Tíminn - 15.02.1947, Síða 2

Tíminn - 15.02.1947, Síða 2
2 TtMINiy, laugardaginn 15. febr. 1947 32. blað Lauyardugur 15. febr. „Framsækni hlutinn” Þjóðvíljinn er meira en lít- ið glaður yfir rangfærslum þeim um stefnu ríkisstjórnar- innar í dýrtíðarmálinu, er birt- ust í forustugrein Mbl. 12 þ. m. Þjóðviljinn endurprentar grein- ina að mestu leyti og kemst síð- an þannig að orði: „Eins og for- ustugrein Morgunblaðsins sann- ar hefir framsæknari hluti S jálf stæðisf lokksins f yrirlitn - ingu á henni (þ. e. ríkisstjórn- inni) og vantreystir henni til nokkurra nýtilegra verka. En hversu lengi á jafn auðvirðileg stjórn að fá leyfi til að stjórna landinu?" Þessi niðurlagsorð Þjóðvilj- ans eru augljóst bænakvak til hins „framsækna hluta“ Sjálf- stæðisflokksins, sem sagður er fyrirlíta stjórnina, um að eira henni ekki lengur. Þa& má jafn- framt lesa á milli línanna, að faðmur Áka og Brynjólfs stend- ur opinn, ef „framsækni hlut- inn“ getur steypt stfórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar úr stóli. Hver er þessi „framsækni hluti“ Sjálfstæðisflokksins, sem Þjóðviljinn beinir til bænarmál- um sínum og breiðir á móti faðm Brynjólfs og Áka? Það eru eigendur Mbl. og nán- ustu samherjar þeirra, sem standa fyrir hinum furðulegu skrifum um ríkisstjórnina. Það eru Ólafur Thors, Valtýr Stef- ánsson og aðrir félagar þeirra, sem Þjóðviljinn nefndi „spillt- ustu klíku braskaravaldsins á íslandi/' þegar hann þóttist vilja koma á vinstri stjórn fyrir fáum vikum síðan. Þessum höf- uðpaurum stórgróðavaldsins skenkir Þjóðviljinn nú nafnbót- ina „framsækni hluíi“ Sjálf- stæöisflokksins, en ekki hinum vinnandi mönnum, sem flokk- inn fylla. Það er þessum mönn- um, sem Þjóðviljinn býður nú upp á endurnýjaöa samvinnu við Brynjólf og Áka. Þessi ummæli og bænarmál Þjóðviljans sýna bezt, hve lítið hefir veriö að marka skvaldur hans um myndun róttækrar og írjálshuga vinstri stjórnar. Það hefir bersýnilega ekki verið meint til annars en að friða alþýðumennina í Sósíalista- flokknum, sem voru orðnir ó- ánægðir yfir því, að heildsal- ar og braskarar þrifust aldrei betur en undir handarjaðri þeirrar stjórnar, sem Brynjólfur og Áki sátu í. Þessa menn átti að sefa með því, að Þjöðvtljinn talaði fagurlega um vinstri stjórn og foringjar hans létust vera að vinna að henni, meðan Áki og Brynjólfur væru að und- irbúa nýja flatsæng með Ólafi Thors. En allar slíkar tilraunir áttu að misheppnast og sam- vinnuna við Ólaf Thors átti síð an að réttlæta með því, að koma þyrfti í veg fyrir stjórnleysi. Til þess að ná slíkri niðurstöðu, lét Brynjólfur flokkinn neita að tala við Stefán Jóhann, svo að tryggt væri, að tilraun hans leiddi ekki til vinstri stjórnar. Bænarmál Þjóðviljans sýna, að Brynjólfur hefir hvergi nærri enn misst alla von um endur nýjaða stjórnarsamvinnu hans og Ólafs Thors. Það er augljóst, að hann er reiðubúinn til að lofa heildsölunum og húsabröskur- unum að græða óhindrað áfram, ef Ólafur getur fært honum höfuð Stefáns Jóhanns að laun- um. Og „framsækni hlutinn“ í Sjálfstæðisflokknum hefir eng- fl úítaiíaHgi Svartfuglavilla. Það er undarlegur sljóleiki, sem hefir runnið á suma framá- mei\n Sjálfstæðisflokksins við stjórnarmyndun Stefáns Jó- hanns. Dæmi um það er bréf frá Alþingi eftir Sigurð Bjarna- son í Mbl. Þar er sagt að stefna þessarar ríkisstjórnar sé í aðal- atriðum hin sama og fyrri stjórnar, og alveg hin sama og í dýrtíðarmálunum. Svona menn virðast líklega halda aþ stefna fyrrverandi stjórnar hafi verið stöðvun dýr- tíðarinnar, skipulag í fjárfest- ingu og ódýr verzlun aö ekki séu nefndir hlutir eins og viður- kenning á stéttarsamtökum bænda, Ræktunarsjóður og jarðræktarlög. Svona hugleiðingar, eins og hjá Sigurði, eru sannarleg svartfuglavilla. \ Skilningslykill Ófeigs. Margir kunna þá sögu, að eitt sinn svaraði Jónas Jónsson manni nokkrum því til á fundi, að erlendur löggæzlumaður hefði einhverntíma ráðið niðurlögum hans. Áheyrandi skaut því .að J. J. á eftir, að þetta hefði víst skol- ast hjá honum, því að það hefði 'verið fundarmaðurinn, sem lagði útlendinginn að velli. Þá svar- aði J. J. „Auðvitað vissi ég það, en ég hirti ekki um að hafa það ná- kvæmara.“ Þessa smásögu er rétt að hafa í huga þegar skrif J. J. eru lesin, því að hún er lykill að leyndar- dómi þeirra. A verður B, ósigur verður sig- ur o. s. frv. því að ekki er hirt um að hafa það nákvæmara. Nokkrar skrautfjaðrir. Nokkur dæmi um brenglaða frásögn í síðasta Ófeigi: an veginn lokuð eyru fyrir blíðmælum Brynjólfs. Það sýnir áður nefnd forustugrein Mbl. og það sýnir grein Jóns Rálmasonar í‘ seinustu ísafold, þar sem felldur er sá dómur, að „megin- þorri útvegsmanna og sjómanna og mikill hluti bænda og verka- manna eru ekki mjög bjartsýnir á styrk og starfsemi hinnar nýju stjórnar.“ Hin nýja stjórn er m. ö. o. tæplega komin á laggirnar, þegar málgögn „fram- sækna hlutans" byrja þannig að tortryggja hana og veikja álit hennar. En Bx-ynjólfur þarf að sigra mörg ljón, sem eru í veginum, áður en hann kemst aftur í faðm Ólafs Thors. Sá hluti Sjálfstæðisflokksins, sem ekki ber umhyggju fyrir braski og gróðrabralli, kærir sig ekkert um samvinnu við Brynjólf. Örð- ugust geta þó ljónin orðið í flokki Brynjólfs sjálfs, því að allur þorri vei-kamanna og hinna yngri manna flokksins er and- stæður því, að flokkurinn sé verndari gróðabrasks og stór- svindlara, eins og hann hefir verið tvö seinustu árin. Þessir menn krefjast þess, að flokkur- inn marki sér afstöðu eftir inn- anlandsmálum, en ekki eftir duttlungum erlends stórveldis. Meðal þeirra magnast ótrú á forustu þeirra manna, sem neit- uðu að ræða um stjórnarsam- vinnu við formann Alþýðu- flokksins, en sóttust hins vegar eftir og sækjast enn eftir stjórn- arsamvinnu undir forustu að- alforkólfa braskaravaldsins á íslandi og kalla þá hinn „fram- sækna hftita" Sjálfstæðisflokks- ins í blöðum sínum. J. J. segir að Hermann Jónas- son og Brynjólfur Bjarnason hafi heimsótt Forseta íslands óboðnir, þegar Stefáni Jóhanni var falin stjórnarmyndun. Þeir voru báðir boðaðir á forseta- fund. Svo spinnur J. J. köngur- lóarvef utan um þessa lygasögu og talar um nauðsynleg varð- höld við bústað þjóðhöfðingjans, til a@ halda óboðnum gestum frá. Sennilegá vei’ður hann bú- inn að flytja þál. um það, þegar þetta blað kemur fyrir augu fólks. J. J. deilir enn á Eystein Jónsson og Guðbrand Magnús- son fyrir sameiningu kaupfélag- anna í Reykjavík. Sjálfur var hann hvatamaður að þeii*ri sam- einingu, þó að hann virðist nú vilja tvístra samvinnuhreyfing- unni og kljúfa eftir flokkum. J. J. hrósar Þingvallanefnd- inni gömlu fyrir árvekni, þjóð- rækni og framtak við flutning á beinum Jónasar Hallgríms- sonar. Hins vegar er það stað- reynd að Sigurjón Pétui’sson kostaði „fulltrúa“ nefndarinnar í utanförinni, og er svo að sjá, sem nefndin hafi verið svo há- stillt í andlegheitunum, að liún hafi ekki munað svo veraldleg- an hversdagsleika sem það, að menn verða að borga fé fyrir far milli landa. ,J. J. heldur því fram, að fundur Stéttarsambands bænda á Hvanneyri hafi ákveðið form samtakanna eins og hann hafi markað það í Ófeigi. í því sam- bandi segir hann flést rangt og er sú frásögn öll í líkingu við aðrar venjur hans. Þá segir J. J. að Þór sé nú „eftirsótt veiðiskip í flotanum,“ en hið sanna er að útgerð hans hefir gengið rnjög illa og safnað kvíðvænlegum skuldum. J. J. segir á bls. 24, að erlendir hrútar verði hafðir í Gróttu í vetur „og tili*aunum haldið áfram með tæknifrjóvgun í stærri stíl en áður.“ En á bls. 87 upplýsir hann að Pétur Magn- ússon hafi látið slátra hrútun- um, en láðst hefir að geta þess, hvernig sæðið er geymt eftir andlát hrútanna. J. J. segir á bls. 24, að erlendir hafi látið Hermann Jónasson fylgjast með samningagerð sinní við Bandaríkin urn Keflavíkur- „Hús eiga að vera þannig, að hægt sé að komast út úr þeim í flýti,“ segja slökkviliðsmenn. Það mætti bæta við: „Hver ein- asti húseigandi á að vita hvern- ig hann getur komið fjölskyldu sinni út ef hættu ber að hönd- um.“ Ef yður finnst að þetta sé sjálfsagður hlutur, þá hugsið yður tvo hálfstálpaða drengi, sem létu lífið fyiúr utan svefn- herbergisdyrnar sínar, þegar húsið, sem þeir bjuggu í bi*ann. Úr herberginu á þriðju hæð hefðu þeir auðveldlega getað Skriðið út á þak útihúss og siðan stokkið niður í garðinn. En drengirnir voru gripnir ofsa- hræðslu og gerðu það, sem flest- ir reyna að gera. Þeir ætluöu niður aðalstigann en komust aldrei. Þrír fjórðu hlutar þeirra, sem farast í eldsvoðum deyja í efstu flugvöllinn, og liggur þó fyrir, auk alls annars, varnarræða Ólafs sjálfs um það, hvers vegna hann lét engan Framsóknar- mann af því vita. Breyzkur vandlætari. Hvernig er svo þessi vand- lætari ef skyggnst er undir hræsnishj úpinn ? Seinni árin hefir hann unnið að því að fá sem mesta peninga fyrir sem minnst starf, svo að ekki sé meira sagt. S. í. S. hefir búið vel að hon- um sem maklegt var vegna fyrri starfa. Hann býr í stóru húsi og hefir auk þess sumarbústað austanfjalls. Hann hefir full skólastjóralaun hjá Samband- inu, þó aö annar hafi lengi orðiö að vinna skólastjórastörfin. J. J. á að kenna eina stund í viku. Til þess mætir hann illa og óstundvíslega, en þegar einn efnilegur nemandi minnist á stundvísi, hrekur J. ,J. hann úr skólanum. J. J. skrifaði um lúxusvillur, lúxusbíla og lúxusflakk. Sjálfur sækist hann eftir þessu öllu sama/i, og þegar hann kvaddi „lúxusvillur“ sínar um stundar- sakir í sumar, og fór í evindis- laust „lúxusflakk“ til útlanda hafði hann „lúxusbílinn“ sinn, sem S. í. S. hefir lengi borgað allan rekstur á, með sér utan. J. J. hefir lika skrifað um bílabrask, enda fær hann sér af og til nýjan bíl og selur þann, sem fyrir er. Hann hefir meira að segja fylgt hugðarmálum sín- um á því sviði svo fast eftir, að setjast í bílaúthlutunarnefnd til að greiða atkvæði á móti S. í. S. J. J. hefir skrifað um rithöf- undalaun. Sjálfur hefir hann hirt undanfarin ár námsbóka- gjald frá þúsundum heimila fyr- ir kennslubækur sínar. Dýpst I sorpinu. Hámarki sínu nær rógburður- inn í Ófeigi, þegar því er haldið fram, að Framsóknarflokkur- inn hafi látið gera svartan lista yfir þá flokksmenn, sem þættu grunsamlegir eða ótryggir. Tæp- ir J. J. á því, að slík skrá hafi verið gerð yfir allt landið, enda mun Jón Pálmason vera farinn að hvísla því að Húnvetningum, hvernig þeir séu flokkaðir. Hér hæðum húsanna og er það hit- anum að kenna — því hiti leitar alltaf upp. Þegar eldur kemur upp í húsi, hitna stigarnir fljót- lega af lofttegundum, sem myndast við brunann og geta orðið 500 gráðu heitar. Fólk, sem þýtur lafhrætt fram úr rúmunum og niður í stiga deyr af völdum lofttegundanna löngu áður en eldurinn nær því. Fjöldi mannslífa myndi bjarg- ast ef fólk hugsaði skipulega. Ef þér vaknið-og finnið reykjar- lykt, megið þér fyrir enga muni opna svefnherbergiscjyrnar. Þreifið á bitanum, sem er yfir hurðinni. Ef tréð er heitt megið þér ekki opna. Það er þegar of seint. Heitt tré eða bara heitt handfang þýðir, að í næsta her- bergi sé drepandi hiti og þér getið alls ekki komist niður stig- ann. Nei, látið dyrnar vera lokaðar Þegar eldsvoða ber að höndum Á hverju ári lætur fjöldi fóiks lífið í eldsvoðum. Paul W. Kearney skrifar í þessari grein um ýmsar varúðarreglur, sem geta bjargað lífi fólks og jafnvel húsunum líka. Jessie Lady Craigie Dáin 10. febrúar 1947 Höfðingskona fremur flestum, fasprúð, djörf og tíguleg; búin kvenvals kostum mestum, króka eigi þekktir veg; vinum gæfugengis lestum gott að veita aldrei treg. Getur nokkur gesta þinna gleymt hve friðsælt hús þitt var? Hlýjum skyldi huga sinna hverjum sem að garði bar. Menntaprýðin meginsvinna mætti hvergi eins og þar. Nú er lokið löngum degi (lúnum æ er hvíldin góö, aldrei sem á ævivegi iðjulausum höndum stóð). — Það mun satt, að áður eigi átti Skotland dýrra fljóð. Einn ég veit, sem votum hvarmi vaka hlýtur marga stund. Hann í starfi sterkum armi studdir þú á alla lund. — Hrein sem lands míns heiðisbjarmi helzt þín minning, göfga sprund. Sn. J. er um mjög lúalegan og fyrir- litlegan ódrengskaþ®að ræða, til að reyna aö vekja tortryggni og úlíuð meðal samflokksmanna. Þessi lygasaga, sem Ófeigur flyt- ur, er bersýnilega búin til, sem úrslitatilraun i örvæntingu, síð- asta tilraun til að sundra þeim, sem ekki verður tvístrað með málefnalegum missögnum. Þá er að reyna með persónulegan róg. J. J. ætti að skýra frá því, hvaða heimildir hann þykist hafa fyrir sögum sínum í þessu máli, ella verður eflaust talið, að hér sé um níðingslegan róg burð að ræða frá hans hlið. Einkennisnafn veldur misskilningi. Þjóðviljinn er sár, sem von er, yfir því að minnzt skuli vera á viðskilnaö Áka ráðherra og það, að frystihúsin eru að fyllast og landið að verða saltlaust. Hitt er svo þarflaust af blaðinu að brigzla Tímanum í þessu sam- bandi. Tíminn hefir talað um gröf „Nýsköpunarinnar“ og er rangt af Þjóöviljanum að fella tilvísunarmerkin niður af þessu einl?,ennisheiti á auglýsinga- stjórn Áka og félaga hans. Svo mega þeir Þjóðviljamenn og reynið í'stað þess að opna þær að komast út um glugga. Ef það er ókleift þá hrópaðu að m. k. á hjálp gegnum gluggann. Meðan lokaöar dyr eru á milli yðar óg eldsins eru alltaf likur til, að þér sleppið lifandi. Sé hurðin köld þá opnið hana gætilega, komið yður þannig fyrir að þér getið fljótlega lokað henni aftur. Er þér hafið opnað hurðina örlítið þá lyftið hend- inni upp í rifuna. Ef hiti leikur um hönd yðar þá lokið hurðinni i snatri og leitið á náðir glugg- ans. Eins nauðsynlegt eins og það er að opna dyrnar í brennanli húsi er að loka þeim aftur. Hvað eftir annað kemur það f.yrir, að fólk sem verður elds vart þýtur af stað i dauðans angist og læt- ur dyrnar standa upp á gátt. Á þennan hátt geta hiti og reykur breiðzt óhindrað um allt húsiÖ. Ef dyrunum hefir verið lokað undir eins hefði eldurinn og undanfari hans hitinn og eitraðar gastegundir lokazt úti í nokkrar mínútur, og það voru ef til vill mínúturnar, sem þurfti til að bjarga öllu húsinu. Sígild er sagan um ungu kon- Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra. sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem Jjúa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn ,greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. gjarnan reikna hversu mörg og stðr frystihús þjóöin þyrfti undir sjávarafla sinn, ef aldrei er neitt selt, en í þess stáð bara talað um að allt* seljist háu verði. una, sem ætlaði að glæða eldinn í eldavélinni með því að hella i hann steinolíu. Gufan sprakk og neistarnir flugu út um allt eld- húsið. Þegar hún kom til sjálfrar sín á ný stóð eldhúsið í ljósum loga. Fyrst datt henni í hug lítið barn, sem svaf uppi á lofti. Hún þaut út úr eldhúsinu og upp í barna- herbergið. greip barnið og reyndi að komast ofan aftur — niður stigann! Meðan á þessu stóð höfðu ná- búarnir hringt eftir slökkvilið- inu. Sprauturnar komu strax frá slökkvistöð, sem var aðeins fáa kílómetra í burtu, en þegar slökkviliðið kom fann það móð- ur og barn bæði örend í stigan- um. Sprenginguna, sem konan fékk beint framan í sig lifði hún af, en hún dó af reyknum sem þyrlaðist upp stigann af því að hún hafði skilið dyrnar eftir opnar. Margir slökkviliðsmenn lýsa því yfir að þúsundir manna gætu komizt lífs af, ef þeir þekktu og fylglu þeim ein- földu reglum um að opna og loka dyrum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.