Tíminn - 17.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNA RMENN! MuriLð að koma í ftokksskrLfstofima REYKJAVÍK Skrifstofa FramsóknarflokksLns er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 17. JAN. 1947 11. blað Ú L œnum t dag: Sólin kemur upp kl. 9.45. Sólarlag kl. 15.22. Árdegisílóð kl. 1.46. Síðdegisflóð kl. 2.15. f nótt: Nœturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er i læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, sími 6030. Næturvörður er I Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. Útvarpið í kvöld: Kl. 20.00 Préttir. 20.25 Útvarp frá opnun tónlistarsýningar í Reykjavík (Listamannaskálinn). 20.30 Útvarps- sagan: „í stórræðum vorhugans" eftir Jonas Lie (séra Sigurður Einars- son). 21.00 Útvarp úr Tripoli-leikhús- inu: Píanótónleikar N. V. Bentson. 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): Tónverk eftir Tschaikow- sky: a) Symfónia nr. 6. b) ítalska skemmtilagið. 23.00 Dagskrárlok. Skipafréttir: Brúarfoss fór frá Sidney N.S. 11/1 á leið frá New York til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Leith 13/1 til Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Selfoss fór frá Leith 9/1 á leið frá Siglufirði til Stokkhólms. Pjallfoss fór frá Reykjavík í gærmorgun í hringferð vestur um land. Reykjafoss fór frá Rotterdam í gær til Antwerpen. Sal- mon Knot er í New York, fer þaðan um 17/1 til Reykjavíkur True Knot kom til Reykjavíkur 13/1 frá New York. Becket Hitch fór fri New York 11/1 ty Halifax, Anne fór frá Kaup- mannahöfn 8/1 til Reykjavíkur. Lu- blin kom tíl Reykjavíkur 13/1 frá Gautaborg. Lech væntanlegur til Reykjavíkur frá Hull. Horsa er í Leith. Linda Clausen kom til Reykjavíkur 12/1 frá Leith. Hvassafell er í Rotter- dam. Farþegar með e.s. True Knot til Reykjavíkur 13/1 í(á New York: Kristján Karls- son, 'Nancy Karlsson, Óttar Indriða- son, Ebba Björnæs, Sigurður Sigurðs- son, Anna Guðmundsdóttir, Hilde- gard Blanken, Halldór Guðmundsson, Rögnvaldur Sæmundssoo, Ásmundur Daníelsson. Ný mænuveikistilfelli i Reykjavík. Mænuveikistilfellum fjölgaði í Rvlk í seinustu viku og er vitað um fimm ný tilfelli, sem öll eru þó væg. Sund- og leikfimlskennsla hefif ekki verið tekin upp að nýju við skóla í bænum. íkviknun. * í fyrrinótt kom upp eldur í húsinu nr. 7 við Bjargarstíg, sem er timbur- hús, ein hæð og kjallari. Skemmdir urðu miklar á húsinu og innanstokks- munum varð ekki bjargað nema að mjög litlu leyti. Það tók slökkviliðið um hálfa aðra klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Frá bæjarstjórnarfundi (Framhald aj 1. síðu) alls staðar verið hagað vinnu- brögðum á þann hátt, er hyggi- legast hefði verið, og peningum ráðstafað sem skyldi. En rann- sókn á slíku er erfið þeim, sem ekki hafa sérstaka aðstöðu til /þess. Aukagreiðslur til fjölmargra vel launaðra fastamanna. Athugasemdirnar, sem reikn- ingunum fylgja, geta þó gefið nokkrar bendingar. í þeim kemur fram, að mörg- um starfsmönnum bæjarins eru greiddar margvislegar auka- greiðslur fyrir störf, sem þeir inna af hendi í þágij. bæjarins, þar á meðal einstökum hálauna- mönnum í bæjarþjónustu stór- fé. Um sumt þessara starfa, sem greidd eru aukalega, kom fram í umræðunum, að þau myndu að minnsta kosti að ein- hverju leyti unnin- I venjuleg- um vinnutíma, er hlutaðeigend- ur fengju fastakaup sitt fyrir. Ævintýralegt fyrirkomulag á launagreiðslum. Sérstaklega urðu miklar um- ræður um launakjör eins af Stutt skýring Vegna þeirra, sem ferðast landleiðina milli Norður- og Suðurlands í vetur, og vegna nokkurs misskilnings í sam- bahdi við lokun Hretðavátns- skála nú í janúar, vil ég taka þetta fram: Ég get alls ekki fallizt á, að sé mín sök, þó að nú sé erfitt um viðkomustaði norður í land. Skála minn reisti ég sem sumar- hús, af því ég vissi að ríkið ætl- aði að reisa kostnaðarsamt vetr- arhótel í Fornahvammi. En tveir veitingastaðir svona nær því hvor hjá öðrum, er ólíklegt að hefðu nokkuð verulegt- að gera að vetrinum. Hins vegar myndi ég mjög gjarna hafa reist skála nokkru vandaðri, sem vetrarbústað, hefði ég vitað, að ríkið legði ekki kapp á hótel- rekstur rétt hjá. Og gat ríkið þá sparað sér fáein hundruð þúsundir króna í niðurbrot og viðbyggingu í Fornahvammi. En „nýsköpun“ ríkisins verður auðvitað að ganga fyrir ein- staklingunum, sem engan ríkis- styrk þurfa! Einhvers staðar þarf að koma fyrir peningum ríkissjóðs, sem skafið er saman af skattþegnunum með flestum ráðum. En vegna tilmæla þeirra, sem sjá um mannflutninga milli Norður- og Suðurlands, gekk ég inn á í haust að hafa skála minn opinn fram að hátíðum. Þá myndi Fornihvammur að líkindum verða tilbúinn að taka á móti ferðamönnum. Þegar það varð ekki, frestaði ég lokun að miðjum janúar. En þá varð ég að loka, af því að ég og starfs- fólk mitt höfðum ráðstafað olpk- ur annars staðar meðan við héldum okkar ekki lengur þörf í skálanum. Þetta er því aðalástæðan til þess að Hreðavatnsskáli er nú lokaður, en önnur sú, að skál- inn er ekki verulegt vetrarhús, vegna áðurgreindra ástæðna. Vigfús Guðmundsson. forstööumönnum bæjarfyrir- tækjanna. Samkvæmt því, sem ráða má af bæjarreikningun- um, hafði hann fentflð grelddar nær 30 þúsund krónur umrætt ár, auk launa sinna. Skýrði borgarstjóri svo frá, er hann var knúinn til sagna um þetta, að starfsmaður þessi, er annars er hinn nýtasti maður, hefði í fyrsta lagi fastakaup sitt (það mun vera 14000 krónur á ári, auk verðlagsuppbótar), í öðru lagi persónulega launauppbót, 3000 krónur, og væri ekki ein- sýnt, hvort hann ætti að fá af því verðlagsuppbót, en heldur virtist þö borgarstjóri hallast að því, í þriðja lagi fé til risnu, 3000 krónur að viðbættri verð- lagsuppbót. Loks hefði svo ver- ið ákveðið, að hann fengi sér- stakan bíi til frjálsra afnota, en þar eð þetta hefði dregizt, hefði honum verið ætluð „upp- hæð til uppbótar". Ennfremur sagði borgarstjór- inn, að þessi maður hefði „haft viðskiptadálk hjá fyrirtæki sínu og tekijj. þar út umframlaun, en jafnað síðan við áramót.“ En það taldi hann starfsmann- inum til gildis, að hann „hefir þó neitjið allri aukavinnp hjá öðrum“ — hann hefði ekki þeg- ið slíkt „eins og margir aðrir fremstu starfsmenn bæjarins hafa gert.“ „Pelinn barnsins." Annað atriði í stjórn bæjar- ins, sem athygli vekur á þessu stigi málsins, eru innkaup bæjarins á ýmsu því, sem hann og stofnanir hans þurfa til sinna nota. Til er stofnun, sem nefnist Innkaupastofnun Reykjavíkur- bæjar. Mætti ætla, að hún væri Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboösmenn fyrir: Thomas Ths. Sahroe & Co. A/S Samband ísi. samvinnuf élaga (jatnla Bíó Fálkiim I San Francisco. (The Falcon in San Francisco). Amrísk sakamálamynd. Tom Conway, Rita Corday, Roberts Armstrong. Bönnuð yngri n 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. %Vr Síé (við Skúlaaötu) á stofn sett til þess að annast stór innkaup beint frá útlönd- um og létta þannig af bænum og borgurunum þeim óþarfa skatti, er þeir verða að bera, ef innkaup eru látin ganga í gegnum greipar heildsalastétt- arinnar eða annarra milliliða. En ekki virðist þetta vera til- gangurinn með stofnun þessari, því að enn kaupa bærinn og stofnailir hans vörur í stórum stíl frá heildsölum hér, og það að raunalausu, í stað þess að fá, þær beint frá útlöndum. Þannig voru til dæmis árlð 1945 keypt- ir jarðstrengir handa rafmagns- veitunni af heildsölum hér fyr- ir hundruð þúsunda. Hafa þau viðskipti ein vafalaust bakað bæjarfélaginu eigl svo líti.1 út- gjöld, njiðað við það, að fyrir- hyggja og vilji hefði verið fyr- ir um að kaupa- slíkt milliliða- laust hjá erlendum verksmiðj- um. Rausnarleg veizla. Ein greiðsla, sem er mjög táknræn fyrir stjórn Reykja- víkurbæjar, og fram fór á árinu 1945, má ekki falla í gleymsku. Svo stóð á, að á því ári voru 150 ár liðin frá því, að einokun Dana var aflétt hér og Reykja- vík öðiaðist kaupstaðarréttindi. Hélt bæjarstjórnin af því til- efni veizlu mikla að Hótel Borg. Vínið eitt, sem veitt var í þessari veizlu, kostaði á þriðja tug þúsunda. Útsvör tíu gildra borgará hafa runnið til þessara þörfu bæjarútgjalda. Dýr greiði. Spennistöðin fræga, sem hleypa varð niður í Vallarstræti vegna þess, að Sjálfstæðis- fiokkurinn þurfti að byggja samkomuhús sitt á þessum slóðum, kemur líka dálítið við sögu í þessum bæjarreikningi. Má þar sjá, að Almenna bygg- ingarfélaginu hafa verið greidd- ar 85 þú^’ind krónur fyrir þenn- an greiða við flokk meiri hlut- ans í bæjarstjórninni, en auk þess er upplýst, að þetta fyrir- tæki hefir kostað eitthvert lit- ilræði umfram þetta, því að ekki eru þarna taldir sementsreikn- ingar, er greiddir hafa verið Hallgrimi Benediktssyni & Co.. og ef tii vill er það eitthvað fleira. En til þess að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn af öllu álasi fyrir þessa greiðasemi, hefir hann verið látinn endurgreiða kr. 11.011,70 í sjóð rafmagns- Erlent yíirlit (Framhald af 1. siðu) ríkjum, þar sem yfirráð Norð- manna á Svalbarða voru viður- kennd. í samningunum var á- kveðið, að Norðmenn mættu ekki hafa þar herstöðvar né leyfa það öðrum ríkjum. Rúss- ar gerðust aðilar .að þessum samningi 1925. Það er þessi samningur, sem nú er deilt um, hvort sé enn í gildi. Eins og sést á landabréfinu, er Svalbarði allstór eyjaklasi, sem liggur milli 76.—80. breidd- argráðu. Flatarmál aðaleyjanna er um 64 þús. ferkm. Þær eru ailháar og nær jökull riiður í 600 m. hæö. Golfstraumurinn snertir aðeins vesturströndina og er því hlýrra þar en ella. Annars er veðrátta þar köld og umhleypingasöm og hafnir þar ekki ísalausar, nema á sumrin, Seinustu áratugina hafa verið unnin þar kol í stórum stíl og eru talin þar mikil kolalög. Fleiri verðmæti eru falin þar í jörðu. Ýmsir spá því, að Svalbarða- deilan muni eiga eftir að koma fyrir Öryggisráðið. Þá þykir og ekki ólíklegt, að Grænland geti einnig komizt þar á dagskrá, því að Bandaríkin hafa ekki enn viljað afhenda Dönum stöðvar þær, sem þeir settu þar upp á striðsárunum. veitunnar. Hitt mun almennum borgurum bæjarins ætlað að bera — eða kannske það hafi verið lagt á Sjálfstæðismenn eina? Miljónum varið í bragga- bústaði. Þá er frammistaðan í hús- næðismálunum. íbúðarbygging- um þeim, sem bærinn hefir þó lagt í að byggja, miðar ekkert áfram. Hús, sem samþykkt var að byggja fyrir tveimur árum, eru enn ófullgerð og langt þang- að til þau verða íbúðarhæf. Bæjaryfirvöldin hafa beinlínis trassað að inna af höndum þær skyldur, sem þeim voru á herðar lagðar með lögum frá alþingi og áttu að miða að því að út- rýma húsnæðisleysi og heilsu- spillandi íbúðum á skömmum tíma. ■ En í þess stað hefir miljónum króna af fé bæjarsjóðs verið fleygt í braggaibúðir, sem auð- vitað eru margar hverjar ekki Innheim tu- menn Tín íans Munið að senda greiðslu fyrir janúarlok. Frídagar skipasmiðsins. (Week-End Pass). Fyndín og fjörug gamanmynd. Aðalhlutverk: Noah Beery, Martha O’ Drlscoll, Delta Rhythm Boys, The Sportsmen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TjatHarbíó Glötuð helgi. (The Lost Weeknd) Stórfengleg mynd frá Para- mount um baráttu drykkju- manns. Ray Milland, Jane Wyman. Bönnuð yngri en 14 ára. Sýning kl. 3—5—7—9. Sala hefst kl. 11. Breiðfirðingamót verður í Breiðfirðingabúð laugardaginn 25. janúar næst- komandi og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7.30 sið- degis. — Aðgöngumiðar seldir í Breiðfirðingabúð kl. 6—8 næstk. föstudag og sunnudag. — Félagsmenn fá að- göngumiða fyrir )$ig og gesti gegn framvisun félagsskír- teinis 1947. Stjórn Breíðffrðingaféla^sins. TILKYNNING 'frá Bæjarsíma Reykjavíkur Einn eða fleiri efnilegir ungir menn með gagnfræða- menntun eða fullkomnari menntun, geta komizt að sem nemar við simavirkjun hjá Bæj/trsíma Reykjavíkur. Æski- legt er að umsækjendur hafi áður unnið við verkleg störf. Eiginhandar umsóknir sendist bæjarsímastjóranum í Reykjavík fyrir 24. janúar 1947. Orðsending til rafvirkja «« rafveitna frá rafmagns- eftirliti ríkisins Vegna skorts á vartöppum í landiriu, hefir raf- magnseftiriitið látið hefja viðgerðir á vartöppum að nýju og mun eftirleiðir afgreiða vartappapant- anir frá rafvirkjum og rafveitum, eftir þvi sem kostur er á. Jafnframt eru allir aðilar hvattir til að safna brunnum vartöppum og mun rafmagnseftirlit ríkisins kaupa þá, eins og síðar verður nánar til- kynnt. Rafmagnseftirlit ríkisins. fólki bjóðandi til langdvalar og allra sízt barnafólki, sem þó mun tiltöluiega mikið í þessum „íbúðum“. Öllu þessu fé er á glæ kast- að, því að braggarnir verða ó- nýtir á fáum árum, og fólkið verður aftur í sömu vandræðum og áður og stjórnarvöld bæjar- iris aftur andspænis sama vand- anum, nokkrum miljónum fá- tækari en fyrr. En fyrir þessu hafa bæjaryfirvöldin lokað aug- unum. Aðeins á þessu eina ári, árinu 1945, hefir nær 800 þú króna af sameiginlegum sjóf bæjarbúa verið varið í þess skyni, auk ails, sem einstakl ingarnir hafa svo orðið að leggj fram til þess, að þessir báru járnskumbaldar yrðu það, ser menn leyfa sér nú á tímum a kalla „íbúðarhæfir". Þetta dæmi hrópar eins o annað ráðlag íhaldsmeirihlut ans í bæjarstjórn Reykjavíkur Burt með þessa menn úr valda stólum Reykjavkurbæjar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.