofunni og vinnur níeð pennanum sínum. * Flugfél. Islands heldur áfram millilandaflugi Flugfélag íslands heldur á- fram utanlandsflugi með lík- um hætti og fyrr í vetur. Hefir félagið samið við Scottish Avi- ation um leigu á flugvélum til að halda uppi þessum ferðum í janúar. Ferðaáætlunin er þannig fyr- ir janúarmánuð, að tvær ferðir 'verða vikulega milli íslands og Skotlands og í annarri þeirri ferð er farið til Kaupmanna- hafnar. Hijómlistarmanni boðið utan Adoif Buch, fiðlusnillingurinn heimskunni, hefir boðið Birni Ólafssyni fiðluleikara að dvelja hjá sér sex mánuði við fram- haldsnám í fiðluleik, ög fara síðan með sér í sex mánaða hljómleikahald. Björn Ólafsson hefir ákveðið að þiggja boðið. Mun Adolf Buch koma hingað í vor og halda hér hljómleika. Fer Björn þá héðan með honum. Orðuveitingar Þann 1. janúar s.l. sáemdi for- seti íslands eftirtalda menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálakorðu: Eggert Claessen, hæstaréttar- lögmann, stjörnu stórriddara. Óla Vilhjálmsson, fram kvæmdastjóra, Kaupmanna- höfn, stórriddarakrossi H.Í.F. Frú Laufey Vilhjálmsdóttur, Jónas Rarfnar, yfirlækni, Björn Ólafs, skipstjóra og Árna Thor- steinsson, tónskáld, riddara- krossi hinnar islenzku fálka- orðu. Allir áðurgreindir menn eru þjóðkunnir fyrir ýmis störf í þágu lands og þjóðar. Mfkill rekstrarhalli (Framhald af 1. síðu). aukna véltækni og aukna rækt- un. Stærsta sporið, sem hægt væri að stíga í þeim efnum, væri samþykkt jarðræktarlaga- frumvarpsins, er nú liggur fyrir Alþingi. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið iöguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera^ út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur.sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Jónas Jóhannsson. Öxney. Framsoknarfélögin í Reykjavík halda sameiginlegan fund í Kaupþingssalnum miðvikúdag- ;í: ;í; inn 8. þ. m. kl. 8.30. ij: Steingrimur Steinþórsson búnaðarm^lastjórl hefur um- jj: :j: ræður. I. Segir nýjustu fréttir af stjórnarmyndun. |ji II. Samvinna milli Framsóknarmanna í sveitum jij: ií og kaupstöðum. " jjj i|i ( Stjórnin. HÚSMÆÐUR! Chemía-vanillutöflur eru ó- viðjafnanlegur bragöbætlr 1 súpur, grauta, búðinga og alls konar kafíibrauð. Ein vanillu- tafla jafngildir hálfri vanillu- sctöng. — Pást í öllum inatvöru- verzlunum. rHEHIH/f flestum verzlunum. Búskapur bænda í Amcríku (Framhald af 1. síðu) af að eiga þetta, og svo er vonin um að geta siðar selt afkvæmi þeirra háu verði. — Þú hefir náttúrlega orðið margs vís af 5 ára dvöl. — Skólinn er góður og kenn- ararnir ágætir. En mér finnst nú samt að ég hafi lært og menntast utan skólans líka við að umgangast fólk og kynnast og vil ég þá sérstaklega nefna Gunnar Björnsson og fjölskyldu hans, sem íslendingum er vel kunnugt. að er gagnmenntað fólk, laust við alla yfirborðs'- mennsku. — Já. Hvað segirðu mér af íslendingunum þarna? — Það er talsvert af íslending- um í Minnisotaríki, en þéir eru dreifjir og hverfa í fjöldann, svo að börnin læra ekki íslenzku. En ég skrapp tvisvar til Norður- Dakota og kom þar í íslendinga- byggðir. Þar var mér tekið með kostum og kynjum. Þar tala börnin saman á góðri íslenzku, þó að enskan gildi í skólunum. Eins eru til byggðir ýmsra þjóða í Mipnisota, norskar, sænskar, þýzkar. — Þýzkar. Hvernig var nú hugur fólksins þar í stríðinu? — Það var Ameríkufólk og hafði samúð með Bandaríkjun- um. — Já — en er mikið talað og hugsað um stjórnmál almennt? — Fólk talar yfirleitt ekki um, stjórnmál. En konan segir mér að það geti hlotizt varanlegur fjandskapur af að minnast á slík efni. Það þykir ekki sæma að ræða stjórnmál og trúmál við ókunnuga. Kirkjuheildir eru þarna fjölmargar og mikið af trúuðu fólki, — sumt strangtrú- að. Ég spurði einu sinni stúlku hvort hún tryði einu og öðru, sem ég nefndi til dæmis úr Biblíunni. Hún sagði að ég skyldi hætta þessu tali ef ég vildi vera vinur sinn. — Svo verðum við að fá að heyra eitthvað um konuna. — Hún heitir Barbara, fædd Old. Hún er frá Missouri og er efnafræðingur (Bio chemist). Að loknu námi 1944 fluttist hún norður í Minnisota og vann í rannsóknarstofu General Mills í Minneapolis. Hinn 22. des. 1945 vorum við gift heima hjá Gunn- ari Björnssyni. — Hverrar þjóðar er frúin? — Nú er ég íslendingur, svar- ar hún. En ég var amerísk, en ættuð frá ýmsum löndum. — Og hvernig lýst þér á ís- land? — Mjög vel. Fólkið er sérstak- lega gott. Það er alúðlegasta fólk, sem ég hefi kynnzt. Óg þó að veðrið hafi stundum verið vont, hugga ég mig við það, að það er þó betra en i Minnesota. í Minnesota skiptist á sumar og vetur, en þar er hvorki vor né haust. Það skiptir um árs- tíðir á einni viku. Að vetrinum er oft 30 stiga frost, en loftið er þurrt og því er kuldinn ekki eins napur og okkur kynni að gruna. Vetrarfrost eru nú líka í Missouri, en þar er sumarhitinn bókstaflega steikjandi, — það er hsggt að steikja egg á snarp- heitri gangstéttinni. En Barbara var einu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna og þar var veðráttan lík því sem hér 'er. * j Tíminn býður þessi ungu hjón velkomin heim. Það er mikið j verk framundan í sambandi við að byggja upp mjólkuriðnað ís- lendinga og því sérstök þörf fyr- ir menn, með staðgóða og raun- hæfa kunfiáttu í þeim greinum. (jatnla Síc 1 VÍKING. (The Spanish Main). Spennandi og íburðarmikil sjóræningjamynd í eðlilegum litum. Paul Henreid, Maureen O’Hara, Walter Slezak. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 12 ára. TVÆR ÁGÆTAR BÆKUR TIL TÆKIFÆRISGJAFA: SÓLBRÁÐ, nýja ljóðabókin eftir GUÐMUND INGA. KVÆÐI? ljósprentun á æskuljóðum HULDU skáldkonu. Wýja Síc (vitS Skúlaqötu) Gróður í gjósti. (A Tree Grows in Brooklyn) Áhrifamikil stórmynd. Sýnd kl. 9. Chaplin-syrpan. (Chaplin Festival). ' Pjórar af hinum alkunnu 1 stuttu skopmyndum, sem Char- I lie Chaplin lék í á árunum 1916- 18. Þær hafa nú verið gerðar að tónmyndum og heita: „Inn- flytjandinn", „Ævintýramaður- inn“, „Við heiisubrunninn" og „Chaplin sem lögregluþjónn". Sýnd kl. 5 og 7. 7jarnarbíc I Lundúnaborg í lampaljósi | (Fanny by Gaslight) Spennandi ensk mynd. Phyllis Calvert James Mason Wilfred Lawson I Stewart Granger í Jean Kent i • Margaretta Scott Sýning kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ég man jbd tíð — gamanleikur í 3 þáttum eftir EUGENE O’NEILL. Leikstjóri: Indriði Waage. Sýning á miðvikudag kl. 20.00. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2—6 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 6. KRAFTTALÍUR fyririiggjandi I eftirfarandi stærðnm: Fyrir 11/2 tonn - 2 - 3 - 5 Samband ísl. samvinnufálaga Fjaðraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnufélaga ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.