Tíminn - 22.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.02.1947, Blaðsíða 3
37. blað TÍMIM, langardagiim 22. fehr. 1947 3 Arfleifð Jóns Pálmasonar „En arfurinn er mikill, sem fyrrverandi ríkisstjórn skilar í hendur hinnar viðtakandi." Svo segir Jón Pálmason í ísa- fold sinni 12. febr. sl. Ég vil benda Jóni Pálmasyni á það, að sú ríkisstjórn skilar minnu en hún tók við. Gjaldeyr- irinn hefir eyðst, og þó að sumu sé varið til nýtilegra kaupa hefir miklu meira fé gengið í súginn og horfið. Og í sambandi við ný- sköpunarkauþin á skipunum eru ýmsar ófagrar sögur um eyðslu og ómakslaun til ein- stakya fjá'rplógsmanna í litlu samræmi við smekk og siðferðis- kröfur alþýðunnar. Árið 1946 voru veitt gjaldeyr- isleyfi yfir 700 milj. kr. Þar af var til kaupa á landbúnaðarvél- um tæplega 10,6 milj. Það er von að Jón Pálmason segi að rækt- unin sé ekki komin til fullra nota. En þetta er sú rausn, sem hann og hans fólk hefir verið óþreytandi að grobba af. Jón Pálmason auglýsir eftir úrræðum Framsóknarmanna til að minnka dýrtíðina. í því til- efni vil ég benda houm á tvennt. í fyrsta lagi er það nauðsyn- legt, að þjóðin skilji að dýrtíðin þurfi að minnka. Því þarf að þurrka út úr hugum fólksins áhrifin af því blaðri að dýrtíðin sé einhver hlutur sem geri alla ríka og jafni auðinn. Vill Jón Pálmason beita áhrif- um sínum til að gera fólki ljóst, að þeir, sem hafa talið fólki trú um að dýrtíðin væri hættulaus, hafi haft óþarfan og hættnleg- an boðskap að flytja? í öðru lagi leggjum við Fram- sóknarmenn áherzlu á það, að dýrtíðina megi minnka með því að gera verzlunina ódýrari og gróða milliliðanna minni. Heildsalastéttin er of fjöl- menn og hver einstakur í því fjölmenni fær of mikið í sinn hlut. Þetta sýnir blátt áfram útþenslan í stéttinni og lífsvenj - ur milliliðanna. Það þarf að ná fólki og fé frá verzluninni í framleiðsluna. Vill Jón Pálmason beita áhrif- um sínum til þess, að minnka gróða milliliðanna? Eða trúir Jón Pálmason, að það sé ekki hægt að gera verzl- unina ódýrari en nú er og verið hefir? í sambandi við gjaldeyrismeð- ferðina vil ég spyrja Jón Pálma- son, hvort hann sé viss um það, að ekki hefði mátt spara á ó- þörfum byggingum, bílainn- brúðkaups okkar á morgun. Við hefðum náttúrlega helzt viljað hafa inni kveldboð fyrir hþpinn, en við höfum ekki ráð á því. svo það verður að vera morgun- verður. Þessi kona, skóburstarinn, póstfulltrúinn, skógarhöggsmað- urinn og gamli kaupmaðurinn: — geta þau ekki öll verið dæmi þeirrar samyizkusemi og nægju- semi, þegnskapar og réttvísi, sem yfirleitt einkennir megin- þorra dönsku þjóðarinnar. Við vitum það, að land okkar er i þröng, og við höfum sjálf lengi verið í þröng. En við munum, eins og áður, mæta þeim tak- mörkunum, sem framundan eru með jöfnu geði, og leggja það er við megum til þess, að hægt sé að yfirstíga þá örðugleika, sem í vændum kunna að vera. En nú ríður á því, að þeir sem á : stýristaumunum halda velji heppilegustu aðferðir til að laða fram hin réttu og farsælu öfl, sem í landslýðnum búa. Það þarf engan sérstakan áróður um hugarfarsbreytingu, kænlega settúm fram af auglýsingasér- fræðingum. Það þarf einungis flutningi og utanferðum, svo mikið að inn hefði mátt flytja landbúnaðarvélar fyrir tvisyar sinnum 10.6 miljónir? Og hvaða skýringar vill Jón Pálmason gefa á því, að í hinum „mikla arfi“ fyrrverandi stjórn- ar er botnlaust fjárlagafrum- varp? Jón Pálmason hefir kallað sig yfir skoðunarmann Alþingis. Það er vonandi að hann láti mig ekki bíða eftir upplýsingum um þettn efni. Varla er hann í vafa um hvernig málin standa og hvað eigi að gera. í Mbl. í dag segir Jón Pálma- son: „Þá má nú teljast með nýjum tíðindum, að nú fyrst er sá siður átalinn, sem lengi hefir haldizt, að ráðherrar og þingforsetar fá vín til risnu með kostnaðar- verði. Má ýmsum getum að því leiða, hvað slíkum athugasemdum veldur nú fremur en áður var.“ Ég kippi mér ekki upp við get- sakir Jóns Pálmasonar og má hann vel halda að mér gangi til öfund, jseinfýsi eða „helsærð metnaðartilfinning." Hann má líka vel kalla mig „helzta slef- bera Tíi»í>ins“ vegna þess að ég minnist á þessi mál. En fyrst hann er nú farinn að ræða þetta, þá er rétt að ræða málið sjálft nánar. Vill Jón Pálmason upplýsa nær sá siður hófst að ráðherrar og' forsetar Alþingis fengju vín til einkaneyzlu og persónulegra vingjafa óviðkomandi embætt- um sínum „með kostnaðarverði“' eða undir því? Vill svo Jón Pálmason upplýsa 'undandráttarlaust hverjir hafi notað sér þessi fríðindi og að hve miklu leyti hver? Ég tel að þjóðin eigi heimt- ingu á að fá að vita þetta. Ef þetta er allt svo hreint og heið- arlegt, sem Jón Pálmason vill vera láta, þarf hér ckki neitt að fela. Hitt er svo mál út af fyrir sig, hvort öllum finnst smekklegt, að æðstu menn Alþingis noti sér völdin, til þess að útvega sjálfum sér persónuleg fríðindi af þessu tagi. Eg mun ræða þetta mál nán- ar síðar, en mér þætti mjög gott að vita allt sem nánast áður, og vænti að- forseti Alþingis reynist sæmd þess trúr með því að leiða allan sannleikann i ljós?^ 21. febr. 1947. Hálldór Kristjánsson. að skirskota til eins, sem með mönnum býr, nokkurs, sem ekki er í tízku hjá auglýsingafólkinu, sem hæst lætur í, nokkurs. sem er eins gamaldags og samvizka. Ef leiðandi mennirnir, stjórn- málamennirnir, eða aðrir sem með völd fara í hverri grein sem er, ganga á undan um að fylgja samvizku sinni, þá þarf ekki að efast um að aðrir fylgi eftir dæminu. Innst inni erum við öll nógu lýðræðissinnuð til þess, að við gætum ekki einu sinni í hugskoti okkar fallizt á, að komið yrði á skipulagi, þar sem, vitandi vits, væri mismunað ein- um á annars kostnað í skiptingu þjóðfélagsins á eðlilegum lífs- þörfum og mannréttindum — eins og á einræðistíma Nazista i Þýzkalandi, er nokkrir útvald- ir fengu stærri skamu’ta og meira frelsi en aðrir. Þegar við ieitum dýpst og einlægast í sál okkar viðurkennum við orö póstíulltrúans: Hví skyldum við eiga að verða betur selt en aðrir? Nei, hestana, sem vagninn draga, er ekki að lasta. En nú veltur það á keyrisveinunum. Jón Gauti Pétursson, þýddi. ALICE T. HOBART: Yang og yin Fáeinum dögum seinna var Peter kvaddur til hjálpar sjúkling- um í fangelsi borgarinnar. „Margir fanganfia eru veikir,“ sagði íangavörðurinn, „og ef þeir deyja, verð ég rekinn frá starfi minu.“ Peter spurði: „Hvers vegna datt þér í hug að vitja mín?“ „Frændi minn fékk einu sinni bót meina sinna í sjúkrahúsinu, sem þú stjórnar.“ Þannig byrjuðu störf Peters í hinu nýja Kína. Miklar breytingar höfðu átt sér stað í skóla Ðíönu þau ár, sem hún var fjarverandi. Hún þekkti enga af starfsstúlkunum, nema Mei Ing Perkins, sem nú var orðin aðstoðarkennslukona. En það gladdi líka Díönu að sjá hana aftur. Henni hafði aldrei dottið í hug, að þessi óframfærna stúlka gæti náð slíkum þroska sem raun Var á. Henni hafði bókstaflega aldrei dottið í hug, að kínversk kona gæti verið svona falleg og tíguleg. En nú varTVIei Ing orðin eins frjálsmannleg og glaðleg í viðmóti og nokkur amerísk stúlka gat verið. Einn daginn bauð Mei Ing heim til Díönu stórum hóp stúlkna, sem verið höfðu í skóla hennar áður fyrr. Útlendingahatrið fór sífellt vaxandi, og margar þessara stúlkna voru giftar mönnum, sem stóðu framarlega í þjóðernishreyfingunni. Þeim var því um og ó að koma í hús útlendinga. En lotning þeirra gagnvart.kennara sínum átti samt enn rík ítök i huga þeirra. Þær voru allar í síðuni kyrtlum, sem komizt höfðu í tízku eftir byltinguna. Höfuðfatslausar voru þær, en hárið vafið í -hnút í hnakkanum. Díana tók lílja eftir því, að þær voru flestar í útlend- um skóm með háum hælum. Ein stúlknanna vakti sérstaka athygli Díönu. Hún hét Mó Tsen. Díana mundi greinilega, hvernig hún leit út, þegar hún sá hana fyrst: Varirnar þykkar, munnurinn slapandi, svört augun líf- vana. Nú var hún örðin falleg stúlka. Svipur hennar var hýr og djarfur, augun hvöss og leiftrandi, hakan styrk og festuleg. Hún var eina stúlkan úr skóla Díönu, sem fengið hafði ókeypis námsdvöl við amerískan háskóla. „Ég var hlægilegur þöngulhaus, þegar ég kom til Ameríku,“ sagði hún við Díönu. „Ég var svona.“ Og nú setti hún upp sama svipinn og hafði einkennt hana áður fyrr. Hinar stúlkurnar skellihlógu. „Ég kynntist manninum mínum í New York,“ hélt hún áfram. ,.Þá var ég ekki upplitsdjarfari en svo, að ég horfði alltaf niður í gólfið og sagði ekki annað en já og nei. En honum gazt víst ekki sem verst að því ....“ Svo var eins og þjáningarsvipur færðist s andlit hennar. Eftir þetta sagði hún fátt. „Maður Mó Tsen er búinn að taka sér hjákonu,“ sagði Mei Ing, þegar hún gat skotið orði að Díönu, án þess að hinar yrðu þess varar. Díana virti Mó Tsen fyrir sér í laumi. Nú sá hún, að hún var ekki aðeins djarfleg og gáfuleg á svipinn. Svipur hennar bar einnig vitni um óró og kvíða. — Móðir Mó Tsen hefði áreiðanlega ekki kippt sér upp við það, þótt maður hennar tæki sér hjákonu. „Þetta er það, sem allar giftu stúlkurnar óttast," hvíslaði Mei Ing aftur. „Þess vegna þora margar þeirra ekki að giftast.“ XIII. ÆSKULÝÐUR Kínaveldis var að skapa nýjan heim, „Son- arskyldan hefir þrælbundið okkur. Vestrænir auðkýf- ingar hafa hneppt okkur í.fjötra. Nýtt þjóðfélag verður að rísa upp af rústum liðins tima.“ Þetta var herópið. Alls staðar var ólga og umbrot. Hið nýja þjóðfélag, sem fæðast skyldi, átti að gera öllum stéttum jafnt undir höfði og örbirgð hundraðmiljónanna skyldi útiæg ger. Sú hugsun, sem vaknað hafði hjá Ló Shi, þegar hann sá Peter blása lífslofti í lungu sjúklingsins, náði æ sterkari tökum á hon- um. Hann varð baráttumaður hinnar nýju hreyfingar, sem vildi gefa fólkinu jörðina og leysa stóriðjuþrælana af klafanum. Þetta var hættulegt niðurrifsstarf, sem framkvæma varð í leynum. Hann sat næturfundi í sóðalegum og ömurlegum hreysum og brýndi íyrir mönnum, hvernig taka skyldi landið af jarðeigendunum og hvernig brjóta ætti hershöfðingjana á bak aftur. Ræður hans voru eldleg herhvöt, og hin svörtu augu áheyrendanna leiftruðu af nýrri von, funuðu af áhuga eða kipruðust saman af tregðu og trúleysi. Loks rann upp sú stund, að dyggustu fylgismenn hans fengu i hendur fyrstu rifflana. ' Ló Shí hafði frá barnæsku séð fátækt, grimmd og óþrifnað, hvarvetna kringum sig. En hann hafði aldrei séð neitt af þessu ta-gi, sem komst í samjöfnuð við það, er hann kynntist í Shanghai. Skattaálögurnar voru bein rán, og stundum voru menn krafðir um skatta tíu eða fimmtán ár "fram í tímann. Bændurnir í hér- uðunum kringum borgina sáu sér þann kost vænstan að selja iðjuhöldunum dætur sínar. Þær urðu síðan að vinna tólf til fimmtán kluk!fustundir á hverjum sólarhring, milli þess sem þær voru lokaðar inni í svefnskálunum. Þær fengu alls ekki að koma út fyrir port verksmiðjanna fyrr en þrældómstíminn, sem ætíð skipti mörgum árum, var liðinn. En þrátt fyrir strangt eftirlit og umfangsmikla njósnarstarfsemi tókst Ló Shí einnig að koma sér upp harðsnúnu, vopnuðu líði byltingarmanna meðal hins þrælkaða verksmiðjulýðs. Byltingin hófst veturinn eftir endurkomu Peters til Kína. „Ný- hreyfingin,“ skipulagðir flokkar bænda og verkamanna, greip til vopna í suðurhluta landsins og tókst að reka fleyg inn í umráða- svæði hershöfðingjanna. Séra Baker jafnaði hinni nýju uppreisn við Boxarauppreisnina. Berger og hin unga kona hans jusu for- mælingunum yfir byltingarmennina og Kínverja yfirleitt.. Það var Peter einn, sem skildi örvæntinguna, sem knúð hafði kinverskan æskulýð til þessara geigvænlegu átaka. Starfið við sjúkrahúsið var mikið og vaxandi. Heilsufari hans hrakaði, og það gerði honum ekki léttara um vik, að hann varð daglega að gæta ýtrustu varkárni, svo að ekki kæmi til stórfelldra árekstra milli hans og hins kínverska starfsliðs. Kaupfélög! Geturn afg’reitt nu þegar MJÓLKURSIGTI venjulega stierð. Eiinfreinur vattbotna ýmsar stærðir. Samband ísl. samvinnuf élaga * i Konan mín - Helga Arngrímsdóttir andaðist 21. febrúar. Sigurjón Jóhannsson. LISTSÝNING | Yfirlitssýning á verkum Þórarins heitins Þorlákssonar j er opin daglega í Oddfellowhöllinni uppi | frákl. 11-8. | Málverkasýning K ja rvaIs í Listaniannaskálanum er opin daglega frá kl. 11—22. Aðvörun Slökkviliðið í Reykjavík hefir þráfaldlega verið kvatt til að slökkva elda, er kviknað hafa út frá olíukynntum ofnum og miðstöðvum sem oft hefir hlotizt stórtjón af. Notendur slíkra tækja eru því aðvaraðir um að til- kynna eldfæri sín til slökkvistöðvarinnar, svo að eftirlitsmaður geti skoðað þau og gengið úr skugga um, hvort af þeim stafi eldhætta. Bent skal á að óheimilt er að taka slík eldfæri í notkun, áður en skoðun hefir farið fram á þeim. Reykjavík 20. febr. 1947. Slökkviliðsstjjórinn í Reykjavík. Halló! Halló! Munið umferðakvikmyndahappdrætti Bifreiðastjóra- félagsins „Hreyfill.“ Látið ekki happ úr hendi sleppa.kaupið miða strax! Skrifstofa félagsins er á Hverfisgötu 21, kjalaranum, opin alla daga frá kl.'4—7 e. h. Gott sölufólk óskast strax. Bifreiðastjórar og aðrir velunnarar þessa máls, komið og aðstoðið við söluna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.