Tíminn - 20.02.1947, Page 3
35. blað
TÍMIIVIV, fimmtudagiim 20. fehr. 1947
F i ín in t n g n r :
agnús Helgason
bóndi í Héraðsdal í Skag’afirðl
Fimmtugur varð 21. desember
s.l. Magnús Helgason bóndi í
Héraðsdal í Skagafirði.
Magnús er fæddur, að Ána-
stöðum í Lýtingsstaðahreppi 21.
des. 1896, og eru foreldrar hans
Helgi Björnsson fyrrum bóndi
á Ánastöðum og síðari kona
hans Margrét Sigurðardóttir,
ættuð úr Rangárvallasýslu. Þau
Helgi og Margrét voru hin mestu
atgervishjón, dvelja þau nú í
hárri elli hjá syni sínum Ófeigi
bónda á Reykjaborg.
Magnús er eitt af níu börn-
um þeirra hjóna sem fullorðins-
aldri hafa náð, og eru átta
þeirra enn á lífi. Öllum er þeim
systkinunum ríkt í blóð borinn
myndarskapur og dugnaður, svo
af hefir borið hjá sumum og
hefir Magnús ekki farið var-
hluta af þeim eiginleikum.
Rúmlega tvítugur að aldri hóf
Magnús búskap i Kolgröf í Lýt-
ingsstaðahreppi og kvæntist
litlu síðar Jónínu Guðmunds-
dóttur bónda í Stapa og víðar.
Er Jónína mesta greindar- og
dugnaðarkona. Eftir fárra ára
búskap í Kolgröf fluttu þau
hjón að Héraðsdal og hafa búið
þar síðan, fyrst á hálfri jörðinni
og síðan allri, eftir að Magnús
keypti hana.
Þegar búskapur Magnúsar
hófst voru efni lítil, en með hag-
sýni og dugnaði hafa þau auk-
izt og búskapur þeirra hjóna
blómgast svo vel að þau standa
í fremstu röð sveitunga sinna
að efnum, og hefir þó engin
kyrrstaða verið í búnaðarfram-
kvæmdum þeirra.
Byggt hefir verið vandað í-
búðarhús úr steinsteypu. Slétt-
að túnið og aukið út svo mikið
að engjaheyskapur er horfinn.
Afgirt túnið og einnig allt land
jarðarinnar. —
Oft hafa Héraðsdalshjónin
verið sveitungum og nágrönnum
haukar í horni þegar veikindi
eða önnur óhöpp hafa heimsótt
þá. Hafi einhvern vantað hey
á vordaginn hefir jafnan verið
leitað til Magnúsar í Dal, þar
eru ævinlega til hey, hvernig
sem vetur hefir verið, og ekki
staðið á að láta þau úti eftir
þörfum.
Ekki hefir Magnús í Dal farið
varhluta af opinberum störf-
um. í hreppsnefnd hefir hann
átt sæti í tuttugu ár, fjallskila-
stjóri í tólf ár, og fleiri opin-
ber mál hafa honum verið falin.
Öll þessi störf hefir Magnús
rækt með hagsýni og skörungs-
skap.
Héraðsdalshjónin hafa eign-
ast tvö mannvænleg börn: Helga
er dó um fermingu og Margréti
sem hefir stundað verzlunar-
nám og er nú við skrifstofu-
störf á Sauðárkróki.
Fjögur fósturbörn hafa alizt
upp hjá þeim hjónum, þrjú
systurbörn hans, er misstú föð-
ur sinn ung, og piltur sem misst
hafði móður sína.
Öllum börnunum reyndust
þau hjón sem sínum eigin. En
urðu að sjá á bak fóstursynin-
um á unglingsaldri og var hann
þá byrjaðyr glæsilegan náms-
feril.
Á afmælisdaginn var saman
komið fjölmenni í Héraðsdal,
var það ftændfólk Magnúsar og
einnig allmargir sveitungar, og
hefðu þó fleiri orðið, ef veður
hefði verið æskilegt.
Var veitt af hinni mestu
rausn og dvöldu gestir við gleð-
skap og skemmtun fram yfir
miðnætti.
Héraðsdalur er ekki í þjóð-
braut, en þangað liggja þó leiðir
margra til að fá ýms erindi af-
greidd, t. d. fylgd yfir Héraðs-
vötn, er falla straumþung
skammt frá túngarði, en Magn-
ús hefir verið sjálfkjörinn fylgd-
armaður síðan hann kom að
Dal, og ætíð farnast slysalaust
þó oft hafi verið djarft farið.
En öllum hefir heimilið látið
í té gestrisni og greiðasemi hver
sem í hlut á. Að síðustu óska
ég Magnúsi i Héraðsdal og
heimili hans farsældar á ó
komnum árum, og að sveitung-
arnir megi lengi njóta starfs-
krafta hans.
12. jan. 1947.
Nágranni.
Þórarinn Þorláksson festi feg-
urð og stórfengileik íslenzkrar
náttúru á léreft. Hann lagði sig
fram við að gera það sem trú-
ast og sannast. Brim við kletta,
ár, fossar, fjöll o. s. frv., voru
viðfangsefni hans. Hann
gleymdi heldur ekki litadýrð
loftsins við fagurt sólarlag.
Sumar sólarlagsmyndir hans
eru full rök fyrir því, hvers
vegna hann vildi hafa rauðan
kross í þjóðfána íslendinga.
Sýningin á verkum Þórarins
er söguleg sýning, því að hún
birtir verk brautryðjanda í mál-
aralist á íslandi. En hún hefir
sögulegt gildi að öðru leyti líka.
Þar má sjá Skólavörðuna,
Batteriið, Friðrik konung VIII.
og ráðherra íslands, Hannes
Hajfslt^ln, ríðandi austuí í
Kömbum, Austurstræti í Reykja-
vík, þegar vatnsberinn gengur
eftir þvi með fötur sínar og ríð-
andi fólk er þar á ferð. Slíkar
myndir eru verðmætar fyrir
menningarsögu þjóðarinnar og
því dýrmætari, sem lengra líð-
m-. Hvað vildu menn nú gefa
fyrir gott samtíðarmálverk ef til
ýæri frá Bessastaðaskóla, fyrstu
ráðgefandi þingunum, skútum
Bjarna riddara Sivertsens og
Guðmundar Schevings o. s. frv.
svo að ekki sé farið lengra aft-
ur 1 tímann?
Það eru eflaust skiptar skoð
anir um það, hversu hátt beri að
setja Þórarin B. Þorláksson
meðal annarra íslenzkra mál-
ara, þegar list hans er mæld við
þeirra. En um hitt eru ekki
skiptar skoðanir, að hann braut
ísinn. Hann hafði kjark og þrek
til að ráðast í myndlistarnám
og helga sig málaralistinni, að
því leyti, sem tími vannst til
■írá brauðstritinu. Hann fann
köllun sína og var henni trúr.
Ef menn vilja fræðast um ís
lenzka listasögu, hafa þeir ekki
ráð á því, að forsmá það tæki-
færi, sem nú býðst til að kynna
sér verk Þórarins B. Þorláks
sonar. Það er líka fröðlegt að
bera hann saman við nútímann
Og öllum munu finnast myndir
hans fallegar og gleðja augu
sín við sólskin þeirra og heið
ríkju, ef þeir geta horft á þær
fordómalaust. H. Kr.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Kaupum tuskur
Baldursgötu 30
ALICE T. HOBART:
Yang og yin
til þess að vinna bug á honum. En Peter var hnugginn. Hann
skrifaði Díönu bréf. Nú var skemmtiferðin úr sögunni. Hann
gat ekki um sjúkleika sinn — sagðist aðeins vera þreyttur og
ætla að hvíla sig í tvo þrjá mánuði að læknis ráði.
Vistin í heilsuhælinu varð langdrægari en læknarnir höfðu
gert sér vonir um í fyrstu. Margra ára þrældómur hafði lamað
líkama hans, og hann var ekki enn búinn að ná sér eftir sjúk-
leikann. Þar við bættist, að hann var mjög áhyggjufullur, eink-
um vegna Díönu, sem nú varð ekki lengur dulin þess, hvað gerzt
hafði. Hann renndi huganum oft yfir farinn veg, og nú var hann
orðinn sannfærður um, að hann hefði sýkzt, þegar hann blés
loftinu í lungu berklasj úklingsins á skurðarborðinu forðum.
Dag einn hafði hann lagzt til sVefns. Þegar hann vaknaði aft-
ur, fann hann undir eins, að hann vigr eitthvað hressari en hann
átti að sér. Þegar hann lauk upp augunum, sá hann, að Díana
sat á rúmstokknum hjá honum.
Díana hafði ákveðið að búa í grennd við sj úkrahúsið meðan
Peter væri veikur, og hún hafði fengið leyfi læknanna til þess
að stunda hann eftir þörfum.
Upp frá þessu fór Peter dagbatnandi. Návist Díönu létti hon-
um sjúkrahúsvistina, áhyggjurnar rénuðu og berklarnir voru á
undanhaldi í líkama hans. Díana fór ekki heim aftur fyrr en
hann var orðinn vel hress.
Stuttu eftir brottför hennar fékk hann tvö bréf. Annað var
frá Ló Shí. Það var stutt, en mjög hlýlegt. Hann tjáði honum,
að hann hefði afráðið að fara til Tokíó og ljúka þar læknisnámi
á þremur árum.
Peter furðaði sig á því, hve lengi hafði dregizt, að Ló Shí
byrjaði háskólanám sitt. En hitt skipti þó mestu máli, að
hann hafði ekki gefizt upp. Ló Shí átti að verða aðstoðarmaður
hans, þegar hann kæmi aftur til Kína.
Hugur Peters stefndi enn að sama marki og fyrr.
XVI.
SEPTEMBERMÁNUÐUR. Kyrrahafsskipið özlaði inn mynni
Woosungfljótsins. Peter og Díana stóðu á þiljum uppi og
störðu út yfir óshólmana, þar sem gullnir hrísgrjónaakrar
bylgjuðust milli laufríkra víðibelta. Skútur með brún segl mjök-
uðust gegnum ála og sund. Peter starði sem í leiðslu út yfir
hið. mikla fljót og hin kínversku frjólönd.
Leiðsögumaður kom om borð í skipið um það leyti sem rökkva
tók. Með honum höfðu komið bréf og blöð. En það voru geig-
vænleg tiðindi, sem biðu ferðafólksins. Gjáin milli austursins
og vestursins, hvítra manna og gulra, var sífellt að breikka.
Innan stundar kom Dorgin í augsýn. Þúsundir ljósa skinu yfir
ílatneskjuna, og þegar nær dró, sást votta fyrir gráum, tröll-
auknum byggingum. Það voru skýjakljúfar Shanghai-borgar.
Skipið lagðist að nýrri bryggju gegnt borginni og lítill bátur
sótti farþegana og flutti þá yfir um. Kvöldgolan lék milt um and
lit ferðafólksins. Á bryggjunum var mikil mergð fólksins. Peter
og Díana ruddu sér braut gegnum mannhafið uppi á fljótsbakk-
num, þar sem bifreiðir, handvagnar og gistihúsavagnar biðu í
löngum röðum. Lítill drengur kom hlaupandi til Peters. „Pen
inga, góði maður,“ sagði hann. „Enginn pabbi, engin mamma,
ekkert viský!“
Fáeinir vinir læknishjónanna höfðu komið til þess að taka á
móti þeim. Eitt hið fyrsta, sem talið barst að, var hið vaxandi út-
lendin^fihatur. En slíkar frásagnir hefðu verið óþarfar, því að
alls staðar bergmáluðu vígorð sem þessi: „Niður með heims-
veldisstefnuna!“ „Burc með útlendingana úr höfnum okkar!“
„Sameinum Kina — lifi þjóðernishreyfingin!“ Stúdentar, sem
höfðu tileinkað sér hvgsjónir kristindómsins um rétt hinna fá
tæku, létu einnig mikið til sín taka. „Afhendið okkur aftur þessa
stóru borg,“ sögðu þeir. „Lyftið af henni oki kínverskra og krist
inna auðjöfra, sem gert hafa hana að helvíti á jörðu.“
Peter reyndi að loka augunum fyrir þessu eða þá að minnsta
kosti að hugga sig við það, að svona væri þetta í Shanghai, en
ckki annars staðar. En hann gat það ekki. Hann varð feginn,
þegar j árnbrautarlestin lagði af stað. Og honum létti því meira
sem lestin brunaði lengra inn á sléttur Kínaveldis. Loks skutu
lág fjöll upp kollunum. Og litlu siðar kom borgin í ljósmál.
Breiðar götur brostu vinalega við langþreyttu ferðafólkinu.
Móttökuathöfninni var lokið, og Peter hafði kvatt síðasta gest-
inn. Hann strauk hendinni yfir ennið eins og hann væri að reyna
að átta sig á einhverju. Hann hafði verið fimm ár í burtu; tvö
þau síðustu í A.rizóna, en sú taug, sem tengdi hann við Kína og
Kínverja hafði samt sem áður ekki slaknað. Nú var hann kom
inn heim. Honum duldist það ekki, að það var sjálft Kína, sem
hafði dregið hann hingað aftur. Margir höfðu orðið til þess að
fagna komu hans — en hann átti eftir að tala við vini sína —
hjúkrunarmenn, námsmenn, gamla sjúklinga, Wang Ma.
En Díönu var öðru vísi háttað. Stofurnar vöktu hjá henni ó-
þægilegar endurminningar. Þær minntu hana á sorgir og þján
ingar — á börnin, sem voru dáin.
Peter lá lengi vakandi þessa nótt. Utan úr borginni bárust
gamalkunnug hljóð. Hin þungu slög peningapressanna buldu í
sífellu, í fjarska ómaði musterisklukka. Þegar daga tók, bætt
ust við ný hljóð — hljóð, sem voru honum framandi. Herlúðrar
voru þeyttir. Bylgja hins nýja tíma hafði einnig náð hingað.
Hann var dauðþreyttur eftir svefnvana nótt, og þessi þreyta
kvaldi hann meira en allar þjáningar, sem hann hafði orðið
að þola. Hann fann, að lífsorkan var þorrin, og það óttaðist hann
mest af öllu.
Hann settist framan á, klæddi sig hljóðlega og gekk niður úti-
dyraþrepin. Bambustrén í garðinum höfðu myndað samfellda
runna. Limgerðið var orðið miklu hærra en það hafði verið
Kaupfélagsstjórastaöan
við Kaupfélag Rangæihga, er laus í júnímánuði næst-
komandi.
Umsóknir sendist Sambandi íslenzkra samvinnufélaga
fyrir 1. marz næstkomandi.
F. h. félagsstjórnarinnar.
ölver Karlsson.
Sveinspróf
verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta marzmánaðar
n. k. — Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni
prófnefndar í viðkomandi iðngrein fyrir 1. marz n. k.
Lögregliistjóriiin í Reykjavík,
17. febrúar 1947.
Málverkasýning
Kjarvals
,í Lístamannaskálanum er opin daglega
frá kl. 11—22.
N>'«5»
LISTSÝNING
Yfirlitssýning á verkum
Þórarins heitins Þorlákssonar
er optn daglega í Oddfellowhöllinni uppi
frá kl. 11—8.
Yfirlýsing
Vegna greinar, er birtist í Þjóðviljanum í gær, um að
„furðuleg óreiða riki nú i störfum sölunefndar setuliðsbif-
reiða“, viljum við undirritaðir, er vorum í sölunefndinni
ásamt Pétri Gunnarssyni sem' formanni, taka það fram,
til þess að fyrirbyggja misskilning, að sölunefnd setuliðs-
bifreiða er ekki lengur til.
Um eða fyrir miðjan október 1946 var nefndinni til-
kynnt með. bréfi frá utanríkisráðuneytinu, að hún ætti
að hætta störfum frá og með 19. þess mánaðar, en með
sama bréfi var Pétri Gunnarssyni einum falið að sjá um
sölu á því sem eftir væri af setuliðsbifreiðum, svo og vara-
hlutum.
Reykjavík, 20. febrúar 1947.
Jón Sigurðsson. Sveinbjörn Guðlaugsson.
I
TILBOÐ
ii
11
11
i»
ii
i»
u
ii
<i
ii
i»
ii
•»
< i
i *
i *
ii
11
u
<»
óskast í skósmíðavélar og skósmíðaáhöld með tilheyrandi
í Camp Knox. — Til sýnis á staðnum kl. 10—12 í dag og á
morgun.
Tilboðum sé skilað í skrifstofu nefndarinnar í Camp
Knox I síðasta lagi kl. 2 e. h. laugardaginn 22. þ. m., en
þar og þá verða tiiboðin opnuð.
Reykjavík, 18. febr. 1947.
Sölunefiid eigna
í Kamp Knox