Tíminn - 27.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1947, Blaðsíða 2
2 TlMIXN, fimmtmlaginn 27. febr. 1947 40. blað Fimmtudagur 27. febr. Arfurinn Þekktur erlendur stjórnmála- maður lét elnu sinni svo um- mælt, að oft mætti líkja stjórn- málaskrifum blaðanna við öfug- mæli. Vafalaust á þessi samlík- ing iðulega rétt á sér, en þó hefir þetta sjaldan sannazt bet- ur hérlendis en þegar stuðnings- blöð fyrrv. stjórnar eru að kenna stefnu hennar og störf við nýsköpun og tala um hinn glæsilega arf, sem, hún skili í hendur núv. stjórnar. Fyrrverandi stjórn fékk betra tækifæri en nokkur önnur hér- lend stjórn til að framkvæma stórfellda nýsköpur^ og skila glæsilegum arfi. Hún fékk 1300 milj, kr. af erlendum gjaldeyri til ráðstöfunar. Tekjur ríkisins og fjárráð ' einstaklinga hafa aldrei verið meiri. Hér voru fyllstu skilyrði fyrir stórstígari og glæsilegri framfarir en nokk- uru sinni fyrr. og síðar. Niður- staðan hefir hins vegar orðið á aðra leið. Af erlenda gjaldeyrin- um hefir ^ð,eins tæpum fjórða hluta eða 300 milj. kr. verið ráð- stafað til kaupa á nýjum skipum og öðrum atvinnutækjum. Hitt ,allt eða 1000 milj. kr. hefir farið í súginn. Af framkvæmdum inn- anl^nds ber langsamlega mest á lúxusbyggingum og sumarbú- stöðum gróðamanna, en fisk- iðjuver, hafnarbyggingar, rækt- unarframkvæmdir og spítalar hafa mætt afgangi. Tækifærið til nýsköpunar hefir m. ö o. ver- ið eins illa notað og framast er hægt að hugsa sér, þegar miðað er við hinar glæsilegu fjárhags- aðstæður. Þetta er þó ekki öll sagan. Eftir er að telja þann fjárhags- arf, sem núv. stjórn tekur við. Lausaskuldir ríkisins og ríkis- stofnana hafa aldrei verið stór- kostlegri. Fjárlagafnr. er lagt fyrir þingið með 22 milj. kr. tekjuhalla og vantar þó á þaðb útgjöld, svo að„skiptir mörgum tugum milj. kr. Nýsköpunar- framkvæmdir mega heita alveg stöðvaðar vegna fjárskorts. Bátaútvegurinn ef~ rekinn á þeim grundvelli, að ríkið ábyrg- ist mikla hækkun fiskverðsins. Margir nýjir bátar liggja þó bundnir í höfn, því að mannafli hefir ekki fengist. Hin sívaxandi verðbólga, sem stjórnarstefnan ýtti undir, hefir þannig komið fjármálum ríkisins og atvinnu- veganna í kalda kol, en eflt hvers konar braskstarfsemi, er hefir sogað til sín fjármagnið og vinnuaflið í síríkara mæli Þeir spádómar, sem Fram- sóknarmenn héldu frp.m haustið 1944, hafa þannig í ejnu og öllu reynzt sannmæli. Það hefir sannast, að fjármálastefnan, sem Framsóknarmenn beittu sér fyrir þá og endranær, er hin sanna nýsköpunarstefna. Hefði henni verið fylgt, myndu ný- sköpunarframkvæmdirnar hafa getað orðið margfallt meiri. Stefn^, sem var tekin upp 1944, miðaði hins vegar öll að því að draga úr nýsköpuninni og auka hvers konar eyðslu og sukk í fjárhagsmálum þjóðarinnar. Hin nýja stjórn hefir ásett sér að breyta um stefnu frá því, sem verið hefir, og hefjast handa um viðnám gegn verðbólgunni og sukkinu. Það er byrjunarleiðin til nýsköpunar og viðreisnar. Erfiðasta torfæran á vegi henn- ar til að ná þessu marki verður arfurinn eftir verðbólgustefnu fyrrv. stjórnar. Baráttan um iðnskó Undanfarna daga hefir frum- varp Hermanns Jónssonar um iðnskóla í sveit verið til um- ræðu í efri deild. Meirihluti iðnaðarnefndar leggur til að vísa frumvarpinu frá með rökstuddri dagskráa. Hafa þeir Gísli Jónsson og Sig- urjón Ólafsson einkum haft orð fyrir þeim flokki. Með frumvarpinu hafa talað Hermann Jónasson, Hannibal Valdimarsson, Páll Zóphónías- son, sem var frsm. minnihluta nefndarinnar og Björn Krist- jánsson. Miðaldaskipulag. Iðnfræðsla á íslandi er að formi til með miðaldafyrirkomu- lagi. Gert er ráð fyrir því, að nemendur læri hjá meisturum og vinni hjá þeim í fjögur ár, og er þar yfirleítt enginn munur gerður á vandasemi starfslns, hæfni mannsins eða undirbún- ingi, né neinu öðru. Það er óvenjulegt, sem betur markstíma í skóla? Og eftir prófið skyldi svo stúdentinn vinna fyrir lítil laun hjá „meist- ara“ í sinni grein, málafærslu- manni, presti, lækni o. s. frv., Jafnlangan tíma hjá öllum, og skyldi þar miðað við það, hvað embættisnám getur tekið lengst- an tíma með góðu móti? Nú vita það allir, áð iðnnám er oft alls ekki miðað við það, að nemandinn læri það sem hann þarf að læra, sem fyrst og bezt. Þvert á móti er blátt áfram miðað við það og ætlast til þess, að meistarinn hafi nemandann nokkuð af tímanum í snatt og sendiferðir og ýmis konar þjón- ustu fjarskylda iðninni. Á sama hátt gætu læknar vor- ir látið nemendur slna róa til fiskjar og hræra steypu fyrir sig að deginum. Svo gætu þeir feng- ið bóklegu fræðsluna á kvöldin, þegar þeir kæmu úr róðri eða frá steypuvinnu, líkt og iðnnem- ar fá víða hina bóklegu fræðslu á kvöldin, þegar þeir koma frá í Strau.mu.rinn til Reykjavíkur fer, að lok námstímans séu mið- uð við tímalengd eingöngu. Menn mega ganga undir stúd- entspróf án þess að hafa komið í nokkurn skóla. Ef þeir standast það próf, mega þeir innritast í háskólann og svo ganga undir embættispróf þar, svo fljótt, sem þeim sýnist. En iðnneminn verður að vinna 4 ár hjá meistaranum. Það er sama hvort hann ætlar að læra vélsmíði eða að raka mann, húsgagnasmíði eða smyrja brauð. Það er heldur ekki tekið neitt tillit til þess, þó að nemandi I húsasmíði hafi lengi unnið að húsabyggingum áður en hann byrjar námið, og sé bráðslyngur smiður og verkhygginn í bezta lagi frá náttúrunnar hendi. Fjögur ár skal hann vinna hjá meistaranum eins og klaufinn, sem aldrei Hefir smíðatól séð, fyrr en hann kemur í námið. Tvenns konar réttur'. Hvað vildu menn segja um hað, að enginn fengi að ganga undir stúdentspróf fyrr en hann hefði setið lögbundinn há- erfiðisvinnu. Grundvöllur afturhaldsins. Þær endurbætur, sem orðið hafa á lðnnámskerfinu í seinni tíð miða nálega eingöngu að því, að gera kjör nemans bærilegri en áður var. En grundvallar- reglu miðaldakerfisins varð þar hvarvetna að ríkja. Fyrst er sjónarmið meistar- ans, að hann fái ódýrt vinnuafl. Næst er svo þrengsta stéttar- sjónarmið. Nemarnir eiga að sætta sig við fjögurra ára þjón- ustu við slæm kjör í trausti þess, að þeir komizt að því loknu inn í lokaða stétt, sem gætir þess, að ekki læri iðn sína fleiri en svo, að tryggt sé, að þeir hafi alltaf næga atvinnu í þessari grein, og verði svo sjálfir meist- arar og auðgist af ódýrri nem- endavinnu. Þetta er grundvöllur löggjaf- arinnar. Tillögur Hermanns. Frumvarp Hermanns Jónas- sonar er borið fram til að bæta úr vöntun þeirri, sem nú er á smiðum útl um land. Það er ætl- ila í sveit ast til að rekinn sé skóli, sem taki við nemendum, sem hafa hæfileika og nokkurra kunnáttu í smíðum og útskrifi þá éftir tvö ár, með réttindum, sem þó eru takmörkuð. Gegn þessu hefir verið barizt af mikilli hörku. Það er von. Hér er hróflað við hefðbundnum og helgum erfðavenjum aftur- haldsins og einkaréttindum meistaranna. Allt er hey í harðindum. Það eru óvenjulega fátækleg rök, sem fram hafa komið gegn þessu frumvarpi. Það er sagt, að slíkur skóli yrði dýr og kostnaðarsamur, frá honum kæmu ekki nema fúsk- arar, hann myndi ekki verða sóttur og fljótlega yrði þess krafizt að slíkur skóli yrði reist- ur í hverju héraði, það væri kúg- un og níöingsskapur að láta menn læra þar kauplaust, lög um byggingarsamþykktir leystu byggingarmál sveitanna o. s. frv. Andstaðan gagnrýnd. Gegn þessu hefir verið fært fram, aö þessi skóli væri aðeins örlítill liður í öllu skólakerfi landsins og e. t. v. mætti ná samkomulagi um að nota ein- hvern/þann skóla, sem til er. Tveggja ára nám, miðað við að nemandinn læri senr fyrst og bezt, eftir verklegt nám í ung- lingaskóla,K myndi nálgast al- mennt fjögurra ára iðnnám hjá meistara. Benti Hannibal sér- staklega á þaö, að verklegt ung- linganám yrði að veita réttindi til framhaldsnáms og prófs eins og bóklega námið, ef verklega deildin ætti ekki að vera fyrir- litin sem óæðri og við hæfi hinna ómerkilegri. Yrði skólinn ekki sóttur, mun varla verða krafizt að fá fleiri slíka, en ef reynslan yrði sú, að þessir skólar þættu ómissandi í hverju héraði, virðist nú ekki um of að hefjast handa um stofnun þess fyrsta. Um kjör nemendanna hefir verið bent á það, að dæmi séu til þess, að iðnnemar eigi að fá, (Framhald. á 4. síðu) Þegar ég var ungur var mér kennt að framleiðslan til lands og sjávar væri undirstaða efna- legrar velmegunar þjóðarinnar. Nú er ’þetta orðið breytt, þvi rík- issjóður á að geta greitt með bæði landbúnaðarvörum og sjáv- arútvegi. Mér var kennt og ég hefi haldið, að af ljótum munn- söfnuði lærðu menn að tala ljótt, og það að vera með vondum og sjá það sem ljótt er, gerði mann sjálfan vondan. En nú eru bíóin látin kenna unglingum og full- orðnum alls konar klækjabrögð. En allt þetta og miklu meira lærist þó hvergi eins vel og í sjálíri Reykjavík. Enda er hver króna, sem landsmenn fá milli handanna, látin ganga margar hringferðir í Reykjavík. Þangað vilja allir komast og þar er mest um skemmtanir og frelsið mest. Allar telpur, sem ná fermingu, eru höfuðsetnar af útsendurum Reykjavíkurfrúnna og langflest- ar láta til leiðast og berast með straumnum. Unglingsdrengir, sem yfir sumarið hafa unnið sér inn nokkur þúsund, fara eftir jól til Reykjavíkur og koma allslausir meö vorinu. Gott ef ekki þarf að kaupa þá út. Ráðsettir bændur, kaupfélags- stjórar, læknar og prestar leggja allt sitt fé í hús eða annað í Reykjavík. Þó þeir eignist þar hús og hafi áður verið vel efn- aðir á mælikvarða sveitar sinn- ar, verða þeir nú öreigar, því að nýja húsið og glingrið er ekki metið til eignar nema örlítið brot af því sem það kostaði. Húsin gæfu þó af sér óhemju tekjur yajru þau leigð út. Hvern- ig væri að meta þessar eignir eitthvað í áttina, sem þær hafa kostað og tekjur af þeim eftir því? Nei, það má ekki, því þá væri ekki eins eftirsóknarvert að koma fé sínu til Reykjavíkur. Sparisjóðir úti um land lána fremur til hitaveitu og húsbygg- inga í Reykjavík, en heima í sinni sveit. Jafnvel sumir svo að unglingar, sem áttu fé sitt geymt og ætluðu að grípa til þess geta ekki fengið það. Féð er fast í braskinu í Reykjavík. Alltaf heyrist kvartað um húsnæðisvandræði í Reykjavík, en það er ekki nema hálfur sannleikur. Að vísu þurfa sumar stórar fjölskyldur, sem helzt þyrftu á góði húsnæði að halda, að hýrast í kumböldum úti um holt og hæðir. En svo eru í miðri Reykjavik barnlaus hjón og hjón með 1—2 börn sem hafa 2—4 stofur fullar af alls konar glingri. Væri ekki betra að leigja þessar stofur út fólki, sem vantar húspláss. Þá myndi heimafrúin losna. við að hirða þessar stofur og þetta drasl og hún myndi losna við áhyggjur út af því þó nágrannafrúin fengi blómsturvasa glerkú o. fl. Og þær sömuleiðis. En fólk, sem þyrfti á húsplássi að halda fengi það og eigendur húsanna fé af þeim í hóflega leigu. En hvernig væri nú að allir þeir sem eru út um allt land og út um allan sjó, við óarðbæra framleiðsluvinnu flyttu strax á næsta ári til Reykjavíkur og settust þar að. Sumir mundu búa hjá frændum og vinum. hinir þá í tjöldum þar til þeir væru búnir að fá heimilisfestu. Þá mundi bærinn sjá þeim fyrir húsplássi og vinnu við húsbygg- ingar, ritstörf, verzlun allskonar o. fl. Bara ekki framleiðslu. Þá þyrfti ekki að vera metingur milli Reykjavíkur og fólksins í dreifbýlinu. Þá þyrfti ekki að lirekja lækn- ana út i útkjálkaliéruð. Þá gæti öll þjóðin sameinast um hagsmunamál Reykjavíkur. Þá gætu sjómennirnir okkar (sem oft að vísu hafa fengið vi^srkenningu og lof í orði en ekki þykir þó ástæða til að beri meira ur býtum en t. d. ungling- ur sem vinnur við að líma á flöskur og annað hjá áfengis- verzluninni), skrifað sögu sína af frækilegri sjósókn og svaðil- förum. Þá gæti ríkisstjórn og bæjar- stjórn tekið föstum tökum á tóbaks- og áfengissölu og fengi aldrei ónotaorð utan af landi. Þá mundu aðeins vera til tveir (Framhald. á 4. síðu) llalldór Krisljánsson: íslenzk bókagerb og alþýðumenning Lengi vel var það áhættusamt starf fjárhagslega að fást við bókagerð á íslandi. Oft var það fullvíst fyrirfram, að slíkt gat ekki orðið annað en fórnarstarf. Þjóðin var fámenn og fátæk. Lesendahópurinn lítill og kaup- getan mjög takmörkuð. Það er ekki örgrannt um, að allt fram á síðustu tíma hafi sumu ráðdeildarfólki fundizt það ljóður á ráði sumra manna, að þeir eyddu miklu í bækur. Víst sagði það fljótt eftir, ef al- þýðumenn keyptu bækur svo að nokkru næmi. Dagkaup, viku- kaup, — jafnvel mánaðarlaun, voru ekki lengi að hverfa á þann hátt. En hefðu ekki verið til margir fátækir alþýðumenn, sem var bóklestur ástríða og nautn, svo að þeir leyfðu sér þann munað'að kaupa bók, ef þeir nokkuð gátu leyft sér, hefði alls ekki verið hægt að gefa út marga góða bók, sem við nú er- um stoltir af. Við megum aldrei gleyma hlutdeild hins almenna, fátæka lesanda í framför og þróun bók- mennta og andlegra mennta á íslandi á liðnum mannsöldrum. Rit lærdómslistaféagsins, Ár- mann á Alþingi, Fjölnir, Ný fé- lagsrit o. s. frv. eru rit, sem eiga ómetanlega þætti í framför þjóðarinnar og menningu. Þessi rit voru ekki gefin út í ábata- skyni. Þau voru ge(fin út af mönnum, sem áttu erindi við þjóð sína, höfðu boðskap að flytja henni. Bókmenntafélag íslands var ekki stofnað af fégróðafýsn. Það var stofnað til að hefja íslenzk- ar bókmenntir til vegs, koma skáldskap og þjóðlegum fróðleik á framfæri við þjóðina og jafn- framt að halda lífinu í einhverj- um rithöfundum og mennta- mönnum. Áratugum saman Vknn féagið ómetanlegt starf á þann hátt. Steingrímur og Matthías þýddu ekki öndvegisrit heims- bókmenntanna og Þúsund og eina nótt til þesá að verða ríkir af. Forleggjarar þeirra gáfu þessi verk heldur ekki út 1 gróða- skyni. Bæði rithöfundar og út- gefendur liðinna kynslóða lögðu stundum meira fé og fyrirhöfn í bókmenntaafrekin, en þeir þoldu. Það voru fórnir, sem þeir færðu íslenzkri menningu. Nú er þetta orðið breytt. Þjóð- inní fjölgar og fjárráð manna aukast. Svo að segja hver einasti maður, sem hefir löngun til þess, getur veitt sér nokkur bókakaup, þó að hundi’að króna bækurnar séu fljótar að gera skarð í al- gengar tekjur. Síðustu ár hefir útgáfa sumra bóka verió stórgróðafyrirtæki. Það rpun vera hægt að benda á einstakar bækur, þar sem gróð- inn hefir verið um eða yfir 100 þúsund kr. Þetta hefir orðið til þess, að gróðaleiðin hefir freist- að margra. Útgáfufyrirtækin hafa keppzt við að auka fram- leiðslu sína til að hafa fleiri bækur til að græða á hvert um sig. Nýir útgefendur hafa sprott- ið upp eins og gorkúlur á haugi, til að auðgast líka á þennan hátt. En öllu má ofbjóða og íslenzk- um bókamarkaði ekki síður en öðru. Það er dýrt að gerfa út bækur á íslandi eins og annaö, og því festa útgefendur stórfé í bókum sínum. Það er freistandi fyrir þá að hafa bækur dýrar, því að arður þeirra er oít meiri af að selja fá eintök af dýrri bók en mörg af ódýrri, því að hlutur þeirra telst í prósentum. Þvl eru bækur oft seldar eingöngu í dýru bandi, sem ekki er alltaf þar eftir vandað. Mun það jafn- vel ekki dæmalaust að viðhafðar séu ráðbrellur til að koma upp kostnaðinum með góðu móti, þannig að útgefandinn kaupi handrit og ýmsa þjónustu háu verði af sjálfum sér, og leggi svo sina hundraðshluta vísdómslega og réttlátt of'an á útgáfukostn- aðinn. En það er fljótt að snarast, ef sala bregzt á stórri og dýrri bók. Vii-ðist margt benda til þess, að útgefendur séu að verða smeykir við dýi-ar og vandaðar bækur. Síðastliðið ár mun hafa verið greinileg rýrnun í þeirri bóka- grein og tiltölulega fátt öndveg- isrita gefið út. í þes stað hefir kapphlaupið um lítilvægai’a les- efni aldrei verið harðara en nú. Það munu nú vera uppi ekki minna en fimm útgáfuflokkar með skemmtisögur, sem telja má yfirleitt til bókmennta, þó að sumt skipi þar lægstu bekki og annað sé rusl. Það er e. t. v. ekki ástæða til aö amast við slíku. En þó íinnst mér að of mikið beri nú á því, að bókaút- gáfa sé stunduð éingöngu af gróðavon. Það er þá kannske ekki betra brask en hvað annað. Það er e. t. v. ekki neitt höf- uðatxdði í þjóðlífi okkar, eins og þaf er nú ástatt um fjárplógs- starfsemi marga, nautn áfeng- is og tóbaks o. s. frv., þó að nokkrir menn séu alltaf á þön- um W1 að finna bækur, sem lík- legar séu til að seljast vel og nokkurrar dirfsku og ófyrii*eitni kenni í auglýsingum þéirra. En hitt má aldrei koma fyrir, að hinn lesandi fjöldi eigi allt sitt ráð undir slíku fólki. Hér þarf vel að fylgjast með því sem gerist. Bókagerð og út-. gáfa á aö vera menningarstarf eins og verið hefir. Og ef þroski og dómgreind alþýðunnar bregzt. ekki er öllu óhætt. En hér er komið að þýðingar- miklu hlutverki og skyldustarfi blaðanna. Þau eiga að leiðbeina fólkinu um gildi einstakra rifa og ræða bókmenntir á þann hátt, að dómgreind fólks og bókmenntaþi-oska sé styrkur að. Blöðin mega aldrei ganga á mála hjá ófyi'irleitnum auglýs- endum og þau mega heldur ekki falla í þá freistni að dæma bæk- » ur eftir flokkslit útgefandans. Þvi miður eru þessar hættur báðar til og hafa gert vart við sig. Það er líka óneitanlega skiljanlegt að fátækt og skuld-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.