Tíminn - 01.03.1947, Qupperneq 4

Tíminn - 01.03.1947, Qupperneq 4
FRAMSÓKNARMENN! MunLð að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksirts er i Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 1. MARZ 1947 42. blað YANOFSKY-MÓTIÐ: Yanvfsky og Ásmundur eftir Fjórða umferð á Yanofsky-mótinu var tefld á fimmtudags- kvöldið. Úrslit urðu þau, að D. A. Yanofsky vann Guðm. Á- gústsson, Guðm. S. Guðmundsson vann R. G. Wade, en biðskák- ir urðu hjá þeim Ásmundi Ásgeirssyni og Baldri Möller, Eggert Gilfer og Árna Snævarr. Eftir fjórðu umferð standa vinningar þannig: Ásmundur Ásgeirsson .... 2 y2 vinning og 1 biðskák D. A. Yanofsky ......... 2 y2 vinning og 1 biðskák Guðm. S. Guðmundsson .... 2 vinninga og 1 biðskák Guðm. Ágústsson ....... IV2 vinning og 1 biðskák Baldur Möller .......... 1 vinning og 2 biðskákir R. G. Wade ............. 1 vinning og 0 biðskák Eggert Gilfer ........ Vz vinning og 2 biðskákir Árni Snævarr ........... 0 vinning og 2 biðskákir Biðskákirnar verða tefldar í dag kl. 1.30 I samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar, en 5. umferð hefst á morgun kl. 1.30 á sama stað. Þá mætast: Árni Snævar og D. A. Yanofsky, Baldur Möller og R. G. Wade, Guðm. Ágústsson og Ásmundur, Guðm. S. Guð- mundsson og Eggert Gilfer. 63 punda dilkur Gimbur og tvævetlulamb Það er sjaldgæft, að dilks- kroppar vegi yfir 50 pund, þótt þess séu ýms dæmi. En hitt má telja nær einstakt, að skrokkur af dilki vegi yfir 60 pund. í sláturhúsi kaupfélagsins á Svalbarðseyri var þó slátrað í haust dilki, sem hafði 63 punda þungan skrokk, og það, sem meira var — þetta .var gimbur og tvævetlulamb. Vakti vænleiki lambsins almenna athygli nyrðra, því að slíks falls af tvæ- vetlulambi höfðu menn ekki heyrt getið, og er þó slíku venju- lega á loft haldið manna á með- al. — Eigandi þessa lambs var Benedikt Baldvinsson bóndi á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd. Lamb þetta var af hálf-skozku foreldri í báðar ættir. Bæði ærin og hrúturinn voru að hálfu af Border-Leicester-kyni og að hálfu af íslenzkum stofni. Ærin bar 2. marz, en lambinu var slátrað 2. september. Er því hér að athuga, að ekki er um mál- borinn dilk að ræða, en ekki hefir hann þó verið nema sex til sjö vikum eldri en dilkar eru almennt í sláturtið, þar eð venjulega er dilkum ekki slátrað fyrr en í lok septembermánaðar. Flogið til Eyja með svifflugu í eftirdragi Á miðvikud. tók Stearmanflug- vél sig upp af flugvellinum í Reykjavík, með svifflugu í eft- irdragi. Héldu þessir förunaut- ar síðan í stefnu á Vífilfell og þar yfir fjallgarðinn, en sveigðu síðan til suðurs og fylgdu eftir það suðurströndinni alla leið austur að Affalssós, en þaðan var tekin stefna á Eyjar. í 1500 metra hséð yfir Eyjunum, slepti svifflugan dráttartauginni, mjó- um en teygjanlegum nylon- streng, og sveif síðan nokkra hringa áður en hún lenti þarna á flugvellínum. En vélflugan lækkaði sitt flug sem þurfti, til þess „að lenda“ dráttartauginni sem haganlegast, en hækkaði sig aftur áður en hún settist sjálf. Er þetta lengsta ferðalag af þessu tagi hér á landi. Tók förin til Eyja 75*mín., en heim- förin sama dag 55 mín. Vélflugunni stýrði Magnús Guðbrandsson, en svifflugunni Helgi Filippusson. Sinn farþeg- ínn var I hvorri vél, þeir Ólafur Jónsson og Hallgrímur Jónsson. svifflugmenn. Kaupum tuskur Baldursgötu 30 Samkomulag milli Dagsbrúnar og atvinnurek- enda Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík sagði í vetur upp kaup- og kjarasamningum sín- um við atvinnurekendur frá 1. marz. Til vinnustöðvunar mun þó ekki koma. Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar, skýrði Tímanum svo frá í gærkvöldi, að sam- komulag hefði þá verið undir- skrifað um framlengingu hinna fyrri samnlnga um óákveðinn tíma. Smávægilegar breytingar voru þó gerðar, en engar teljandi kauphækkanir. Samkomulagi þessu má segja upp hvenær sem er, með eins mánaðar fyrirvara. BEZTU GÆFTIR í MÖRG ÁR (Frá fréttaritara Tím- ans á Akranesi). í gær voru allir bátar á sjó frá verstöðvum við Faxaflóa, en afli var heldur tregur eins og að undanförnu. Á Akranesi hafa ekki um langt skeið verið jafn stöðugar gæftir í janúar og febrúar eins og í ár. Þeir bátar, sem oftast eru búnir að róa, hafa nú farið um 40 sjóferðir. í febrúar hafa þrír dagar fallið úr, svo að ekki hefir verið róið. Bátarnir hafa aflað 100—142 smálestir hver, miðað við hausaðan og slægðan fisk, en alls hafa borízt á land á Akranesi um 3000 smálestir síðan um nýár, og er það um þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir aflatregðuna, sem þar er nú. Að undanförnu hefir nokkur hluti aflans verið saltaður, en aðallega hefir þó fiskurinn far- ið í hraðfrystihúsin. En nú eru þau öll að fyllast og horfir til vandræða, þar sem sama og ekkert salt er til á staðnum. Freyja á hákarl. (FramhalcL af 1. slðu) — Hvað lengi gerið þið ráð fyrir að verða í túrnum? — Það er ómögulegt að segja, bað fer eftlr aflabrögðum, það er ekki vist við verðum nema eina viku — getum líka orðið þrjár vikur. t»n»»»»snntt»ninnnnKnnntKt»nninnntmtn»»nn;tnttt»!»nm8a „Farmall" Höfnm fyrlrlfggjandi á „FARMAIX“ dráttarvélar Ljósaútbúnað með tilheyrandi startara og geymum KEÐJUR — REIMSKÍFUR Samband ísl. samvinnuf élaga (jatnla Síó Loftskip í hernaði (This Man’s Navy) Stórfengleg og spennandi amer- ísk kvikmynd. Wallace Beery Tom Drake James Gleason Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekkl aögang. Vtjja Síó (við Skúlnqötu) DRAGONWYK Áhrlfamikil og vel lelkln stór- mynd, byggö á samnefndri skáldsögu eftir ANYA SETON. Sagan birtist í Morgunbl. 1944. Aöalhlutverk: Gene Tiemey, Vincent Price. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 í. h. Áttræður (Framhald af 3. síðu) af verið með fyrstu mönnum að taka upp allar nýjungar og framfarir. Árið 1917 réðist til hans Björg Kristjánsdóttir frá Lambanes- reykjum í Fljótum. Stýrði hún búi með hönum af miklum dugnaði til dauðadags, 1. ágúst 1936. Þau eignuðust 2 börn, sem heita Laufey Heiðbjört og Helgi Vatnar. Hafa þau búið með föður sín- um síðan. Ekki naut Helgi neinnar skóla- göngu í æsku, en stundaði nokk- urt sjálfsnám með vinnu- mennskunni. Hann æfði t. d. krift á stoðum og röftum beit- arhúsa á daginn þegar fé var úti og skrifaði á svell með brodd- 3táf sínum í hjástöðu. Hann telur sig hafa kynnzt ig verið með ýmsum mjög mæt- im mönnum í æsku sinni, en mginn hafi haft eins mikil og góð áhrif á sig og Pétur Jónsson á Gautlöndum, síðar alþm. og ráðherra. Með honum gekk hann í blndindi 12 ára gamall og hefir haldið það til þessa dags. Á efri árum sínum var hann mörg ár starfandi í ungmenna- félagi og lagði þar mörgum góð- um málum lið. Samvinnumaður hefir hann alltaf verið og fús að taka á sig.byrðar fyrir heild- ina. Nú er starfsþrek hans -að mestu farið, en áhuginn og framfaraviljinn er, óbilaður enn. ’ Á áttræðisafmælinu var fólki boðið til samsætis heima hjá honum og þá færðu nágrannar og vinir honum vandað viðtæki að gjöf. P. J. við notkun rafmagns, muni brátt létta okkur í dreifbýlinu störf- in, stytta vegalengdirnar, auka sambýlið, án þess við þurfum 'að yfirgefa móður náttúru, eða slíta sambýlinu við hana. Sláttuvélabrýni (Smergel) fyrirllggjandi. C»H KAg Simi 7450. DREKKIÐ MALTKO. Eignakönnun Verða peningarnir kallaðir inn? Verða verðbréfin skrásett? Verða fasteignir metnar upp? Verður farið eftir tlllögum hag- frœðinganna? Álit hagfræðinganefndar fæst í bókaverzlúnum um land allt og kostar 10 krónur. Jjathatkíc Ivan grimmi Stórfengleg rússnesk kvikmynd með diJnskum texta um einn mikilhæfasta stjórnanda Rúss- lands. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. TILKYNNING Af sérstökum, en alveg óviðráðanlegum ástæðum, verður frestað til 1. maí að draga í umferðakvikmyndahapp- drætti Bifreiðastjórafélagsins Hreyfill. Bifreiðastjórafél. Hreyfill Sambýli (Framhald af 3. síðu) á málstað okkar í þessu efni. Og máske ættum við frekar að sam- ?inast um lausn þessa vanda, hversu við megum fljótlegast hagkvæmast og ódýrast verða •afmagns aðnjótandi, en ýmis- 'egs annars, sem nú skiptir okk- ur í flokka og hagsmunahópa. Gufuaflið og notkun þess, varð aðalorsök þess, að hið mesta béttbýli, sem þekkist, stóriðn- aðarborgir nútímans mynduð- ust. Rafmagnið er hins vegar bet- ur til þess fallið, að færa menn -aman, án þess þeir taki sig upp og flytji, t. d. í gegnum síma og útvarp. Vera má og enda bendir margt til þess, að hin sívaxandi tækni nútímans, ekki sízt I sambandi RAFSTÖDVAR HÖfum fyrirliggjandl ör- fáar 2^2 oR 6 kílówatta WITTE DIESEL rafstöðvar með hráolíu- mótorum. DIESEL rafstöðvarnar hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum árum, enda eru þær hinar sparneytnustu og gangörugg- ustu sem þekkjast. Laugavegl 20 B. - Sími 4600. S$SS3S$S$SSS$$S3SSSSS3SSSSSS3SSS3S$SS$SSSS$SSS$SSSS3SSS$SSSSSSS$SSSSS3SSSSSS$S3$S3S5$S3SSSS3SSSS5SSSSSSSSSSS*SSSSS$

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.