Tíminn - 18.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1947, Blaðsíða 2
2 TtMBViy, þriðjndagiim 18. fehr. 1947 33. blað Þriðjudugur 18. febr. SEXTUGUR: Gubbrandur Magnússon, forstjóri Uppsögn landhelgis- saraningsins frá 1901 Tillaga þeirra Hermanns Jón- assonar og Skúla Guðmunds- sonar um uppsögn dansk-brezka landhelgissamningsins írá 1901 heíir vakið mikla athygli og umtal. Sitthvað hefir verið rit- að og rætt um stækkun land- helgínnar seinustu árin, en ekk- ert raunhæft hefir verið aðhafzt af hálfu þings né stjórnar “fyrr en þessi tillaga kom fram. Þó er hér sennilega á ferðinni mik- ilvægara nauðsynjamál íslenzks sjávarútvegs en nokkurt mál annað. Á síðari áratugum 19. aldar- innar reyndu íslendingar hið ýtrasta til þess, að landhelgin yrði ákveðin sem stærst, m. a. að allir flóar og firðir yrðu frið- aðir. Méð áðurnefndum samn- ingi Dana og Breta, sem gerður var að íslendingum fornspurð- um, urðu um 9/10 nothæfra fiski- slóða við ísland utan landhelg- innar. íslendingar urðu þannig hlutfallslega verr settir í þess- um efnum en nokkur fiskveiða- þjóð önnur. Meðan Danir fóru með utanríkismál okkar, þótti þó ekki tiltækilegt að fá þess- um samningi breytt. Lýðveldis- stofnunin 1944 skapaði nýja að- stöðu til sóknar i þessu máli, þar sem ísland varð þá aðili í stað Danmerkur að öllum samn- ingum, sem Danir og Bretar höfðu gert um íslenzk málefni. Það er hvort tveggja í senn, sjálfstæðismál og hagsmuna- mál, að íslendingar fái viður- kennda sem rýmsta landhelgi og helzt ekki minni en þær þjóðir, sem hafa hana stærsta* Fyrsta sporið í þeirri sókn er uppsögn áður nefnds samnings, þar sem ákveðið er, að land- helgin megi ekki vera nema þrjár mílur. Samningurinn er uppsegjanlegur með tveggja ára fyrlrvara og mælir allt með því, að íslendingar noti sér þann rétt tafarlaust, svo að þeir hafi óbundnar hendur i þessum mál- um í framtíðinni. Sú einkennilega skoðun hefir komið fram í þessu máli, að það gæti verið varhugavert og jafn- vel talizt vottur um fjandskap við Breta, ef Alþingi gæfi ríkis- stjórninni fyrirmæli um upp- sögn samningsins. Slíkt er vit- anlega hin fyllsta fjarstæða. ís- lendingar vilja vitanlega kapp- kosta áfram góða sambúð við Breta, þótt þeir vilji fá frum- stæðan rétt sinn viðurkenndan. Það eru ósæmilegar getgátur í garð Breta, sem eru flestum þjóðum réttsýnni, að þeir muni misskllja þessa afstöðu íslend- inga. Eigi farsæl lausn að nást i þessu máli, má ekki kenna neins undansláttar hjá Alþingi elns og t. d. þess, að það þori ekki að minnazt á uppsögn samningsins í ályktun um mál- ið. Slíkur undansláttur gæti orðið til stórkostlegs spillis. Þess ber að vænta, að undansláttar- stefnan eigi enga formælendur á Alþingi. Síðbúin áætlun Það hlýtur að vonum harða dóma, að Alþingi skuli ekki enn vera búið að afgreiða fjárlögin 1947, þótt nær tveir mánuðir séu liðnir af árinu. En víðar er í landi pottur brotinn. í bæjar- stj órnarkosningunum fyrir ári slðan lofuðu Sjálfstæðismenn, Guðbrandur Magnússon for- stjóri varð sextugur síðastlið- inn laugardag. Hann er fæddur 15. febrúar 1887 að Hömrum í Hornafirði. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson, sem síðar bjó á Fossi í Seyðisfirði, og kona hans, Hallfríður Brandsdóttir prests Tómassonar. Fluttist Guðbrandur með þeim til Seyð- isfjarðar og ólst þar upp. Guðbrandur hóf ungur nám í prentiðn í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði. Skapti Jósepsson var þá ritstjóri Austra og bjó Guð- brandur á heimili hans. Að loknu prentnámi fór Guð- brandur til Akureyrar og vann þar í 10 mánuði. Þó að það væri ekki löng dvöl varð hún ærið örlagarík fyrir Guðbrand. Þá var Ungmennafélag Akureyrar stofnað og gerðist hann félags- maður þess á næst fyrsta fund- inum. Hann sat aðeins tvo fundi í því félagi, áður en hann fluttist til Reykjavíkur. En það var nóg til þess, að hann var ákveðinn að koma upp sams konar félagsskap í höfuðstaðn- um. Það gerði hann líka mynd- arlega og varð þar upphafsmað- ur mikilla hluta. Guðbrandur stundaði prent- arastörf í Reykjavík til 1914 að öðru leyti en því, að haustið 1907 fór hann til Danmerkur, til að kynnast lýðskólahreyf- ingunni og sat í skóla þar um veturinn. Það er öll hans skóla- menntun um ævina. Hafði hann mikinn áhuga á því að bera ljós skólamenntunar í líf íslenzkrar alþýðu. En fylling tímans var ekki komin og hug- sjónastarf þeirra félaga bar ekki sýnilega ávexti í skólamál- unum fyrr en hér um bil 20 ár- um síðar að tímabil héraðsskól- anna hófst að fullu. Á Reykj avíkurárum Guð- brands var mikið líf og andlegt fjör í ungmennafélagshreyfing. unni. Ýmsir mikilhæfir áhuga- að slíkur glundroði sem veldur töf fjárlaganna á Alþingi skyldi ekki eiga sér stað í bæjarstjórn Reykjavíkur, ef þeir fengju þar einir völdin. Kjósendurnir trúðu þessu. — Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihlutann. Efndirnar hafa hins vegar orðið þær, að ástandið í þessum éfnum er enn hörmulegra í bæjarstjórn Reykjavíkur en á Alþingi. Fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1947 er ekki aðeins óafgreidd, heldur hefir hún ekki enn verið lögð fyrir bæjarstjórnina. í bæjarstjórnarkosningunum í fyrra var því einnig lofað af Sjálfstæðismönnum, að bæjar- búar myndu ekki þurfa að ótt- ast hækkandi álögur, ef Sjálf- stæðismenn fengju meiri hlut- ann. Það væri sama að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og að koma í veg fyrir auknar álögur af hálfu bæjarins. Efndirnar eru nú farnar að sjást i verki. Raf- magnshækkunin er þegar kom- in fram. Og sagan segir, að það hafi mest tafið fjárhagsáætlun- ina, að meiri hlutinn sé hrædd- ur við að láta það sjást, hve mikið útsvörin hækka! Kjósendurnir geta bezt lært af þessu, að það er ekki allt fengið með þvi að fela einum flokki völdin, heldur getur það leitt tll hinnar allra hörmuleg- ustu niðurstöðu, þegar flokkur- inn er ófær um að stjórna. Það þarf ekki að fara til Þýzkalands til þess að öðlast reynslu fyrir þvl. menn lögðu þá lag sltt saman í Ungmennafélagi Reykjavíkur og var Guðbrandur jafnan fremsti maður í þeim félagsmálum. — Hann gekk þar að starfi af eld- legum áhuga og fórnfýsi. Seint á'árinu 1909 hóf Ung- mennafélag íslands útgáfu Skinfaxa. Voru þeir fyrst rit- stjórar Helgi Valtýsson og Guð- mundur Hjaltason. En árið 1911 Guðbrandur hurfu þeir báðir frá því starfi. Fluttist Helgi þá til Noregs, en Guðmundur brá sér þangað i kynnisferð. Guðbrandur Magnússon var kjörinn Sambandsstjóri U. M. F. í. 1911—1914. Það féll því í hans hlut að ráða ritstjóra Skínfaxa haustið 1911, er þeir Helgi og Guðmundur hurfu frá blaðinu. Var hann bæði hepp- inn og hollráður í þeirri fram- kvæmd. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði orðið kennari við Kennara- skólann haustið 1909 eftir fjög- urra ára námsdvöl erlendis. Nú réði Guðbrandur hann að Skin- faxa og var Jónas ritstjóri hans til 1917, en Guðbrandur var sjálfur í ritnefnd blaðsins fram- an af og skrifaði þar ýmsar greinar um hugsjónamál fé- lagslífsins. Undir þessari ritstjórn varð Skinfaxi merkilegt og nýstár- legt rit. Hann varð málgagn nýrrar hugsjónastefnu, sem greip hugi manna hvarvetna um land. Ungir hugsjónamenn austan af Seyðisfirði eða norð- an úr Bárðardal höfðu þar and- legt samneyti og sálufélag við stórhuga unglinga úr höfuð- borginni, lágsveitum Suður- lands og hvaðan æva að. Þetta var tímabil þjóðaryakn- ingar. Sá nýi boðskapur, sem Skin- faxi flutti, var bjartur og hlýr. Þar var lögð áherzla á rétt hins smáa, einstaka manns og af brennandi áhuga bent á þau úrræði, sem félagsleg samtök veittu honum. Skinfaxi hélt fast á Sjálfstæðiskröfum íslendinga og mættl með stórhuga stork- un þeim gömlu og þreyttu mönnum, sem vildu halda i „ör- yggi“ og „viðskiptalega hags- muni“ af nánu bandalagi við framandi þjóð. En inn á við hélt blaðið fast á rétti hinna smáu og fátæku. Þar var ráðizt á þeirra tíða braskara og fjár- plógsmenn af mikilli hörku og einbeitni. Þar var spurt, hvort fátæklingarnir væru réttlausir. Þar var tekin upp barátta fyrir almennum skyldutryggingum og heiðarlegri skiptingu þjóðar- teknanna. Það er einkennadi fyrir Skin- Magnússon faxa á þessum árum, hve fast þar er haldið á málum alþýð- unnar. Alþýðan er oft nefnd í ritstjórnargreinum blaðsins og túlkaður réttur hennar til menntunar, áhrifa, og fjárhags- legs öryggis, en jafnframt er hún minnt á þegnlegar skyldúr sínar og hvött til samstöðu í baráttunni fyrir þessum rétti sínum. Aldrei fyrr var merki íslenzkrar alþýðu lyft svo hátt, eða hún eggjuð til jafnmikilla dáða. Guðbrandi Magnússyni lét ekki til lengdar að sinna prent- arastörfum -í Reykjavík. Lífs- orka hins unga hugsjónamanns þráði og þurfti lífræn störf og frjóa tilbreytni. Raunar hafði athafnaþrá hans alltaf haft rýmra starfssvið en gafst innan prentsmiðjuveggjanna, því að hann átti sér nautnalindir margar í hugsjónastarfi félags- lífsins. Vorið 1914 hóf hann bú- skap að Holti undir Eyjafjöll- um í sambýli við æskuvin sinn, sr. Jakob Ó. Lárusson. Var hann þar til haustsins 1916 en þá kom hann aftur til Reykjavíkur og hugði þar til vetrardvalar, en ætlaði sér að hefja búskap með vorinu. En nú var Framsóknar- flokkurinn orðinn til og átti fulltrúa í ríkisstjórn og þótti ekki annað fært en flokkurinn ætti sér blað, enda hafði verið unnið að því með fjársöfnun undanfarið. Þá hóf Tíminn göngu sína og varð Guðbrand- ur Magnússon fyrsti ritstjóri hans. Hann var þá ekki bund- inn af öðrum störfum en ritfær og áhugasamur í bezta lagi. Framsóknarflokkurinn var að verulegu leyti stj órnmálasam- tök þeirra manna, sem höfðu mótað stefnu Skinfaxa árin áð- ur. Nú var því liði, sem þar hafði verið saínað undir merki ungmennafélaganna, fylkt sam- an og skipað til nýrrar sóknar á sjálfu stjórnmálasviðinu, auk þess, sem þar komu til liðs nokkrir eldri þingmenn sem voru áhrifamenn í héruðum sínum, og kjarninn úr samvinnufélög; um landsins undir forystu Hall- gríms Kristinssonar. Og það kom í hlut Guðbrands Magnús- sonar að stjórna fyrstu sporum Tímans. En ritstjórn Guðbrands varð ekki löng. Hann stóð upp frá henni og leiddi þar í sæti sitt einn æskuvin sinn og félaga úr Ungmennafélagi Reykjavíkur, Tryggva Þórhallsson. Hann hafði verið prestur á Hesti í Borgar- firði síðan 1913, en sótti 1917 um kennaraembætti við guð- fræðideild háskólans en fékk ekki. Nú sá Guðbrandur, að þar var sá maður laus, sem var hið glæsilegasta foringjaefni og snjallasti bardagamaður, ef því var að skipta. Vildi hann gjarn- an tryggja málstað flokksins slíka starfskrafta, þar sem mest reyndi á. Kom þegnskapur Guð- brands hér vel í ljós, er hann bað þennan vin sinn að taka það sæti, er hann sjálfur skip- aði með sæmd. Eftir þetta var Guðbrandur við ýms störf í Reykjavík og var hann um tíma ritari í stjórnarráðinu. En árið 1920 gerðist hann framkvæmdastjóri kaupfélags Hallgeirseyjar og var það þar til 1928. Kaupfélag Hallgeirseyjar starf- aði við hin erfiðustu skilyrði. Verzlunarsvæði þess lá við hafn- lausa strönd, sundurskoríð og umlukt af óbrúuðum stórfljót- um. Það var því óvenjulega erf- itt að fullnægja vöruþörf þessa héraðs. En Guðbrandur var á- hugamaður mikill, gæddur óbil- andi bjartsýni og stórhug. Hann fékk vörur fluttar austur á bát- um og varð oft að skipa þeim upp í Vestmannaeyjum og geyma, ,unz lendandi varð víð sandana. En í ánnan stað fékk Guðbrandur hafskip til að koma með vörur að söndunum á vor- in og tók þær þar beint á land og lánaðist það vel. Ekki þarf að fjölyrða um það, að slíkur hugsjónamaður, sem Guðbrandur Magnússon var ekki í átta ár austur í Rangár- vallasýslu, án þess að láta al- menn umbótamál héraðsins til sín taka. Sýslan lá undir eyðingu af vatnagangi og uppblæstri og voru fyrstu höfuðátök til að snúa þar undanhaldi í sókn gerð í tíð Guðbrands eystra, t. d. fyrirhleðslan við Djúpárós. Er ekki að efa að bjartsýni Guðbrands og stórhuga trú á landið og þjóðina og hin græð- andi lífsöfl framtíðarinnar hefir átt góðan þátt í því að undir- búa þau samtök, sem urðu svo sterk og hamingjusöm að bera sigur úr býtum í skiptunum við villt og hamslaus náttúruöfl. Guðbrandur var afburða vin- sæll kaupfélagsstjóri, því að hann vildi hvers manns vand- ræði leysa og var jafnan boð- inn og búinn til þjónustusam- legrar fyrirgreiðslu. Árið 1928 fluttlst Guðbrand- ur Magnússon til Reykjavíkur og varð forstjóri áfengisverzlun- ar ríkisins og hefir verið það síðan. En auk þess hafa honum verið falin ýms trúnaðarstörf Hann hefir verið í stjórn Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, endurskoðandi Landsbank- ans, formaður í milliþinganefnd í skatta- og tollamálum o. fl. Innan Framsóknarflokksins hefir Guðbrandur gegnt hin- um þýðingarmestu störfum. Hann hefír verið í blaðstjórn Tímans alla tíð og verið í mið- stjórn Framsóknarflokksins ó- slitið frá 1933 að núverandi skipulagi flokksins var komið á. Guðbrandur er kvæntur Matt- hildi Kjartansdóttur bónda á Búðum, Þorkelssonar prests á Reynistað. Guðbrandur Magnússon er maður hjálpsamur og greiðvik- inn. Engar skýrslur eru til um þann stundafjölda, sem hann hefir varið til að reka annarra érindi og greiða úr annarra málum, og sízt af öllu væri hon- um slík skýrslugerð að skapi. Slík umsvif fyrir aðra eru ekki alltaf metin sem vert er út í frá, en liðveizlan hins vegar nokkuð tímafrek og segir eftir við önnur afköst manna. En snauðara væri þá þjóðlíf vort og víða kaldari kynni, ef ekki gætti þar sums staðar þessara eiginleika, sem Guðbrandúr á í svo ríkum mæli, að vilja hvers manns vandræði leysa. Guðbrandur er maður list- elskur og hefir ekki látið sitt eftir liggja að hlynna að fögrum listum og þeim, sem helga sig slíkum störfum. Þó að Guðbrandur hafi mjög komið við deilumál og þau mörg viðkvæm, og jafnan staðið þar fast í fylkingu og haldið af- dráttarlaust á skoðun sinni, hefir það jafnan verið gert á þann hátt, að hann mun ekki eiga sér neina óvildarmenn. — Kann hann og vel að meta menn og sjá kosti þeirra, þó að séu málefnalegir andstæðingar. Framsóknarflokkurinn á góð- an og hollan liðsmann, þar sem Guðbrandur er. Hann er fals- laus og hlýr í samstarfi og lað- ar menn saman meðan auðið er, en ef svo fer að í odda skerst er hann sem fyrr heill og ein- lægur. Slíkir menn eru jafnan æskilegir í samfylgd, því að jafnan verður minna úr erfið- leikum félagslífsins í samvist þeirra, og falsleysi þeirra og einlægni eyðir tortryggni og óþörfum grunsemdum. Áhugi Guðbrands og ósér- hlífni hefir meðal annars kom- ið fram í því, að. hann hefir löngum hlaupið undir bagga við Tímann og- unnið þar myndar- lega sjálfboðavinnu, þegar á hefir legið við kosningar og endrar nær í forföllum fastra starfsmanna blaðsins.. Má svo að orði kveða, að síðan hann kom til Reykjavíkur 1928, hafi hann jafnan verið árvakur bak- vörður í kappliði Framsóknar- manna á sviði blaðanna. Hann hafði sig lítt í frammi á venju- legum tímum, en ef hugsjónir samvinnumannanna og áhuga- mál þurftu hans sérstaklega með í blaðadeilum, var vöskum manni og öruggum á að skipa. Guðbrandur Magnússon er hugsjónamaður mikill. Hugur hans er jafnan opinn fyrir feg- urð nýrra mannlífshugsjóna. Honum er það gefið að gleðja^t hjartanlega yfir þvi, sem hann finnur fagurt og honum virðist að sé til heilla. Hann hrífst ó- venjulega innilega af fegurð lífsins og þeim öflum þess, sem hefja það til meiri þroska og fullkomnunar. Þannig er hann enn í dag gæddur sömu eigin- leikum og hugarfari, sem mót- uðu ungmennafélögin fyrir 40 árum. Hann gleðst hjartanlega yfir aukinni tækni og nýrri verklegri menningu. Hann fagn- ar hverjum sigri, sem þjóð hans vinnur yfir náttúruöflunum. Hann vermir huga sinn við rétt- látari félagsmálaskipun og mannfélagshætti. Og hann skil- ur að undirstaða alls þéssa, er andlegt líf hins smáa, hvers- dagslega manns. Þess vegna er það baráttan fyrir rétti og menningu alþýð- unnar, sem einkum á hug hans, eins og þeirra félaganna við (Framhald d 4. slöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.