Tíminn - 23.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1947, Blaðsíða 2
2 TlMircrc, flmmtudagiim 23. jamiar 1947 15. blatf Fimmtudayur 23. jan. Aðgerðaleysi í fisk- sölumálunum Þegar frv. um ábyrgð á báta- fiskinum lá fyrir Alþingi, lét forsæti^ráðherrann mjög af því, að horfur væru hinar glæsi- legustu í fisksölumálunum. Bæði Bretar og Rússar myndu vera fúsir til að kaupa fisk af íslend- ingum fyrir hagstætt verð. Þessi góðu tíðindi áttu drjúg- an þátt í því, að þingmenn voru fúsari til að samþykkja fisk- ábyrgðina en ella. Hefðu þessi tíðindi ekki komið við sögu, er ekki ólklegt, að þingmenn hefðu heldur kosið að grípa til ann- arra ráðstafana. Síðan forsætisráðherrann birti þessar fréttir sínar hefir ekkert verið gert í fisksölumál- unum, svo að kunnugt sé. Sendinefndir hafa hvorki verið sendar til Bretlands né Rúss- lands og ekki er kunnugt um, að unnið sé að samningum við þessar þjóðir. Heyrzt hefir, að ríkisstjórnin afsaki þetta með því, að hún vilji ekki senda samningamenn utan meðan beðið sé eftir nýrri ríkisstjórn. Slíkt er engin afsökpn. Skipun slíkrar nefndar á ekki að vera pólitísk ráðstöfun, heldur á eingöngu að miða við það, að hinir hæfustu menn ráðist til fararinnar. Þessi furðulegi dráttur á samningum við Breta og Rússa um fisksölumálin, gefur fullt tilefni til að álykta, að hinar góðu fréttir, sem forsætisráð- herrann birti í seinasta mánuði um fisksölumálin, hafi frekar byggzt á bjartsýni en stað- reyndum, svo að ekki sé meira sagt.'- En hvað, sem því líður, er það óhjákvæmileg nauðsyn, að ekki sé lengur setið auðum höndum í þessum málum, held- ur tafarlaust hafizt handa um fisksamningana. Aðgerðaleysið i þessum málum getur þegar verið orðið nógu dýrt, þótt ekki sé lengur haldið áfram á þeirri braut. Það er óglæsileg stað- reynd, að ekki skuli hafa verið seldur einn uggi, þegar nær mánuður er liðinn af vertíðinni og sum frystihúsin eru í þann veginn að fyllast. Vísitalan hækkar Þegar frv. um fiskábyrgðina var til meðferðar á Alþingi, var lögð á það mikil áherzla af út- vegsmönnum, að sú ráðstöfun kæmi þeim ekki að neinu gagni, ef ekki yrði jafnhliða haft taumhald á dýrtíðinni. Annars gæti aukin dýrtíð etið verð- hækkunina upp og meira til. Framsóknarmenn beittu sér líka mjög eindregið fyrir því, að sett yrði ákvæði inn í frv. um stöðvun dýrtíðarinnar, og jafn- framt yrði ríkisstjórninni falið að undirbúa tillögur um ör- uggari framtíðarráðstafanir. Þetta felldu stjórnarflokkarnir, en samþykktu hins vegar tillögu um hefndarskipun, er ekki var meint ahnað með en að eyða málinu. Reynslan sýnir nú, að fyllsta nauðsyn hefði verið á því að samþykkja tillögur Framsókn- arflokksins. Dýrtíðarvísitalan hækkar óhindrað. Hún hækk- aði um 4 stig í þessum mánuði. Hún mun hækka um 4—5 stig í næsta mánuði, ef Aðalsteinn Kristinsson framkvæmdastjóri í dag verður Aðalsteinn Krist- insson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri S.Í.S., lagður til hinztu hvíldar. Hann andaðist af hjartabilun að heimili sínu hér í bænum hinn 13. þ. m. eins og fyrri hefir verið frásagt og öllum er kunnugt. Aðalsteinn var fæddur að Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði 4. oktðber 1885. Foreldrar hans voru hjónin þar, Kristinn Ket- ilsson bóndi og Salóme Hólm- fríður Pálsdóttir. Aðalsteinn var, eins og alþjóð veit, albróðir þeirra Hallgríms og Sigurðar forstjóra og sr. Jakobs, fyrrum skólastjóra og fræðslumálastjóra. Er það fá- títt, að fjórir bræður verði svo þjóðkunnir mætismenn. Aðalsteinn stundaði nám við gagjjfræðaskólann á Akureyri veturinn 1904—5. Næsta vetur var hann nemandi búnaðarskól- ans á Hólum. Alla ævi var Aðalsteinn léttur í spori, snar í hreyfingum og stæltur. Hann var líka íþrótta- maður góður á æskuárum. Var hann glímumaður ágætur, mjúkur og lipur og hinn drengi- legasti. í árslok 1909 réðst hann til utanfarar með Jóhannesi Jósefssyni. Þriðji maður í fé- lagsskap þeirra var Pétur Sig- fússon, síðar kaupfélagsstjóri. Fóru þeir til meginlands Evrópu og ferðuðust um Þýzkaland, Austurriki, Sviss og Belgíu í 11 mánuði og sýndu íslenzka glímu. Þá sneri Pétur heim til íslahds, en þeir Jóhannes og Aðalsteinn fóru til Rússlands og höfðu sýn- ingar þar. Kom Aðalsteinn heim sumarið 1911. Eftir heimkomuna var Aðal- steinn starfsmaður við Kaupfé- lag Eyfirðinga, en Hallgrímur bróðir hans veitti því þá for- stöðu. Hafði Aðalsteinn unnið þar áður og hélt því áfram um skeið. En litlu síðar, árið 1914, varð sú breyting á ráði hans, að hann tók að sér forstöðu fyr- ir útibú Nathans & Olsens á Akureyri. Það var heildverzl- un, umboðsverzlun, eins og þá tíðkaðist, þar sem ýmisleg sýn- ishorn frá erlendum heildverzl- unum voru til sýnis, og vörur þær síðan pantaðar fyrir þá, sem óskuðu. S.Í.S. var þá lítt farið að annast innkaup fyrir sambandsfélög sín og var góð sambúð kaupfélagsskaparins og Nathans & Olsens öll þau ár, sem Aðalsteinn stóð fyrir úti- búinu á Akureyri. Árið 1920 var starfsemi S.Í.S. mjög í mótun og örum vexti undir stjórn Hallgríms Krist- inssonar. Voru þá heildsöluvið- skipti kaupfélaganna óðum að færast til þess. Þá hvarf Aðal- steinn Kristinsson frá verzlun- arstörfunum á Akureyri og skipaði sér þar í sveit, sem nú var mest þörfin í þjónustu sambandsins. Vann hann fyrst ekkert verður aðgert. Þessar hækkanir munu svo kalla fram nýjar vísitöluhækkahtr næstu mánuði. Gróði útgerðarinnar af hækkun fiskverðsins mun verða orðinn lítill um næstu áramót, ef þessu heldur áfram. Og hvað verður þá um aðra at- vinnuvegi? Og hverjar verða þá framtiðarhorfurnar um næstu áramót? Fer þjóðin nú ekki að sjá, hvert aðgerðaleysið og stefnu- leysið, sem hefir einkennt stjórnarflokkana í þessum mál- um, muni leiða hana? Vegna jarðarfarar íyrrvoramli frainkvæmclastjóra vors AÐALSTEINS KRISTINSSONAR veróur skrlfstofnm vorum, vöruaf- greiðsluni og sölubiíð LOKAÐ kl. 12 á liádegi í daj*'. Samband ísl. samvinnufelaga í stað' á skrifstofum þess í Reykjavík og Kaupmannahöfn. En þegar föst deildaskipting var ákveðin í sambandinu 1921 var Aðalsteinn Kristinsson ráðinn framkvæmdastjóri innflutn- ingsdeildar. Því starfi gegndi hann upp frá því til ársloka 1945, að hann lét af störfum hjá sambandinu um leið og Sigurð- ur bróðir hans. Það voru viðsjálir tímar í fjár- málum, óvissir og erfiðir, þegar Aðalsteinn Kristinsson hóf störf sín hjá sambandinu. Harðinda- veturinn 1919—20 og einkum verðfallið þá á eftir olli því, að mörg sambandsfélögin urðu skuldug. Það var ekkert sér- stakt um samvinnufélögin. Skjótfenginn stríðsgróði hafði gert þjóðina andvaralausa og forsjárlitla og teygt hana til að lifa um efni fram. Þegar hol- skefla verðfallsins reið svo yfir varð mörgum erfitt að láta fyr- irtæki sín bera sig. Fjöldi gjald- þrotanna var mikill og allur at- vinnurekstur skuldum kafinn vegna verðbólgunnar innan- lands. Þeir, sem stýröu sambandinu urðu fyrst og fremst að beita sér að því, að koma samtökun- um yfir þessa örðugleika, enda brást samvinnumönnum íslands ekki forystan í því efni. Vandanum var mætt af mik- illi gætni og ábyrgðartilfinn- ingu, Hallgrímur Kristinsson hvatti menn til að spara kaup á erlendum vörum, svo að fjár- hagur þjóðarinnar færi ekki í kaldakol. Hann óskaði þess „innilega, að samvinnumennirn- ir riði á vaðið, sýni, að hjá þéim sé mest um vitsmuni og sjálfstæðisþrótt, skapgerð, sem harðnar og stækkar þegar vanda ber að höndum.“ Á þeim grundvelli var starf- semin mótuð. Og þegar Hall- grímur féll frá í ársbyrjun 1923 tók Sigurður bróðir hans við starfi hans og hélt því áfram í sama ánda. Það má nærri geta, að það hefir verið allt annað en létt verk eða skemmtilegt, að standa fyrir innkaupum sambandsins á þessum árum. Samvinnu- mennirnir áttu mikið í húfi, að vel væri á málum þeirra haldið á því sviöi. Afkomuskilyrðin voru ekki betri en það, að ekk- ert mátti út af bera. Þeir máttu ekki við öðru, en innkaupin væru þannig gerð fyrir þá, að þeir fengju sem mest af sem beztum vörum fyrir litlar fjár- hæðir, sem þeir áttu ráð á. Inn- kaup S.Í.S. var ekki hægt að auka eins og þá áraði, því að hugsa varð um hag almennings, fremur en hvað hægt kynni að vera að selja. Það varð hlut- verk Aðalsteins að útvega verzl- unum samvinnumanna sem beztar og heppilegastar vörur, þegar mjög varð að takmarka innkaupin. S.Í.S. var annað og meira en heildsala kaupfélaganna. Það var jafnframt fjárhagsleg for- sjón samvinnumannanna, að vissu leyti. Sparsemi, hagsýni, þrautseigja og þegnleg sjálfsaf- neitun' voru þær dyggðir, sem þar var byggt á. Framkvæmdastjórn innflutn- ingsdeildar S.Í.S. er yfirgrips- mikið starf. Sum árin hafa ver- ið höfð viðskipti við 14 þjóð- lönd, og þó að þetta starf grein- ist nú nokkuð, með vaxandi við- skiptum, var það lengi vel starf Aðalsteins Kristinssonar að sjá um þá verzlun alla. Aðalsteinn Kristinsson kvænt- ist árið 1916 Láru Pálmadóttur bónda á Æsustöðum í Eyjafirði og síðar trésmíðameistafa á Akureyri, Jónssonar. Eiga þau tvær dætur uppkomnar. Auk sinna yfirgripsmiklu starfa hjá S.Í.S. vann Aðal- steinn þó að fleiri málum. Hann * var lengi í stjórn Sjóvátrygg- ingarfélags íslands og stjórn ríkisspítalanna. í miðstjórn Framsóknarflokksins sat hann lengstum og jafnframt í blað- stjórn Tímans. Aðalsteinn Kristinsson var glaðvær maður í viðmóti. Hann var lipurmenni í umgengni sam- vizkusamur starfsmaður og vildi hvers manns vandræði leysa. Kaupfélagsstjórarnir, sem áttu erindi við hann undir mis- jafnlega léttum kringumstæð- um, hittu fyrir sér alúðlegan mann, sem vildi leggja sig fram til að greiða úr málum þeirra. Aðrir kunna sögur af því, að hann hafði gaman af að gera mönnum greiða og leggja þeim lið ef hann mátti. Hann var góðmenni, hjálpfús og greið- vikinn. Aðalsteinn Kristinsson var gæfusamur maður. Hann vann í fullan aldarfjórðung með bræðrum sínum að því, að gera kaupfélagsskapinn í landinu fjárhagslega öruggan og sterk- an, svo að hann gæti verið brjóst og skjöldur þess fólks, sem skipar sér undir merki hans, — vörn gegn skorti og ör- birgð, trygging jafnrar þróunar og stöðugra framfara til vel- megunar og menningar. í meira en 20 ár var hann náinn starfs- maður Sigurðar'bróður síns í þessari sjálfstæðisbaráttu ís- lenzkrar alþýðu. Með þeim bræðrum var frændsemi góð, svo sem frekast getur orðið. Aðalsteinn Kristinsson mun varla hafa kosið sér annað hlut- skipti frekar en að verða góður liðsmaður þeirrar þróunar við hlið bróður síns. Er árin færð- ust yfir og heilsan var tekin að bila lét hann af störfum með sæmd. Með mikilli gleði máttu þeir líta yfir farinn veg, sem lengst- um höfðu stýrt málum sam- vinnuhreyfingarinnar á íslandi. Ólíkt er hún betur búin undir að mæta erfiðleikum þeim, sem á eftir fara þessári styrjöld en hinni fyrri, og jafnframt að verða þjóð sinni það, sem beztu menn hefir dreymt um og lifað fyrir. Víst hefðu þeir, sem þar hafa helzt að unnið, mátt taka sér i munn hin fornu orð: Guð hefir látið ferð mína heppnast. I»óreoiiíi Ma^nÚMlóUir, rithöf.: Þegnar andans á rökstólum 2. Geslir of*' heimamciin. Framhald. Létt högg var slegið á her- bergishurð mína og sagt fyrir utan: „Klukkan er átta.“ Ég reis úr rekkju og fann enn fegri leið en daginn áður heim að Vár gárd, þar sem morgunverð- urinn var framreiddur. En rit- höfundar eiga það flestir sam- merkt að heyja erfiða og oft vonlitla barátu við andvökuna örgu og eru þvi þreyttir að morgni og fæstir árrisulir. Þó munu flestir hafa lokið morgun- verði í tæka tíð, en umræður áttu að hefjast klukkan tíu. Sigurd Christiansen var einn þeirra síðbúnu, en við röbbuð- um þó saman stundarkorn. Þeg- ar ég var gestur heima hjá hon- um fyrir tíu árum,- var Edith, einkadóttir hans, í efsta bekk menntaskólans og sagði mér, að hún væri að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að taka fyr- ir þýzku- eða frönskunám að loknu stúdentsprófi. Ég minnt- ist á þetta við Ch'ristiansen. „Hvort valdi Edith?“ „Frönskuna, sem betur fór,“ svaraði hann. Nú er Edith gift listamanni og búin að gera hinn unglega föður sinn að afa. Ég hafði fengið heim til ís- lands skáldsögurnar, sem Christiansen hafði skrifað á her- námsárunum. „En hvað er það allra hýjasta?" „Leikrit, sem verður leikið í vetur.“ Ég spurði hann, hvort hann væri ekki búinn að breyta lit á húsinu sínu, því að nú mundu allir hafa vanizt þeim lit og jafnvel tekið hann til eftir- breytni, svo æskilegur, sem hann þótti í fyrstu. Christiansen brosti við. „Nei, það. er alltaf sami lit- urinn og ég valdi hann ekki til að æsa fólk eða vekja athygli, heldur vegna þess, að mér þótti hann fallegur.“ Hús Christiansens stendur í skógivaxinni hlið með útsýni yfir Drammenselfi og bæinn, sem breiðir úr sér á báðum bökkum hennar. Christiansen lét byggja þetta hús, þegar hann hafði hlotið 1. verölaun í mik- illi skáldsagna samkeppni. — Hann hefir sagt mér, að það hafi ekki verið ætlun hans að taka þátt í þessari keppni, en svo var frestur til að skila hand- ritum framlengdur um þrjá mánuði og þá skrifaði hann á hóteli í Berlín skáldsöguna, „Tveir lífs og einn liðinn“, sem lagði grundvöllinn aö efnalegri velmegun hans. Glæsileg kona í látlaúsum, brúnuní kjól, heilsaði mér og nefndi nafn sitt, Halldís Moren Vesaas, hún var dóttir norska rithöfundarins Sven Moren, en gift Tarjei Vesaas, sem einnig var á mótinu. Þau voru einu hjónin þar. Hún er ljóðskáld, hann skáldsagnahöfundur, og síðustu bækur beggja innblásn- ar af frelsisbaráttu Norðmanna. Þau eru höfðingleg og ham- ingjusöm. Hann minnir á ís- lenzkan bónda, veðurbitinn, þéttur á velli og þéttur í lund, fötin hans hefðu vel getað verið úr Gefjunardúk. Það sópaði að Norðmönnun- um, hvort sem þeir fóru i flokk- um eða gáfu áig einn og einn á tal við granna sína. Þeir höfðu þá sérstöðu á mótinu, að mál þeirra (þ. e. a. s. ríkisnorskan),

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.