Tíminn - 04.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1947, Blaðsíða 2
I 2 I»riðjudagur 4. mars Jarðræktar styrkurinn Síðan verðlag fór að breytast af yöldum stríðsins hefir verið greidd verðlagsuppbót á jarð- ræktarstyrkinn i samræmi við almenna vísitöluhækkun. Styrk- urinn er því nú liðlega þrefaldur að krónu tölu við það,' sem var fyrir strið. Þetta er auðvitað mikil lækk- un, miðað við þá breytingu, sem orðið hefir á launakjörum manna. Ef við það eitt er miðað, lætur nærri, að jarðræktar- styrkurinn hafi verið lækkaður um fullan helming. Svo mikið er víst, að tvöfallt færri dagsverk fást nú fyrir þá fjárhæð, sem greidd er sem styrkur á sömu framkvæmd og fyrir stríðið, því að kaupgjald hefir sexfaldazt. Hér kemur þó fleira til greina. Þar sem mikilvirkari tækjum verður við komið, svo að verkið er ódýrara þess vegna, má segja, að lækkun á jarðræktarstyrk væri eðlileg, miðað við, að ó- breytt ástand ætti að ha^ldast. En nú er slíkt alls ekki, nema á sumum sviðum hins marg- þætta verkefnis, sem hér er um að ræða. Jarðræktarlögin í heild þurfa endurskoðun. Það getur verið eðlilegt, að hlutfall styrksins innbyrðis breytist. En í heild er styrkurinn tvímælalaust raunverulega miklu lægri en fyrir stríð. Þegar talað er um hinar nýju vélar, sem breyti viðhorfunum, má ekki gleyma því, að þær vél- ar þurfa þá að vera komnar til verka. Það er t. d. alls ekki tíma bært að lækka allan fram- ræslustyrk, þó að til séu kíl- plógar, sem e. t. v. gefast vel í sérstökum jarðvegi, meðan þeir hafa aðeins verið reyndir á 4—5 stöðum í landinu og ekki eru til nema örfáar dráttarvélar, sem hafa kraft til að draga þá'. Þó að til séu lög um véla- kaup og vélanotkun, breytir það í sjálfu sér engu í sveitunum, fyrr en vélarnar koma þar, í krafti þeirrar löggjafar. Ef lög- um um jarðræktarsamþykktir og vélakaup er fylgt eftir með fjárframlögum, svo að hvert hérað getur eignazt jarðyrkju- vélar við sitt hæfi, þá er eðli- legt, að hinnar nýju tækni gæti við ákvörðun jarðræktarstyrks. En séu slík lög gerð óvirk, með sinnuleysi um að greiða fyrir innflutningi tækjanna og litlum fjárframlögum, þá er vjðhorfið annað. Það væri .þá líkt og að ætla sér að lækka byggingar- styrk á áburðarhús og hlöður, af því að talað hefir verið um kílplóga, sem fljótlegt er að ræsa mójörð með. Alþingi það, sem nú situr, mun gera verulega leiðréttingu á jarðræktarlögunum. Auðvit- að er búið að kasta frá sér mörg- um góðúm tækifærum, og verð- ur ekki úr því- bætt. Fjárhagur ríkissjóðs er erfiður og gjald- eyrisástæður slæmar. En sízt er það þó til bóta, áð unna landbúnaðinum hvergi jafnrétt- Ls, leggja byrðarnar sérstaklega á hann og hindra framför hans. Það bitnar þungt á þjóðihni allri. Það er íslendingum öllum í heild mikið hagsmunamál að í landi þeirra sé rekinn blómleg- ur landbúnaður með menning- arbrag. TtMIXN, j>rig|udagum 4. marz 1947 43. blað tfr Aelum jUþintfU Minningarorð: Jósef L. Sigurðsson bóndi í Torfufelli Þingstörfin ganga hægt. Þingstörfunum miðaði hægt áfram síðastl. viku. Ekkert af frv. þeim. sem stjórnarsáttmál- inn gerir ráð fyrir, hefir enn verið lagt fyrir þingið, en unn- ið er að samingu þeirra. Eðli- legt hr, að undirbúpingur þeirra taki nokkurn tíma, þar sem hann var enginn af hendi fyrv. stjórnar Þessi mál eru m. a. skipun fjárhagsráðsins, eigna- könnunin og afurðasölumálin. Af störfum þingsins í vikunni var það einna merkast, að fjárveitinganefnd byrjaði aftur að fást við fjárlagafrv., en þau störf hennar höfðu legið niðri síðan fyrir jól. Mun mega vænta álits og tillagna frá nefndinni áður en langt líður. Ekkert kom fram af nýjum frv. eða tillögum, sem merkilegt má telja. Iðnskóli í sveit. Það'mál, sem mestur styr hef- ir verið um í þinginu að undan- förnu, er frv. Hermanns Jón- assonar um iðnskóla í sveit. í iðnaðarnefnd e. d. sameinuðust fulltrúar allra flokka gegn frv., að fulltrúa Framsóknarflokks- ins, Páli Zóphóníassyni, undan- skildum. í deildinni hafa þeir Páll, Hermann og Hannibal Valdimarsson mælt með frv. Þeir hafa hrakið svo gersamlega mót- bárur afturhaldsmanna, að slíks munu fá dæmi. Það vantar ekki, að andstæð- ingar. frumv. hafi viðurkennt, að mikil þörf sé sérmenntaðra iðnmanna í sveitum og kaup- túnum landsins. Þeiishafa ekki heldur getað sýnt fram á, að úr þessu verði bætt að neinu ráði með' þeirri iðnfræðslu, sem er fyrirhuguð í sambandi við hér- aðsskólana og bændaskólana. Þeir hafa ekki heldur getað fært nein rök að því, að þeir, sem lykju námi við slíkan skóla, yrðu neitt ver menntir en hinir, sem fullnægja gildandi kröfum um iðnmenntuii. Náms- tíminn yrði að vísu styttri, en hins vegar lögð við námið miklu meiri alúð og rækt. Þeir, sem berjast gegn þessu frv., munu ekki þurfa að lifa lengi til að iðrast skammsýni únnar. Aukin tækni krefst stöð- ugt fleiri og fleiri iðnmennt- aðra manna. Miðaldafyrirkomu- lagið með meistara og lærlinga, sem stundi fúsknám í fjögur ár, getur ekki fullnægt þeirri þörf. Það verður kannske að notast við það eitthvað enn, en jafn- hliða verða að risa upp iðnskól- ar, sem útskrifi vel mennta iðn- menn á miklu skemmri tíma. Frv. Hermanns Jónassonar um iðnskóla í sveit, er geti tekið á móti um 50 nemendum og út- skrifað þá eftir tveggja ára nám, er spor í þessa átt. Afturhalds- öflin geta stöðvað það um stund, en ekki til langframa, því að það heyrir til hinum nýja tíma. Það ranglæti getur ekki held- ur haldizt til langframa, að unglingum úr sveitum og kaup- túnum sé raunverulega meinað að afla sér iðnmenntunar, og komið sé í veg fyrir að iðnaðar- mannastétt rísi upp á þessum stöðum, Þetta síðarnefnda er ekki síður þýðingarmikið, en það er tryggt með frv., því að-skól- inn veitir nemendum sínum að- eins réttindi til iðnstarfa í sveitum og smákauptúnum. Eigi sveitirnar að geta dafnað á- fram, þurfa fleiri að setjast þar að en þeir einir, sem vinna land- búnaðarstörf, því að ekki eru miklar líkur fyrir, að þeim fjölgi að mun. Byggingamál kaupstaðanna. Það var einn þátturinn í kosn- ingaundirbúningi stjórnarflokk- anna á síðastl. vori, að sam- þykkja lög, þar sem heitið var stórfelldum framlögum til verkamannabústaða, byggingá- samvinnufélaga og íbúðabygg- inga, sveita- og bæjarfélaga. Strax eftir kosningarnar reyndu menn f að lagasetning þessi hafði aldrei verið hugsuð til annars en kosningaveiða, því að ekk- ert fé var handbært til að full- nægja ákvæðum laganna. Snemma á þessu þingi fluttu Páll Zóphóníasson og Hermann Jónasson frv., þar sem lagt var til að stofnaður yrði bygginga- sjóður íbúðarhúsa, er veitti lán til byggingarsamvinnufélaga. Ríkið skyldi leggja,'sjóðnum til 20 milj. kr., þar af 8 mlj. kr. á þessu ári, unz áðurnefndri upp- hæð væri náð'. Af fé þessu skyldi byggingarsjóðurinn greiða rík- inu 2% í ársvex'ti. Þau ákvæði yoru ennfremur í frv., að sérstök byggingamála- nefnd skyldi skipuleggja bygg- ingarframkvæmdir í landinu * með það fyrir augum, að ónauð- synlegar byggingar gengju ekki fyrir nauðsynlegum byggingum, eins og átt hefir sér stað sein- ustu árin. Vera má, að úr þessu verði bætt með lögunum um fjárhagsráð. Langt er síðan frv. þessu var vísaö til nefndar, en ekkert hefir heyrzt af því síðan. Vonandi heyrist eitthvað af því áður en langt liður. Ástandið í málum þessum er þannig, að Alþingi gétur ekki lokið svo 6—7 mán- aða setu, að það geri þeim ekki viðunandi skil. Sósíalistar og heimilisvélar. Einn af þingmönnum sósíal- ista 1 n. d. hefir nýlega lagt fram frv. um tollalækkun á ýmsum heimilisvélum og ennfremur þingsályktunartillögu um, að veitt verði fyrir þeim svo rífleg gjaldeyrisleyfi, að fullnægt verði eftirspurn. Bæði frv. og tillagan eru rökstudd með ályktun, sem aðalfundur Kron samþykkti á síðastl. vori. Það verður ekki sagt, að sósí- alistar hefjist handa vonum fyrr um að verða við þessari á- skorun. Þeir sitja marga mánuði í ríkisstjórn, án þess að gera nokkuð til að greiða fyrir inn- flutningi heimilisvéla. Á þeim tíma, er gjaldeyrinum eýtt í margvíslegan óþarfa, en neitað um gjaldeyri til kaupa á heim- ilisvélum. Þá sitjá sósíalistar aðgerðalausir á þessu þingi alla þá 100 daga, sem ráðherrar þeirra eru í ríkisstjórn. Það er fyrst eftir að þeir eru búnir að vera nær mánuð í stjórnarand- stöðu, er þeir ranka við sér og muna eftir heimilísvélunum! En þá var líka fyrrv. stjórn bú- in að eyða gjaldeyrinum og koma ríkisfjárhagnum í það öngþvéiti, að óhægt er um tolla- lækkanir. Þess er ennfremur að geta, að á seinasta þingi áttu sósíalistar þess kost að vera með svipuðu tollalækkunarfrv., sem Skúli Guðmundsson flutti, en það dagaöi uppi fyrir atbeina þeirra og annara stjórnarsinna. Á þeim tíma var þó gjaldeyrisaðstaðan og fjárhagsafkoman mun betri. Þegár allt þetta er athugað, mun þaö ekki verða sósíalistum til neinnar fremdar, þótt þeir látist nú vera hlynntir inn- flutningi heimilisvéla. Byggðu landið. í Noregi hefir verið stofnað landgræðslufélag, sem heitir: Bygg ditt land. Það beitir sér einkum fyrir skóggræðslu. Það vinnur að því, að skóg- ræktarkennsla verið tekin upp í skólum landsins, sem hluti af náttúrufræðslunni. Sömuleiðis er reynt að stuðla að því, að skólabörn gróðursetji trjáplöntur og er m. a stofnað til verðlaunasamkeppni þeirra á meðal í því skyni. Þá vinnur .félagið ennfremur að því, að gert verði jarðfræði legt landabréf af Noregi. Félagið hefir líka tekið til meðferðar uppblástur landsins á vesturströnd Noregs og varnir gegn honum. Félag þetta hefir raunar fleira en landgræðsluna á stefnuskrá sinni. Tilgangur .þess er að 28. júlí síðastliðið sumar lézt af slysförum á heimili sínu bóndinn Jósef L. Siguirðsson. Hann var fæddur 1898 og því tæplega fimmtugur. Ég ‘hefi beðið eftir að þessa góða manns yrði minnzt. Og þó ég telji mig ekki færa um það, get ég ekki orða bundizt. Þessi andlátsfregn með svona voveiflegum hætti kom mér svo á óvart. — Ég var lengi að átta mig á að þetta væri veruleiki. Jósef heitinn var vinur minn og venzlamaðvir. Ég var fyrir viku íarin frá heimili hans. Hann fylgdi mér að bílstöðinni glaður og hress, - eins og hann átti vanda til. — Leiðin lá yfir stórgrýtta og~y vatnsmikla á. Hann var svo óttalaus og örugg- ur. — Þetta var síðasta sam- verustundin okkar og síðasta kveðjan í þessum heimi og henni gleymi ég aldrei. Jósef heitinn var framúr- skarandi duglegur maður, og hafði glaða lund. Gestrisni og hjálpfýsi var honum í blóð bor- in" Hann var góður eiginmaður og faðir. Hann kom öllum í gott skap, sem voru I návist hans með hlýleik sínum og ég er þess fullviss að hann hefir engan óvildarmann átt. Hann var bú- inn að byggja myndarleg útihús á jörð sinni, rækta mikið og á síðasta ári byggði hann íbúðar- hús sem honum þó ekki auðn- aðist aö fullgera. Starfsdagur- inn var á enda áður en varði. Jósef kvæntist árið 1923 Bjarneyju Sigurðardóttur frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal og lifir hún mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Torf- hildi og Sigurði, en eitt barn misstú þau ungt. Foreldrar Jósefs heitins voru Sigurður Sigurðsson frá Leyningi í Eyja- firði og Sigrún Sigurðardóttir úr sömu sveit. Bjuggu þau í Torfufelli allan sinn búskap. Þau áttu 7 börn og 5 af þeim stuðla að því, að gæði landsins verði hagnýtt sem bezt, og.hefir þaö m. a. tekið fiskirækt í ám og vötnum til athugunar. Víða styrkja héruðin þessa starfsemi, svo að féiagið geti haft launaðan starfsmann þar. komust til þroska. Auk þess ólu þau upp 1 dreng. Öll voru þau mannvænleg og vel látin. Á seinni árum var Siguröur heitinii faðir Jósefs heilsulaus og stóð hann þá fyrir búinu í mörg ár og studdi það á allan hátt. Systur haná voru og mjög heilsutæpar svo heimilisástæður voru örðugar á því tímabili. En atorka hans og þörfin til að gera gott brást aldrei. Eftir fráfall föður sins, hóf hann svo búskap í Torfufelli og bjó þar til dánardags. Ég vil svo þakka öllum vinum og vandamönnum þá samúð og hjálpfýsi sem sýnd var við and- lát hans og jarðarför. Ennfrem- ur vil ég þakka Helgu Jónsdótt- ur saumakonu á Akureyri alla þá aðstoð sem hún veitti á þess- um erfiða tíma. Guð blessi ykkur öll. Svo vil ég kveðja vin minn með þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minning þin. S. S. Ef eitthvað kemur fyrir. Kona nokkur í Skotlandi varð fyrir því, að hús hennar himndi til grunna í loftárás. Hún komst þó ósködduð úr rústunum og meðal annars bjargaðist mðð henni heil viskýflaska. Maður nokkur, sem átti hlut að því að hjálpa frúnni úr brakinu, spurði hvort hún vildi ekki dreypa á flöskunni sér til hressingar eftir ósköpin. —>Nei, sagði frúin. Hana ætla ég aö eiga, ef eltthvað skyldl koma fyrir. Rafmagnib gerbreytir eldhúsuiuim og inn- anhússtörfunum Eitt af þvf, sem fylgir heimilisrafmagni, er skilyrði til margs konar þæginda og notkunar vinnusparandi heimilisvéla. í þess- ari grein er sagt frá áliti húsameistara eins frá Danmörku á nýtízku eldhúsum í 'Ameríku. Slík eldhús er hvarvetna hægt að hafa, þaV sem rafmagn til heimilisnota er fyrir hendi, og engu sður hér á landi en annars staðar. — og blátt áfram hún ein, sem í fyrir luktum dyrum í ryðfríum mörgum tilfellum getur gert hólfum 'eða á risí með gler- vinnutíma kvenfólksins með veggjum i kring. Loftræsting hóflegri lengd. j er þaðan út, svo að ekki kemur Það er erfitt að sjá hvár byrja ' eimur né bræla í.eldhúsið. Danskur húsameistari hefir nýlega verið á ferð vestan iiafs. Hann segir svo frá í Politiken, að það séu ekki stórhýsi Ame- riku, sem sér hafi fundizt mest til um. Það voru eldhúsin eins og nú er farið að hafa þau. Eldhúsið er þar ekki talið til smámuna, sem látnir eru sitja á hakanum. Tæknileg framför er ekki' einskorðuð við verksmiðj- ur og vinnustöðvar. Hún er einn- ig látin ná til starfsins á heim- ilunum og skapa jafnvægi milli vinnunnar innan heimilis og utan þess. Þau hús, sem nú eru byggð, eiga að endast mörgum kyn- slóðum. Ef breyttir hættir og lífsvenjur eru ekki höfð með í reikningnum þegar byggt er, verður það sem gert er, þving- andi spennitreyja, ekki aðeins á okkur, heldur líka á börnum okkar og barnabörnum. Tæknin á heimilinu er þáttur þeirrar þróunar, sem á sér nú stað í þjóðlífinu. Þess er heldur ekki að vænta, að til lengdar sé hægt að vænta kvenlegrar vinnu utan heimilanna, nema heimilisstörfin séu auðvelduð. Innanhúss tækni er enginn í- burður eða ofraush. Það er hún, skal eða enda, ef lýsa á nýtizku 1 eldhúsi í Ameríku. Höfuðein- ^ kenni má segja að sé það, að starfið er „rafgengt“. Með hjálp rafmagnsins er erfiðinu létt af höndum fólksins og fært yfir á vélarnar. í öðru lagi er eldhúsið þannig gert, að sem allra fæst spor og snúninga þurfi til að vinna verkin þar. Vitanlega eru ekki öll tækin stillt á einum stað, en það er hægt að ná undraverðum ár- angri með skipulagningu eld- hússins. , í þessum nýtízku eldhúsum er mjölið geymt í sérstakri korn- hlöðu eða skúffu í föstum, inn- byggðum skáp yfir eldhúsborð- inu. Húsmóðirin þarf ekki að taka krús eða bréfpoka niður af hillu og ausa úr með skeið eða ausu . Hún heldur bara skál undir réttri skúffu og lætur renna svo mikið sem hún vill. Þar hefir hún svo rafknúna hrærivél til hliðar. Eldavélin er hvit, og suða, stéiking og bakstur fer fram Pottar og pönnur er þvegið upp með hrjúfum burstum, sem rafmagn knýr. Þvottaföt, þvög- ur, þveglar og þurrkur eru úr- elt tæki. Leirvörur og boröbún- aður er látið í skúffu úr ryð- frium stálþráðum, þegar það hefir verið þvegið og skolavatn- ið er runnið burt. Skúffunni er ýtt inn i skáp í eldhúsborðinu við hliðina á vaskinum. Þar er heitu vatni sprautað á áhöldin frá öllum hliðum. Síðan þorna þau þarna sjálfkrafa og verða björt og skínandi. En það eru margar endurbæt- ur aðrar en þetta, sem hér er talið. Gert er ráð fyrir, að fram- vegis verði eldhúsborð og skáp- ar smíðað í sérstökum verk- smiðjum eftir beztuvíyrlrmynd- um. Venjulegur húsameistari þarf þá ekki að brjóta heilann um eldhússkipun i hvert sinn, sem hann teiknar íbúð. Hann ákveöur aðeins stærð þess, og svo panta menn innan í það, eins og glugga og hurðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.