Tíminn - 28.02.1947, Qupperneq 2

Tíminn - 28.02.1947, Qupperneq 2
2 Föstudagur 28. febr. Óþverraverk Þau hörmulegu örlög hafa orðið hlutskipti Jónasar Jóns- sonar, að seinustu árin hefir hann varið öllum kröftum sín- um til að spilla fyrir þeim flokki, sem hann vann fyrir af miklum ötulleik á manndómsárum sín- um. í þessari viðleitni sinni hefir hann gripið til ýmsra ráða, m. a. gefið út tímarit, sem eingöngu er notað til að ófrægja flokkinn, stefnumál. hans og forustumenn. Rit þetta hefir gefið ljóst til kynna, að þessi iðja Jónasar stjórnast af svo blindu hatri, að hann hefir ekki skirrst við að búa til hinar fjar- stæðustu lygasögur, ef hann hef- ír álitið að það gæti orðið flokkn- um eða forustumönnum hans að falli. Það er ein mesta rauna- saga íslenzkra stjórnmála, að hinn góði penni, sem áður lét stjórnast af glæstum hugsjón- um, skuli þannig hafa orðið verkfæri haturs og mann- skemmdafýsnar. , Þótt J. J. hafi oft lagzt ótrú- lega lágt í Ófeigsskrifum sínum, hafa fyrri samherjar hans ekki átt þess von, að -hann myndi grípa til jafn ógeðslegra starfs- hátta og söguburður hans um „svarta listann“ er. Það þarf vitanlega ekki að taka fram, að slíkur listi hefir aldrei verið bú- inn til af flokknum éða neinum forustumanni hams eða trún- aðarmanni. Sé slíkur listi eitt- hvað annað en hugurburður J. J., er hann annað hvort verk hans sjálfs eða einhverra and- stæðinga flokksins, er nota sér hið blinda hatur J. J. til að hafa hann að ginningarfífli. Ótrúlegt er þó um jafn greindan mann og J. J., að hann íáti hafa sig að slíku fífli, því að svo vel þekkir hann forustumenn Fram- sóknarflokksins, að hann mætti vita, að þeir hafa ekki fengizt við slíka „lista“gerð. Hafi hið blinda hatur ekki alveg yfirbug- að dómgreindina, hlýtur J. J. að vita vel, að hann er að vinna eitt mesta óþverraverk íslenzkr- ar stjórnmálabaráttu, þegar hann er að breiða út rógsöguna um „svarta listann“ — óþverra- verk, sem ekki á sína hliðstæðu síðan Kleppsmálið og Kollumálið voru á döfinni. Það er eðlileg krafa þeirra, sem reynt er að eigna „svarta listann,“ og.einnig þeirra manna, sem þar eru sagðar bornar ýmsar svívirðingar á brýn, að J. J. dragi sig fram úr hiði Gróu- sögunnar í þessu máli og leggi það á borðið, hvernig listi þessi er og hvernig hann er kominn í hendur hans, ef hann er þá ekki hans eigið verk eða hugarburður. Geri hann það ekki, verður hann dæmdur sekur um eitt mesta óhæfuverk og lúalegustu Marðaraðferð til að spilla sam- heldni fyrri flokksmanna sinna. Framsóknarmenn hafa reynt margt misjafnt af J. J. síðan hann gekk fyrri fjandmönnum sínum á hönd og tók að veita þeim lið við að eyðileggja lífs- starf sitt og þær hugsjónir, sem hann hafði áður barizt fyrir. Þetta hefir þó ekki orðið flokkn- um til falls, þvi að liðsmenn hans hafa metið meira tryggð við hugsjónir og stefnumál en gamlan foringja, þótt hann væri og sé enn mikilsvirtur fyrir fyrri störf. J. J. mun líka reyna það, að því fleiri óhæfuverk, sem hann vinnur til að reyna að eyðileggja Framsóknarflokk- TlMIXIV, fftstudagiim 28. febr. 1947 41. blað Cr heimi „nýsköpunarinnar” IVcfndarálit Skúla Guðmuiids.soiia r um aukna lánÉökuheimild vcgna Síldarverksmiðjubyggmganna á Siglufirði og Skagaströnd Eitt af seinustu verkum Áka Jakobssonar sem ráðherra var að Iáta leggja fyrir Alþingi frv. um aukna lántökuheimild vegna nýju síldarverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd. Frv. var lagt fyrir neðri deild og hefir nú fengið afgreiðslu þar og er komið til efri deildar. Skúli Guðmundsson, sem er fulltrúi flokksins í fjárhagsnefnd n. d.‘ skilaði um frv. þetta sérstöku áliti og fer það hér á eftir. Með frv. þessu er lagt til, að lántökuheimild ríkisstjórnar- innar vegna bygginga síldar- verksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd verði aukin úr 27 milj. í 38 milj. króna. Eins og frá er skýrt í greinargerð, er frumvarpið flutt eftir ósk fyrr- verandi atvinnumálaráðherra. En sami ráðherra hefir tvisvar áður fengið samþykktar á Al- þingi lántökuheimildir vegna þessarar verksmiðjubygginga. í fyrsta sinnið á þinginu 1944. Var þá samþykkt frumvarp, er ráð- herrann flutti um heimild til 20 milj. kr. lántöku vegna bygg- inganna, í stað 10 milj., sem heimilaðar voru í lögunum upp- haflega. í annað sinn var flutt frv. á þinginu um hækkun á lán- töku heimildinni, eftir beiðni ráðherrans, í s.l. aprílmánuði. Það frv. var einnig samþykkt og lántökuheimildin þar með aukin um 7 milj. króna, úr 20 í 27 milj. ónir. í greinargerð, sem fylgdi bví frumvarpi frá ráðherranum, voru þinginu m. a. veittar þessar upplýsingar (sbr. Alþt. 1945, A 997): „Framkvæmdir eru nú það vel á veg komnar, að nokkurn veg- inn. má sjá, hver byggingar- kostnaðurinn verður. Má ætla, a,ð til þes,s að unnt verði að lj úka byggingarframkvæmdum bæði í Höfðakaupstað og á Siglufirði burfi að hækka lántökuheimild inn, og því meira lof, sem honum ?r sungið fyrir það í málgögnum fyrri fjandmanna hans, því ikveðnar og fastar munu Fram- ;óknarmenn skipa sér undir það 'merki, sem J. J. vann sjálfur fyrir meðan hann helgaði starf sitt góðum og göfugum hugsjón- um. ríkisstjórnarinnar úr 20 miljón- um króna, eins og hún er í nú- gildandi lögum, upp í 27 milj- ónir króna.“ Nú er komið á daginn, að þessar upplýsingar, sem at- vinriumálaráðherra gaf Alþingi í s.l. aprilmánuði, hafa verið mjög fjarri því að vera réttar. Samkvæmt bráðabirgðareikn- ingsyfirliti, sem fylgir því frv., er hér liggur fyrir, hefir kostn- aðurinn ekki verið nálægt 27 milj. heldur um 38 miljónir króna, og er þó mjög vafasamt, að hér séu öll kurl komin til grafar. í stað þess að fela stjórn síld- arverksmiðja ríkisins yfirstjórn verksmiðjubygginganna, skipaði fyrrv. atvinnumálaráðherra sér- staka nefnd manna til þess að stýra þessum framkvæmdum, og fékk fjárhagsnefnd byggingar- nefndina á sinn fund 30. f. m. til viðtals um framkvæmdirnar. Safnkvæmt reikningsyfirlitinu hefir kostnaðurinn við bygging- arnefndina, sem þar nefnist „skrifstofu- og nefndarkostnað- ■ ur, laun umsjónarmanna, ferða- j kostnaður, teikningar o. fl.,“ orðið samtals ca. 450 þúsundir króna. Nefndin kvaðst hafa haft einn eftirlitsmann á hvorum stað, Siglufirði og Skagaströnd, þar að auki einn byggingar- meistara til að líta eftir fram- kvæmdum Almenna byggingar- félagsins og mann á Skagaströnd um tíma til að líta eftir vélum. Þá kvaðst nefndin ennfremur hafa 1 mann í skrifstofu í Reykjavík. Eins og fram kemur í grg, frv., hefir byggingarnefndin fengið tvö fyrirtæki í Reykjavík, Al- menna byggingarfélagið h.f. og Vélsmiðjuna Héðinn h.f., til þess að taka að sér framkvæmdirnar að miklu leyti. Munu þeir um- sjónarmenn byggingarnefndar, sem áður er getið, hafa haft eftirlit með verkum þessara verktaka, en Almenna bygging- arfélagið hafði líka sina eftir- litsmenn og skrifstofuhald. Sam- kvæmt reikningsyfirlitinu hefir Almenna byggingarfélagið feng- ið 800 þúsundir króna í „umsjón- arlaun,“ og er þar innifalið skrifstofukostnaður á báðum stöðui^ym, Siglufirði og Skaga- strönd, og laun eins yfirverk- stjóra á hvorum stað. En auk þessara umsjónarlauna mun fé- lagið hafa haft ágóða af efnis- sölu til framkvæmdanna, en ekki sést af yfirlítinu, hvað sá hagnaður er mikill. Þá hefir þetta félag, að sögn byggingar- nefndar, sent henni reikning yfir teikningar, að upphæð yfir 100 þús. kr„ sem það vill fá greiddaf auk áðurnefndrar fjár- hæðar. Hinn aðalverktakinn, Vél- smiðjan Héðihn h.f. hefir haft viðskipti við verksmiðjurnar, sem nema samkvæmt reiknings- yfirlitinu 13—14 miljónum króna. Af bráðabirgðayfirlitinu verð- ur ekki séð með vissu, hvað vinnulaun við verksmiðjubygg- ingarnar nema miklu, vegna þess að sundurliðun vantar á einstökum kostnaðarliðum. Fjárhagsnefnd hefir óskað upp- lýsinga frá byggingarnefndinni um það, hvað mikið af vinnu- laununum sé greitt fyrir eftir- vinnu, nætur- og helgidaga- vinnu. Þessar upplýsingar hafa enn ekki borizt fjárhagsnefnd- inni, en vitað er, að mjög mikið var unnið við verksmiðjubygg- ingarnar utan dagvinnutíma, og hefir það áreiðanlega hækkað byggingarkostnaðinn mjög veru- lega. Verður ekki séð, að sú til- högun við framkvæmdirnar sé réttlætanleg, þegar þess er gætt, að þessar nýju verksmiðjur komu þrátt fyrir það ekki að notum á síldarvertíðinni 1946. Rábskonan á Grund gerir boð á undan sér Innan fárra daga hefst hér í blaðinu ný framhaldssaga. Hún er eftir sænskan rithöfund og blaðamann, Gunnar Widegren að nafni, og mun hún nefnast hér Ráðskonan á Grund, þótt hún beri annað nafn á sænsk- unni (Under falsk flagg). Er þessi saga með allmjög öðrum hætti en framhaldssögur Tím- ans hafa verið, svo að ástæða þykir til þess að kynna hana lít- illega fyrirfram, þótt vonandi kynni hún sig bezt sjálf. Þessi saga er skemmtisaga, og fyrst og fremst ætlað það hlut- verk að gera fólki glatt í geði. Er það raunar ekki ómerkt ætl- unarverk, og saga, sem er fær um það, á vissulega talsvert er- indi til okkar, því að „vér íslands börn, vér erum vart of kát:“ Hinu er ekki að leyna, að höf- undur sögunnar dregur óspart dár að ýmsum mannlegum eig- inleikum, og verða þeir, sem finnst örin hitta sig, að sætta sig við það. Hún er einnig ólík öðrum sögum Tímans að gerð. Ung stúlka gerist ráðskona í sveit i Smálöndum í Svíþjóð og skrifar vinkonu sinni tuttugu bréf. Sag- an er ekki annað en þessi bréf. Það er von mín, að hún þyki Verksmiðjurnar tóku aðeins nokkur þúsund mál af síld til vinnslu, til þess að unnt væri að reyna vélarnar, og hafði sú síld- armótttaka svo að segja enga þýðingu fyrir veiðiflotann. Eins og áður segir, vantar mik- iö á, að enn liggi fyrir fullkomn- ar upplýsingar um þessar verk- smiöjubyggingar og kostnaðinn við þær, og gæti veriö full ástæða til fyrir Alþingi að taka málið allt til sérstakrar rannsóknar. En það er þegar ljóst, semkvæmt því, sem að framan segir, að fyrrverandi atvinnumálaráð- herra hefir gefið Alþingi mjög villandi upplýsingar um kostn- að við verksmiðjubyggingarnar í s.l. aprílmánuði og að fram- kvæmdum hefir verið hagað (Framhald á 3. síöuj ekki bragðdaufari fyrir það. Þessi saga hefir hlotið fádæma vinsældir meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Hún birtist fyrst sem framhaldssaga í tuttugu sænskum dreifbýlis- blöðum samtímis, og síðan hefir hún hvað eftir annað seízt I Svíþjóð í upplögum, sem námu tugþúsundum. Loks var hún kvikmynduð, og jókst frægð hennar enn að mun við það. Má vel vera, að sú kvikmynd hafi verið sýnd hér, þótt ég viti það ekki. Ég leyfi mér að vona, að ráðs- konan á Grund muni eignast allmarga .góðkunningja meðal lesenda Tímans, er hún vitjar þeirra með hækkandi-sól á þvi herrans ári 1947. Væri blaðinu sérstaklega kært, ef þeir, sem kynnu að stofna til einhvers kunningsskapar við hana, vildu skrifa blaðinu línu og láta í ljós, hvernig þeim gætist að henni. Væri þá vel þegið, ef þeir vildu jafnframt segja álit sitt á fram- haldssögum blaðsins yfirleitt, svo að unnt sé að mynda sér rökstudda skoðun á því, hvað lesendum fellur bezt í geð. Yfirleitt eru íslenzkir blaðales- endur allt of tregir á að láta í ljós álit sitt á efni blaðanna, hvort heldur er til lofs eða lasts. Um þýðingu mína á þessari sögu er það að segja, að ég hefi lagt meiri rækt við að fylgja anda hennar en þræða hverja setningu nákvæmlegá frá orði til orðs. Hefi ég sums staðar vikið við atriði og atriöi, þar sem mér hefir þótt betur á því fara í íslenzkunni, staöfært sumt til íslenzkra hátta og jafnvel aukið við einstaka setningum, en fellt aðrar niður. Hófs hefi ég þó gætt í þessu efni, svo að ég vona, að engum þurfi að mislíka þetta bessaleyfi, sem ég hefi tekið mér. Að svo mæltu óska ég ráðs- konunni góðrar ferðar um byggðir íslands, og treysti því, að hún muni einhvers staðar þykja aufúsugestur. J. H. lohaimes Davíðsson, Hjarðardal: S A M BÝ LI Tíminn birtir í dag og á morgun ritgerö eftir Jóhannes Davíðs- ;on, bónda í Hjarðardal í Dýrafirði. Efnislega er grein þessi sam- ítofna útvarpserindi, sem Jóhannes flutti fyrir nokkru. Hér er -ætt um vandamál bændastéttarinnar á líðandi stund og hvernig /msum þeirra, sem nú eru erfiðust, verði bezt mætt að dómi >essa reynda bónda. íslendingar hafa lengstum verið eingöngu bændaþjóð. Þeir hafa búið fámennir i hlutfalls- lega stóru landi. Svo er álitið að fyrstu aldir íslands byggðar hafi þjóðin staðið nágrannaþjóðunum jafn- fætis i ræktunarmenningu. Þá var hér um nokkura akuryrkju að ræða, túnrækt og áveituengja rækt. Kvikfjárrækt var hér að sjálfsögðu aðalatvinnugreinin, og stunduð af miklu hagsýni, enda landið prýðilega til henn- ar fallið. Á 14. og 15. öld breyttist við- horf þetta mikið. Þá lagðist ak- uryrkjan niður, og ræktunar- menningu hnignaði. Veiðiskap- ur, sem að vísu alltaf hafði verið stundaður samhliða búskapnum frá landnámstíð, jókst mjög, svo að um atvinnubyltingu hefir verið talað 1 því sambandi. Stuðlaði að þeirri breytingu auk. in eftirspurn og breytt viðhorf til sjávarafurða á heimsmarkað- inum, vaxandi kúgun útlends valds, tjón, sem gróður lands? ins hafði beðið frá upphafi byggðar, vegna takmarkalítillar ágengni búfjár og máske að einhverju leyti vegna versnandi veðurfars. Má vera að eyðing skóganna eigi þar þátt í. Kúgunar og niðurlægingar- aldirnar framfleytti þjóðin lífi sínu á kvikfjárrækt og fiski- veiðum. Fæddi hún sig og klæddi og greiddi efni til bygginga; kornvöru og annað er hún varð að flytja inn, með útflutnings- vörum er þessir atvinnuvegir gáfu af sér í unnu eða óunnu ástandi. En tæki til iðnaðar voru að sjálfsögðu ærlð frumstæð og stundum lá beinlínis við að þjóð in yrði hungurmorða vegna tækjaleysis, grasið yrði ekki slegið og fiskur ekki dreginn úr sjó. Þessir atvinnuvegir hefðu þó allveg borið þarfir þjóðarinnar uppl, hefðl óstjórn og verzlun- arkúgun ekki rænt allmiklu af arði hinna ' tækjafáu vinnandi handa. Á síðustu áratugum má segja, að fyrst sé hér um veruleg straumhvörf að ræða, enda stoðir þær. sem undir fyrver- andi búskaparháttu runnu, óð- um að týna tölunni, eða verða svo feysknar, að ekki bera bú- skapinn uppi. Hér er og um gagngerða breyt- ingu að ræða, að því er lífsþörf- um og lifskröfum þjóðarinnar viðkemur. Þjóðinni hafa nú opnast aukn- ir möguleikar til að sinna þess- um auknu þörfum, meðal ann- ars með nýjum og fullkomnari aðferðum við að draga gull úr greipum Ægis, svo áhrifaríkar, að meir en helmingur þjóðar- innar hefir nú snúið baki við dölum og heiðum, grundum og grasflæmum sveitanna, og setzt aö á malareyrum við ysta haf, og finnst nú ekki viðlítandi, að grafa lengur eftir gulli til full- nægingu .lífsþarfanna, inn til dala og heiða, en breiðir nú faðminn mót hinum víðfeðma gjöfula sæ. Þetta er að vísu eðlilegt. — Gnægð sjávargæðanna var svo mikil, sem raun ber vitni, eftir að þjóðin fékk hliðstæö veiði- tæki við aðrar þjóðir, og ekki nema rétt og skylt að láta ekki aðrar þjóðir taka þann auð allan við tærnar á okkur, án þess að hafast nokkuð að. En einni spurningu skýtur tíð- ar upp í huga framsýnna hugs- andi manna: Skyldi auðlegðin og gnægðin við strendur lands- ins vera óþrjótandi? Skyldi ekki líkt lögmál gilda úti á miðunum og inn til dalanna, þar sem ilm- björkin hefir orðið að lúta í lægra haldi fyrir „hjarðsoltinni tönn“ ? Nú er það okkar verk, nútíð- arkynslóðarinnar, að stinga við fótum og stöðva útstreymi dal- anna, því það getur einnig bjarma yfir heiðarbrúnlnni. En það hljóta allir hugsandi menn að vera sammála um, að ýmsu þarf að breyta í háttum okkar og búskaparaðferðum, ef við eigum að gera okkur sam- hæfa breyttum viðhorfum. Hér eftir byggist ekki búskapur á íslandi á rányrkju, heldur rækt- un, ræktun lands og búfjár, ef vel á að fara. Þetta erum við að skilja æ betur og betur, og höf- um áreiðanlega þegar lyft þar Grettistaki úr götunni, ef rétt er metið. En vestfirzku, norðlenzku og austfirzku dalina og firðina meg um við ekki láta fyrir róða, við höfum ekki efni á því og ætli við finnum ekki einhver ráð, til að gera þar lífvænlegt, ef við leggjum okkur öll fram, það er trú mín, og í þvi trausti ætla ég að minnast á fáein atriði er að gagni kunna að koma. Hér hefir lengi lifað orðtækið: „Fáir lofa einbýli sem vert er“. Þessu orðtæki verðum við sveita- menn að gleyma, breyta i sam- ræmi við kröfur nútímans, og breyttra búhátta. Nú stöndum við einnig frammi fyrir þeirri staðreynd, að hin dreifðu sveitaheimili eru orðin svo fámenn, að ekki er sambæri Jegt við það sem áður var. Þá máttu mörg þessara heimila teljast smáríki, sem voru sjálfu sér nóg, einnig um félagslíf sem annað. Nú á tímum virðist mannkyniö hafa fundið það æ betur, að mannkindin er félagsleg vera, en þar kemur þó fleira til greina er styður að hinu sívaxandi þétt- býli landanna í borgum og bæj- um. Eiga atvinnuhættir nútím- ans, vegna vaxandi véltækni og stóriðju, mestan þáttinn í því. Nú ríður okkur sveitamönn- unum og sveitaunnendum á að skilja það, að nýir siðir og hætt- ir verða að fylgja nýjum tímum. Við verðum að gera margt til aö

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.