Tíminn - 04.02.1947, Side 3

Tíminn - 04.02.1947, Side 3
23. blað TIMIJVJV, þrlgjMtlaginn 4. fobr. 1947 3 MMINGARORÐ: Hildur Jónsdóttir frá Ásmimdarstöðam í Leirhöfn á Sléttn. Þann 18. júní sl. andaðist Hild- ur Jónsdóttir í Leirhöfn á Sléttu hjá dóttur sinni Andreu og manni hennar, Helga bónda Kristjánssyni, en hjá þeim hjón- um naut hún ástríkis og um- önnunar síðustu æviár sín. Hildur fæddist 14. apríl 1857 í Skinnalóni á Sléttu. Hún var því tæplega níræð að aldri. Til merkrá ætta átti Hildur að telja, því að hún var í föður- ætt komin af Hrólfsætt, en í móðurætt af Skaftaætt. Faðir hennar var Jón bóndi í Skinna- lóni, Sigurðssonar bónda í Brekknakoti, Guðbrandssonar bónda í Sultum, Pálssonar bónda á Víkftngavatrti, Arn- grímssonar sýslumarins, Hrólfs- sonar sýslumanns Sigurðssonar. Kona Páls á Víkingavatni var Ragnhildur dóttir Þórarins bónda á Víkingavatni, Þórðar- sonar og Ingunnar dóttur sr. Þórarins í Garði Jónssonar. — Kona Arngríms sýslumanns var Hólmfríður Björnsdóttir sýslu- manns Pálsonar, Guðbrands- sonar biskups Þorlákssonar, en móðir Arngríms var Björg yngri, systir Þorláks biskups Skúlason- ar. — Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir bónda í Skinna- lóni Eiríkssonar, en Stefán var albróðir Magnúsar „fraters". Eiríkur, faðir Stefáns, var bóndi í Skinnalóni, Grímsson- ar í Skinnalóni, Jónssonar hrepp- stjóra á Oddsstöðum Jónssonar. Allt gildir óðalsbændur. Þor- björg var kona Eiríks í Skinna\ lóni, Stefánssonar prests í Presí- hólum, Lárussonar klaustur- haldara Schevings, sonar Hans sýslumanns Schevings og Jór- unnar, Steinssonar biskups Jónssonar. Móðir séra Stefáns var Anna, dóttir sr. Björns á Grenjaðarstað og Margrétar Ól- afsdóttur prests Guðmundsson- ar. Kona séra Stefáns var Þor- björg Stefánsdóttir prests í Presthólum, Þorleifssonar pró- fasts í Múla, Skaftasonar lög- réttumanns Jósefssonar. Hildur ólst upp í Skinnalóni við' góðan kost, því Jón bóndi var ríkur maður á þátíma vísu. Var hann bókhneigður svo sem margt fólk hennar og gerðist hún snemma fróðleiksfús. Arið 1878 gekk hún að eiga Jón bónda á Ásmundarstöðum Árnason. Bjuggu þau saman á óðalsjörð hans um langan aldur, en hann dó 20. marz 1929, tæpu ári eftir gullbrúðkaup þeirra, 72 ára. Hann var smiður með ágætufn bæði á tré og járn, og lagði einkum fyrir sig báta- smíði. Var hjónaband þeirra með ágætum. Hann var einnig af góðum ættum. Faðir hans var Árni hreppstjóri -í Keldunesi, Árnason hreppstjóra í Akur- seli Jónssonar. í móðurætt var hann af Skafta presti á Skeggja- stöðum Skaftasonar (Skafta- ætt). Barnaláni áttu þau Hildur að fagna, því fyrir utan tvo gjörfu- lega syni áttu þau dætur þær, er kenndar voru við Ásmundar- staði, hinar svonefndu „Ás- mundarstaðasystur". Þær eru: Ása, gift Jóhannesi Norðfjörð, úrsmið, Þorbjörg, gift Pétri bónda og nú gjaldkera við Síld- arverksmiðjurnar á Raufarhöfn, Siggehssyni, Sigriður, gift Sig- urði bónda á Ásmundarstöðum, Guðmundssyni, Kristveig, er átti Kristinn apótekara Jónsson, og Andrea, gift Helga bónda í Leirhöfn, Kristjánssyni. Tvær dætranna voru látnar á undan Hildi, Anna, er átti Njál póst Guðmundsson, og Guðrún, er átti Pétur ættfræðing Zóphóní- (Framhald á 4. siðu) Hœgðatregðan var horfin út í veður og vind. Kinnarnar urðu bústnar og rfóðar, augun skœr, og livítan í þeim fékk á sig létt- an, Ijósbláan blœ. Tíðir komu mjög reglulega og vöruðu aðeins í 2—i daga.“- Eftir þrjú ár var sigurinn fullkomnaður: „Allir kvillar og sjúkdómar, öll líkamleg vanlíðan og allar minni háttar truflanir á líkam- legu og andlegu jdfnvœgi — allt var þetta"'komið út í veður og vind, rétt eins og hún hefði aldrei haft neitt af sliku að segja. Þessi kona, sem fyrir skömmu var svo sárþjáð, að hún óskaðí sér einskis fremur en að fá að deyja, vissi nú ekki, hvað þreyta var.“ Ekki mun ég dæma um vís- indalegt gildi þeirra kenninga, sem hér eru boðaðar. Þær eru íluttar af hressilegum krafti og trú, en mér virðist, að dálítið beri þar á loftsjónum og hill- ingum líka. Ég er sannfærður um það, að margir sjúkdómar okkar séu fóðrunarsjúkdómar. Merkilega oft kemur það fyrir, að menn eru haldnir margs konar kvillum af ólíkum uppruna, að því er virðist, og liggur þá beint fyrir að álykta, að þar sé ein ástæða sameiginleg og gæti hún vel verið vanfóðrun. Hins vegar get ég ekki gleymt því, að margs konar undralækningar hafa átt sér stað. Lögmál heilsunnar er nokkuð margþætt. Einn lækn- ast af vatni úr tiltekinni lind, annar af hahdayfirlagningu og bæn, þriöji af grasi. — Þetta eru staöreyndir, en samt get- um við ekki ályktað, að þetta hvert um sig eigi við alla menn. Þó að allir menn séu einnar teg- undar og því séu til höfúðlínur um það, hvað sé hollt og hvað óhollt, er þó þess að gæta, að einstaklingseðli, sálafástand o s. frv. kemur líka til greina. Það er ekki gott að segja hvar skýringarinnar er að leita á hverju einstöku fyrirbæri. Það er ekki nema eðlilegt, að menn, sem vekja upp gleymd sannindi og boða nýja stefnu, geri það af eldmóði og" hrifn- ingu, sem stundum ýkir einstök atriði. Enginn skyldi forðast að heyra kenningar náttúrulækn- ingamanna, þó að þeim finnist þess stundum gæta, að þeir lifi í trú en ekki skoðun. Eitt fellur mér illa við Are Waerland og kenningar hans, en það er andúð hans á kjöti og fiski. Ég er ekki búinn að sjá það, að honum og hans mönn- um takist að ala upp öllu hraustari menn en sumt gamla (Framháld á 4. siðu) ALICE T. HOBART: Yang^ og yln Fundurinn var háður í húsi eins elzta trúboðans í Shanghai. Forseti samkomunnar var gamall gráhærður maður — hann sat við langt borð gegn Stellu. Augu Peters hvörfluðu til hennar — hendur hennar voru sprungnar og gráar af sífelldri vinnu. Hann starði niður í borðið. „Þér hafið lagt okkur þunga skyldu á herðaf, ungfrú Perkins,“ hóf forsetinn máls. „Við vitum, hversu þýðingarmikið starf þér hafið innt af höndum í þágu hins heilaga málefnis. En okkur hefir borizt til eyrna, að þér hafið kallað Búddha Krist Kínverja. „Já,“ svaraði Stella.. Röddin var stillileg, en hendurnar kreppt- ust um borðbrúnina. Þetta minnti Peter á sængurkonu í hörðustu fæðingarhríðunum. „Þér afneitið þá guðdómi Krists?“ „Því get ég ekki svarað játandi." Það var svo mikill styrkur í rödd Stellu, að Peter leit upp. Augu hans hvörfluðu frá einum til annars. En hvergi vottaöi fyrir svipbreytingu. Fordómarnir voru eins og belgur, sem færður hefði verið yfir höfuð þessa fólks. Sjáan/ii sá það ekki. Peter heyrði hvorki spurningarnar né svörin. Hugur hans var allur bundinn við daginn í musterinu, þegar honum varð það í fyrsta'sinni ljóst, hvað yfir Stellu hafði gengið í boxarauppreisn- inni. „Samkvæmt því, sem þér eigið að hafa sagt, skammizt þér yðar íyrir að vera kristniboði." „Kemur það aldrei fyrir, að þér skammizt yðar?“ „Hafið þér sagt, að kristin kirkja muni líða undir lok — og enginn sakna hennar?“ „Þetta hefir góðgjarn frétta.itari endurbætt,“ svaraði Stella. ,.Ég sagði, að andi Krists myndi lifa meðal okkar, og þess vegna þyrfti enginn að harma kirkjuna, þótt hún liði undir lok.“ „Ungfrú Perkins,“ sagði forsetinn. „Yður er heimilt að fara út á meðan við greiðum atkvæði, ef þér óskið þess.“ „Ég verð kyrr.“ „Gott — þeir, sem álíta ungfrú Perkins óhæfa til þess að þjóna Kristi, frelsara vorum, eru beðnir að gera grein fyrir því á þess- um miða, sem þeim verður nú fenginn.“ „Bíðið þið við,“ hrópaði Peter allt í einu og spratt á fætur. „Ég þekki ungfrú Perkins getur en aðrir, sem hér eru. Ekkert okkar hefir innt af höndum slíkt starf sem hún. Þið verðið . .. . “ Hann þagnaði allt i einu og tók sig á: „Sjúkrahúsið getur ekki misst hq,na — það myndi verða óbætanlegur hnekkir." „Við getum ekki tekið tillit til þess háttar,“ sagði forsetinn kuldalega. Það ríkti djúp kyrrð meðan menn skrifuðu atkvæði sitt á miðana. Forsetinn tók við þeim jafnóðum og raðaði þeim fyrir framan sig á borðið. Svo stóð nann upp. „Atkvæðin hafa fallið gegn ungfrú Perkins," sagði hann. Dauðaþögn .... En svo var eins og allir losnuðu úr álögum. Fólkið stóð á fætur og ýtti frá sér stólunum. Fundinum var lokið. Peter svipaðist eftir Stellu. En hann sá hana hvergi. Hann flýtti sér fram i fordyrið. Hún var ekki þar. Hann gáði út á göt- una. Hann sá hana ekki þar. Hún var horfin. En það var annað, sem Peter sá. Hann sá það nú i fyrsta skipti, hvernig í rauninni var umhorfs í alþjóðahverfinu — hví- líkur óþrifnaður og fátækt hvarvetna blasti við augum í Kín verjahverfunum. Og aldrei hafði hann fundið svo sterkan og höfugan þef út úr ópíumkrá sem þarna. Þar sem Kínverjar réðu sjálfir, lá dauðarefsing við sölu ópíums. „Með hvaða rétti þröngvum við Kínverjum til þess að taka kristna trú?“ hafði Stella spurt. En Stella var horfin. Hún skyldi ekki eftir neitt bréf, og eng- inn hafði séð hana eftir að atkvæðagreiðslan fór fram. Hún vitjaði ekki ferðapeninganna, sem aðalskrifstofu trúboðanna í Shanghai bar að greiða henni. Allir forðuðust að nefna 'nafn hennar. Fólk kveinkaði sér við að rifja upp síðustu samskiptin við hana. Einn góðan veðurdag kom gamall Kínverji, sem sagðist eiga að sækja föggur hennar. Hann var þögull sem gröfin, og svaraði engum spurningum. XXX. KÍNAVELDI hafði í tvö ár sveitzt blóði við að útrýma hin- um mikla lesti þjóðfélagsins. Árangurinn leyndi sér ekki. Einkum voru bændurnir og iðnaðarmennirnir að losna úr helsi ópíumnautnarinnar. Heima fyrir var ekki ræktað ópíum nema litilsháttar í laumi. Auðmennirnir og embættismennirnir neyttu enn útlends ópíums. En eftirlitsmennirnir voru sífellt að herða tökin. Hin nýja hreyfing náði æ sterkari tökum. Mörgum musteranna hafði verið breytt í skóla handa alþýðunni. Þegar Peter átti leið um borgina, sá hann unga drengi sitja hópum saman í skugga hinna gömlu guðamynda með námsbækur sínar og ritspjöld. Og meðal þeirra mátti lika sjá fullorðna menn, sem lokið höfðu hinum þyngstu prófum á gamla vísu. Einn þeirra var sonur Wús. Telpur af hinum æðstu stigum voru teknar að sækja skóla trúboðanna. Hinum fastheldnari Kínverjum voru þeir meira að skapi en kínverskm skólarnir. Þar hafði flestum gömlum venjum verið kastað fyrir borð í ákafanum, sem gripið hafði hina kín- versku viðreisnarmenn. Hinn þungi straumur framþróunar flóði áfram, iðumikill og óstöðvandi. / XXXI. SEN S Mó kippti æ meir í kynið til ættmæðra sinna, eftir því sem völd hennar í sjúkrahúsinu jukust. Þar var að vísu engin ætt yfir að drottna, en sjúklingarnir og starfsliðið gat komið í staðinn. Hún krafðist skilyrðislausrar hlýðni — karlar og konur urðu að lúta hverju boði hennar og banni. Böndin r ■■ KAUPFELOG r ■■ BUNAÐARFELOG! Áríðandi að pantanir í sáðvörur berist oss eigi síðar en 20. febrúar næstkom- andi. Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING Það tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum okkar, að við höfum selt Bókaverzlun ísafoldar, Bókaverzlunina Fróði, á Leifsgötu 4. Um leið og við þökkum viðskiptavin- um okkar vinsamleg viðskipti á umliðnum árum, vonum við, að þeir láti hina nýju eigendur verða aðnjótandi sömu viðskipta í framtíðinni. Reykjavík, 27. janúar 1947. Lára Pétursdóttir, Þorvaldnr Sigurðsson. SAMKVÆMT ofanrituðu höfum vér keypt Bókaverzl- unina Fróði á Leifsgötu 4 og rekum hana framvegis und- ir nafni voru. Vér munum gera oss far um að hafa á boð- stólum allar fáanlegar bækur, ritföng og skólavörur og væntum vér þess, að viðskiptavinir Fróða láti oss verða aðnjótandi viðskipta sinna í framtíðinni. \ Reykjavík, 27. janúar 1947. Bókaverzlun tsafoldar. ►»> Sláturfélag Suöurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag Reykbús. — Frystihús. Niðiirsuðuverksmiðjja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkerint fyrir gæði. Frosið kjöt, alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi o o O O eftir fylLstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Orðsending frá íslendingasagnaútgáfunni til áskrifenda í Reykjavík. Útsending á íslendingasögunum er hafin að nýju. Allir þeir, sem eru áskrifendur, en hafa ekki enn fengið bækur sínar, eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra í Bókaverzlun Finns Einarssonar eða hafa peninga hand- bæra heima til þess að greiða bækurnar. V Gerið útsendinguna greiðari með því að vitja bókanna í Bókaverzlun Finns Einarssonar eða _taka þær við fyrstu útsendingu eftri mánaðamótin. Islendingasagnautgáfan g VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.