Tíminn - 01.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna 31. árg. REYKáAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu vio Lindargötu Sími 6066 1. FEBR. 1947 22. blað Óskar Gíslason ljósmyndari sýnir kvikmyndina Reykjavík vorra daga í Tjarnarbíó klukk- an 3 í dag. Slysfarir á Siglufirði Ófai'tir ViIIijáluissoii bókari bíour bana. Tvö slys hafa orðið á Sigiu- firði þessa síðustu daga. Dó annar maðurinn, en hinn særð- ist alvarlega. Maður rotast í stiga. Dauðaslysið varð á miðviku- dagskvöldið. Ólafur Vilhjálms- son, bókari í sparisjóðnum á Siglufirði, var á leið niður stiga úr íbúð, sem Kaupfélag Siglfirð- inga á. Er hann átti eftir svo sem fjórar tröppur niður, mun hann hafa hrasað. Fannst hann þar liggjandi í roti á gólf- inu. Olafur kom snöggvast til meðvitundar tveimur eða þrem- ur klukkustundum eftir slysið, en dó litlu síðar. Ólafur var maður nær fimm- tugu, kvæntur og átti börn í ómegð. Svo hefir verið frá skýrt hér syðra, að fyrir þrem árum biði Jón Björnsson stúdent bana þarna í þessum sama stiga og með sama hætti. Þetta er ranghermi. Verkamaöur særist. Hitt slysið varð um fjögur leitið í gær. Var þá stórviðri á Siglufirði, og hefir svo verið siðustu dægur. Fauk járnplata f rá nýbyggngum síldarverk- smiðja ríkisins og lenti á höfð- inu á verkamanni hjá síldar- verksmiðjunum. Albert Steina- syni. Féll hann í rot við höggið og skarst allmikið á kinn og augnabrún. Skógræktarféfag Reykjavíkur býr sig undir miklar framkvæmdir I»ao væri iiuiit ao klæfta Heiomörk vænum ' ' skógi á hálfri öld. Auka aðalfundur var haldinn í Skógræktarfélagi Reykjavíkur í félagsheimili verzlunarmanna miðvikudaginn 29. janúar. Fyrir fundinum lá tillaga frá félagsstjórninni um hækkun meðlima- gjalda úr 10 upp í 20 krónur fyrir ársfélaga og úr 200 upp í 400 krónur fyrir ævifélaga, og var hækkunin samþykkt með sam hljóða atkvæðum fundarmanna. Stjórn félagsins skipa nú Guð- mundur Marteinsson verkfræð- ingur formaður, Ingólfur Davíðsson magister ritari, Jón Loftsson stórkaupmaður gjald- keri, dr. Helgi Tómasson og Sveinbjörn Jónsson hæstarétt- arlögmaður meðstjórnendur. í varastjórn eru ungfrú Ragna Sigurðardóttir kaupkona, Árni B. Björnsson gullsmiður og Guðmundur Ólafsson bakari. Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað 24. október s. 1. um leið og skipulagsbreyting var gerð á Skógræktarfélagi íslands, er það varð að hreinu sam- bandsfélagi héiiaðsskógræktar- félaga í landinu. Taka við Fossvogsstöðinni og Rauðavatnsgirðingunni Leiddi af þessari skipulags- breytingu að Skógræktarfélag íslands sem undanfarið hefir haft með höndum verklegar framkvæmdir í skógrækt á landi skógræktarfélagsins í Fossvogi og ennfremur nokkur undan- farin ár haft umráðarétt yf- ir skógræktargirðingunpi við Rauðavatn, mun nú láta af verklegum framkvæmdum, en Skógræktarfélag Reykjavíkur tekur bæði við Fossvigsstöð- inni og Rauðavatnsstöðinni. Hin nýkjörna stjórn hefir haft mikinn áhuga á því að láta nú á sjá á næstu árum, að stofnað hefir verið sérstakt skógræktarfélag fyrir Reykja- vík, og eftir að samþykkt hafði Enginn eldbjarmi sést úr Mývatnssveit Frásögn sr. Hermanns á Skú<íistööum. Að undanförnu hafa verið birtar í blöðum þær fréttir, að eldbjarmi hafi sézt í suðurátt frá bæjum í Mývatnssveit og Laxárdal. Munu þær hafa átt rót að rekja til útvarpsfréttar. Símabilun hefir hins vegar valdið því, að örðugt hefir verið að-fá öruggar fréttir að norðan síðustu daga. f fyrradag var aftur komið á gott simasamband norður. Átti tlðindamaður Tímans þá tal við séra Hermann Hjartarson á Skútustöðum í Mývatnssveit. Kvað hann engan þar um slóðir hafa séð neinn eldbjarma, er benti tii þess, að eldur væri uppi, og hvergi heyrt sliks getið, nema í útvarpsfregninni, sem nefnd hefir verið. Fengi það alls ekki staðjizt, að þess háttar fyrirbæra hefði orðið vart i Mývatnssveit eða Laxárdal. Hins vegar hefði verið mistur mikið einn daginn, en séra Her- mann taldi það ekki stafa frá eldgosi nú, heldur myndi það aðeins hafa verið mökkur, sem borizt hefði sunnan af öræfun- um. Svipað mistur hefði einnig komið I haust, þegar eins stóð á. Erlent yfirlit (Framhald af 1. siðu) fengna lýðræði og leiti til fylgis við kommúnista eða hinn nýja fasistaflokk. Þessir tveir flokk- ar hey.gi svo úrslitabaráttu um völdin. Talið er, að vonir manna hafi glæðst nokkuð eftir að Gasperi kom heim úr Amerikuferð sinnl um áramótin, er hann gat þó gefið vonir um verulega hjálp Bandaríkjamanna. Þessar vonir 4vjinuðu aftur, þegar stjórn hans baðst lausnar. — Margir telja óöld og borgara- styrjöld I vændum, ef Gasperi tekst ekki að mynda stjórn. Hann er nú sá stjórnmálamað- ur ítala, ar nýtur mests trausts. Gasperi er 61 árs að aldri, fædd- ur I Suður-Týról. Hann barðist sem sjálfboðaliði í ítalska hern- um í fyrri heimsstyrjöldinni. Nokkru eftir að henni lauk, var hann kosínn þingmaður. Hann var einn þeirra þingmanna, er talaði djarflegast gegn Musso- lini og var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Slðar varð hann bókavörður I Vatíkaninu og stjórnaði útgáfu leyniblaðs þaðan. Jafnframt undirbjó hann stofnun kaþólska mið- flokksins. Hann hefir verið for- sætisráðherra ítallu siðan 1945. Lög nm mannanöfn. Spaugileg og hneykslanleg skírnarnöfn hafa nú verið bönnuð í Svíþjóð með nýjum lögum. Segir í fréttinni, að þar með sé fyrir það- tekið, að stúlkur fái nöfnin Clósetta Su- perfína, eins og nokkrar heita nú. — Hér á landi er hliðstæð löggjöf og er þar svo fyrirmælt, að ís- lenzkudeild háskólans skuli semja skrá um mannanöfn þau, sem i notkun eru á Lslenzku fólki, og ekki þykja nothæf. Sú skrá er ókomin ennþá, þó að lögin séu rúmlega 20 ára. verið tillagan um hækkun með- limagjaldanna, skýrði formaður félagsins fundinum stuttlega frá fyrirætlunum stjórnarinnar Fyrirœtlanir félagsins. Efst á stefnuskránni er aukin starfsemi í Fossvogsstöðinni, aukning á plöntuuppeldi og aukin og bætt ræktun á land- inu. En fyrsta sporið I þá átt er framræsla, sem að sjálfsögðu kostar töluvert mikið fé. Tvennt er nú aðkallandi, sagði formaður, til þess að fyrirætl- anir stjórnarinnar geti komizt í framkvæmd, annað er fjár- öflun til verklegra framkvæmda, en hitt er að ráða áhugasaman og hæfan starfsmann í Foss- vegsstöðina. Stjórnin reiknar með því að verja tekjuaf gangi af meðlimagjöldum, ásamt skógræktarstyrk úr ríkissjóði, til starfa I græðireitum, en hefir jafnframt sótt um styrk til bæjarstjórnar Reykjavíkur með framræslu á Fossvogslandinu fyrir augum. Mikill áhugi á skógrcekt í Eyjafirði. Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri sagði frá heimsókn sinni tii Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem hélt aðalfund sinn á Akureyri um síðustu helgi. Hrósaði hann dugnaði Ey- firðinga og sagði, að hagur félags þeirra stæði með blóma, enda nytu þeir allriflegs styrks, bæði frá Akureyrarbæ og KEA. Þá hvatti hann Skógræktarfélag Reykjavíkur tii framkvæmda. Á Heiðmörk biði þess mikið og veglegt .verkefni I framtíðinni. Þar ætti að geta vaxið upp vænn skógur á næstu hálfri öld eða svo, ef nógu margir legðu hönd á plóginn, en Skógræktarfélag Reykjavíkur ætti að hafa þar forustu. Þá gat hann þess, að í Rauðavatnsstöðinni væri nú birkinýgræðingur að vaxa upp, sem sáð hefði verið til 1928 og 1929, samkvæmt aðferð Koe- foed-Hansen fyrrverandí skóg- ræktarstjóra. Yfirlysing Af marggefnu tilefni, vegna brottfarar minnar úr samvinnu- skólanum nú fyrir skömmu, vll ég undirritaður íaka fram, að hún stafar eingöngu af beinum og óbeinupr óskum "skólastjór- ans Jónasar Jónssonar, um það, að ég færi úr skólanum, ásamt þrálátum og ósæmilegum dylgj- um hans og ádeilum á mig í kennslustund og á fundi skóla- félagsins, vegna framsöguræðu er ég flutti að ósk stjórnar skólafélagsins á fundi þess í Samvinnuskólanum þann n. janúar síðastliðinn, og var I samræmi við skoðanir stjórn- arinnar og a. m. k. allra þeirra nemenda skólans, er tóku til máls á nefndum fundi. Ennfremur skal það tekið fram, að allt, er ég sagði i þess- ari framsöguræðu og á áður- nefndum fundi, er ég fús til að standa við og endurtaka, hvort heldur er á opinberum vettvangi eða annars staðar, ef tilefni gefst. Læt ég svo forráðamenn skólans dæma um það, hvort slík skólastjórn sé samboðin samvinnuhreyfingunni í land- inu. Með þökk fyrir birtinguna. Þráinn Valdimarsson. Meiri-Tungu ¦ Holtum. Dánarminning (Framhald a) 3. siðu) með frjálslyndustu mönnum stéttar sinnar, en þó vel á verði fyrir þá stofnun, sem honum var trúað fyrir. TrU hans var sterk og einlæg, en hann viðurkenndi, að svo hefðu efasemdir sótt á sig á Prestaskólaárum slnum að hann hefði farið með leynd (líkt og Nikódemus), á fund þess kennarans, er hann treysti bezt og órðið litlu bættari. Lífið og starfið færðu honum sannindin. Ég heyrði I æsku þá sögu um afa hans á Fjalli, að hann hafi, 1 miklu harðindavori og almennu heyleysi, átt 8 hey í garði, er hann gaf laus og hafi nægt til að bjarga búpeningi sveitunga hans og jafnvel annarra frá hungurdauða. Mér kom oft þessi saga í hug, er ég kom að Fellsmúla. Þar voru alltaf miklar andlegar birgðir og öllum heim- ilar og því fremur, sem þörfin var meiri. — Og mun ekki mörg- um finnast, að séra Ófeigi hafi tekízt vel að ávaxta peninginn hennar Önnu í Múla og sé mörgum sinnum búinn að láta hann af hendi með vaxtavöxt- um. En sjálfur átti hann minn- inguna um hann óskerta tJÍ hinztu stundar. Þegar hann minntist peningsins varð hon- um alltaf að orði: Blessuð konan. Séra Ófeigur var lánsmaður í þess orðs beztu merkingu, enda mun hann sjálfur hafa litið svo á. Tvö ltil dæmi má nefna sem tákn: Einhvern tíma lét hann það uppi, að ánægjulegasta prestsverkið sitt væri að skíra ungbarn. Þrem vikum fyrir and- látið var honum falið að skíra 2 börn samtímis og tókst að vanda. Það varð síðasta prests- verkið. Oftar en einu sinni lét hann þá ósk í. Ijós, að hahn fengi að bera beinin hér í byggð. Sú bæn er heyrð. Mikil tímamót urðu I lífi þjóð- arinnar með fyrri heimsstyrjöld, eigi sízt I andlegum efnum og bar margt til. Sú kynslóð, sem þá var kominn á miðjan aldur og fullmótuð, er nú að hverfa af sjónarsviðinu. Þeim, sem eftir standa enn, hvarfla því á stund- um í hug stef Bólu-Hjálmars: Mínir vinir fara fjöld, o. s. frv. Og þó er dauðinn ekki eins kaldur og Hjálmari og ýrnsum öðrum sýnist, sé hann litinn með heiðum huga og heilbrigðri skynsemi. G. A. Múrarafétagib (Framhald af 1. siðu) Sigurðsson, Svavar Benedikts- son og Sveinn Pálsson. Múrarar stofna byggingar- samvinnufélag. Múrarar hafa ákveðið að stofna byggingarsamvinnufélag. Verður gengið frá þessari fé- lagsstofnun á afmællsdegi fé- lagsins. i»»»i»HHH»»»»niit»n»»»»iH»»« CHEMIA- DESEVFECTOR er vellyktandl, sótthrelnsandl vökvl, nauBsynlegur & hverju heimill tll sótthreinsunar á munum, rúmfötum, húsgögnum, simaáhöldum, andrúmslofti o. s. frv. — Pœst 1 lyfjabúðum og flestum verzlunum. fHEmnx (fatnía Síc Iiifnr fyrir fram- tíoina. (Tomorrow is Fþrever) Listavel leikin amensk kvlk- mynd. Claudette Colberr, Orson Welles, George Brent. Sýnd kl. 7 og 9. Syrpa af nýjum WALT ÐISNEY — TEIKNIMYNDTJM með Donald Duck, Goofy Pluto o. fl. Sýnd kl. 9. *—. tlýjaÆíé (vtíf ShúUtQÖtu) * <?¦ •••••••••••••••* Njótið sólarinnar í skammdeginu og borðið hinar fjöreínaríku AU'a-AJfu töflur. Söluumboð tll kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJOBTVR HJARTARSON Bræðraborgarstig 1 Sími 4256. •••••••••••••••* „r\OB HILL" Skemmtileg' og íburðarmikil stórmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: George Raft, Joan Bennett, Vivian Blane, Peggy Ann Garner. Sýnd kl. 3,* 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. T/arHarÍn'é Síðasta liiilaii (The Seventh Vei!) Einkennilega og hrífandi mú- síkmynd. James Mason, Ann Todd. Sýning kl. 5, 7 og 9. REYKJAVfK X VORRA DAGA. Litkvikmynd eftir Óskar Gisla- • son. Fmmsýning kl. 3. Aðgöngumiðar seldir fra kl. 11. *~ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: ^»n«»»»»muíuuu»«ntrrmnmm»a Auglýsið í Tímanum. Eg man jbá ííð gamanleikur eftir EUGENE O'NEILL. Sýiiiiití amiaö kvöld kl 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 I dag. Tekið á móti pönt- unum I síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. „LUMA^ rafmagnsperur eru síóftar og ódýrar. Þœr eru nú fyrirliggjandi hjá flestum kaupfélögum landsins N' Einkaumnoð: Samband ísl. samvinnuf élaga „ESJA" hraðferð vestur og norður til Akureyrar næstkomandi þriðju- dag. Vörur og fylgibréf óskast afhent í síðasta lagi árdegis á mánudag, og pantaðir farseðlar sóttir á sama tíma. „Sverrir" til Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar og Stykkishólms. Vöru- móttaka á mánudag. IP* N.s. Drooníng Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna- hafnar í dag kl. 8 síðdegis. Farþegar mega ekki hai'u pakka með til annarra. Sama gildir um skipshöfnina. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pé^ursson. Vinttið ötuileya furir Timann. Uppþvottabakkar, Rollapör, Matardiskar, grunnir. NORA-MAGASRí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.