Tíminn - 14.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1947, Blaðsíða 3
8. blað TfMIIVA. þrlð|udaginn 14. janúar 1947 3 ÓLíkur h.ugsunarháttur Mér finnst ástæða til að sfsrifa fáein orð í tileffni af greinum hr. Bjarna Sigurðsson- ar, krossbera Varðarfélagsins, í Mbl. á sunnudaginn. Ég mun ekki fjölyrða um það, þó að hann kalli 18 sm grein frá 6. desember „nýja, pólitíska lang- loku.“ En nokkrar staðreyndir vil ég rifja upp og árétta vegna greina hans. Herra Bjarni segir, að það, sem sumarbústaðir Thorsbræðra kosti fram yfir það, sem tíðkist um sæmilega sumarbústaði, sem ekki séu af vanefnum gerðir, sé fjárhæð, sem engin áhrif hafi á þjóðarhag yfirleitt. — Þó það væri nú. Ég tók fram í minni grein, að þessi tvö hús skiptu ekki miklu þannig, en gat þess, að þau væru fulltrúar margra annarra húsa og sýndu stefnu og heilindi vissra aðila. Mér þykir gott að hr. Bjarni slær því föstu, að þau hafi kostað <>itthvað dálítið fram yfir sæmileg hús, sem ekki séu gerð af vanefnum. Nú skal ég benda honum á aðra hlið málsins. Porréttinda- fólkið, sem byggir sér tvenn hús, sem hvor um sig kosta meira en sæmileg hús, sem ekki eru gerð af vanefnum, þó að það séu ekki fjárhæðir, sem hafa úrslita- þýðingu í þjóðarbúskapnum, er hættulegt fólk. Það er eitur í beinum þjóðfélagsins, því að það vekur og nærir óbilgjarnar kröfur hjá öðrum. Dæmi þess meiðir heilbrigða jafnréttis- kennd almennings. Húsin þess eru móðgun við fólkið og særa réttlætiskennd góðra manna. Herra Bjarni virðist álíta, að tilgangur minn með skrifum mínum sé ekki göfugur og ég ætti að kæra þá Thorsbræður fyrir skattsvik. Mér þykir ieitt að maðurinn hefir ekki skilið mig fyllilega og vil reyna að bæta úr því. Ég veit ekki, hvort þeir Thors- bræður hafa eignast sumarbú- staði sina að löglegum hætti eða ekki, þó að ég sjái ekki, hvernig það má vera í samræmi við skattalög og skattaframtöl þeirra. En ég er sannfærður um, að það er rangt að svona hús séu byggð eins og á stendur. Það er rangt gagnvart öllum þeim, sem búa i slæmu húsnæði. Það er rangt gagnvart öllum þeim, tsem eiga afkomu sína undir atvinnuvegum, sem vant- ar byggingar og önnur mann- virki. Og það er rangt gagnvart öllum þeim, sem vantar skóla- hús yfir börnin sín, sjúkrahús fyrir sig og sína o. s. frv. Þessi hús eru afbrot við þjóðina. Hvort sem þær leiðir, sem farnar eru til að byggja svona hús, eru löglegar eða ólöglegar, vil ég vinna að því, að þeim verði lokað. Það er ótrúmennska við framtíð og velferð' þjóðar- innar að festa fé og byggingar- efni í svona nokkru. Herra Bjarni segir að bræð- urnir Thors séu athafnasamir sæmdarmenn, drenglyndir og göíugir, sem veitt hafi atvinnu með dugnaði snum og fyrir- hyggju. Rétt er nú það. Mér finnst trúlegt, að þeir hafi ýms- um veitt atvinnu við að byggja þessi hús, því að ekki munu þeir hafa gert þau að öllu leyti með eigin höndum. En mér sýnist, að síðan „nýsköpunarstjórnin“ svokallaða var mynduð hafi þeir sýnt meiri stórhug við að eign- ast sumarbústaði en togara. Togurum sínum hafa þeir fækk- að, en fjölgað sumarhúsum. Herra Bjarni mæðist yfir þvl, að flokksbræður mínir hafi sært fegurðarskyn hans, með því að reisa hermannaskála á fögrum stað austanlands. Þetta hefir líka verið gert í Vaglaskógi. — En vill nú hr. Bjarni segja mér úr hverju við eigum að byggja í sveitunum, þegar Thorsbræð- ur og aðrir ámóta sæmdarmenn hafa tekið allt byggingarefnið, sem inn er flutt, svo að við fáum ekki neitt? Mér þætti það misráðið að byggja vönduð hús til sumarveit inga, þegar byggingar sveita- bæja, annarra íbúðarhúsa og barnaskóla stöðvast vegna efn- isskorts, hvað sem feguröartil- finningu hr. Bjarna líður. Hr. Bjarni getur sér þess til, að bræðurnir Thors hafi viljað byggja svo vel á Þingvöllum, að ísland þyrfti ekki að blygðast sín fyrir að bjóða erlendum tignargestum þar inn. Við skul- um hjálpa Norræna félaginu og öðrum hliðstæðum stofnunum til að sjá um þá hliðina, þangað til við höfum búið /vo að heið- arlegu starfsfólki þjöðfélagsins, að við þurfum ekki sjálfir að blygðast okkar fyrir það. Þá getum við líka mætt útlending- unum kinnroðalaust. Hr. Bjarni seglr að hér rekist á tvær ólíkar stefnur, sprottn- af ólíkum hugsunarhætti. Þar er ég honum alveg sammála. Ég er honum lika sammála þegar hann segir: „Annars vegar er ást og trú á landið og framfarahugsjónir, samfara stórhug til að prýða það og bæta. Hins vegar er lág- vaxinn hugsunarháttur litilla manna, hugsjónalausra.“ Annars vegar er eigingjörn of- rausn forréttindafólksins, frekjuleg og óvönd að meðulum. Hins vegar er lýðræðisleg hug- sjón alþýðlegrar velmegunar og samhjálpar. Halldór Kristjánsson. þingi frá þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið i því skyni, að koma slíku samræmi á.“ Eftir alllangt þóf var tillaga þessi samþykkt í nefndinni. Höfðu þá Indverjar áður tekið tillögu sína aftur og fallizt á þessa ályktun. Um mál þetta skiptust stór- veldin svo, að Bretar og Banda- ríkjamenn fylgdu tillögu Suður- Afríku, en Rússland, Frakkland og Kína greiddu atkvæði með frönsku tillögunni. Þegar tillaga þessi kom fyrir fund á allsherjarþinginu hófust umræður um hana að nýju. Bar þá Smutz hershöfðingi að nýju fram tillögu sina, um að visa málinu til alþjóðadómstóls- ins, til þess að fá úr því skorið, hvort málefnið heyrði undir valdsvið Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi Bandaríkjanna Mr. Fahy studdi þá tillögu. Fleiri tóku í sama streng, svo sem fulltrúi Breta, Belga og Holl- endinga. Fulltrúi Breta Sir Hartley Shaweross taldi aö málinu væri bezt borgið með því að fá úrskurð alþjóöadóm- stólsins og sagði m. a. eitthvað á þá leið, að það væri hvorki ríkisstjórn Suður-Afríku, né indverku stjórnmálamennirnir, sem þingið vildi hjálpa, heldur Indverjarnir i Suður- Afríku. Af hálfu Indverjanna talaði Mrs. Pandit. Hélt hún mjög snjalla ræðu. Auk hennar töl- uðu allmargir og mæltu með ályktun nefndarinnar. Meðal þeirra ræðumanna voru t. d. ALICE T. HOBART: Yang og yin „Hvers vegna látið þið mig ekki fóstra þessa telpu?“ Það var Stella, sem beindi þessari spurningu til Díönu, um leið og Peter nvarf út úr herberginu með fangið fullt af umbúðapappir. „Ég skyldi ala önn fyrir henni.“ „Það væri ef til vill bezt.“ — Díana hikaði samt. — „Wang Ma heimtar, að hún fari héðan brott. Við höfum ekki efni á því að ala hana-, segir hún. Og nú á ég sjálf von á . ...“ „Þá ákveöum við þetta,.“ sagði Stella. Fáum mínútum síðar reis hún á fætur og kvaddi. Peter og Díana reyndu að fá hana til þess að staldra lengur, en Stella virtist vilja komast brott sem fyrst. Þau Peter og Díana voru hvort öðru nóg. Hamingja þeirra var eins og lokaður hringur. Þar var ekki rúm íyrir aðra. „Komdu, Mei Ing,“ sagði hún blíðlega. „Hér eftir liggja okkar leiðir saman." Barnið horfði stundarkorn á hana undan svörtum, löngum bráhárunum. í augnaráði hennar var sami óttinn og hafði ein- kennt hana, er hún kom fyrst í trúboðsstöðina. En Stella kraup á kné fyrir framan hana og horfði vingjarnlega inn i augu hennar, og þá færðist skyndilega bros yfir andlitið á barninu. Hönd hennar livarf eins og ósjálfrátt inn í lófa Stellu. XX. HÚSIÐ var fullgert og lækningatæki Peters voru komin í skápana, sem trésmiðurinn hafði smíðað. En enginn fékkst til þess að láta líkna sér. „Ræða þín er ekki góð. Ef við deyjum, hverfum við lemstraðir til forfeðra okkar,“ svöruðu sjúklingar Peters í hvert skipti sem hann stakk upp á skurðlækningu. Ef til vill gat hann sigrazt á þessum erfiðleikum með því að ieita samvinnu við hina innlendu lækna. Kínverjar skiptu læknum sínum í tvo flokka, rétt eins og gerðist í heimalandi hans sjálfs — skottulækna og lækna, sem nutu meira trausts, höfðu numið ein- hvers konar læknisfræði og töldust menntaðir menn. Peter gerði sér vonir um, að hann gæti vakið áhuga hinna síðartöldu, ef Wú vildi gerast meðalgöngumaður. V . „Já,“ sagði Wú, þegar Peter hafði lagt málið fyrir hann. „Ég skal koma þér á framfæri við einn frægasta lækni borgarinnar. Hann er hámenntaður. Læknisfræðin er aðeins ein af þeim fræði- greinum, sem hann hefir numið til hlítar. Hann hefir rannsakað yin- og yang-kerfið mjög rækilega." Þegar stundin rann upp, tók Peter á leigu burðarstóla handa sér og Wú. Þessi heimsókn átti að verða sem allra hátíðlegust. Kínverski læknirinn var magur maður, sem bar með sér öll ein- kenni sinnar miklu menntunar. Hann fagnaði gestum sínum i gestastofu húss síns. Eins og kurteisum húsráðanda sæmdi, sneri hann andlitinu í suður, þegar hann settist. Peter skipaði heiðurs- sætið vinstra megin við hann. „Ég er læknir eins og hinn göfugi húsráðandi,“ sagði Peter. „Ef til vill getum við miðlaö hvor öðrum af þekkingu okkar, borg- arbúum til gagns. Ég reyni að lækna marga sjúkdóma. Stundum sker ég i líkamann og tek brott þá líkamshluta, sem sjúkir eru. Það væri mér mikill heiður, ef ég mætti skýra fyrir hinum göfuga I Sheng, hvernig ég geri þetta.“ Kinverjinn fór undan í flæmingi og varði sig með kurteislegum afsökunum. Eftir dálitla stund reis hann á fætur, sótti uppdrátt af líkama mannsins, sem hann hafði sjálfur- gert eftir gamalli íyrirmynd. „Gæti það orðið hinum göfuga gesti minum til gagns að vita, hvar beita má lækninganST, án þess að sjúklingnum stafl voði af?“ Peter virti uppdráttinn fyrir sér. Fjöldamargar linur höfðu verlð dregnar upp og niður myndlna, og mllli linanna voru hárflnar, kínverskar áletranir, þar sem sagt var fyrlr um notkun nálar- innar á hverjum stað. (,,Hverhig lækna þessar ná/larstungur sjúklingana?“ sptui-ði hann. „Það eru til tvö lífsmögn — yin og yang, — sem halda hvort oðru í jafnvægi. Þau valda flóði og fjöru í líkama mannsins eins og alls staðar anars staðar i náttúrunni. Þegar jafnvægið raskast, hljótast af því sjúkdómar. Þess vegna reynum við að finna farvegi hinna tveggja strauma með þessum gull- og silfur- nálum og hleypa þeim, sem ber hinn ofurliði, út úr líkamanum.“ . „Og hvernig er hægt að komast að raun um, hvort það er yin eða yang, sem of mikið er af?“ Mr. Wellington Koo, fulltrúi Kina, fulltrúi Mexíkó, Filipps- eyja og Uraqay. Þegar efnisumræðunni um til- löguna var slitið, hófust lang- ar og ákafar umræður um það, hvort % greiddra atkvæða væru nauðsynlegir til samþykkis ályktuninni, eða hvort einfald- ur meirihluti væri nægilegur. Fór loks fram atkvæðagreiðsla um það atriði. Var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 29 atkvæðum gegn 24 að tveir þriðju atkvæða væru nauðsyn- legir til samþykkis ályktunar- innar og greiddi ísland at- kvæði með því. — Fór þá fram atkvæðagrel[ðsla um breyting- artillögu Suður-Afríku. Var hún felld með 31 atkvæði gegn 21. Tveir sátu hjá. Framan- greind ályktun frá fulltrúa Frakklands og Mexikó, var síð an samþykkt með 32 atkvæð- um gegn 15, en 6 sátu hjá. Nafnakall var viðhaft um báð- ar þessar ályktanir.' ísland greiddi atkvæði á móti þeirri fyrrnefndu en með hinni síð- arnefndu. Virtist okkur eftir nákvæma athugun, að það væri rétt, enda þótt hin leiðin hefði mjög mikið til síns máls. í máli þessu fórum við eins og í öðr- um tilfellum, eftir því sem við töldum sannast og réttast, en ekki eftir áróðri frá neinni hlið. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ VInnið ötullega fgrir Títnann. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Fjaöraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnufélaga Hjartans þakklæti til allra þeirra, nær og fjær, sem auffsýndu okkur samúff og hluttekningu við fráfali og jarffarför mannsins míns, Vig'fúsar Markússonar, Oddsparti. Guffsteina Sigurffardóttir og; börn, foreldrar og systkini hins látna. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, félögum og einstakl- ingum, sem sýndu mér margvíslega vinsemd og minntust mín með vinarhug á sextugsafmæli mínu. AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR. Auglýsing ! Ráðuneytið vill hér með vekja athygli íslendinga, sem hafa í hyggju að ferðast yfir dansk-þýzku landamærin, að samkvæmt auglýsingu danska dómsmálaráðuneytisins, dags. 30. marz 1946, þurfa allir, sem ferðast ætla yfir dansk-þýzku landamær- in að hafa danska vegabréfsáritun, jafnt borgar- ar þeirra landa, sem annars þurfa ekki vegabréfs- áritun til að ferðast til Danmerkur, sem aðrir. fíómsmálará&uneytið, 10. jjanúar 1047. Tilkynning Viðskiptaráðlð hefir ákveðið, að frá 11. janúar 1®47, skulí hámarksverð á eggjum vera sem hér segír: í heildsölu- ................ kr 14.50 pr.'kg. í smásölu ..................... — 17.00 — — Verð þetta er miðað við, að eggin séu óskemmd 1. fl. vara, og stimpluð sem slík af eggjasamlagi eða hænsna- búi, sem viðurkennt er af verðlagseftirlitinu, enda takí samlagið eða búið ábyrgð á gæðum eggjanna. Á öðrum eggjum má ekki vera hærra verð en hér segir. í heildsölu ................ kr. 12.50 pr. kg. í smásölu .................... — 15.00 — — Reykjavík, 11. janúar 1947. VERÐLAGSSTJÓRINN. Atvinna Helgafellsútgáfuna vantar nokkra duglega menn til að safna áskrifendum að bókum sínum í Reykjavík og úti um land. Góð sölulaun. Upplýsingar gefur Hjörleifur Elíassou Affalstræti 18. (Ekki í slma).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.