Tíminn - 04.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1947, Blaðsíða 3
43. blað TÍI»IIN\. þriðjMdagima 4. niarz 1947 3 ÞAÐ ER OPTAST ÁHÆTTA að fara með vísur, ef maður hefir ekki því öruggari heimildir um uppruna þeirra og gerð, en það er vandkvœð- um bundið að fá slíkt staðfest, þeg'ar um er að rœða lausavísur, sem gripn- ar eru á skotspónum og birtar án sér- stakrar, formlegrar heimildar. Mér, er sagt, að ég hafi flaskað á þessu, sem ég lofaði ykkur aö heyra síðast, og þykir mér sárt, þar sem kvenmað- ur átti í hlut, en ég er a. m. k. hóf- lega veikur af mér gagnvart því kyni. En nú hefi ég náð þessum stökum með upprunalegum rithætti höfundar- ins og geri iðrun og yfirbót, auðmjúk- lega væntandi þess, að það reiknist mér til réttlætingar. PYRSTI KVEÐLINGURINN er þá svoná: Átt hef ég árum saman - á því bjargfasta trú, að Ólafur gæfist illa, en upp — ekki fyrr en nú. t Þegar þessí vísa var komin á kreik, barst höfundi hennar aftur þessi staka: Góð er að vonum þín vísa, en vanhugsað niðurlag, Ólafur upp mun rísa aftur, — jafnvel í dag. Siðari vísa kvenmannsins var svo eins konar svar við þessari og er svona: Góður er sérhver genginn, geti hann þá legið kyrr. En Ólafur afturgenginn er Ólafur verrí en fyrr. NÚ ÆTLA ÉG AÐ HÆTTA Á að láta ykkur heyra eina vísu í viðbót, en hún nýtur sín ekki, nema saga fylgi til skýringar. Það var hér um árið, þegar Stefán Jóhann var utanríkisráðherra, að sendimaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu fór um Norðurlönd. Hann sæmdi utanrikisráðherra annarra Norðurlanda rússnesku heiðursmerki. Er það grunur sumra manna, að Stef- án Jóhann hafi ekki verið settur hjá, þó að hann hafi tekið sæmdinni af miklu yfirlætisleysl og aldrei látið orðuna skarta á sér fyrir manna aug- um, en þó vita menn engar sönnur á þessum sæmdarvotti. En það er sumra manna hald, að þetta sé skýringin á þvi, hvern óþokka sumir menn leggja á Stefán Jóhann, að þeir gruna hann um að hafa óvirt vinsamlegt stórvelcy með því að geyma orðu þess niðri í skúffu eða á rúmbotninum. Og því er þessi staka: í steini ætti að sitja sá, sé honum hlift við bana, sem frá Stalin orðu á og ekki notar hana. SVO ER HÉRNA EIN STAKA, sem maður nokkur orti um daginn, þegar hann las um Oxfordhreyfingu i Visi og þá siðabót, sem hún veldur vestra: Þendist út vort þjóðarbú, — þyaíy ekki að sníkja, eí þeir tækju Oxfordtrú, sem undan skatti svíkja. ARNPINNUR JÓNSSON heflr flutt frumvarp um breyting á lögum um fávitahæli. Greinargerðin hefst svo: „Árið 1935 fluttí Guðrún heitin Lárusdóttir frumvarp til laga um fá- vitahæli í Ed. Alþingis. Gat hún þess í þingræðu, að málið væri ekki nýr gestur I deildinni, enda mun það hafa mætt takmörkuðum skilningi i fyrstu.“ Samkv. þessu hefír verið kveðið: Það má sjá á þingskjölum, en þau eru stundum margum- deild, að flutt hafi verið frumvarp um fávitahæli f efri deild. Líka er hægt að lesa þar löngu vituð sannindi, að tillögunni tekið var með takmörkuðum skilningi. Jæja. Þetta er víst orðinn nógur kveðskapur í dag, eða svo mun það reynast, þegar farið verður að leið- rétta. — En stingið samt að mér stökum og stelið þeim hispurslaust. Við látum þær kætina kveikja og kveðum þær fullri raust. EN NÚ HVERP ÉG AÐ ALVAR- LEGRI HLUTUM. Maður nokkur, sem er málkunnugur finnskri konu og skiptir bréfum við hana, sýndi mér um daginn bréf frá henni. Það var skrifað 2. febrúar. Hann hafði_ sent henni smáböggul með nokkr.ufn hvers- dagslegum smáhlutum í, — hlutum, sem vlð höfum yfirleitt ekki áhyggjur af, því að okkur finnst það sjálfsagt, að við getum hvenær sem er, gengið i næstu búð og keypt svoleiðis smá- muni. En bréfið finnsku konunnar var skrifað undir allt öðrum kring- umstæðum en þeim, sem við lifum og hrærumst í. Hér er sýnisþorn af bréfinu: „DÓTTIR MÍN ER SJÖ ÁRA göm- ul. Hún heitir Pirkko og gengur hér í skóla. Það er mjög erfitt að fá barna- föt, — já, .fatnaði yfirleitt, hérlendis. Við fáum 40 merki til fatnaðarkaupa á missiri og það þarf 5 merki fyrir einum metra af . taui. Ef við kaupum band, tvinna eða eitthvaö þess kon- ar, þarf merki til þess alls. Það er ekki hægt að komast af nema með því að styðjast við eldri birgðír, og hingað til hefi ég verið svo hep'pin að gera þaö. Nú hefir þú líka verið svo góður að hjálpa mér um dásamlega sokka. Þá sparast merki.“ ÞESSI STUTTI KAPLI og fáein orð um það, hvernig hún hafi gert telpunni sinni föt úr gömlu, hvað stríðsskuldir og skaöabætur liggi þungt á þjóð hennar, en jafnframt æðru- laus og róleg orð um, að viðast hvar í heiminum sé nú erfitt, bregða upp fyrir okkur annarlegri mynd. Þá skiljum við veij það, sem er fyrr í bréfinu og ég vitna nú í: „Ég Varð svo hrærð og glöð, að ég grét af þakkarkennd. Hlutir, sem ekki hafa sézt hér í landi árum sam- an og ég. gat heldur ekki látið mig dreyma um. Það voru aftur komin jól á mitt hrjáða heimili og ég bless- aði þig og bað til guðs míns, að hann léti þér gefast tífalt aftur í einhverju formí. Ég get ekkert gott gert þér til endurgjalds, aðeins vottað innilegasta, dýpsta hjartans þakklæti." VIÐ HÖPUM SJÁFSAGT GOTT AP að hugsa um þetta bréf. Það er þægi- legt að hafa nóg til alls og geta látið allt eftir sér, en þegar við sjáurn svona bréf, þá liggur við að okkur finnist margt af okkar daglegu önn og áhyggjum vera hégómi. Þá verður kannske margt, sem náð hefir valdi yfir lífi okkur, tíma, peningum og fyrirhöfn, allt i einu svo lítið og lágt og ómerkilegt. En að sama skapi rísa frumstæðustu og brýnustu lifsþarf- irnar til aukinnar virðingar. Þá skilj- um við gamla fólkið, sem sagði af djúpri og sannri alvöru. að hverri máltið lokinni: „Guði sé lof.“ Og þá skiljum við líka betur hvilikur auður er lagður í sannar, djúpar og einlægar tilfinningar. SVONA AUGN ABLIKSM YNDIR, sannar og glöggar, sýna okkur, að þaö er enginn hégómi, að senda kunningj- um sinum i löndum skorts og rústa smávegis glaðning. Ég hefi enga til- hneigingu tll að verja það, að gjafa- bögglafyrirkomulagið hefir verið not- að til að flytja utan dollaravörur og stofna til prangs ineð þær erlendis og flytja inn aftur gamalt glys og rusl og okra á. En hitt held ég, að hinir sönnu og réttu gjafiíbögglar séu sá út- flutningur okkar, sem lengst og bezt mun verða okkur til góðs og reiknast okkur til réttlætingar bæði þessa heims og annars, svo langt sem nokkur reikni/igsskil ná, löngu eftír að allur stríðsgróði er horfinn. Pimyska konan og litla telpan hennar gleyma ekki i bráðina því, sem þær fengu í litla bögglinum eða hvaðan það kom. Þannig tengja menn bönd vináttu og tryggða yfir ólgandi höf. Þeir, sem það gera, halda uppi áhrifamikillí og góðri landkynn- ingu. Pétur landshornasirkill. S KIPAUTGCRÐ RIKISINS „ESJA” fer í strandferð samkvæmt á- ætlun, austur um land, til Siglufjarðar og Akureyrar um miðja þessa viku. Pantaðir farseðlar óskast sóttir. ALICE T. HOBART. Yang og yin „Þú vilt kannske sýna mér, hvað langt þú er kominn áleiðis?" Stundu síðar sátu þeir báðir inni í tilraunastofunni, álútir yfir myndum og teikningum. Ef við eigum að ljúka þessu starfi í sameiningu, hugsaði Ló Shí, verður það að gerast fljótt. En upphátt sagði hann: „Mér skilst, « að nú vanti aðeins herzlumuninn. Flestir vísindamenn aðrir en þú myndu segja, að niðurstaðan væri fundin.“ „Ef til vill,“ sagði Peter. „En við verðum samt að sjá sýkilinn grafa sig inn í vatnshneturnar. Þá fyrst vitum við allt og getum hafið útrýmingarherferðina gegn sjúkdóminum. Það verður mikið starf. Við verðum að eyða sniglunum á sextán hundruð fermilna r,væði.“ „Það starf verður þú að eftirláta mér,“ sagði Ló Shí stilliléga. „Ég skal berjast fyrir því, að nýja heilbrigðisstjórnin láti kenna bændunum að eyða þeim.“ Það var nótt. Allir gluggar voru galopnir, og léttur súgur fór um svefnherbergi Peters og Diönu. Peter vaknaði nokkru fyrir dögun, venju fremur hress og endurnærður. Hann hafði sofnað með spurn i huga, og svarið hafði fæðzt meðan hann svaf. Hann ætlaði að fela Ló Shi að ljúka rannsóknarstarfinu og treysta því, aö hann leiddi það til fullra lykta, þjóð sinni til ævarandi bless- unar. Hann varð þessum hugfólgna nemanda aðeins til trafala, ef hann dvaldi lengúr í Kína. Og Diana þráði alltaf að komast heim — heim til Mei Mei. Fyrstu skímu komandi dags lagði þegar inn í herbergið. Þýður morgunblærinn lék um vanga Peters, og allt í einu greip hann aköf löngun til þess að sitja úti í garðinum, þqgar sólin rynni upp. Ósjálfrátt fannst honum líka eins og einhver biði hans þar. Hann flýtti séí- að k'.æðast, staðnæmdist snöggvast við rúm Díönu og horfði á hana, þar sem hún hvíldi sofandi, laut snögglega niður að henni og strauk hendinni um kinn hennar. Hún vaknaði kehnske við það og kæmi þá með honum út í garðinn. En hún brosti aðeins í svefninum. Hann gekk hæg^t niður stigann og skyggndist inn í stofurnar — kyrrlátar, litlar stofur með opna glugga. Þar voru engin ókjör húsgagna né annarra dauðra muna — engin teppi, engin glugga- tjöld, sem lokuðu ljósið úti. Hann reikaði út í garðinn, sem Díana hafði ræktað, og settist á hvítan steinbekkinn undir vorgrænu skrúði laufgaðra bam- bustrjánna. Hann hallaði sér aftur á bak, spennti greipar bak við hnakkann og horfði upp í himininn. Nú kemur sólin upp, sagði hann við sjálfan sig. Himinninn og jörð mettast birtu nýs dags. Hann dró andann djúpt og saug að sér höfgan ilm trjánna. , Saman við hann blandaðist magnþrunginn eimur hinnar dökku, frjósömu moldar, sem hafði verið rækt öld fram af öld. Fyrir enda bekksins voru nýjar bambusplöntur í þann veginn að teygja kollinn upp úr jörðunni — þær höfðu senni- lega brotizt út úr moldarfangelsinu i gær, en sínar eigin brum- hlífar höfðu þær ekki enn náð að sprengja. En í sama vetfangi og hann leiddi hugann að þessu, heyrði hann ofurlágan brest — einn — tvo — þrjá — fjóra — fimm — brumhlífarhar höfðu brostið. Það var eins og -strengur skylfi djúpt í sál hans — hin mikla harpa lífsins á strengi sína jafnt í hjarta mannsins og blaði hinnar smæstu jurtar. Hin himneska birta, sem var í þann veginn að lauga jörðina, laugaði hann einnig. Díana vaknaði af værum blundi og settist upp í rúminu. Peter var horfinn. Hún átti því raunar að venjast, að hann væri á bak og burt, þegar hún vaknaði, en í dag fannst henni hún endilega verða að vita, hvar hann var niðurkominn. Hún brá sér í kápu og hljóp niður stigann. Hann var ekki í vinnuherbergi sínu. Samt sem áður þóttist hún vita, að hann væri ekki farinn í sjúkrahúsið. Svo varð henni litið út í garðinn, og þá kom hún auga á hann. Hann mátti ekki liggja þarna á köldum stein- bekknum. Hún vissi, að hún hafði vaknað vegna þess, að hann þurfti aðhlynningar við. „Peter“, kallaði hún á hlaúpunum yfir grasflötina. „Þú mátt ekki liggja þarna.“ En hann svaraði henni ekki — bærði ekki einu sinni á sér. Andlit hans var náfölt. Hún kraup á kné, þreif báðum höndum utan um hann og hOrfði á hann. Allt í einu var eins og hún myndi eftir einhverju. Hún spratt á fætur, án þess að vita, hvað hún gerði, og hljóp inn eftir frakk- anum hans. Hann er o.rðiiin slitinn, hugsaði hún ósjálfrátt inju leið og hún breiddi hann yfir hann. Hann þarf að fá sér annan nýjan. Útfarardagurinn var runninn upp. Starfsfólkið í sjúkrahús- inu tindist út — allt í hvitum klæðum, því að sorgarbúningur Kínverja er hvítur. Fremstur gekk ungur, grannur maður — það var Sen Ló Shf. „Það er einmanalegt fyrir góðan mann að deyja sonarlaus, jafnvel í hinu nýja Kína,‘.‘ sagði hann við Díönu. „Við i sjúkrahúsinu verðum að vera börnin hans. Leyfið mér að gegna hlutverki elzta sonarins og ganga á eftir'kistunni.“ ENDIR. -------------------------------1}----------------------- Bændur! Gangið £rá pöntiinum yðar til kaupfé- lag'aiina uú. Vorannir nálg'ast. Samband ísl. samvinnuf élaga ▼ « :: Augtýsing Stúlka óskast til starfa í Rannsóknarstofu háskólans. Stúdentspróf, eða hliðstæð menntun æskileg. Skrifleg i umsókn sendist fyrir 8. þ. m. :: :: « :: ism BaneðalmeÍSg'jöf af Itálfti ltariisfeöra ineð ij áskilgcfimm hörmina fyrir tímabilið frá I. « H marz fiS 1. ntaí 1947. « Á tímabili þessu skal meðalmeðgjöf vera jafnhá barna- lífeyri eins og hann er ákveðinn í 26. gr. laga nr. 50 1946, um almannatryggingar, en það er sem hér segir: 1) Á 1. verðlags.svæði, þ. e. í kaupstöðum og kauptúnum með 2000 íbúum eða fleiri, kr. 800,00 á ári til barna á aldrinum 1—16 ára. 2) Á 2. verðlagssva^ði, þ. e. í öllum sveitarfélögum öðr- um en talin eru undir 1. liö, kr. 600,00 á ári til barna á aldrinum 1—16 ára. Á meðgjöf þessa greiðist verðlagsuppbót samkv. vísitölu eins og verður hvern mánuð á ofannefndu timabili, og greiðist hjln eftir á mánaðarlega. Jafnframt tilkynnist, að eftir 1. jánúar 1947 geta mæö- ur óskilgetinna barna eða aðrir framfærslumenn þeirra, er yfirvaldsúrskurð hafa i höndum um meðalmeðgjöf með slikum börnum, snúið sér til Tryggingarstofnunar rikis- ins eða umboðsmanna hennar og fengið þar gr^iddan þann barnalífeyri, er þeim ber samkvæmt skilríkjum sínum. Hið sama gildir um fráskildar konur, er fengið hafa með- lagsúrskurð með börnum sínum. Fclagsniálaráðiutcytið, 27. fclir. 1947. « ^♦♦♦♦•♦♦♦♦♦••♦♦♦*t «♦♦♦♦•♦♦•♦ Þeir, «► o o O o o O O o O O o o o O O O o o O o o O o O o o o o 4 sem gera vilja Veiði og Fiskiræktarfélagi Rangæinga til- boð í stangarveiði til eins eða fleiri ára í Hólsá vestan megin frá sjó að vatnamótúm Ytri-Rangár og Ytri-Rangá frá nefndum vatnamótum að Árbæjarfossi og einnig frá Árbæjarfossi að upptökum, meö' öllum lækjum sem í hana renna að austan og vestan að undanskildum Selalæk. Ennfremur þeir, sem gera vilja tilboð í stangarveiði til eins eða fleiri ára í Þverá frá Eystri-Rangá inn að fyrir- hleðslu hennar með öllum smærri ám og lækjum sem i hana eða eftir hennar farveg renna að undanskildum Kvoslækjará og Torfastað'argróf. — Sendi formanni féíags- ins, Guðmundi Þorbjarnarsyni að' Stóra-Hofi, nefnd til- boð fyrir kl. 12 á miðnætti föstudaginn 14. marz 1947. Áskilinn réttur aö taka hvaða tilbo«i sem er, sem og að hafna öllum. ♦ ♦ i ♦ í Sljórn fclag'sins. | llöfiBiu fyrii'li^jnmli einangrunarkork i þykktum 1” og 1 y2” Útvegum einnig allaf þykktir af einangrunarkorki beint frá fyrsta ílokks 'verksmiöju. Sluftur afgrciÖslutíini. Verðið er sérstaklega hagkvæmt. Eggert Kristjánsson&Co.h.f. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.