Tíminn - 22.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! 4 Mimih að koma í ftokksskrifstofuna REYKJÆVÍK Skrifstbfa Framsöknarflokksins er Edduhúsinu. við Lindargötu 22. FEBR. 1947 í Sími 6066 37. blað Kaupfél. Þingeyinga 65 ára Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaupfélag landsins varð 65 ára í gær. Er það eitt af stærstu kaupfélögum landsins og hefir jafnan verið rekið með miklum myndarbrag. Kaupfélagsstjóri þar er nú Þórhallur Sigtryggs- son. Maðkaðir ávextir fluttir til landsins Héraðslæknirinn í Reykjavík hefir gefið út tilkynningu til almennings, þar sem hann varar við mökuðum ávöxtum. Er hér um að ræða þurrkaða ávexti, sem fluttir hafa verið til lands- ins í stórum stíl. Við rannsókn á nokkrum sýnishornum af þessum ávöxt- um hefir komið í ljós að þeir eru meira eða minna maðkaðir og því ekki mannafæða. Hefir héráðslæknirinn alvarlega að- varað fólk við að leggja sér þessa hættulegu vöru til munns, nema hafa áður gengið úr skugga um að ekki sé. um skemmda ávexti að ræða. Það fer ekki hjá því að fregn sem þessi vekji nokkurn ugg meðal almennings. Verður ekki hjá því komizt að krefjast þess að þeir aðilar, sem annast inn- flutning á skemmdum og jafn- vel banvænum matvælum handa þjóðinni rerði látnir sæta á- byrgð. íslenzka þjóðin verður að vænta þess að hún búi nú við meira öryggi í þessum efnum, en þegar dönskum einokurum og okrurum leiðst að flytja mygluð og maðksmogin matvæli hingað til lands. Fjórtán prestaköll auglýst laus Prestsembættin eru ekki eftir- sótt nú á dögum. Biskup landsins hefir auglýst fjórtán prestaköll laus til um- sóknar. Eru prestaköllin þessi: Hofteigsprestakall, Mjóafjarð- arprestakall, Eydalaþing, Hofs- prestakall í Suður-Múlasýslu, Kálfafellsstaður, Staðarhóls- þing, Breiðabólsstaðarpresta- kall í Snæfellsnessýslu, Brjáns- lækjarprestakall, Hrafnseyrar- prestakall, Staður í Aðalvík, Ögurþing, Mælifellsprestakall, Grímseyjarprestakall og Sval- barðsþins. Heimsfrægir taflmenn <Framhald af 1. síðu) honum framan af keppninni spáð fyrsta eða öðru sæti, en vegna óheppni náði hann ekki nema fjórða sæti á mótinu. Hann hefir um langt skeið verið skákmeistari Kanada. Skákmeistari Ný-Sjálendinga. R. G. Wade er Nýsjálendingur, og hefir um nokkurt árabil stað- ið í fremstu röð skákmanna. Hann er skákmeistari nýja Sjá- lands og var annar í seinustu keppni um skákmeistaratltil Ástrallu. Wade er mikill kunn- áttumaður í skák og hefir skrif- að mikið í ýms skákblöð og er ritstjóri ástralks skákblaðs. Hann var í Hastings, er mótið fór fram en tók ekki þátt í því. Hann er einnig kornungur, 25 ára gamall. Tefla á sunnudaginn. Báðir þessir skákmeistrar munu nú keppa við íslenzka skákmenn. Yanofsky ætlar að tefla fjöltefli í Reykjð.vík og ef til vill á Akranesi, Keflavík og Hafnarfirði. Verða baldin hér tvö skákmót, þar sem hann teflir sjö umferðir við sex ís- lendinga. Wade mun einnig taka þátt í þessum mótum. Hefjast þessi taflmót á morgun í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar kl. 1,30, og verður almenningi seldur aðgangur að þeim og skákirnar útskýrðar um leið og teflt er. Félag íslenzkra myndlistarmanna skorar á Al- þingí að veita 3 milj. kr. til byggingar listasafns Félag fslenzkra myndlistarmanna hefir sent alþingi erindi, þar sem þess er farið á leit, að þingið veiti í f járlögum þessa árs allt að þrjár miljónir króna til byggingar listasafns í Reykjavík. Er þetta erindi birt hér í heilu lagi, ásamt þeim rökstuðningi, sem því fylgdi af hálfu stjórnar félags myndlistarmannanna. Myndlistaþrá íslendinga er jafn gömul sögu þjóðarinnar. Hinar víðfrægu frásagnir i gömlu handritunum bera þvi vitni, að þeir menn, sem stóðu að sköpun þess menningarlega fjársjóðs, er við litum á sem dýrmætasta arf þjóðarinnar, voru ekki aðeins ritsnillingar, heldur áttu einnig hlut að máli ágætir myndlistamenn, meistar- ar á sínu sviði, sem kunnu deili á erfiðustu lögmálum mynd- rænnar stuðlunar. Svo rík var hin myndræna þrá þjóðarinnar, að jafnvel hungri og hörmungum tókst ekki að eyða löngun hennar til istrænnar starfsemi myndlegs eðlis. Um það vitna ótal munir frá erfiðustu tímum sögu vorrar, ofnar og saumaðar, mynd- skreyttar ábreiður, forkunnar- fagrir myndskurðir o. fl. Mörg- um þessara hluta hefir fyrir 'öngu verið skipað í verðugan sess á erlendum söfnum, enda er þeir fyllilega sambærilegir við hliðstæð verk annarra þjóða. Það .eið þá heldur ekki á löngu frá því íslenzka þjóðin braut af sés og erlendra kúgunar og réð- ist aftur húsbóndi á sínu eigin heimili, þar til hinn gaml neisti. hin myndræna þrá, sem aldrei kulnaði út til fulls, tók að glæð- ast á ný, og geta víst flestir orðið á eitt sáttir um það, að af þeirri glóð stafi þegar nokkurri birtu á nútímamenningu ís- lending-a, enda ætlun við, að þetta muni fúslega viðurkennt af þjóðinni. En þrátt fyrir það, að enginn hugsandi íslendingur myndi vilja viðurkenna, að menningar- líf okkar væri jafn blómlegt eftir sem áður, ef myndlistin yrði þurrkuð út úr því, verður að lita svo á, að þessi listgrein sé ekki viðurkennd af ríkinu, þar sem það ekki hefir komið sér Islenzk óperusöngkona . . , (Framhald af 1. síðu) á vegum brezka hersins. í desembermánuði síðastliðn- um komst hún loks til Englands og þaðan heim til íslajods, ásamt Svanhvíti systur sinni, er einnig hafði dvalið vjið músíknám í Austurríki og Þýzkalandi á striðsárunum. Nönnu hefir tvívegis verið boðið að ganga í þjónustu vold- ugra kvikmyndafélaga, en þeim boðum hafnaði hún, þvi að hug- ur hennar hefir jafnan hneigzt að óperusöng. í nábýli við dauffann. Nanna sagði blaðamönnum lítils háttar frá þeirri erfiðu baráttu, sem hún varð að heyja ástríðsárunum og næstu misseri eftir að styrjöldinni lauk, fjarri fósturjörð sinni og svipt öllum möguleikum að láta frá sér heyra eða fá minnsta styrk að heiman. í borgum þeim, sem hún dvaldi í, þegar líða tók á styrjöldina, voru heiftúðugar loftárásir daglegir viðburðir. Þoð var ekki sjaldgæft, að næstu hús við það, sem hún var í, væru lögð í rústir, og einu sinni var hún stöd við járnbrautar- lest, sem gerð var loftárás á og sundrað með sprengjum. _ Frá þessu öllu slapp hún þó ósködd- uð. „Það var eins og fólk vendist þessu,“ sagði hún — „ef það var nógu taugasterkt.“ Annars sagð- ist hún um skeið hafa verið farin að efast um, að hún myndi eiga eftir að sjá ættjörðina framar. Að hinu leytinu vonaði fólk alltaf, að stríðinu væri senn 'lokið. En hvert árið leið af öðru, og alltaf var barizt af vaxandi heift. „Maður þraukaði þetta.“ Þegar Nanna fór frá Koblenz missti hún allar eigur sínar, nema fötin, sem hún stóð í og handtösku sína, og svo hörpuna, sem henni var dýrmætust af öllu. Hún var stödd í Vínarborg, þegar barizt var um borgina i lok styrjaldarinnar. Það voru ógurlegar vikur, sem engin orð fá lýst. Erfiðasta tímabilið var þó kannske eftir að stríðinu lauk. í júnímánuði 1945 voru söngleikjahúsin í Vínarborg opnuð á ný. Nanna var þá ráðin til þess að leika greifafrúna í Vínarblóð. En hún var þá svo aðþrengd af skorti og öðrum hörmungum, að hún féll þrisvar í öngvit á æfingunum og varð að hætta. „En maður þraukaði betta sem sagt,“ hún og starði fram fyrir sig, eins*og hún liti í anda þennan hræðilega þrauta- tíma. Erfitt að komast brott. Síðustu misserin var hún í Graz, eins og áður er sagt, syðst í Austurriki. Hún hafði spurnir af ferð Lúðvíks Guðmundssonar um Mið-Evrópu. En hann kom ekki til Graz og henni tókst ekki að ná sambandi við hann. Gekk þeim systrum, Nönnu og Svan- hvíti, mjög erfiðlega að útvega sér nauðsynleg skilríki til brott- ferðar. En það tókst þó að lok- um, og munu þær hafa verið meðal þeirra íslendinga, er síð- ast komust brott, ef þelm, er á annað borð vildu fara. En eftir að allt var komið í lag, gekk ferðin heim mjög greiðlega. Söngskeitimtun um iQúnaðamótln. Nú um mánaðamótin mun Nanna efna til söngskemmtunar hér í Reylijavík. Mun Tónlistar- félagið sjá um þessa hljómleika. Dr. Urbantschitsch mun leika undir. Meðal þess, sem hún syngur, verða ljóðalög eftir Beethoven, Schubert, Schu- mann og Joseph Marx og lög eftir Sigfús Einarsson, Karl O. Runólfsson, Jón Leifs og Sig- valda Kaldalóns og loks aría Cherubins úr fyrsta þættl Brúð- kaups Fígarós, aríu úr Toca og „Caro nome“ úr Rigólettó. Stendur til boffa aff syngja í Graz. Nanna mun dvelja hér heima fyrst um sinn, en enn er óráðið, hvað húifc tekst svo á hendur. Henni stendur til boða að ráða sig við söngleikjahúsið i Graz og starfa þar næstu misseri. En henni þykir að vonum viður- hlutamikið að ráða sig þangað til langs tíma, eins og nú er ástatt í Austurríki, Héðan farp, báðir skákmenn irnír til Bandaríkjanna, fyrst til New^ York. En síðan fer Wade með Yanofsky til Kanada. Ekki er alveg fullráðið, hve lengi þeir dvelja hér á landi. Fer það nokkuð eftir ferðum vestur um haf, en ekki verður það skemur en tvær til þrjár vikur. Njótið sólariunar í skammdeginu og borðið binar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavikur HJÖRTUR HJARTAKSON Bræðraborgarstíg 1 Simi 4256. upp almennu listsafni. Af hálfu hins opinbera er myndlistin heimilislaus, einstaklingar hafa orðið til að hýsa hana, ríkisins vegna virðist hún hafa mátt sálast á gaddinum, eins og hver annar útburður. Það skal fúslega viðurkennt, að með kaupum á listaverkum hefir hið opinbera stutt höfunda þessara verka og játað tilveru- rétti þeirra sem einstaklinga, en en meðan þau listaverk, sem ríkið þannig hefir varið fé til að eignast, ýmist grotna niður niður í óhæfum geymslum eða þeim er dreift um skóla og skrif- stofur, en ekki safnaö saman til sýnis á einum stað aðgengileg- um almenningi, verður ekki ?agt, að ríkið hafi viðurkennt myndlistina) menningarlegt gildi hennar né rétt þjóðarinnar til að, njóta ávaxta hennar. Engin mennigarþjóð, er véi þekkjum til, að íslendingum einum undanskildum, hefir haft efni á því að búa svo illa að myndlistarmenningu sinni, að eiga ekki hús yfir málverk og höggmyndir. Annars staðar þykja almenn listasöfn sjálf- sögð og nauösynleg sem skólar, bókasöfn og aðrar stofnanir menningarlegs eðlis, enda mun Reykjavík vera eina höfuðborg veraldarinnar, sem ekki getur hrósað sér af svo sjálfsagðri byggingu, og vitum við, að sú staðreynd hefir valdið furðu hjá mörgum útlendum gestum, sem hér hefir borið að garði, og hefir þaö vafalaust átt sinn þátt í að móta skoðanir þeirra á nútímamenningu okkar. Nú mun að vísu svo tilætl- azt, að einhverju af áðurnefnd- um listaverkum, sem ríkið á, verði veitt húsaskjól og haft til sýnis á efstu hæð þjóðminja- safnsins, og má ef til vill sjá í þeirri ráðstöfun lítillega bót £ núverandi ófremdarástandi, en í henni felst þó ekki viðunandi lausn þessá máls. Aðeins óveru- legur hluti þeirra listaverka, sem hið opinbera hefir keypt, af íslenzkum listamönnum, kemst fyrir í þessu húsrúmi, og þegar tillit er tekiö til, að í eigu ríkisins eru einnig útlend verk, gjafir frá eldri timum, og að þessu safni áskotnuðust ný- lega allmargar svartlistarmynd- ir eftir hinn heimsfræga norska málara Edvard Munch, sem gef- in voru íslandi í tilefni af lýð- veldisstofnuninni, af Norðmanni einum, og einnig er vitað, að danskur iistamaður hefir safn- að miklu af verkum Guðm. Thorsteinssonar með það fyrir augum að afhenda þau ízlenka ríkinu, þegar byggt hefir verið hér lístasafns. Virðist manni sem þjóðin hafi rétt til að bera fram þá kröfu, að nú verði hafizt handa og sú bygging reist á næstu árum, sem geti orðið þess- um verkum samboðið húsaskjól. Erlendis þykir það kostur og jafnvel nauðsyn, að umhverfis slíkar byggingar sé rúmgóður trjágarður, sem þá er notaður til að koma fyrir höggmyndum, sem að jafnaði njóta sín betur undir himni én innan veggja, enda sparast með þeirri ráðstöf- un mikið húsrúm. Þar sem Reykjavík byggist mjög ört, er áríðandi að taka þetta mál föstum tökum, áður en öllum fegurstu stöðum borgarinnar er ráðstafað til annarra bygginga Við leyfum oss því að fara þess á leit við hið háa Alþingi, að það verji á fjárlögum þessa árs allt að þrem miljónum króna til safnsbyggingar, og treystum því, að það sé okkur sammála um nauðsyn þess gð leysg þetta vandamál, Reykjavlk, í janúar 1947 Félag ísl. myndlistamanna. Þorvaldur Skúiason, Jón Þorleifsson, Jón Engilberts, Sigurjón Ólafsson, Ásmundur Sveinsson. Gjamla Síc fyja Bíc ( vitl Skulf’aötu) Loftskip i kernafii (This Man’s Navy) Nótt í Paradís Stórfengleg og spennandi amer- ísk kvikmynd. i s Skemmtileg og íburðarmikli æv- íntýramynd í eðlilegum lltum frá dögum forn Qrikkja. Wallace Beery Aðalhlutverk: Tom Drake i Merle Oberon James Gleason Tjjrham Bay Sýnd kl. 5, 7 og 9. Thomas Gomer Börn innan 12 ára fá 1 Sýnd kl'. 3, 5, 7 og 9. ekki aðgang. j • 1 Sala hefst kl. 11 f. h. Innheim tu- menn Tín ians Muniff aff senda greiffslu sem allra fyrst. ~Tjarnatt>íc —j « Hjá Uuffy (Duffi’s Tavern) Stjörnu-mynd írá Paramont: Bing Crosby, Betty Hutton Paiilette Goddard, Alan Ladd Dorothy Lamour, Eddie Bracken o. fl. ásamt Barry Fltzgerald, Marjorie Reynolds, Victor Moore, Barry Sullivan Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl, 11 f. h. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR; Ég man jbd tíð gamanieikur eftir EUGENE O’NEILL. Sýning aunað kvöld kl 30. Aögöngumiðasala i Iönó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pöi unum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pántanir sækist fyrir kl. 4 it- ii, i„ n. ii, I, . ii- i*. ii, ii. ii. ii- .1. II. n. «»• ii- ii- :í; Höfum fyrirliggjandi og eigum von á íyrir vorið allskonar ! u AKinuroVr ædiim ií! til garð- og jarðyrkju,. svo sem: Stunguskóflum, , Hnausakvíslum, Malarskóflum, Stungukvíslum, Steypuskóflum, Heykvíslum, Ballastskóf lum, Höggkvíslum, :| Kornskóflum, Garffhrífum, | Járnkörlum, í Hökum, Arfasköfum. Sendlð pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnufál lagaj Á víðavang i (Framháld af 2. siöu) anum og Jóni Árnasyni að kenna að ekki eru fullkomnari hafnir og fleiri frystihús við Breiðafjörð. í áliti hagfræðinganna er tal- að um féleysi til slíkra og því- líkra framkvæmda og síðan sagt: „Þjóðbankinn hefffi vitaskuld haft í hendi sér aff gTeiffa úr þessum fjárhagsörffugleikum meff nægum kaupum ríkis- skuldabréfa og endurkaupum víxla hjá bönkunum. Inn á þessa braut hefir hann þó ekki viljað fara, þar sem þaff hefffi orðiff til þess að auka þensluna og gjaldeyriseyffsluna.“ Það er Jónas Haralz, fulltrúi Sósíalista í bankaráði Lands- bankans, sem hér gengur í vörn Kaupum tuskur Baldursgötu 30 HVAÐ ER MALTKO? Vimtið ötulleya fyrir Tímann. fyrir Landsbankann gegn hróp- yrðum Þjóðviljans. Hvort er svo meira að marka, afstöðu Jónasar Haralz þegar hann tekur ábyrga aí'stöðu í Landsbankaráði eða æsinga- skrif og upphrópanir Þjóðvilj- ans?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.