Tíminn - 18.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Simar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOPUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Simar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Simi 2323
31. árg.
Reykjavík, þriðjuclagimi 18. febr. 1947
ERLENT YFIRLITV
Kolaskorturinn í Bretlandi
1 haldsiiienn nota tækifærio til ao jafna
gamlar deilur við námumálaráðherr-
aim
Seinustu fregnir frá Bretlandi benda til þess, að stjórninni
hafi tekizt með ráffstöfunum sínum að vinna bug á sárasta elds-
neytisskortinum, er hin óvenjulega hörkuveðrátta hefir valdið.
Þetta er ekki sízt að þakka kolanámumönnunum, sem hafa lagt
á sig eftirvinnu og helgidagaívinnu tíl þess að auka framleiðsluna.
Sést á því, að kolanámumenn telja það miklu skipta, að erfiðleik-
arnir, sem stjórnin hefir hér þurft að mæta, yrðu ekki eins mikið
vatn á myllu stjórnarandstöðunnar og hún hefði látið sig dreyma
um.
Ástæðan til þess, að íhalds-
menn hafa notað sér eldsneytis-
skortinn, sem stafar af vetrar-
hörkunum, til ádeilna á ríkis-
stjórnina, stafar fyrst og í'remst
af því, að kolanámurnar voru
þjóðnýttar í' síðastl. ári. Kola-
vinnslan hefir farið minnkandi
í Bretlandi á undanförnum ár-
um og liggja til þess margar
Sblnwell.
ist þjóðnýtingin vel fyrir á með-
al námumannanna. Hins vegar
eru ekki komnar til fram-
kvæmda nema sáralitlar endur-
bætur á kolavinnslunni, er
stjórnin hefir fyrhhugað, en
áætlað er að veita al"ls 3 miljarða
sterlingspunda til að koma
námarekstrinum í nýtízkuhorf.
Þótt kolaframleiðslan hafi
heldur aukizt á síðastl. ári, hefir
það ekki nægt til að mæta hinni
auknu eftitspurn. Engin skilyrði
hafa því verið til að safna birgð-
um og kolin, hafa verið flutt
jafnóðum til verksmiðja og
orkuvera og þau voru unnin.
Þegar samgöngurnar tepptust
vegna snjóþyngsla og ísalaga á
dögunum, urðu verksmiðjurnar
og orkuverin því næstum jafn-
harðan kolalaus. Við þetta bætt-
ist svo, í,ð vinnslan féll niður í
mörgum námum vegna kuld-
anna. Til að koma í veg fyrir al-
gert öngþveiti, greip stjórnin til
mjög róttækra ráðstafana, m. a.
jvar lokað fyrir rafmagn til
33. hlnd'
i - . •
Ingólfur Arnarson, fyrsti togari Rvíkurbæjar
komígær
fjöldamargra verksmiðja og raf-
ástæður. Námufélögin hafa ver- orka mjög takmörkuð til heimil-
ið mörg og fá þeirra svo' fjár- isnota. Þessar ráðstafanir hafa
sterk, að þau hefðu bolmagn til leitt til þess, að meira en ein
að koma rekstrinum í nýtízku-
horf. Aðbúnaður námumanna
hefir verið slæmur og þvi stöð-
ugt orðið erfiðara að fá
menn til námuvinnu. Jafnaðar-
menn hafa lengi haldið þvi fram,
að eina lausnin á þessum mál-
um væri Jþjóðnýting og sameig-
inlegur rekstur allra námanna.
Þegar lögin um þjóðnýtingu
námanna voru samþykkt á fyrra
ári, veittu íhaldsmenn þeim
sáralitla mötstöðu, því að á-
standið i þessum málum var
orðið svo óvinsælt, að erfitt var
að mæla því bót lengur.
Þótt enn sé ekki fengin reynsla
af þjóðnýtingunni, hefir ástand-
ið heldur batnað síðan. Bæði
heildarframleiðslan og afköstin
á mann haía aukizt síðan. Fleiri
menn hafa líka gefið sig fram
til námuvin'nu og yfirleitt mæl-
ERLENDAR FRETTIR
Bandarikjamenn hafa farið
þess á leit i Öryggisráðinu, að
þeir fái til umráða nokkrar
eyjar á Kyrrahafi, er áður lutu
Japönum. Liklegt þykir, að hin
stórveldin vilji fresta þessu
máli, unz gengið hafi verið frá
friðarsamningum við Japani.
Bretar hafa ákveðið að leggja
Palestínumálið fyrir sameinuðú
þjóðirnar.
Samnjngar um fransk-tékk-
neskt bandalag eru langt á veg
komnir, segir í tilkynningu frá
Prag.
Brezku konungshjóhin eru
komin tji Suður-Afriku og hefir
verið mjög vel fagnað. .
Um 70 manns fórust í flug-
slysunum um helgina. Við ítalíu-
strendur fórst flugvél með 16
manns og í Kólumbíu fórst Sky.
mastervél með 53 menn.
Ekkert Iát verður á kuldunum
í Norður- og Vestur-Evrópu. f
Bretlandi hafa frostin auklzt
aftur. í Osló hefir skólum og
samkomustöðum verið lokað
vegna eldsneytisskorts.
.» «* L - ||,„, /)* -rM
x.?X«*íW*Wi™v
' '¦ '¦
Hér sjá menn nýja togarann, þar sem hann liggur á ytri höfninni í Reykjavík, skrýddur óteljandi fánum, al-
búinn að leggjast aö bryggju, þegar tollverðirnir hafa innt af höndum embættisskyldu sína. í baksýn sést Esja,
sem enn er söm og^á. dögum Ingólfs landnámsmanns. — Megi farsœld fylgja þessu nýja skipi og þeim mönn-
um, er á því starfa.
(l.jósm.: Sig. Guðmundsson)
milj. manna hafa misst atvinn
una í bili, en hinsvegar hafa þær
afstýrt algeru öngþveiti.
íhaldsmenn hafa vitanlega
notað þetta tækifæri til að
kenna skipulagsleysi og úrræða-
leysi st<örnarinnar um kola-
skortinn. Stjórnin hefir hins
vegar bent á, að ekki hafi verið
möguleikar til að safna kola-
birgðum að undanförnu og ekki
sé hægt að kenna henni um,
þótt harðindi séu nú meir í Bret-
landi en þar hafa oröið í 50 ár.
Hún hefir sýnt fram á, að kola-
framleiðslan hefir aukizt í
stfórnartíð hennar. Þá hefir hún
bent á, að þjóðnýtingin hafi
tryggt vinnufriðinn og hafi t. d.
verið tíu sinnum minna
vinnutap i kolanámunum vegna
verkfalla nú en eftir fyrri heims-
styrjöldina.
Gagnrýni íhaldsmanna hefir
ekki sízt verið óvæg vegna þess,
að Emmanuel Shinwell námu-
málaráðherra hefir lengi verið
einn harðskeyttasti andstgeðing
ur þeirra. Hann var einn þeirra
þingmanna, er harðast gagn^-
rýndi stjórn Churchills á stríðs-
árunum og vildi aldrei fara í
stjórn hans, þótt hann ætti
kost á ýmsum ráðuneytum.
Shinwell gaf Churchill á þeim
árum þá lífsreglu, að þeir menn,
sem ekki þyldu gagnrýni, ættu
ekki að gefa sig að stjórnmálum.
Þeirrar reglu hefir hann þurft
að minnast seinustu vikurnar.
Shinwell er 62 ára gamall.
Hann er af Gyðingaættum.
Hann vann ýms störf á uppvaxt-
arárum sínum og lærði meðal
annars klæðskeraiðn. Hann var
ungur, þegar hj,nn tók að starfa
í verkalýðsfélögunum og varð
brátt eijan af leiðtogum sjó-
mannasamtakanna. Hann sat á
þingi 1922—24 og 1928—31. Hann
var námumálaráðherra í stjórn-
um Mac Donalds 1924 og 1930—
31. Árið 1935 bauð hann sig fram
á móti Mac Donald, sem þá var
genginn fhaldsmönnum á hönd,
(Framhald á 4. síðu)
/Evintýri á flugför:
Fjögra manna flugvéS nauðlendir
hjá Völlum í Skagafirði
Flugnieiinirnir tepptir í Varmahlífr í heila viku
Steindór Hjaltalín frá SiglufirÖi hefir á undanförnum árum
gefiö sig mjög að flugmálum og fest kaup á allmörgum flugvélum,
stórum og smáum, og komið upp flugskóla á Akureyri í félagi við
aðra. í sumar flaug hann á stórri flugvél, sem hann á, til Eng-
lands og meginlands Evrópu með marga gesti í boði sínu.
Nú^ fyrir skömmu lenti Stein-
dór í nokkru ævintýri i flugferð
norður í land. Lagði hann af
stað' mánudaginn 3. febrúar í
einni flugvéla sinna — fjögra
manna flugvél — og var ferð-
inni þeitíð til Akureyrár. Voru
þeir félagar fjórir í vélinni,
Njáll Guðmundsson flugma'ður,
Ásgeir Pétursson véla'maður og
Baldur Þórisson, auk Steindórs
sjálfs.
Komust ekki niður í Eyjafjörð.
Dimmt var yfir þennan dag
og þegar þeir félagar komu yfir
Eyjafjörðinn, byrgði hann svart-
ur mökkur, sem hvergi rofaði
gegnuni. Flugu þeir þarna fram
og aftur um stund, komust nið-
ur undir brúnina á Villinga-
dalnum, en urðu frá að hverfa
að lokum. Var nú orðið svo lítið
benzín eftir á vélinni, svo að
ekki voru tiltök að ná aftur til
Reykjavíkur og vafasamt, hvort
Sýning á málverkum
Þór. B. Þorlákssonar
A laugardaginn var opnuð i
Oddfellow-húsinu yfirlitssýning
á málverkum Þórarins B. Þor-
lákssonar í tilefni af því, að um
þessar mundir eru áttatíu ár
liðin frá, fæðingu hans. Eru á
þessari sýningu nær níutíu
myndir, sem Þórarinn heitiim
málaði á þrjátíu árum.
Þ^rarinn hóf málaranám í
Kaupmannahöfn, og hafði þá
enginn ísleúdingur gefið sig við
málaralist siðan Sigurður Guð-
mundsson fornfræ'ðingur féll í
valinn. Að þessu hugðarefni sínu
vann Þórarinn síðan eftir föng-
um, þar til hann lézt árið 1924.
Mun nann jafnan verða talinn
brautryðjandi málaralistarinn-
ar á íslandi.
Uppgripa síldarafli
í sundunum
Uppgripa síldarafli var á
Kleppsvíkinni og Viðeyjarsundi
í gær. Margir bátar voru að
veiðum og fengu sumir þeirra
ágæt köst. Annars biða margir
síldarbátar eftir losun við bryggj
ur í Reykjavík, því skortur er
á skipum til að flytja norður í
bræðslu. . .
dygði til flugs suður í Borgar-
fjörð, þótt lendandi væri á flug-
vellinum á Kroppsmelum.
Lent hjá Völlum í Skagafirði.
Þegar kom yfir Skagafjörð
lækkuðu þeir f,élagar flugið og
komust nlður úr skýjaþykkninu,
og reyndist þá sæmilega bjart
undir. Tóku þeir félagar það ráð,
að lenda hjá Völlum fremur en
hætta á að fljúga suður. Hafði
ein flugvéla Steindórs lent á
þessum slóðum í sumar, og voru
þeir félagar nokkuð kunnugir
staðháttum. x
Flugmenn í vetrarleyfi —
bændur við flugvallargerð'.
Lendingin tókst slysalaust, og
héldu' ævintýramennirnir til
Varmahlíðar. Sátu þeir þar í
góðu yfirlæti alla vikuna. Fékk
Steindór bændur í héraðinu
meo' bifreiðar til þess að aka
grjóti í skurði, sem voru þvi til
trafala, að flugvélin gæti hafið
sig á loft. Var því verki lokið
fyrra sunnudag. Bjóst Steindór
þá til ferðar með sveit sína, því
að veður var gott, og flaug hann
þann dag til Akureyrar.
Sveitin flýgur suður.
Hingað til Reykjavíkúr komu
þeir félagar aftur á föstudag-
inn var. Fóru þeir í'rá Akureyri
á þremur flugvélum -— farþega-
flugvélinni, sem nauðlent hafði
í Skagafirðinum, og tveimur
litlum kennsluflugvélum. Flaug
í'arþegaflugvélin beina leið yfir
hálendið til Reykjavíkur. En
litlu kennsluflugvélarnar flugu
vestur yfir byggðir. Lentu þær
báð'ar hjá Völlum i Skagafirði
og heilsaði Steindór upp á vini
sina frá fyrri viðdvöl þar. En
síðan var flogið áfram vestur
yfir Húnavatnssýslu og suður
yfir. heiðar til Reykjavíkur.
Telur Steindór að gera megi
góðan flugvöll þarna hjá Völl-
um með litlum tilkostnaði.
Varö aö skera nótina sundur.
Jökull frá Hafnarfirði fór í
gærmorgun áleiðis til Siglu-
fjarðar með síld, sem hann hafði
veitt þá um morguninn og dag-
inn á'ður. í seinasta kastinu
fékk hann svo mikla síld í nót-
ina að fleygja varð miklu af
henni og skera nótina sundur
til að ná henni undan síldar-
kösinni.
-Á Viðeyjarsundi veiðist síldin
á 6—7 faðma dýpi.
Flein bátar á síldveidar.
Bátar e.ru nú alltaf að bætast
við á síldveiðarnar með degi
hverjum. Eldborg hefir nú t. d.
hætt síldarflutningum, og er
farin á veiðar, og^von er á fleir-
um næstu daga, svo sem Dóru
frá Hafnarfirði og Richard frá
ísafirði.
Skortur á flutningsskipum
tefur nokkuð síldveiðarnar, þar
sem bátarnir þurfa að liggja við
bryggjur fullhlaðnir og bíða
eftir losun. í gær biðu margir
bátar eftir losun, en illa leit út
með skip til flutninga norður.
Rifsues _og Ólafur Bjarnason
munu þó taka síld til flutnings
í dag.
Framsóknarvist
á föstudaginn
Vegna fjölmargra áskorana
hefir verið ákveðið, að Fram-
sóknarfélögin í Reykjavik haldi
skemmtisamkomu í samkomusal
Mjólkurstöðvarinnar næstkom-
andi föstudagskvöld. Hefst hún
með Framsóknarvist kl. 8.30.
Vigfús Guðmundsson, sem er
á förum úr bænum, hefir lofað
að stjórna þessari samkomu.
Ef dæma má eftir líkum, er
vissara fyrir Framsóknarfólk,
sem sækja ætlar þessa samkomu,
að panta sér aðgöngumiða sem
fyrst í sima 2323.
Skípinu fagnað
meö viðhöfn
Hinn nýi togari Reykjavík-
urbæjar, Ingólfur Arnarson,
kom til landsins í gær eftir
fljóta og greiða ferð frá Eng-
landi. Var honum fagnað af
mikilli viðhöfn og f jölda fólks,
sem safnaðist saman á hafn-
arbakkanum, þegar skipið
lagðist að bryggju.
Hið nýja skip kom inn á ytri
höfnina á öðrum 'timanum í
gær. Hayðli það aðeiins veri'ð
hálfan þriðja sólárhring frá
Englandi.
Þess var nú skammt að bíða,
að fólk tæki að þyrpast niður á
Skúlagötuna, til þess að virða
fyrir sér skipið, þar sem það lá
fánum skrýtt úti á Engeyjar-
sundi. Voru dómar manna mjög
á einn veg, að þetta væri föngu-
legt skip að sjá. .
Nokkru eftír klukkan þrjú var
haldið inn og mun .klukkan haf a
verið um tuttugu mínútur geng-
in í fjögur, þegar þessi fyrsti
togari bæjarútgerðai'innar í
Reykjavik skreið í fyrsta sinn
inn úr hafnarmynninu. Var þá
hafnarbakkinn allur þakinn
fólki, sem fýsti að sjá þetta nýja
skip. — Lúðrasveit Reykjavíkur
lék, og margt stórmenna bæj-
arins, svo sem þingmenn og
bæjarfulltrúar, stigu á skips-
fjöl.
Klukkan fjögur hófst úty^rp
móttökuathafnarinnar. Fluttu
þeir Jóhann Þ. Jósefsson sjávar-
útyegsmálaráðherra og Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri fyrst
ræður. Síðan lýsti Gísli Jónsson
alþingismaður skipinu. Siðastur
talaði Guðmundur Ásbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar.
Þetta skip er hið fyrsta, sem
hingað kemur af 32 togurum,
sem ríkisstjórnin samdi um
smíði á árið 1945. Það-er með
olíukynntri gufuvél.um 500 lestir
að burðarmagni og getur flutt
300 lestir af ísuðum fiski í lest.
Skipið er fallegt að ytri sýn,
og vistarverur skipsverja virð-
ast rúmgóðar og snotrar.
Skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni
er Hannes Pálsson.
Bretar settu
engin skilyrði
Bjarni Benediktsson utanrík-
ismálaráðherra upplýsti utan
dagskrár í gær, að það væri
algerlega tilhæfulaust, aS Bret-
ar hefðu sett þau skilyrði i'yrir
viðurkenningu sinni á íslenzka
lýðveldinu vorið 1944, að tsland
samþykkti alla samninga, er
Bretar og Ðanir hefðu gert um
íslenzk málet'ni. Yfirlýsingu
þessa gaf ráðherrann í tilefni
af því, að Einar Olgeirsson
hafði haldið þessu fram fyrir
nokkrum dögum, er landhelgis-
samningurinn frá 1901 var til
umræðu
Báðherrann tók það skýrt
fram, að Bretar hefðu engin
skilyrði sett fyrir viðurkenningu
sinni á lýðveldisstofnuninni.
Hins vegar upplýsti ráðherr-
ann, að nokkru eftir að rfkis-
stjórn Ólafs Thors kom til valda,
1944, hefði það orðið samkomu-
lag uiilli tslendinga og Breta, að
slíkir samningar skyldu gilda
áfram, enda hefði það verið í
samræmi við alþjóðavenjur.