Tíminn - 08.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1947, Blaðsíða 3
27. blað TlMKVIV, laugardagimi 8. febr. 1947 3 FIMMTUGUR: Búi Jónsson bóndi að Ferstiklu. Innan vert við miðjan Hval- fjörð að norðan er bær, sem flestir ferðamenn munu kann- ast við. Það er Ferstikla. Bónd- inn þar, Búi Jónsson, er einnig ærið mörgum kunnur eftir lang- an búskap og veitingamanns- starf.við þjóðbraut. Hann er fimmtugur á morgun. Það var líkt háttað um Fer- stiklu fyrir 40—50 árum og aðrar meðaljarðir hér á landi. Túnið, undirstaða búskaparins og lífgjafi bústofnsins, var þýft og ekki nema miðlungi stórt, og húsakosturinn á þánn hátt, að han,n laut að velli með hverri kynslóð, ef torfhúsin entust þá á við þann, sem byggði. Foreldrar Búa og systkina hans, Guðrún Jónsdóttir og Jón Einarsson, höfðu komið austan yfir fjall, og settust að á Fer- stiklu eftir aldamótin. Var Guðrún ættuð úr Grimsnesinu, en Jón úr Ölfusinu. En svo vel kunnu þau yið sig, þarna í fangi lágra Hvalfjarðarhlíðanna, að þau bjuggu þar síðan allan sinn búskap. í lok dýrtíðaráranna eftir heimsstyrjöldina fyrri tóku Búi og einn bræðra han*é, Einar, er var í sambýli við hann fyrstu árin, við búsforráðum á Fer- stiklu. Hafði Búi þá búið sig undir bóndastarfið nokkuð frek- ar en geröist um unga menn, því að 1920 sigldi hann til Dan- merkur og dvaldi þar í búnað- arskóla í Slagelse á Sjálandi. Kynntist hann þar eðlilega nýj- um lífsviðhorfum og kom aftur heim fullur af áræði og um- bótahug. Vorið 1925 kvæntist Búi Mar- gréti Jónsdóttur, húnvetnskri konu. Hafa þau búið á Ferstiklu alla stund síðan. Þess var skammt að bíða, að Búi hæfi miklar jarðabætur. Jarðræktarlögin voru þá nýsett, og bændastétt landsins gekk með tvíefldum dugnaði að því að inna af hendi á stuttum tíma viðreisnar- og endurbótastarf, sem fátæk og beygð þjóð hafði ekki haft bolmagn til að vinna á liðnum öldum. Þegar lögin um byggingar- og landnámssjóð voru sett eftir valdatöku Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna 1927, var Búi meðal hinna allra l'yrstu, sem hagnýtti sér þessa þöríu réttarbót. Reisti. hann en ára myndarlegt íbúðarhús, breytti eitthvað 15—18 gömlu steinhúsi, sem fyrir var, en hafði verið af vanefnum gert, Búi Jónsson á Ferstiklu. í hlöðu og fjós. Þegar Hval- fjarðarvegurinn var ruddur og ferðamannastraumur þessa leið stórjókst á árunum eftir .1930, hóf hann svo veitingastarfsemi, og hefir hún síðan verið rekin á Ferstiklu nær óslitið, ýmist af Búa sjálfum og konu hans eða í skjóli þeirra. Nú fyrir skömmu reisti hann svo hið myndarleg- asta veitingahús utan og ofan- vert við túnið, þar sem vegir deilast út Saurbæjarhlíð og yfir Ferstikluháls í Svínadal. En þrátt fyrir umsvifamikil veitingastörf og stórfram- kvæmdir til að geta innt þau sem bezt af höndum, hefir Búi ekki látið búnaðarframfarir sitja á hakanum. Er skemmst að minnast, að nú í haust braut hann tuttugu dagsláttur órækt- arlands og kom sér upp. raf- stöð. En við þetta og annað nýt- ur hann nú orðið styrks og at- orku þriggja barna sinna, sem öll eru heima, einnar dóttur, Ríkeyjar, og tveggja sona, Gísla og Vífils. Svo aö lokum örfá orð um manninn sjálfan. Áður hefir nokkuð verið minnzt áræðis hans og bjartsýni, og um þá eiginleika tala athafnir hans skýrustu máli. En hann er mörg- um fleiri mannkostum búinn, og hygg ég til dæmis, að hann eigi fáa sína líka um greiða- semi og hj álpvísi á alla vegu. — Sveitungar og vinir að fornu og nýju óska honum alls vel- farnaðar að endraði hálfrar aldar göngu. J. H. verkið, sem við leikum á sviði! lífsins. Presturinn er í þeirri hættu, j að verða hátíðleg fígúra, sem þorir ekki að hlægja að sjálfum sér, því að þá kynni að springa blaðran, sem þanin er orðin af tilfinningu hans íyrir eigin virðuleik. Eina vörn hans gegn þeirri hættu er að sjá hana í tæka tið og skilja að við meg- um hlæja að ótalmörgu og fyrst og fremst okkur sjálfum. Ég á ekki von á að nokkur stétt sé lífsglaðari en prestarnir. Ég hefi oft notið þess að koma með vini mína í prestahóp og sjá undrunina á svip þeirra. Annað hvort hafa þeir átt von á að sjá stillta og daufa menn, sem bæru synd heimsins á herð- um sér eða blóðlausar og erfið- ar tilraunir til gervikímni. — Margir hafa snúizt, þegar þeir hafa séð, að' þessir guðsmenn haga sér náttúrlega eins og menn. Gamall kvekari hefir sagt: „Þegar maðurinn hefir sigrað heiminn eignast hann guðdóm- legt skyn á gleði lífsins.“ Ég vil gera þessa hugsun hversdags- legri og- segja, að presturinn fái fram mörg skemmtileg-heit úr tilverunni. En furðulegast og bezt er það að við prestar kynnumst svo oft því, sem bezt er í íólki, að við getum aldrei borið í brjósti naprar eða ruddalegar hugsanir um örlög og framtíð mannsins Öryggi — Trygging (Framhald af 2. síðu) skafa út öryggi sitt með því að gera aura sína verðminni, en þá sem stóreignirnar eiga, máske ríkari og ríkari, án allrar verð skuldunar þeirra. Eigi að verða nokkrar heil- brigðar framfarir á þessu landi, þá er eitt mesta verkefnið fram- undan að skapa öryggi ein- staklinga — og þjóðarinnar i heild. Vanti traustan grundvöll, rlS ar allt á glötunarbarmi. Það verður alltaf lítið heill andi, þótt tækist að reisa skrauthýsi á botnlausu fáafeni V. G. ALICE T. HOBART: Yang og yin gerbreytt, svo að nú gátu ökutæki komizt þar leiðar sinnar. í stað burðarkarlanna voru nú komnlr dráttarkarlar með vagna. Hverfið, þar sem verið hafði aðalsetur hinna keisaralegu stjórnarvalda og keisarahersins, hafði verið jafnað við jörðu, og í stað hinna gömlu bygginga voru þar komin stór steinhús með vestrænu kassasniði, sem fór illa i hinu kínverska umhverfi. H. KÍNVERJAR voru haldnir blindri aðdáun á hinni vestrænu menningu. Það þyrmdi yfir Peter. Þetta var gagnrýnis- laus tilbeiðsla. Að vísu voru vísindin hið mikla lausnar- orð, sem allir báru sér í munn. Allir ungir menn vildu stunda nám. En námsmennirnir lifðu í þeirri trú, að þeir gætu lært efnafræði, sýklafræði og líffræði eins og hverja aðra utanbók- arrollu. Tilraunastörf og rannsókriir fyrirlitu þeir. Berger hafði orðið að láta undan vilja nemenda sinna og leggja niður allt slíkt í drengjaskóla sínum. En í auguip Peters urðu öll vísindi að byggjast á rannsóknum og aftur rannsóknum. Hann reyndi að halda uppi dálítilli kennslu í þessa átt meðal þeirra pilta i drengjaskólanum, er til þess fengust. Og þegar hann stóð meðal þessara ungu nemenda sinna i rannsóknarstofu sinni, hvörfluðu augu hans oft til Sen Ló Shí. Hann tók á rann- sóknartækjunum eins og þau væru óhrein og flýtti sér að gera það, sem hann óhjákvæmilega varð að gera. Peter rétti úr sér og renndi augunum yfir hina svarthærðu kolla, sem grúfðu sig yfir bækur sínar og skrifuðu niðurstöður sínar. „Sen Ló Shí,“ sagði Eeter. „Skrifarðu allt í bókina þína, án þess að kanna, hvort niðurstaða þín fær staðizt? Ert þú ekki í vafa um neitt? Þarftu ekki að spyrja um neitt?" Ló Shí leit til kenniföður síns, og snöggvast sá Peter bregða fyrir glampa í augurn drengsins. En hann kulnaði jafn skjótt, og sama myrkrið lagðist yfir ásjónu hans og hinna. Þetta tillit vakti nýja von hjá Peter. Upp frá þessu lagði hann langmesta rækt við Ló Shí. Hann lét hina drengina óáreitta læra vísindi sín að kínverskum hætti. En Ló Shí skal ég innræta vísindalegt hugarfar, hugsaði Peter. Á heimleiðinni varð honum reikað út að íþróttavellinum. Þar fór f'ram knattspyrnukeppni. Peter varð óþægilega við. Kínverskir drengir áttu ekki að leggja stund á svona grófgerða líkamsþjálfun. Það hlaut aðeins að sanna þeim enn betur en áður, hve þá skorti þá eiginleika og aðstöðu, sem knattspyrnan krafðist. Peter horfði agndofa á það, hvernig þeir lyftu varlega faldi síðra kyrtlanna og trítluðu yfir völlinn, eins og þeir væru alltaf að forðast að reka sig á og óhreinka sig. Litlu siðar átti Peter leið hjá dyrum kvennaskólans. Snöggar, kinverskar skipanir bárust út til hans: „Ih, erh, san!“ — einn, tveir, þrír! — Kínversk stúlka var að kenna leikfimi. Buxur og treyjur stúlknanna voru þægilegri til þess háttar æfinga heldur en fatnaður drengjanna til knattspyrnuæfinga, en fætur þeirra höfðu verið reyrðlr, og það var þeim alvarlegur trafali. En jafn- vel yngstu telpurnar, sem héldu fótum sínum óskemmdum, voru mjög hátíðlegar og mjög kínverskar i öllum hreyfingum. m. KÍNA hafði i margar aldir verið gróðrarstia landfarssótta og hvers konar sjúkdóma. Sjálfir voru Kínverjarnir að vísu furðu ónæmir fyrir sjúkdómunum, en um hvíta fólkið í Kína gilti allt öðru máli. Það var miklu minni viðnámsþrótti gætt en Mongólarnir. Peter hafði lengi borið kvíöboga fyrir þvi, að börn hans kynnu að verða þessum kínversku pestum að bráð. En smátt og smátt hafði þessi ótti rénað, og nú treysti hann orðið þvi, að hann myndi vera fær að verja fjölskyldu sína með þekkingu sinni og færni. Hann innrætti börnunuin strangasta hreinlæti og vakti sífellt yfir því, að maturinn væri réttilega meðfarinn, svo að engin sýkingarhætta stafaði af honum. Vorið íeið, og innan fárra vikna átti að loka skóla Díönu. Þá ætlaði hún upp i fjöllin með börnin. Einn heitan og muggulegan morgun kom Wang Ma hlaupandi á eftir Peter, þegar hann var í þann veginn að stíga inn í sjúkra- húsið. Hún var með Serenu í fanginu. „Barnið er veikt,“ hróp- aði hún. Peter sneri við og virti barnið fyrir sér. Ennið var blautt af syita, og það bylti sér þreyjulaust í örmum Wang Ma. Illum grun skaut upp í huga Peters. Blóðsótt herjaði í borginni — gat þetta verið blóðsótt? Serena var látin fara í rúmið, og þegar Peter fór frá henni, veifaði hún glaðlega á eftir honum. En henni þyngdi, þegar á daginn leið. ^ Díana vakti alla nóttina yfiiv telpunni, en undir morguninn seig á hana höfgi. Höfuðið hneig niður á kodda barnsins, en önnur höpdin hélt enn i teppið, sem ofan á því var. En eftir litla stund hrökk hún upp — Peter litli hafði kallað á hana. Díana tók hann í faðm sér. Hann streittist á móti. Það leyndi L sér ekki, að hann var með óráði. Hann lét litlu hnefana kreppta riða á móður sína. Það var eins og hjartað í brjósti Díönu næmi staðar. Nú fann hún líka, hve brennheitur drengurinn var. Hanri var orðinn veikur — hann lika. Dagarnir liðu seint og hægt. Peter lét einskis ófreistað til þess að bjarga börnunum, en örvæntingarfullar tilraunir hans komu að litlu liði. Börnin lágu i móki, og þessi helsótt náði æ sterkari tökum á þeim. Hvítir og gulir vinir reyndu að rétta læknishjón- unum hjálparhönd. Sen S Mó útvegaði sér þurra fræfla af lót- usblómi og sauð af þeim lyf eftir gamalli fyrirsögn, sem lifað Bændur! Gangið frá pöntunum yðar til kaupfé- la^anna nú. Vorannir nálgast. Samband ísl. samvinnuf élaga Benzín- og olíuvélar 99 ViIIiers4* Ii/2 til (2i/2 hestöfl „Villiers44 2i/2 til 4 — „Atlas“ 6 til 8 — Simi 7450. HeysSeðar .—j Fyrirliggjandi hjól og öxlar fyrir heysleða. Framhjól: 18 tommur í þvermál, 6 tommu breið. Afturhjól: 24; tommur i þvermál, 6 tommu breið. Öxlar 6i/2 fet á lengd. Stýrisútbúnaður á framöxli. — Verð kr. 968.00. Ennfremur dráttarstengur og hemlar. ORH M Sínii 7450. Utsalan íj á kvenkápum stendur yí'ir. mikill afsláttur I Klæðav. Andrésar Andréssonar h.f. I J ♦♦♦•♦♦♦« .♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦«******t«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦■ »♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•< ♦♦♦♦♦♦»♦«•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦< «♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦• Árshátíð Samvinnuskólans verður haldin sunnudaginn 9. febrúSr í Tjarnarcafé og hefst kl. 9 e. h. með kaffidrykkju. Aðeins nemendur skólans, e?dri og yngri, og gestir þeirra, fá aðgang. Aðgöngumiðar verða seldir i skólanum á laugardag og við innganginn. STJÓRADI. T ðnlistar hóf ið verður I Slálfstæðishúsinu kl. 9 á sunnudagskvöld. Fjöldi Iistamunnu shemmtlr. Samkvæmisklæðnaður. nAnar auglýst síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.