Tíminn - 17.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1947, Blaðsíða 3
11. blað £\W&lh.'&i)i i \i..}! \,V|Ö*?f.í i 1"} l)ÁXARMimWC: TlMKVN, föstadaginM 17. jannar 1947 3 V'\ V * “i ú 'i V s->. V'1 Á v J-<‘ M í K V; ■" Guðmundur Ólafsson lióndi í Vogatungu. í dag er til n^oldar borinn í Reykjavik, einn af ágætustu borgurum bæjarins, Guðmund- ur Ólafsson bóndi í Vogatungu við Langholtsveg. Hann var fæddur 10. september 1885, að Selparti, Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðfinna Guð- mundsdóttir og Ólafur Jónsson búendur í Selparti og síðar á Stokkseyri. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þar til aldur leyfði að hann gæti unnið fyrir sér. Dvaldi hann þá á ýmsum stöðum við atvinnu m. a. tíðum við sjóróðra ’á Suðurnesjum. Árið 1908 kvæntist Guðmund- ur Guðrúnu Helgadóttur af Vatnsleysuströnd og hófu þau búskap þar. Bjuggu þau lengst af í Stóra-Lambhaga í Hraun- um. Árið 1917 lézt Guðrún frá 5 ungum börnum þeirra. Brá Guðmundur þá búi og kom börn- unum í föstur hjá vandafólki þeirra hjónanna, nema elzta soninn hafði hann með sér. Aftur kvæntist Guðmundur árið 1921, Helgu Guðlaugsdóttur frá Þórðarkoti í Selvogi, er lifir mann sinn, ásamt þremur dætr- um þeirra. Hóf Guðmundur nú búskap í nágrenni Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Fyrst á Undralandi í rúm 2 ár, Austur- hlíð í 13 ár, Tungu við Suður- landsbraut í 7 ár og fyrir tæpum 4 árum reisti hann nýbýlið Vogatungu við Langholtsveg. Þetta var þriðja skiptið, sem hann nam land í nágrenni bæj- arins, en alltaf varð hann að þoka fyrir hinum hraðvaxandi bæ og færa sig fjær honum. Býl- in Austurhlíð og Tunga eru raunverulega komin inn í bæ- inn og búskapur þar horfinn. Guðmundur var bóndi af lífi og sál og kaus heldur að flytja og nema land að nýju, en verða innikróaður í bænum og hverfa frá. búskapnum að bæjariífinu, sem margan hendir, þótt öðru vísi standi á fyrir. Hann.var langt' kominn með að búa vel um sig í Vogatungu. Hafði byggt þar stórt ibúðarhús og breytt ríflegum bletti af hrjóstrugu Kleppsholtinu í töðu- völl og áform hafði hann mörg í huga, þegar hann kenndi sjúk- leika síns fyrir rúmu ári síðan. Þarna hugðist hann geta búið til enda ævinnar og efri árin gæti hann notað til þess að fegra og bæta þetta nýbýli sitt, sem hann þyrfti sennilega ekki að yfirgefa að sinni. En örlögin eru mislynd og breyta áform- um manna oft snögglega. Hér var starfsamri ævi lokið fyrr en varði. En störf þessa landnáms- manns lifa og bera órækt vitni um trú á landið og þá möguleika, sem ræktunin skapar. Það var ekki óeðlilegt, að mað- ur með hneigðir Guðmundar og skaplyndi, skipaði sér í raðir þeirra, sem unna landbúnaði og trúa á möguleika landsins. Hann hafði um langan tíma tekið virkan þátt í störfum Framsókn arflokksins hér í bænum og skip- aði jafnan sæti á framboðslista flokksins við hinar ýmsu kosn- ingar. Var almælt, að það sæti væri vel -skipað. Baráttumaður var Guðmundur þó ekki, en hann var einlægur í hverju máli og málstað sínum trúr. Hann var réttsýnn, góðviljaður og öfgalaus, en þó ætíð fastur fyrir og drengskapur hans brást aldrei. Átti hann því almennum vinsældum að fagna af öllum þeim, sem einhver kynni höfðu af honum. Hann var hár vexti, fríður og karlmannlegur, en hafði æðru- lausa og góða framkomu. Mann- kostirríir voru þó mest virði. Verður hans því lengi að góðu getiö. X. landi. Hann starfar allt árið. Þá er komið að þeirri stofnun sameinuðu þjóðanna, sem ann- ast framkvæmdastjórn þeirra og dagleg störf, þ. e. skrifstofunni (The Secreterial). Hún er skipuð aðalforstjóra og því starfsliði, sem bandalagið þarfnast. Aðal- forstjórinn er skipaður af alls- herjarþinginu samkvæmt til- lögu öryggisráðsins. Hann hefír með höndum aðalframkvæmda- stjórn bandalagsins. Hann skip- ar starfslið samkvæmt reglu- gerðum er allsherjarfjingið set- ur. Aðalforstjórinn á sæti á fundum allsherjarþingsins og hinna þriggja framangreindra ráða, og annast þau störí, seifrr honum eru falin af þessum stofnunum. Hann getur og vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varð- veizlu heimsfriðar og öryggis. Aðalforstjóri er nú, sem kunn- ugt er, Norðmaðurinn Tryggve Lie. Hann var áður utanríkis- ráðherra Noregs. Aðalforstjóri var hann valinn á allsherjar- þinginu í London í byrjun s. 1. árs. Kjörtími hans er 5 ár. Skrifstofan starfar nú í 8 kjördeildum og er sérstakur framkvæmdastjóri fyrir hverri. Er sú skipting miðuð við mála- flokkun. Ein fer með félagsmál, önnur með fjárhagsmál, þriðja með öryggismál, fjórða með gæzluverndarmál, fimmta með allt sem lýtur að undirbúningi þingstarfa og ráðstefna, sú sjötta fer með allt er lýtur að lögfræðilegum efnum, sjöunda fer með fjármál og fram- kvæmdamálefni, sú attunda annast um upplýsingastarfsemi. Hér að framan hefir verið leitast við að gefa yfirlit um skipulag sameinuðu þjóðanna í meginþáttum. Enda þótt það yfirlit sé næsta ófullkomið, vona ég, að það gefi lesendum upp- lýsingar um ýms atriði um það efni, sem þeim hefir ekki verið kunnugt um áður. Kvikntyiidir í kirkju. Séra Jones, við Matteusar- kirkjuna í Ipswich á Englandi, sagöi, að fólkið væri orðið svo þreytt á messugjörðum, þegar hann hóf kvikmyndasýningar í kirkju sinni nú nýlega. Það er fyrsta kirkjan, sem hefir fastar kvikmyndasýningar á Stóra- Bretlandi. Það eru gamlir trúar- legir sjónleikir, sem eru sýndlr þar. ALICE T. HOBART: Yang og yin urlega skreytt þyrnigreinum, sem sóttar höfðu verið upp i fjöllin. Það hafði reynzt mjög erfitt að verða sér úti um nothæft jóla- tré. Seinustu aldirnar hafði ekki eitt einasta tré náð að vaxa í nágrenninu. Við musterin og grafreitina- uxu aðeins mórberja- tré, kamfórutré og grátviðúr, og þessi tx-é vildu eigendurnir ekki selja vegna þeirra tekna, sem þeir höfðu af þeim. Það var Wang skóari, semi leysti þennafi vanda. Hann var himinglað- ur yfir þessari nýju hátíð, sem bættist við hinar margbreyttu nýárshátíðir Kínverjanna, og honum tókst að hafa uppi á kýp- urtré, sem var falt. Það óx í grafreit, sem nú hafði verið lagður niður vegna illra anda, er höfðu setzt þar að. Um sólarlagsbil var öllum störfum hætt og portinu vandlega lokað, svo að ösin í þessari borg „heiðingjanna" truflaði ekki jólagleðina. Hinir kinversku safnaðarmenn höfðu verið færðir í ný, blá föt. Nú höfðu þeir staðið lengi umhverfis jólatréð og horft á það aðdáunaraugum. Að lpkum hurfu þeir inn 1 kirkjuna, sett- ust og biðu þess þolinmóðir, að hátíðin hæfist — karlmenn og konur sitt hvoru megin kirkjugangsins. Wú kennara hafði verið boðið að vera viðstaddur kvöldsöng- inn. Hjá því varð ekki komizt. Hann sat í þungum þönkum á stólnum, sem honum hafði verið ætlaður. Það var tekið að rökkva og orðið mjög skuggsýnt í kirkjunni. Inn um gluggana bax-st ómur margra syngjandi barnsradda — „Af himnum ofan boðskap ber.“ Wú hlustaði — hann hafði gaman af söng útlendinganna. Stundum brá líka fyrir í þessum sálmum hugsunum, sem hann skildi- mætavel — hugsunum, sem minntu á Konfúsíus og hinar ixáleitu kenningar hans. En mestallt fór fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Þetta tré til dæmis — hvað átti það að tákna? Og krossinn, sem þessir útlendingar voru alltaf að tönnlast á — konungur, sem hékk á krossi! Díana og Peter gengu ein heim til húss síns. Jólakvöldið vildu þau eiga ein. Það hafði kostað mikla mæðu að fá Wang Ma til þess að ganga til náða. Peter tendraði ljós á litlu bambustré, sem þau höfðu alið í potti. „Það er næstum því fallegra en venjulegt jólatré,“ sagði Díana og horfði aðdáunaraugum á glórauð berin, sem glitruðu hér og þar milli hárfínna blaðanna. Hin mörgu ljós sameinuðust í gullnum, flöktandi bjarma, sem lék um andlit Díönu. Peter varð litið framan i konu sína. Honum hnykkti við. Hann sá á svipstundu, að fæðingarhríðirnar voru í þann veginn að byrja. Á námsárum sínum hafði hann oft staðið við beð sængurkvenna ■— allt of oft til þess, að honum dýldist, hvað í aðsigi var. „Ertu ekki hálflasin?" spurði hann. „Jú — ég þarf að hvíla mig stundarkorn. Ég er orðin svo þreytt — þreyttari en ég hélt. Mér vai'ð líka hálfkalt áðan — þarna úti hjá börnunum." Það fór kuldahrollur um hana. Peter ýtti til hennar stól og lét hana setjast. „Nú skal ég sýna þér jólagjöfina, sem þú færð,“ sagði hann. Hann tók lítinn pakka, sem lá undir jólatrénu og þrýsti honum í hönd hennar. „Peter!“ hrópaði hún. Hún fletti umbúðunum af gjöfinni. Það var kínverskur hringur, settur agnarlitlum perlum. „Guð komi til — hvað hann er fallegur! Hvernig gaztu sparað saman fyrir honum, Peter? Þú hefir þó líklega haft nóg annað við peningana að gera.“ ,,Maður verður þó alltaf að gefa konunni sinni eitthvað fallegt, þegar hún elur fyrsta barnið,“ sagði Peter. „Og hann hefði gjarna mátt vera fallegri — en ég gat ekki keypt dýrari hring,“ bætti hann við hálfdapur. „Hér er líka sending frá móður þinni — á ég að gættí að, hvað hún sendir þér ....?“ Díana svaraði ekki, og þegar Peter sneri sér við, sá hann, að hún var náföl. Hendur hennar krepptust um armana á stólnum. Stórir svitadropar hnöppuðust á enxxinu. Peter stökk til hennar. „Vina mín,“ sagði hann. „Þú ert veik.“ Öryggi hans rauk út í veður og vind. Hann var ekki lengur hinn xeyndi og rólegi læknir — hann var aðeins eiginmaður jóðsjúkrar konu sinnar. Þarna sat hún og engdist sundur og saman af kvölum, sem hann hafði leitt yfir' hana. Og hann. gat ekki linað þær þjáningar hennar. Nístandi ótti lamaði þau bæði. Það var Díana, sem náði fyrr jafnvægi. „Ég held, að stundin sé komin,“ sagði hún rólega. „Við skulum ekki vera hrædd.“ Þá náði Peter líka valdi yfir sjálfum sér. Hann var aftur lækn- irinn, sem lét sér hvergi bregða. Hann slökkti ljósin á jólatrénu, studdi konu sína upp stigann og hjálpaði henni að afklæða sig. Amerískur læknir, sem ætlaði að dvelja hjá kunningjum sínum í borginni um jólin, hafði lofað að annast Diönu, ef með þyrfti. Bátur- haixs hafði átt að koma þennan dag. Peter sendi dyravöi'ð - inn á fund hans. Wang Ma hafði orðið þess vör, að Peter kallaði á dyravörðinn. Húix kom kjagandi ofan úr kvistherbergi sínu, horfði stutta stund á húsmóður sína og strunsaði svo beina leið niður í eldhúsið. „Aó saó — duglausa kona — hreyfðu þig!" hrópaði hún til að- stoðarstúlku sinnar. „Heitt vatn — mikið af heitu vatni!“ Svo brunaði hún aftur upp í hei'bergið til húsmóður siixnar, settist á rúmstokkinn hjá heixni og rétti henni brúna, sterklega hönd sína, svo að Díana gæti kreist hana, þegar fæðingarhríðirnar kæmu. Nú var portbjöllunni hringt. Peter lagði við hlustirnar. Það var ekki maður í amerískum stígvélum, sem kom upp stigann — það var aðeins dyravörðurinn á mjúkum flókaskóm. „Útlendi lækniiúnn er ekki kominn ennþá . ...“ Peter hugsaði sig um. Jafnvel þótt báturinn læknisins væri kominn á þessari stundu, komst hann ekki inn í borgina fyrr en birti að morgni. Það var búið að loka borgarhliðunum. Sjálfur hafði hann ekki hjálpað sængurkonu í tvö ár. „Útlitið er slæmt,“ sagði Wang Ma. Peter skipaði henni að fara burt úr herberginu og lokaði sjálfur á dyrunum á eftir henni. „Díana,“ sagði hann og reyndi að vera sem • *• 9 og 15 f jaðra Samkvæmt kröfu Almennar Tryggingar h.f. og .að und-. aixgengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram- fýrir < ógreiddum brunabótagjöldum af húseigixum í lögsa’gnar- < iICtöíiilrróifnvB ðö.S!S 00 SSj umdæmi Reykjavíkur, er féllu i gjalcjdaga 1. ^.príl ,]L946, að \ átta dögum liðixum frá birtingu þessa^ar aygjý^ipgar, { verði þau ekki greidd innaix þess tíma. Borgarfógetliin í Reyjyavpk, T 'A" i "'J-V" IWt 15. jan. 1947. KR. KRISTJÁNSSÖN. i Skagfirðingafélglð í Reykjavík heldnr ÁRSHÁTlÐ sina, (10 ára afmæli), að Hótel Borg laugardaginn 18. jan. 1947. Skemmtuniix hefst kl. 19 með sameiginlegu borðhaldi. SkennntialriÖi m. a.: Minni félagsins: Pálmi Hannesson, rektor. Minni Skagafjarðar: H. J. Hólmjárn, forstjóri. SÖNGUR. Lárus Ingólfsson: Lög og gamanmál. D ANS. Aögöngumiðar seldir í Flóru og Söluturninum, í dag og á morgun, föstudag. Skagfirðingar, fjölmennið! STJÓRIVIN. II.I. Eimskipafélag fslands: Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands, verður haldinn í Kaupþingssalixum i húsi félagsins i Reykjavik, laugardaginn 7. júixí 1947 og hefst kl. H/2 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög- uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar eixdurskoð- aða rekstursreikninga til 31. desember 1646 og efnahagsreikning með athugasemdum endur- skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðeixdum. 2. Tekin ákvörðuxx um tillögur stjórnariixixar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunx. 4. Kosniixg eins eixdurskoðenda í stað þess er frá fer, og eins vai-aendui-skoðanda. 5. Tillögur um breytingar á reglugerð Eftirlauna- sjóðs H.f. Eimskipafélags íslands. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla unx önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundimx, sem hafa aðgöixgumiöa. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umbóðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins i Reykjavík, dagana 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 10. janúar 1947. v ST JÚRMIV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.