Tíminn - 16.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1947, Blaðsíða 3
10. blaS TÍMIM, fimmtudagiim 16, janúar 1947 3 Dánarminnmg: Magnús Björnss náttúrufræðingur Magnús Björnsson, náttúru- fræðingur, andaðist fimmtudag- inn 9. þessa mánaðar, 61 árs að aldri, og bar dauða hans skjótt og óvænt að höndum. Hann var fæddur að Gilsstöðum í Vatnsdal 3. maí 1885, sonur hjónanna, Margrétar Magnús- dóttur, systur Guðmundar próf- essors, og Björns Gunnlaugs- sonar, gullsmiðs. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Haga í Þingi, en síðar að Gröf í Víðidal og Múla í Miðfirði. Var hann elztur syst- kina sinna.þeirra er upp komust. Árið 1902 gekk hann inn í lærða skólann og lauk þaðan stúdents- prófi 1908. Samsumars sigldi hann til Kaupmannahafnar og lagði stund á náttúrufræði við háskólann þar, eh varð að hætta námi árið 1911 vegna heilsu- brests og fjárskorts. Fluttist hann þá heim hingað og stund- aði um skeið nám við iækna deild Háskólans. Árið 1916 kvæntist hann Vilborgu Þor- kelsdóttur. Varð þeim 6 barna auðið, og eru fimm á lífi, en Vilborg lézt árið 1930. Árið 1916 —17 var hann kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri i forföllum Stefáns Stefánssonar, skólameistara. Síðar varð hann aðstoðarmaður dr. Bjarna Sæ- mundssonar við Náttúrugripa- safnið og hélt þeim starfa til ársins 1941. Jafnframt hafði hann á hendi kennslu, var lengi prófdómari, meðal annars við Menntaskólann í Reykj avík, vann um skeið við dagblaðið Vísi og var oft á sumrum fylgd- armaður erlendra ferðamanna, er hingað sóttu, einkum nátt- úrufræðinga. Á ófriðarárunum síðustu var hann starfsmaður hjá setuliðinu og sérfræðingur þess um þau mál, er varða nátt- úru landsins. En síðast hafði hann með höndum bókavörzlu í veðurstofunni, og þar var hann staddur að morgni fimmtudags- ins 9. p. m., er hann tekk helia- blóðfall það, er dró hann til dauða samdægurs. Magnús Björnsson var mjög vel að sér um náttú(rufræðl. Mesta stund lagði hann þó á fuglafræði, enda varð hann flestum mönnum fróðari í þeirri grein. Fuglamerkingar hafði hann á hendi frá því, er þær hófust árið 1932, til 1942 og lét sér mjög annt um þær. Hann reit margar greinar um nátt- úrufræðileg efni, einkum fugla- fræði, í ýmis tímarit, en kunn- ast rita hans er tvímælaluast Árbók Ferðafélagsins 1940, Fuglabókin svonefnda. Magnús heitinn var óvenjulegur geð- prýðismaður og svo greiðvikinn, að hann sást aldrei fyrir um eiginn hag eða þarfir, ef til hans var leitað. Sumum gat virzt hann hrjúfur í viðmóti fyrst í stað, en það var raunar skjöldur, sem hann skaut fyrir viðkvæma lund sína, enda voru ævikjör hans á margan hátt erfið og óblíð. Þeir, sem kynntust hon- um betur, munu flestir hafa fengið miklar mætur á honum fyrir góðvild hans og drenglund, en það hygg ég, að fáir hafi þekkt hann til hlítar. Við Magnús vorum förunautar á ýmsum fjallaferðum, sum- um löngum og erfiðum. Á slík- um ferðum kynnast menn vel, •enda reynir þá oft á geðprýði og aðra mannkosti. Ég l^rði þá að meta Magnús umfram marga aðra, sem meira berast á, og mun hann verða mér minnis- stæður síðan, meðan ég tóri. Hann var barnavinur og dýra- vinur svo mikill, að fátítt er, en slíkt er góðs manns aðal. Eftir fráfall hans er hér einum mætum manni færra en áður var. Pálmi Hannesson. sem getur stofnað heimsfriði og öryggi í hættu.“ Enn fremur á allsherjarþingið að hafa frumkvæðið að rann- sóknum og gera tillögur í þvl skyni að efla alþjóðarsamvinnu á sviði stjórnmála, fjárhags,- félags- og menningarmála og stuðla að framkvæmd mann- réttinda og grundvallarfrelsis fyrir alla, án tillits til kynþáttar kyns, tungu og trúarbragða. Allsherjarþingið getur og mælt með aðgerðum, sem miða að friðsamlegri lausn á vandamáli, sem það álítur að geti spillt vinsamlegri sambúð þjóða á milli, þar með talin brot á á- kvæðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um markmið og grundvallarreglur bandalagsins. Auk þess tekur allsherjar- þingið árlega á móti skýrslum frá öðrum stofnunum banda- lagsins og athugar þær. Það veitir nýjum ríkjum inngöngu i bandalagið eftir meðmælum frá öryggisráðinu. Sömuleiðis vikur það ríkjum úr bandalag- inu, ef ástæða þyklr til. Það kýs fulltrúa i aðrar stofnanir bandalagsins, að svo miklu leyti, sem þelr eru ekki sklpaðir samkvæmt hinum ákvæðum sáttmálans. Þá er þess loks að geta, að allsherjarþingið athugar og sam þykkir fjárhagsáætlun banda- lagsins. En kostnað af banda- laginu bera hinar einstöku þjóðir samkvæmt skiptingu allsher j arþingsins. Af þessu, sem hér hefir verið drepið á, má sjá að allsherjar- þinginu svipar að sumu leyti til þjóðþingsins í lýðræðisriki. Þó er þar meginmunur á. Byggist hann fyrst og fremst á því, að Sameinuðu þjóðirnar eru banda lag fullvalda ríkis. Þess vegna er vald þess miklum takmörk- um háð. Það hefir sem sé enga heimild til að skipta sér af málum, sem í aðalatriðum koma undir eigin lögsögn einhvers ríkis. Þó hindrar þessi regla ekki framkvæmd þvingunarráð- stafana, vegna ófriðarhættu friðrofa og árása. Ákvarðanir allsherjarþingsins i þýðíngarmiklum málum skulu samþykktar af tveim þriðju þeirra fulltrúa, sem viðstaddir eru og taka þátt i atkvæða- greiðslu. í öðrum málum nægir einfaldur meirlhluti. ALICE T. HOBART: Yang og yin Trumbur drundu, og bumbur umdu. Endurómarnir frá hvellandi bjöllum köstuðust á milli húsanna í trúboðsstöðinni. í sjötta mánuðinum, lótusmánuðinum, héldu bændumir fæð- ingardag þrumuguðsins hátíðlegan. Þeir hlóðu ókjörum af blóm- um að líkneskju hans og reyndu þannig að freista hans til þess að gefa þeim sumarregn. Og þegar það loks kom, læstu þeir sig inni í hreysum sinum — og gerðu það velsæmisins vegna, því að það hæfði illa, að menn væru á hnotskóg, þegar himinninn rjóvgaði jörðina. Hugur borgarbúa beindist mest að hinu heilaga blómi Búddha allan lótusmánuðinn. Lystiskútur stefndu til Lótuseyjarinnar, sem var í dálitlu vatni skammt utan við borgina. Á henni miðri var tjörn, Lótustjörnin, sem var eins og grænn dúkur bakka á milli — svo þétt flutu lótusblöðin á yfirborði vatnsins. Menn í næfurþunnum silkikyrtlum gengu hátíðlega fram á tjarnar- bakkana, sem risu yfir þessa grænu breiðu. Niður fljótið liðu brennandi lótusblóm úr pappír. Andar drukkn- aðra manna, sem byltust og köstuðust friðlausir og hvíldarlausir eftir duttlungum straumsins, sátu um færi að grípa þessi gervi- blóm, er gátu uppfyllt þá ósk þeirra að endurfæðast í mann- heimum. Haustið gekk í garð, og höfug ró færðist yfir allt. Hvergi sást gári á tjörnunum né vatninu, og hinn létti andvari strauk gular, fullþroska kornstengurnar. Sen S Mó hélt kyrru fyrir í her- bergi sínu og klippti lótusblóm úr stinnum, ljósrauðum pappír. í hvert blóm festi hún kerti — þetta átti að vera vinargjöf handa Fei S Mó. Hún færði Díönu gjöfina sama daginn og hún kom heim. Díana komst við, þegar hún sá, hvernig þessi kínverska kona hafði í einveru sinni búið sig undir að fagna henni. Vinátta þeirra varð enn innilegri en áður. Ef til vill varð það þess vegna, að Sen S Mó áræddi að bera fram spurningu, er hún hafði lengi búið yfir: „Áttu ekkert líkneski af þessum Kristi, sem þú hefir frætt mig um? Ef hann hefir ferðazt um jörðina, hlýtur þó að vera til mynd af honum.“ „Já,“ sagði Díana. „í kirkjunni minni heima í landi mínu er slíkt líkneski.“ Díana furðaði sig mjög á því, að Sen S Mó skyldi aldrei hafa séð líkneski af Kristi. En hún gat sýnt henni Krists- myndina sína. Hún sótti hana og lét kínversku konuna taka við henni. Þetta var í fyrsta skipti, sem Sen S Mó gat skoðað þennan Krist og þreifað á honum — þennan undarlega guð með þyrni- kórónu á höfðinu. Hversu siðlaust hlaut það fólk ekki að vera, sem setti þyrnikórónu á höfuð guði sínum. Búddha var með kórónu úr sniglum. Þeir skriðu upp á höfuðið á honum, þar sem hann sökkti sér niður í hugleiðingar um eymd veraldarinn- ar, og vernduðu það gegn sólarhitanum. Dagarnir liðu. En Sen S Mó gat ekki gleymt hinum þjáða guð'i. Hún öðlaðist ekki frið, fyrr en hún hafði setið langa-lengi fyrir iraman blíða, kyrra ásjónu Búddha. Þegar Peter kom heim, var allt á tjá og tundri í borginni. Hin keisaralegu próf stóðu yfir. Wú gat ekki um annað talað. Sonur hans var maður um fertugt, og hann stóð nú í eldhríðinni. Próf- salirnir höfðu verið harðlokaðir í þrjú ár, sagði Wú. En i sumar höfðu þeir verið opnaðir, fágaðir og prýddir, svo að þeir yrðu hæfar vistarverur handa hinum keisaralegu prófdómurum og þeim þúsundum stúdenta, er þangað leituðu. Embættismaður- inn, sem geymdi lyklana, hafði búizt sínum skrautlegasta emb- ættisbúningi og tekið sér stöðu fyrir utan læstar dyrnar. Síðan rétti hann lyklana lítilli, gamalli konu — kínverskri ljósmóður. Þannig buðu ævafornar venjur, að farið skyldi að. Á fimmta degi hins áttunda mána kom yfirprófdómarinn og íylgdarliö hans til borgarinnar. Það var ógurlegur troðningur é götunum. Peter var í hópi þeirra, sem ekki vildu missa af því að sjá hina stóru og skrautlegu burðarstóla embættismannanna. Áttunda daginn var hann enn á ferli á götum úti. Þá voru það stúdentarnir, se\n komu. Endalausar hersingar stúdenta héldu inn á hið afmarkaða svæði. Á þessu gekk í marga klukkutíma. Margir stúdentanna voru miðaldra, sumir jafnvel aldraðir, og allir voru þeir siginaxla og brjóstin innfallin. Allir höfðu þeir helgað líf sitt kapphlaupinu um þá viðurkenningu, sem þeir áttu nú loks að hljóta. Um kvöldið hvarflaði hugur Peters aftur til þéssara kínversku menntamanna. Nú húktu þeir inni í þröngum, læstum klefum. Prófdagarnir voru níu, og það var eins og hinar fornu venjur hefðu náð slíku taki á honum, að hann gat vart um annað hugsað. Hér voru nú samankomnir allir frægustii lærdómsmenn fylkis- ins, og allir felldu hugsanir sínar í það form, sem ákveðið hafði verið og fyrirskipað í eitt skipti fyrir öll. Hvernig áttu efasemdir og rannsóknarhneigð vestrænna manna að geta unnið bug á þeirri trú á óskeikulleika þess, sem eitt sinn hafði verið ákveðið, að væri rétt? Þegar hann leiddi hugann að því, hvað honum hefði áunnizt fyrsta árið, komst hann að þeirri niðurstöðu, að honum hefði ekkert miðað fram á leið. Hér var logn og ládeyða. XXII. DÍANA og Peter gengu að jólaundirbúningnum af meira kappi heldur en stafað gat af jólatilhlökkuninni einni saman. Það var lika annað sem bjó bak við: Senn leið að þvl, að fyrsta barnið þeirra fæddist. Á aðfangadaginn var mikið um að vera meðal kristna fólks- ins I borginni. Mótmælendur jafnt sem kaþólskir menn bjuggu sig undir að fagna fæðingarhátíð frelsarans. Á hvolnum fyrir framan kirkju trúboðsstöðvarinnar var reist gríðarstórt jólatré, og nú voru ljós tendruð á því. Sjúkrahúsið og iveruhúslð voru fag- Fjaðraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnuf élaga Heilsu vernd tíiuarit Náttúrulækningafélags fslands, er komlð út. Efni þess er mjög f jölbreytt og má meðal aimars nefna þetta: Ávarp. — Gerilsneydd mjólk og fjósamjólk. — Höfuð- verkur. — Tregar hægðir. — Auðveld fæðing (saga stýri- mannsins). — Daufur fær heyrn og blindur sýn (frásögn). — Mataræði og berklar. — Gróft brauð og náttúrulækn- ingar. — Eksemlækning (frásögn). — Banamein eftir stéttum. — Mataruppskriftir. — Þurfum við að óttast bakteríur? — Sykurinn og börnin. — Á að bæta brauðin? — og fleira. — Heilsan sigrar eftir Are Waerland er stutt en snilldarleg lýsing á baráttu ungr- ar konu við alls konar sjúkdóma, undir hand- leiðslu lækna og sérfræðinga. — Er hún sneri baki við læknunum og breytti lifnaðarháttum sínum, vann hún ekki aðeins sigur á vanheilsu sinni, heldur öðlaðist hún svo fullkomna heilsu, svo glæsilegt vaxtarlag og litarhátt, að flestar ungar stúlkur og konur mættu öfund- ast af. — Þessi litla myndum prýdda bók kost- ar aðeins 4-krónur. Heilsuvernd og Heilsan sigrar fást i bókaverzlunum. — Munið eftir bókunum Matur og megin og Nýjar leiðir II. Félagsmenn fá rit félagsins í Álafossi, Þingholtsstræti 2, og Selfossi, Vesturgötu 42, og loks hjá afgreiðslumann- inum, Hirti Hanssyni, Bankastræfi 11, pósthólf 566, ____ sími 4361. Sendið áskrift að heilsuvernd í pósthólf 566. Náttárulækningafélag fslands. t Vcrkamaiinafélagið Daftsbrán, TILKYNNING Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs til stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar fyrir árið 1947, liggja frammi í skrifstofu félagsins í Alþýðu- húsinu. Kosníng hefst 25. þ. m. KJÖRSTJÓRNIN. Orðsending Viðskiptamenn vorir eru vinsamlegast beðnir að hafa vörur þær, sem teknar eru út fyrir bátasmíðastöðina við Elliðaárvog á sérstökum reikning. LANDSSMIÐJAN UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.