Tíminn - 21.01.1947, Page 2
2
rniIVV þrigjwdaglim 21. janúar 1947
13. blað
Þriðjudayur 21. jjan.
Hversvegna hefir ekki
verið mynduð stjórn?
Þaö er komið nokkuð á fjórða
mánuð síðan ríkisstjórnin baðst
lausnar. Samt hefir ekki tekizt
að ná samkomulagi um nýja
ríkisstjórn. Þjóðin er að vonum
undrandi og hrygg í senn yfir
þessum seinagangi.
í viðræðum manna á milli
heyrist oft, að þetta sé þinginu
og flokkunum að kenna. Sökinni
er varpað á þessa aðila jafnt,
eins og þegar reynt er sakfella
heila þjóð fyrir ólánsverk, sem
nokkrir þegnar hennar hafi
unnið.
Slíkt er þó vitanlega fyllstu
rangindi.
í seinustu kosningum var að-
staðan þannig, að þrír flokkar
stóðu saman að ríkisstjórninni.
Þjóðin hafði alla ástæðu til að
ætla, að þessir flokkar myndu
standa saman til frambúðar og
fylgja svipaðri stjórnarstefnu
og þeir höfðu gert seinustu ár-
in. Mikill meirihluti þjóðarinn-
ar trúði málflutningi þeirra og
þeir gengu því með „sigurinn“
af hólmi.
Eftir kosningarnar varð sá at-
burður, að einn þessara flokka
skarst úr samstarfinu vegna
þess, að rofin vorú heit, sem
stjórnarformaðurinn hafði gef-
ið honum. Hinir tveir flokkarn-
ir, sem eftir voru, höfðu samt
nægan meirihluta til að standa
að stjóminjii áfram, enda virt-
ist það eðlilegt samkvæmt úr-
slitum kosninganna.
Það er á þessum flokkum,
sem bæði hafa þingmeirihlut-
ann og enginn ágreiningur hef-
ir virzt á milli, sem skyldan til
stjórnarmyndunar hefir hvílt.
Þannig hefir forseti íslands lit-
ið á málið. Þess vegna fól hann
Sjálfstæðisflokknum fyrst að
gera tilraun til stjórnarmynd-
unar og þar næst Alþýðuflokkn-
um.
Það skal líka viðurkennt, að
þessir flokkar hafa sýnt fulla
viðleitni til að koma upp nýrri
stjórn. Fyrstu þrjá mánuði
þingsins var unnið sleitulaust
að því að koma upp gömlu
stjórninni aftur. Skipun tólf-
mannanefndarinnar var aldrei
annað en yfirskynsástæða til að
draga athyglina frá þessari
lífgunartilraun. Þótt henni sé
formlega hætt í bili, er hún
samt enn í fullum gangi á bak
við tjöldin og hafa þar forgöngu
ýmsir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, er staðið hafa næst
flokksformanninum.
Þótt margir forustumenn
þessara flokka hafi haft góðan
hug á því að sameinast aftur,
hefir tilraun þessi ekki ennþá
borið annan árangur en þann,
að þriggja mánaða seta Alþing-
is hefir farið til einskis. Höfuð-
orsökin er sú, að fjárhags- og
atvinnumálin eru komin á það
stig, að erfitt er að blekkja
menn lengur með gullnum fyrir-
heitum og loftköstulum, eins og
gert hefir verið undanfarið. Nú
verður ekki lengur hægt að lofa
nýsköpuh, heldur verður jafn-
framt að afla fjár til hennar.
Það er ekki lengur unnt að
hækka fjárlögin, án nýrra stór-
felldra skatta. Það er ekki
lengur hægt að bruðla erlenda
gjaldeyrinum gegndarlaust, því
að hann er þegar uppétinn. Með
örþrifaráðstöfunum, eins og
skatti á væntanlegt verð ó-
veiddrar síldar, er kannske hægt
Landhelgi íslands
Matthías Þórðarson frá Mó-
um á Kjalarnesi sendi frá sér
lítið kver með nafninu „Þröngt
fyrir dyrum“, núna í haust.
Kverið er einar 32 blaðsíður í
litlu broti, en í því er mikill
fróðleikur, og sá fróðleikur varð-
ar íslenzku þjóðina mjög, enda
hefir Matthías valið ritgerðinni
þessi einkunnarorð:
Þetta snertir þig og mig,
þar á veltur framtíð landsins.
Þessi ritgerð er um laridhelg-
ismál íslendinga. Við vitum það,
að landhelgi okkar er 3 sjómílur,
— rólegur klukkustundargang-
ur myndi það vera nefnt á landi.
Okkur hefir eflaust þótt þetta
lítið svigrúm, en sennilega
margir haldið, að hér yrði engu
um þokað, því að hér væri um
alþjóðalög að eiga.
Það er og mála sannast, að
misjafnlega hefir okkur gengið
að verja þessa litlu landhelgi
fyrir ágangi skipa. Hafa bæði
• -
útlendir og innlendir togarar
traðkað á landhelgislögunum,
enda notið til þess hjálpar og
fyrirgreiðslu íslenzkra umboðs-
manna við veiðiþjófnað sinn.
Mega menn gjarnan muna, að
hinir svokölluðu Sjálfstæðis-
menn á íslandi. innan þings og
utan, reyndu í 8 ár að hlæja
það í hel, að girt væri fyrir
njósnarstarfsemi og hjálp við
veiðiþjófa og landhelgisbrjóta
innan lands og utan.
Þess er að gæta í sambandi
við . landhelgisgæzlu, að hún
verður litlu erfiðari, þó að land-
helgislínan færist út. Varðskip-
ið munar litlu um að bæta við
sig fjórðu, fimmtu og sjöttu míl-
unni út, þó að það geti alls ekki
varið landhelgina út af Vest-
fjörðum, t. d. þegar það er suð-
ur í Faxaflóa.
EVj eru þá nokkrar líkur til
þess, að hægt sé að færa land-
helgina út?
að kaupa sér örskamman gálga-
frest, en lengur verða örðug-
leikarnir, sem dýrtiðarstefnan
hefir skapað, ekki umflúnir.
Stjórnarmyndun er eðlilega erf-
ið undir slikum kringumstæð-
um, en mesti erfiðleikinn er
samt sá, ef einhverjir eða flest-
ir þeirra, sem vandrqeðin hafa
skapað og enn hafa völdin I sín-
um höndum, vilja ekki bregðast
við þeim með manndómi og
festu.
Það var fyrst fyrir rúmri
viku, er leitað var í alvöru til
Framsóknarflokksins um þátt-
töku í ríkisstjórn. Það var líka
eðlilegt, að flokkarnir, sem
„unnu“ kosningarnar s. 1. vor á
grundvelli dýrtíðarstefnunnar,
reyndu fyrst til þrautar að koma
sér saman. Hins vegar hefðu
þeir getað tekið til þess skemmri
tíma en þrjá mánuði af dýr-
mætum tíma þingsins. Fram-
sóknarflokkurinn brást strax
vel við, þegar til hans var leit-
að. Hann mun ekki skorast
undan ábyrgð óvinsælla við-
reisnarráðstafana og hann er
fús að teygja sig langt til sam-
komulags við gamla andstæð-
inga, ef hann telur það geta
orðið þjóðinni til hagsbóta. En
hann er sér þess líka fullkom-
lega meðvitandi, að sú skylda
hvílir þyngra á honum en hin-
um flokkunum, vegna fyrri bar-
áttú hans og loforða, að berjast
fyrir heilbrigðu fjármálalífi.
Þeirri skyldu mun hann ekki
bregðast fyrir nein stundarfríð-
indi. Harin mun aldrei binda
sig neinum þeim böndum, er
meina honum að berjast fyrir
þá stefnu.
Saga landhelginnar.
Matthías Þórðarson gerir
grein fyrir því, að lengi fram
eftir öldum töldu þjóðhöfðingj-
ar, að þeir ættu allan sjó milli
landa sinna, hversu breiður sem
væri. Síðar fóru að tíðkast samn-
ingar um landamerki í sjó, og
var þá viðurkennt, að úthöfin
væru almenningur.
Á einokunartímunum máttu
ensk skip stunda veiðar 4 dansk-
ar mílur eða 16 sjómílur undan
íslandsströndum, en alls ekki
nær landinu. En annarra þjóða
skip urðu að halda sig 6 dansk-
ar mílur frá landi við veiðiskap-
inn.
Landhelgin hefir því á þeim
tíma verið 24 sjómílur, þó að
Englendingar hefðu» sérsamn-
ing um að mega veiða nær
landi. Ekki varð hafið alþjóða-
eign við það.
Árið 1812 var gefinn út kon-
ungsúrskurður um það, að
landhelgin við ísland skyldi
vera ein míla dönsk. Bretar og
Frakkar risu þá upp til mót-
mæla, með þeim forsendum, að
ríki þau, sem lágu. að Norður-
sjó hefðu ákveðið landhelgi sína
3 sjómílur. Hafa þeir að sjálf-
sögðu viljað túlka hann svo, að
þar sem ísland væri danskt
land, ætti þar að gilda það, sem
Danir hefðu samið um sína
landhelgi.
Danir féllust ekki á þennan
skilning og var það fyrst 1872,
sem þeir féllust á sömu land-
helgistakmörk við ísland og þau,
sem giltu í Norðursjónum. Síð-
ast var svo um þessi mál sam-
ið árið 1901 og þá fram tekið,
að firðir og flóar, sem ekki
væru meira en 10 sjómílna
breiðir, skyldu teljast til land-
helginnar. Þetta var samning-
ur milli Dana annars vegar,
Englendinga og Frakka hins
vegar.
íslendingar fengu ekkert fyrir
þaff, sem þeir létu.
Nú er það fljótséð, að land-
helgin er ákveðin með samn-
ingum milli ríkja, en ekki með
alþjóðalögum. Þó er rétt að
taka það fram, að það eru al-
þjóðalög, að hvert ríki hafi á
hendi löggæzlu 3 sjómílur und-
an ströndum sínum, og er sú
landhelgi alþjóðleg. En um eign-
arrétt hafsins, — veiðiréttinn,
fer eftir því, sem um hefir sam-
izt. Þannig hafa t. d. Sóvétríkin
10 sjómílna landhelgi hjá sér,
Noregur og Svíþjóð 4, Portúgal
6 o. s. frv.
Það voru Danir, sem sömdu
um landhelgi íslands, en ekki
íslendingar. Hafi danska ríkið
fengið einhver fríðindi fyrir
þau, sem það afsalaði sér með
samningnum, eru það þó ekki
íríðindi fyrir íslendinga. Veiffi-
rétturinn í sjónum undan ís-
lándsströndum var af okkur
sáminn, án þess aff viff fengjum
nokkuff í móti. Frá íslenzka
sjónarmiði er hér því um nauð-
ungarsamninga að ræða, þar
sem' látin voru af hendi rétt-
indi, án þess að íslendingar
fengju nokkuð á móti, hvað
sem vera kann um Dani.
Þess ber líka að minnast í
þessu sambandi, að íslending-
ar höfðu margsinnis beðið
stjórnina dönsku að semja um
að landhelgin yrði fastákveðin,
svo langt frá landi, sem frek-
ast væri unnt. Ennfremur, að
Breiðifjörður og Faxaflói yrðu
alveg lokaðir fyrir veiðum út-
lendinga.
Það liggur því ljóst fyrir hvað
íslendingar vildu sjálfir í þessu
máli.
En þeirra vilji var hér einkis
virtur.
Þá má ennfremur á það líta,
að þessir samningar eru gerðir,
þegar enga óraði fyrir jafn stór-
virkum veiðitækjum og nú eru
notujS og hafa verið um hríð,
en það gerir viðhorfið auðvitað
allt annað.
Hvaff á aff gera?
Flestum mun finnast, þegar
þetta mál er rakið og athugað,
að það sé sanngirniskrafa, að
landhelgin verði rýmkuð að
mun. Hitt er annað mál, að ekki
er hægt að sjá, að svona mál
verði leyst, nema með samningi
og samkomulagi. En alltaf er
(Framhald á 4. síöu)
Tvær bækur
Kristján Bender: Lifend-
ur og dauffir. Smásögur.
ísafoldarprentsmiðja. —
Stærð: 145 bls., 19X12
sm. Verð: 12.50 ób.
' Um Kristján Bender veit ég
það helzt, að hann er ungur
maður austan af fjörðum,
danskur í föðurætt, og dvelur
nú erlendis.
' í þessu kveri Kristjáns eru 10
{smásögur. Maðurinn segir vel
frá, ræður yfir glettinni kímni-
1 gáfu og leikur sér af ærnum
hagleik með orð og orðasam-
bönd. Raunar finnst mér nóg
um það, þegar hann kallar sög-
una um grenjaskytturnar Gren-
lægjur, því að ég hélt nú að
grenlægja værj eiginlega sijf
tófa, sem ætti sér greni, en
sleppum því. Hitt er meira vert,
að Kristján er fyndinn og gam-
ansamur i frásögn.
Söguefnin eru með ýmsu móti.
Þau eru sum smá, en annars
staðar er tekið á örlagaríkustu
atriðum mannlegs lífs. Mér virð-
ist höfundurinn þekkja alþýðu-
fólkið og skilja mannlegt eðli.
Og hann horfir á það með sam-
úð og góðgirni. Hann gleðst við
það, sem er spaugilegt, hvort
sem það er spaugilega hátíðlegt,
spaugilega sjálfbyrgingslegt eða
spaugilega óframfærið.
En Kristján Bender veit það
vel, að lífið er alvarlegt, og það
eru alvarlegar tilfinningar, sem
gefa því gildi,- Það býr alls stað-
ar undir frásögn hans. Hann
veit um gildi hinna gömlu, góðu
dyggða, sem aldrei fyrnast, og
kann að segja um þær sögur,
svo að okkur gangi til hjarta
og verði minnisstætt. En hann
greinir á milli kjarna og hism-
is, dyggða og venja.
Ég hygg, að þessi litla bók
Kristjáns Benders sé óvenju-
lega góð byrjendabók. Og mér
finnst gott til þes að hyggja, að
eiga von á fleiri sögum frá hon-
um. Haldi hann áfram svo sem
horfir, mun hann eflaust segja
okkur sögur, sem bæði er gam-
an og gott að hlýða. H. Kr.
Guðrún frá Lundi: Dala-
líf. I. Æskuleikir og ástir.
ísafoldarprentsmiðja. —
Stærð: 236 bls., 21X15
sm. Verð: kr. 20.00 ób.,
30.00 innb.
Þetta er upphaf íslenzkrar
skáldsögu og okkur er sagt í
auglýsingum, að höfundurinn
sé kona norður í Skagafirði. Geri
ég ráð fyrir, að mönnum sé
engu síður forvitni að vita skil
á sögunni eftir að þeir heyra
það en áður.
í auglýsingu á hlífðarkápu
bókarinnar segir að „einn af á-
gætustu menntamönnum okk-
ar, sem lengi hefir fengizt við
bókmenntastörf", hafi lesið
nokkurn hluta bókarinnar og
tekið svo til orða: „Það er langt
tilþrif.“
skáldsögu af íslenzku bergi
brotna. Þar fylgjast að heilbrigð
hugsun, fagurt mál og skáldleg
tilþrif."
Mér finnst þetta mjög of-
mælt og er þetta eitt af mörgu,
sem kennir mönnum að taka
lítið mark á auglýsingum. Þó tel
ég söguna fyllilega standa jafn-
fætis mörgu því, sem þýtt hef-
ir verið undanfarið og selzt vel.
Efni það, sem tekið er hér til
meðferðar, er merkilegt, en það
er í fáum orðum, að sveitar-
höfðinginn kvænist prestsdótt-
ur, afbragðs konu, sem verður
honum ofjarl með hæglátri og
blíðri frekju, svo að hann er
lengstum eins og mús undir
fjalaketti og má sín einskis.
Lísibet húsfreyja elur svo einka-
son þeirra upp í t'aumlausu
eftirlæti og dálæti, enda verð-
ur hann bæði kvennamaður og
drykkj umaður, sem iætur sér
allt heimilt, nema ef vera skyldi
að óhlýðnast móður sinni, og
hana lætur hann kjósa sér
tengdadóttur.
Þetta er mikið viðfangsefni og
erfitt, enda ekki gerð þau skil,
sem æskilegt væri. Persónu-
lýsingar mættu vera gleggri, og
er hit.t þó lakara, að höfundur
sýnir lesandanum oft ekki í hug
þeirra, en lætur honum duga
orðróm og kviksögur, sem ganga
um sveitina. Við því er ekkert
að segja að vissu leyti, og ekkert
hversdagslegra og sannara en
að mæta slúðri og slefburði um
kunningja og vini, án þess a$
vita sönnur á málinu. En góð-
(Framhald á 4. síOu)
Sigurður Jóiissoii frá Briín:
Horfnir góðkestar
Það er ljótt að þakka ekki
fyrir góðar gjafir, þess vegna
4»
vil ég.sýna lit á að þakka As-
geiri Jónssyni frá Gottorp fyrir
bókina hans, Horfnir góðhestar.
Nú eru þeir margir hverjir því
betur ekki horfnir lengur.
En það er nú svo, að þótt Ás-
geir muni standa hverjum
manni öðrum framar um þekk-
ingu á frægum hrossum fyrr og
síðar í þessum tveim sýslum,
sem hann hefir tekið fyrir í bók
sinni, þá 'er þar þó hesta getið,
sem hann hefir aldrei haft ná-
kunnugra mánna sögusögn um,
hvað þá eigin sjón af, svo sem
mæðginanna Snælda og Snúðs.
Mér er lítt skiljanlegt hvaðan
maðurinn hefir fengið lýsingu
af þeim jafngóða þó og þessi
er, þótt gleymst hafi sögumanni
hans að geta byggingargalla,
sem Snælda mín vissulega hafði
og Theódór Arnbjörnsson lét
fella hana frá fyrstu verðlaun-
um. Hryssan var lendbrött um
of. Sömuleiðis þarfnast þætt-
irnir um Eldjárnsstaðahrossin
þess viðauka, að nefnt sé að
Rauðka var móðir Blesa og
minningu föður míns til afböt-
unar verð ég að upplýsa það, að
hann átti Blesa aldrei, heldur
móðir hans, og galt klárinn
þess. Annars hefði hann aldrei
verið seldur.
Um komu Eldjárnsstaða-
Rauðku til míns fólks er þetta
vitað með sanni. Sigurður er
maður nefndur Magnússon, tal-
inn í mín eyru yfirburða reið-
maður. Hann seldi afa mínum
þá rauðu á 25 spesíur.
Sigurð þennan sá ég einu
sinni fjörgamlan og karlægan á
heimili sonar síns Magnúsar
bónda í Tungunesi að Ásum.
Það mun hafa verið 1911.
Eftir því gætu ættfróðari
menn, eða þeir, sem aðgang
hefðu að kirkjubókum, fundið
líkindi fyrir hvorri sýslunni ætti
að þakka tamningu og þroska
þessarar ættmóður.
Þetta er ekki tekið fram til
að minnka verðleika Ásgeirs
heldur til þess eins að festa í
riti það sem ég veit, en hann
gat ekki vitað sökum fjarlægð-
ar í tíma og rúmi.
En hvernig er nú bók þessi til
orðin? Ég veit það ekki en litla
sögu vil ég þó segja, sem gæti
kannske brugðið agnarskímu
yfir verklagið.
Sumarið 1945 frétti ég ættar-
lýsingu Rútsstaða-Jarps hafða
eftir Ásgeiri og þá öðru vísi en
ég taldi föður minn og fleiri
hafa borið mér hana.
Ég fór því á fund Ásgeirs og
sagði honum öll þau munn-
mæli, sem ég hafði heyrt um
þetta efni og bar þeim saman
um ætt föðursins en ekki ein-
stakling. Ásgeir þvertók fyrir að
hafa mínar sögusagnir að
nokkru. Hann hefir kannske
haft hugmynd um að ég ætti
slitring af afkomendum þeirrar
ættar, sem ég hélt þar fram til
verksins, og gat séð að ég myndi
vera yngri maður- en svo að ég
hefði þar sjálfur haft gát á, mat
því meira sögu eldri manns,
sem fæddur var á næsta bæ við
þann jarpa, þótt síðan hefði
hann dvalið langdvölum í öðr-
um sýslum, landshlutum og
löndum, svo hann gat eðlilega
verið farið að misminna. Hann
var þó alltaf óhlutdrægur.
Svo leið fram á vetur. Dr.
Broddi Jóhannesson las þáttinn
um Rútsstaða-Jarp. Þar kom
ætt hans rakin eins og mér
þótti rétt vera.
Hvað hafði nú gerzt? Ég veit
það ekki, en tvennt er líklegast:
Á tímabilinu hafði flutt í ná-
grenni Ásgeirs maður þaulkunn-
ugur hestinum, minnugur og
hirðusamur um slíkan fróðleik,
nógu gamall og nákominn til
að vita rétt og hafði enga til-
hneigingu til að falsa, og kunn-
ur Ásgeiri að góðu, Gísli Jóns-
son frá Stóradal. Einnig gat
höfundur hafa leitað til sonar
eiganda Jarps: Jóhanns Guð-
mundssonar í Holti í Svínadal,
mágs síns og merks og skepnu-
fróðs bónda.
Ef þetta væri „saga um sög-
ur“ Snorra Sturlusonar hefðu
rýnendur, vænti ég, talið þetta
vísindamannslega heimilda-
gagnrýni og Snorra (hér Ás-
geiri) til sóma.
Sá, sem gat hagnazt á sög-
unni var einskis verður sem
heimildarmaður, hinn, sem gat
vitað rétt og hafði engan hag
af skreytni var takandi trúan-
legur, enda bentu yfirburðir
hestsins yfir allgóða móður
mjög á sterkustu afreka ætt-
ina, sem þar var í héraði.
Þannig er þá bók Ásgeirs,
þrælunnið verk og trútt um
flesta hluti, verk, sem enginn
annar en hann hefði getað
unnið, og meira og minna gall-
að brotasilfur, þar spm hann
hefir orðið að fara eftir einum
heimildarmanni og honum oft-
ast sér minnisverri, sljóskyggn-
ari og áhugaminni um að hafa
það, sem sannara reynist.