Tíminn - 29.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: { ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON > ÚTGEFANDI: j FRAMSÓKNARPLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 ' PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. i S RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Lindargötu 9 A | Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A ' Siml 2323 31. árg. Reykjavík, miðv.ctaginn 29. janúar 1947 ERLENT YFIRLIT: Nýja stjórnin í Grikklandi Júgóslavar viljja ná Makedoníu af Grikkjjum. í síðastl. viku kom ný stjórn til valda í Grikklandi. Stjórn Tsaldaris, sem var eingöngu skipuð konungssinhum, var orðin svo illa þokk'uð, bæði heima og erlendis,*-að henni var ekki vært lengur. Tsaldaris hafði reynt að mynda nýja stjórn á breiðara grundvelli, en allir hinna frjálslyndari flokka neituðu að vera í stjórn undir forustu hans. Það er flokksbröðir hans, Maximos, sem er formaður hinnar nýju stjórnar, en hún er studd af öll- um flokkum, nema kommúnistum og broti úr frjálslynda flokkn- um. Varaforsætisráðherra er Venezilos, foringi frjálslynda flokks- ins, og innanríkisráðherra er Papandreu, formaður jafnaðar- mannaflokksins. Kastrup-flugslysið óupplýst enn Ennþá er ekkert uppvíst um orsök hins mikla flugslyss, sem .varð á Kastrupflugvell- inum hjá Kaupmannahöfn síðastl. sunnudág, er hollenzk Dakota-flugvél hrapaði til jarðar og allir, sem með henni voru, fórust. Meðal þeirra var Gústaf Adólf, elzti sonur sænska krónprinsins. Slys þetta var rétt eftir að 'f lugvélin hafði hafið sig til flugs. Þegar hún var komin í h. u. b. 150 feta hæð, varð hún alelda og hrapaði jafnskjótt til jarð- ar. Farþegarnir og áhöfnin munu hafa látið lífið sam- stundis, í flugvélinni voru 'l6 farþegar og 6 manna áhöfn. Tveir af farþegunum voru heimskunnir, Gústaf Adólf prins og Grace Moore söngkona, Gústaf Adólf var elzti sonur sænska krónprinsins og hefði erft konungdóminn eftir föðjar sinn, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Hann var fli Mikið öngþveiti hefir verið ríkjandi i stjórnmálum Grikk- lands síðan hernámi Þjóðverja lauk. Það hófst næstum strax með því, að EAM-samtökin, sem eru undir forustu kommún- ista, gerðu tilraun til byltingar, sem var kveðin niður með að- stoð brezka hersins. Byltingar- tilraunin var gerð meðan kom- múnistar sátu í samsteypustjórn og hafa margir talið það tákn- rænt um heilindi þeirra. Vegna þessara átaka þurfti að fresta þingkosningum lengur en upp- haflega var ætlað, og síðan fengu kommúnistar þeim frest- að nokkrum sinnum.með því að neita að taka þátt í þeim. Að lokum þótti ekki fært að fresta kosningum lengur, þótt korn- múnistar neituðu þátttöku. Úr- slit kosninganna urðu þau, að konungssinnar (þ. e. hægri menn) {engu verulegan meiri- hluta, þar sem kommúnistar og fylgismenn þeirra sátu heima. Konungssinnar mynduðu síðan stjórn undir forustu Tsaldaris og var það eitt fyrsta verk hennar að láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um það, hvort Grikkir hefðu konung eða forseta. Þetta hefir jafnan ver- ið eitt heitasta deilumál 19. blað Verður landhelgin rýmkuð á næstu árúm? EIN, SEM HRAPAÐ HEFIR rúmlega fertugur að aldri og Grikkja; og nöfðu Bretar því hafði getið sér frægðarorð fyrir fengið Georg Grikkjakonung til íþróttamennsku sína, t. d. hefir i að fresta neimfor sinni. At. lnul" ;'; n VI,J" í0^3"1; í kvæðagreiðslunni lauk með sigri °81 konungssinna og kom Georg sænska skátasambandsins sænska íþróttasambandsins. (Framhald á 4. siðu) ERLENDAR FRÉTTIR Egypzka stjórnin hefir hætt samningum við brezku stjórn- ina um endurskoðun samnings- ins frá 1936 og kveðst ætla að skjóta málinu til Sameinuðu þjóðanna. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, hefir skorað á Breta að sleppa aftur úr haldi Múham- eðstrúarmönnum, sem hafa ver- ið fangelsaðir í óeirðunum sein- ustu daga. Alþjóðanefnd, sem hefir rann- sakað leynistarfsemi nazista í Þýzkalandi, telur hana færast í aukana og eiga vaxandi fylgi að fagna. Franska stjórnin hefir lagt til, að Þýzkaland verði gert að sam- bandi smáríkja, Ruhr og Rínar- lönd verði sett undir alþjóða- stjórn og Saar lagt undir Frakkland. Stalin hefir lýst sig ósam- þykkan þeim ummælum stjórn- arblaðsins Pravda, að Bretar teldu brezk-rússneska vináttu- samninginn fallinn úr gildi, en blaðið þóttist skilja tiltekin um- mæli Bevins á þá leið. Stalin hefir tekið þetta fram í mjög vinsamlegri orðsendingu til Be- vins. Kommúnistaflokkurinn verið bannaður í Burma. hefir ðH«rmann Jónasson og Skúli Guðniundsson flytja þiiigsályktunar-tillögu um uppsögn hins dansk-hrezka samnings irá 1901 um land- helgina. Landhelgismálið hefir dálítið verið á dagskrá síðustu vikurn- ar, en þó vonum minna, þegar þess er gætt, hve illa er séð fyrir hinum þýðingarmestu hagsmunum okkar í samningi þeim um landhelgi íslands, er Danir og Bretar gerðu árið 1901, að íslend- ingum sjálfum forspurðum. Mun það eindreginn vilji og krafa þeirra, sem að fiskveiðum starfa og til sjávarútvegs þekkja, að þessum samningi verði sagi upp hið fyrsta og landhelgin rýmk- iið til muna. Nú hafa þeir Hermann Jónasson og Skúli Guð- mundsson flutt þingsályktunartillögu um það, að hafizt skuli handa um aðgerðir í þessu efni. Þess er að vænta, að þetta mikil- væga hagsmunamál íslendinga fái skjóta og góða afgreiðslu hjá þinginu, og síðan verði rösklega að því gengið að fá rýmkun landhelgihnar viðurkennda. Hin tíðu flugslys í heiminum eru nú mjög rædd. Þykir ískyggilegt, hversu stórlega þau hafa fariS í vöxt upp á síðkastið, og er unnið aff því af kappi aS komast að raun um, hvað þessu veldur. Eins og kunnugt er, hafa sér- staklega verið mikil brögð að því, að svokallaðar Dakóta-flugvélar hafi farizt, nú þessar síðustu vikur. Kenna ýmsir ofhleðslu um það. konungur heim nokkru seinna. Fljótlega eftir að konungs- sinnar fengu stjórnina í sínar hendur; tók að bera á því, að þeir beittu andstæðinga sína ýmsu o'fríki. Einkum bitnaði þetta á verkalýðssamtökunum. Jafnframt fóru EAM-samtökin eða kommúnistar að láta bera á sér aftur _ i f jallahéruðum Makedóníu. Þar höfðu þeir myndað ný samtök, er kröfðust þess, að Makedónía yrði skilin frá Grikklandi og gerð áð sér- stöku ríki. Grikkir' telja, að skilnaðarhreyfing þessi sé studd af Albönum, Júgóslövum og Búlgörum, enda hefir Tito oft haldið því fram, að gera ætti Makedóníu að sérstöku ríki, sem gerðist aðili að hinu jú-. góslavneska ríkjabandalagi. Með þessu fengju Júgóslavar aðgang að Grikklandshafi og þykir víst, að Rússar séu þvi mjög hlynnt- ir. Mál þetta hafa Grikkir kært fyrir sameinuðu þjóðunum og hefir öryggisráðið það nú til meðferðar. Bretar hafa enn herlið í Grikklandi, og er það sam- kvæmt ósk Grikkja sjálfra. Má telja víst, að borgarastyrjöld yrði í landinu, ef Bretar færu burtu. Liklegt þykir, að Júgó- slavar og Búlgarar blönduðu sér i leikinn, ef til slíkrar styrjald- ar kæmi og Bretar væru farnir. Grikkland myndi þá komast undir rússnesk yfirráð eins og hin Balkanlöndin. Meðal rót- tækra manna í Bretlandi hefir það verið gagnrýnt, að brezki herinn skuli hafa átt óbeinan þátt í hinni einræðissinnuðu (Framhald á 4. slðu) 31 bátur sækir sjó frá Keflavík Vertíð er nú hafin fyrir nokkru í Keflavik og hefir afl- azt allvel, er gefiö hefir á sjó. Á þessari vertíð sækja 31 bátur sjó frá Keflavík, eða svo margir sem frekast er hægt vegna bryggjupláss og löndunarskil- yrða. Allir bátarnir eru komnir í verið, að undanteknum einum bát frá Neskaupstað, sem ókom- inn er. Frá Innri-Njarðvíkum eru 5 bátar, Garði 3, Neskaup- stað 3, Seyðisfirði 1 og Þórshöfn 1 og heima eiga í Keflavík 18 bátar. Fimm bátar úr Keflavík og Njarðvíkum urðu að fara til Sandgerðis vegna þrengsla heima i Keflavik. i Keflavíkurhreppur hefur bíórekstur. ¦ Keflavíkurhreppur hefir nú ákveðið að hefja bíórekstur á komandi vori. Mun það bæði gert til þess, að hreppssjóður njóti góðs af hagnaði þeim, sem af rekstrinum kann að verða, og eins hins, að hreppsvöldin geti haft hönd í bagga um val mynda, eftir því sem aðstaða leyfir. ¦ Framsóknarvist á föstudaginn ; Framsóknarfélögin í Rvík hafa skemmtun n. k. föstudags- kvöld í Breiðfirðingabúð. Hefst hún með hinni vinsælu Fram- sóknarvist kl. 8,30. Að vistinni lokinni verður verðlaunum út- hlutað til sigurvegaranna í spil- unum. Síðan verður flutt ein stutt ræða, sungið og dansað fram á nótt. Vigfús Guðmundsson, sem er gestur í bænum, mun stjórna þessari sámkomu. Vegna þess hve aðsókn verður mikil að skemmtuninni, ættu Framsóknarmenn að panta að- göngumiða sem allra fyrst í síma 2323. Þingsályktunartillagan. Þingfá.lyktunartillaga þeirra Hermanns Jónassonar og Skúla Guðmundssonar, sem lögð var fram á þingi í gær, er svohljóð- andi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að segja upp samn- ingi þeim, er gerður var 24. júní 1901 milli Danmerkur og Stóra- Bretlands um landhelgi íslands, sbr. auglýsingu frá 28. marz 1903. Rökstuðningur flutnings- manna. Þessari þingsályktunartillögu fylgir nokkur greinargerð, og þar sem hún er bæði stutt og glögg, birtist hún hér í heilu lagi: Það má furðu sæta, hversu hljótt hefir á undanförnum ár- um verið um þann þrönga kost, sem okkur var búinn með samn- ingnum frá 24. júni 1901, milli Danmerkur og Stóra-Bretlands, varðandi landhelgi íslands. Áður en þessi samningur var gerður og meðan á umræðum stóð þjóða á milli um landhelg- ismálin, gerðu íslendingar árum saman þær áskoranir á stjórn- ina, að hún hlutaðist til um, að landhelgin yrði með örugg- um samningum ákveðin eins langt út frá landi og íslending- ar hefðu réttr^æta kröfu til. Enn fremur að flóar og firðir og þó einkum Faxaflói og Breiði- UPPIVÖÐSLUSEGGIR Á FERLI Tók flöskuna og barði eigandann. , Laugardagskvöld siðastliðið réðist maður nokkur að tveimur mönnum, er voru á gangi á Skólavörðustígnum. Svipti hann vínflösku úr vasa annars þeirra og jafnaði síðan eitthvað um hann uppi við húsvegg. Skildi síðaJ}. með Vegfarendum þessúm að sinni, án þess að fleira bæri til tíðinda. Berserkurinn vinnur ný her- virki. Á' sunnudagskvöldið var sá, (Framhald á 4. siðu) Þátttaka íslendinga í skíöa- niótum erlendis Skíðalandsmótið vero'ur Iiáo' hér syftra. Skíðaíþróttin hefir átt sifellt auknum vinsældum að fagna hér á landi að undanförnu, enda er hún holl og skemmtileg vetrar- íþrótt. Þegar vel viðrar fyrir skíðamenn sækja mörg hundruð manns úr Reykjavík um hverja helgi til fjallanna og iðka þar skíðaferðir í tómstundum sínum. Er óhætt að fullyrða, að þeim tíma er vel varið, og betur en ef honum væri eytt í daunillum danssölum höfuðborgarinnar, þrungnum af reykjarmekki. Um þessar mundir er skíðasamband íslands, sem stofnað var i fyrra- sumar, að undirbúa þátttökn íslenzkra skiðamanna í skiðamót- um erlendis. fjörður yrðu algerlega friöaðir fyrir veiðum útlendinga. En samningurinn frá 1901 varð þjóðinni sár vonbrigði ög raun- ar nauöungarsamningur. MeÖ honum afsalaði stjórn Dana fyrir hönd íslandasvo stórfelld- um verðmætum, án þess að þar kæmi nokkuð í móti, að erfitt er að meta þá fjármuni. Sam- kvæmt þessum samningi urðu flestöll fiskimið landsins, þau er verðmætust eru, utan við landhelgt íslands — og voru gerð að alþjóðaeign. Telst fróö- um mbnnum svo til, að um 9/10 nothœfra fiskislóöa við íslands (Framhald á 4. síðu Bókaflokkurinn Nýir pennar byrjaður að koma út Vikingsútgáfah hefir hafið útgáfu á bókaflokki, sem nefn- ist Nýir pennar. Eiga í bóka- flokki þessum að birtast skáld- verk ungra höfunda og manna, sem gefa út bækur í nýrri grein bókmennta. Tvær fyrstu bækurnar eru nú komnar út. Eru það skáldsagan Heiður œttarinnar eftir Jón Björnsson og Skýjar.of, ljóðabók eftir Yngva Jóhannesson. Jón Björnsson er ættaður frá Holti á Siðu, en hefir dvalið langdvölum erlendis og skrifað þrjár stórar skáldsögur á danska tungu. Eru það þessi saga, er nú kemur út í íslenzkum bún- ingi, Máttur moldarinnar (Jord- ens Magt) og Jón Gerreksson Skálholtsbiskup (Kongens Ven). Hinar tvær síðarnefndu hafa ekki verið þýddar á íslenzku enn. Yngvi Jóhannesson er kunh- j astur af þýðingu sinni á Bók- inni um veginn, sem út kom fyrir mörgum árum. Hann er sonur séra Jóhannesar heitins Lynge og bróðir Jakobs Jóh. Smára. Skíðasambandið var stofnað 23. júní 1946 og tók við sérmál- um skíðaiþróttarinnar af í- þróttasambandi íslands 1.. októ- ber sama ár. Stofnendur og meðlimir sambandsins eru í- þróttabandalag Hafnarfjarðar, íþróttasamband Strandasýslu, Skíðaráð Akureyrar, Skíðafáð ísafjarðar, Skíðaráð Reykjavík- ur og Skíðaráð Siglufjarðar. Stjórn skíðasambandsins skipa Steinþór Sigurðsson formaður, Einar Kristjánsson, Einar Páls- son, Hermann Stefánsson og Ól- afur Þorsteinsson. Sambandið hefir nú verið tekið í Alþjóða- skíðasambandið. íslenzkir skíðamenn á mót erlendis. . Svissneska skiðasambandið hefir boðið íslendingum þátt- töku í alþjóðlegu skíðamóti, sem fram fer í St. Moritz í Sviss, dagana 6.—9. febrúar næstkom- andi. Mót þetta er haldið á sama stað og árstíma og vetrar- ólympíuleikarnir 1948, og verður (Framhald a 4. siðu) Bergur settur af t- ur í embætti sitt í gær var endir bundinn á málarekstur þann, sem * hafinn var í haust gegn Bergi Jónssyni sakadómara vegna „ótilhlýði- Iegra simtala" viS dómsmála- ráffherrann. Varð hann á þann veg, sem vænta mátti, aS Berg- ur Jónsson var aftur settur Inn í embætti sitt, Mun dúmsmálaráoherrann hafa veriS búinn að komast aff raun um, aS ekkl var stætt á' ÖSru. t-r-^-^*-^K^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.