Tíminn - 05.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! MuriLð að kotna í flokksskrifstofuna 4 I REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarílokksins er í Edduhúsinu. við Lindargötu Sími 6066 5. MARZ 1947 44. blað Kosningar í sam- einuðu Alþingi Á fundi sameinaðs alþingis í gær voru kosnir yfirendur- skoðendur ríkisreikninganna og þrír menn í síldarútvegs- nefnd. Endurskoðendur ríkisreikninganna. Við kosningu endurskoðend- anna komu fram 4 listar, og voru þessir menn kosnir: Jör- undur Brynjólfsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Jón Pálmason. Síldarútvegsnefndin. Við kosningu í síldarútvegs- nefnd höfðu stjórnarflokkarnlr sameiginlegan' lista, — A-lista og voru þessir menn á: Jón Þórðarson, Siglufirði, Björn Kristjánsson, Kópaskeri og Erlendur Þorsteinsson, Siglu- firði. Sósíalistar lögðu fram B-lista með Áka Jakobssyni. Kosning fór svo, að A-listi fékk 37 atkv., B-listi 12, en 2 seðlar voru auðir. Lárus Jó- hannesson var fjarverandi. Voru því kosnir 3 menn af A-lista, þar sem Áka vantaði J/3 úr at- kvæði til að verða jafn Erlendi. Það vekur að sjálfsögðu tals- verða athygli, að 2 af þing- mönnum Sjr^ístæðisflokksins snúast hér gegn stjórninni og kjósa Áka, aðrir tveir sitja hjá og einn þm. Sjálfstæðisflokks- ins dokar við og kemur ekki á fund fyrr en kosningunum er lokið. í síldarútvegsnefnd sitja alls 5 menn. Hinir tveir «ru kosnir af Alþýðusambandinu og félagi síldarútvegsmanna. Skák Frá Yanofsky-mótmu. 5. umferð. Sikfleyjarvörn. Hvítt: Árni Snævar. Svart: D. A. Yanofsky. 1. e2—e4, c7—c5; 2. Rgl—f3, Rb8—-c6; 3. d2—d4, c5Xd4; 4. Rf3Xd4, Rg8—f6; 5. Rbl—c3, d7—d6; 6. Bfl—e2, e7—e5. Sjaldséður leikur í stöðunni og þeim mun skemmtilegri. Það virðist svo, sem Yanofsky velji þennan leik beinlínis til að rugla andstæðinginn og koma honum á óvart, því hið venjulega svar 6. g7—g6 (Dreghavörnin) hefir hingað til þótt teflandi. 7. Rd4—f3. Betra mun nú vera Rb3. 7...... h7—h6; 8. 0—0, Bc8 —e6; 9. b2—b3. Stæði Rf3 nú á b3 væri eðli- legasti leikurinn 9. Be3 (sem nú er ekki jafn góður vegna Rg4) og hvítt ætti að vera vel viðbúinn að mæta 9. d6—d5 með góðum árangri. 9....d7—d5; 10. e4Xd5, Rf6 Xd5; 11. Rc3Xd5, Dd8Xd5; 12. DdlXd5. Líklega bezt, því annars leikur svart 12...Da5 og næst Ha— d8 og stendur vel. 12....Be6Xd5; 13. Bcl—B2, f7—f6. Miklu betra en 13..e5—e4, sem veikir mjög reitinn g7. 14. Hfl—dl, Bd5—e6; 15. Rf3—h4!, h6—h5; 16. Rh4—g6, Hh8—h6; 17. Rg6Xf8, Ke8X f8; 18. Hdl—d6, Kf8—f7; 19. Hal—dl, Hh6—h8; 20. c2—c3, Ha8—c8; 21. Be2—f3, g7—g6; 22. Bf3—d5. Eftir 22. BXc6 koma ósam- litir biskupar, sem þýða oftast = jafntefli. 22.....Be6Xd5; 23. HdðX d5. Laudburður af fiskl (Framhald af 1. síðu) ammonlaki, sem er nauðsynlegt efni til frystinganna og mun lítið vera til af því i landinu. Má geta nærri, hvaða afleiðingar vöntun á jafn nauðsynlegu efni gæti haft fyrir þennan þýðing- armikla atvinnuveg. Aflahlutir orðnir góðir. Aflahlutir sjómanna í Vest- mannaeyjum eru strax orðnir góðir og betri en víðast hvar annars staðar. Verður sú oftast raunin, að sjómenn bera einna bezta hluti úr býtum 1 Eyjum, þó að þriðjungaskipti séu, en hlutty þeirra er þá nettóhlutur. Viðast hvar annars staðar, svo sem í verstöðvum við Faxaflóa, eru þelmingaskipti, og taka þá sjómenn nokkurn þát> í útgerð- arkostnaðinum og greiða af hlut sínum. ísvarinn fiskur sendur til Bretlands. Fyrir nokkrum dögum fór Gufuskipið Banan af stað frá Vestmannaeyjum til Bretlands með 200. smálestir af ísvörðum fiski, sem fluttur er út, aðallega í tilraunaskyni, og verður þeim útflutningi haldið áfram ef að- stæður leyfa. Erlcnt yflrlit (Framhald af 1. síðu) mat styrkleika til sóknar og varnar á Atlantshafsströnd. Sennilega er þetta eitt af því, sem aldrei verður úr skorið né um dæmt af fullri vissu. Menn munu lengi ræða gang stríðsins fram og aftur, hafa sínar hug- myndir um það, hvað hefði get- að farið öðru vísi og færa rök að hugmyndum sínum á ýmsan hátt. En það eru engar sann- anir. Hvaða þýðingu hafði það, að Churchill gamli bar sigur úr býtum á þessum kvöldfundi í hvíta húsinu í júní 1942? Var hann þar að afstýra glæfraráð- um um stórkostlega innrásar- tilraun, sem ekki var tímabær og hefði kostað bandamenn óhemju miklar fórnir? Eða var hann að kveða niður tillögur, sem gátu stytt styrjöldina að mun, sparað mikið fé og lið og styrkt aðstöðu Engilsaxa? Hann tók á sig ábyrgðina, en sagan dæmir. „ILL VAR ÞÍN FYRSTA GANGA” Samkvæmt fregnum, sem biaðið hefir fengið hjá rann- .sóknarlögreglunni, hefir maður- inn, sem réðist á konuna suður í Fossvogi á dögunum, verið handtekinn. Hefir hann játað á sig að hafa ráðizt á konuna, bar sem þau biðu saman eftir strætisvagni suður við Hafnar- fjarðarveg. Mr/Sur þessi hefir ekki áður gerzt brotlegur við hegningar- lögin, en þegar þessi atburður gerðist hafði hann neytt nokk- urs víns og hafði það verkað svo fjörgandi á hann. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem maður þessi neytir víns. En ekki veit blaðið, hvort hann er líkk byrj- andi, hvað kvenþjóðina áhrærir. Má segja um hann eins og Signý sagði við Hörð ’ Grímkelsson forðum, er hann braut menið: „111 var þín fyrsta ganga.“ En vonandi er, að ályktunar- orð Signýjar verði ekki að áhrínsorðum á þessum manni, eins og Herði. Hvítt getur að visu fyrst lelkið 23. Hd7f, en fengið svipaða út- komu. 23.......Ke6. 24. HdlX d5, Hh8—d8, með allt útlit fyrir jafntefli. 23......Hh8—d8. Samið Jafntefll. r ■■ KAUPFELOG — BÚNAÐARFÉLÖG! Höfum fyrirliggjandi á lager 1 Reykjavík og Akureyri 9 / einangrunarplötur Stærð i/2X2 metrar á 14.90 platan. Samband ísl. samvinnuf élaga Bruna- og bifreiðatryggingar Tek að mér bruna- og bifreiðatryggingar fyrir Samvinnutrygglngar. . Brunatryggingar: Innbú (húsgögn, bækur, íveruföt, lín, sængur- föt og aðra búslóð). Bifreiðatryggingar: Skyldu-, bruna- og kaskotrygglngar. Hringið til mln í síma 1727. Guðberg Kristinsson (skrifstofu KRON). Bóka- markaðurinn Saga Borgarfjarðar I. Gott land. Prentlistin 500 ára. Tíðindalaust af Vestur- vígstöðvunum. Vér héldum heim. Sjóferðásögur Sveinbjörns Egilssonar. Allt, sem út hefir komið*eftir Stein Steinarr, og margt fleira af úrvals bókum. Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6A Sími 6837 — Pósthólf 156. Rolex Rolex-verksmiðjurnar eru brautryðjendur í gerð ná- kvæmra armbandsúra og eiga einkaleyfi á sérstakri gerð vatnsþéttra. úrkassa. Þær hafa unnið sér heims- nafn fyrir nákvæmni og frágang úra sinna. Höfum ávallt gott úrval af Rolex-úrum Einkaumboð á íslandi. Sendum gegn póstkröfu. Jön Sipuníhon Skortpripavertlun skartgripaverzlun Laugaveg 8. Frá Hollandf og Belgíu M.s. Grebbestroom frá Amsterdam 5. þ. m. frá Antwerpen 8. þ. m. Einarsson, Zoéga & Co., h. f. Hafnarhúsinu, símar 6697, og 7797 Passíusálmarnir i eiginhandarriti höfundarins eru dýrmætasta gersemin í söfn- unum á íslandi og nú er ná- kvæm eftirmynd handritsins að dreifast út meðal þjóðarinnar í hinni ágætu ljósprentun Einars Þorgrimssonar, er vonandi kemst inn á flest heimlli. En þó að rithönd Hallgríms sé góð, þá er samt gott að hafa hina staf- réttu útgáfu Fræðafélagsins til hjálpar við lesturinn. Hún kost- ar einar 10 krónur með öllu því, sem þar fylgir sálmunum, en hún er á þrotum. Svo er um margar af bókum félagsins (t. d. ýms bindi Jarðabókar), enda eðlilegt, því allar eru þær merki- legar, allar ódýrar, og allar eign, sem aldrei fellur í verðL Gætið ykkar meðan tími er til. Skrá yfir bækurnar fæst í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Vinnið ötulleqa fyrir Tímunn. (jatnla Síc Loftskip í hernaðl (This Mao’s Navy) Stórfengleg og spennandi aœer- ísk kvlkmynd. Wallace Beery Tom Drake James Gleason Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn Innan 12 ára fá ekkl aðgang. Utjja Síí (við Skúlaqötu ) Dick Tracy lcynllögreglnmaðr (Dlck Tracy). Morgan Conway Anne Jeffreys Mike Mazurkl Sýnd kl. 5 og 7. IIRINGSTIGIINN (The Spiral Staircase) Böm innan 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 9. ; —————————— , Eignakönnun Verða peningarnlr kallaðir inn? Verða verðbréfin skrásett? Verða fasteignir metnar upp? Verður farið eftir tillögum hag- fræðinganna? ÁUt hagfræðinganefndar fæst í bókaverzlunum um land allt og kostar 10 krónur. 7Pjatnatbíó f stuttn máli (Roughly Speaking) Rosallnd Russell Jack Carson. Sýnd kl. 9. Souur Hróa hattar (Bandlt of Sherwopd Forest) Aðalhlutverk: Cornel Wllde Anita Louise Sýnd kl. 5 og 7. Tilkynning frá Viðskiptaráðinu Fyrst um sinn og þar tll viðskiptasamnlngum þelm, sém nú standa yfir af hálfu íslands vlð ýmsar þjóðir er lokið, og unnt er aðáætla gjaldeyristekjur ársins, mun leyfisveitingum yfirleitt frestað eftir því sem auðið er. Þær vörur, sem ráðið telur þó að ekki sé hægt að fresta leyfisveitingum fyrir að öllu leyti, eru vörur til starfrækslu sjávarútvegs og landbúnaðar, nauð- synlegra byggingaframkvæmda svo og matvörur, varahlutir til bifreiða og véla og vörur til nauðsyn- legs lðnaðar, og mun það veita einhver takmörkuð leyfi fyrir slíkum vörum, enda sé upplýst, að slíkt sé aðkallandi og þoli ekki frestun. Umsóknir, sem berast og ekki eru 1 samræmi við það sem að framan greinir, verður fyrst um sinn yfirleitt synjað með tilvísun til þessarar auglýs lngar. 4, marz, 1947. Vlðsklptaráðih. Bifreiðastjórar Eigum ávallt fyrirliggjandi hin viðurkenndu PACY bifreiðakerti, fyrir ameríska og enska bíla — 10—14—18 m/m. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Umboðs- og Raftækjavcrzlun fslands h.f. Hafnarstræti 17. — Sími 6439. — Reykjavík. Jörðin Árhraun 1 Skeiðahreppi, Árnessýslu, fæst tll ábúðar i næstu fardögum. Kaup geta komið tll greina. Stórt og gott tún á jörðinni. Miklar og góðar engjar véltækar á áveitu- svæðinu. Einnig veiði 1 Hvitá. Allar nánari upplýsingar gefur elgandi jarðarlnnar Jónas MaRnússon, Stardal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.