Tíminn - 08.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laiigardaginn 8. mar/ 1947 47. blaÖ Laugardagur 8. niarz Böðull alþjóðar Það var vorið 1942, að stjórn- málamaður nokkur sagði í út- varpsræðu: „Þegar örðugleikarnir hefjast að nýju, mun það sýna sig að þeir verða því verri viðfangs, sem dýrtiðin leikur lausari hala. Þá munu þeir lýðskrumarar fá dóm sinn, sem i fullu abyrgðar- leysi og algerlega gegn betri vitund hafa nú í frammi hvers konar áróður' og blekkingar i því skyni, að reyna að afla sjálf- um sér pólitísks stundarávinn- ings.“ Þessi ræða var prentuð í Mbl'. 3. júlí 1942. Höfundur hennar var Ólafur Thors. Þetta er gott að hafa í huga, þegar menn lesa Mbl. í vetur. Nú eru örðugleikarnír að hefj- ast að nýju og maðurinn, sem gafst upp við að standa gegn dýrtíðinni og gerðist „lýðskrum- ari“ í „fullu ábyrgðarleysi“ — sjálfum sér til „pólitísks stund- arávinnings" óttast dóm sinn. Hann veit það undir niðri eins og fyrri, hver það er, sem er „böðull alþjóðar.‘“ Ólafur Thors tók við stjórn- arvöldum í mesta viðskiptagóð- æri, sem komið hefir í sögu þjóðarinnar. Þá átti þjóðin er- lendar innstæður, svo að dæma- laust var. Ólafur Thors lét það verða sitt hlutverk að snúa góð- æri í kreppu og auðsæld í eigna- leysi. En þegar á herti veltist hann úr völdum. Þessi ólánssami maður hefir af og til i vetur gert hinar fár- ánlegu tilraunir til að bjarga áiiti sinu. Það stoðar nú lítið, þó að ungir Sjálfstæðismenn hafi gefið honum bikar og Sjálf- stæðiskonur breitt yfir hann silkifána fyrir peningagjöf frá ónefndum manni. Mbl. hefir verið látið birta falsað ásta- bréf um Ólaf Thors, merkt Dísa í Ystuvík, og reynt hefir verið að telja lesendunum trú um að bréfið væri frá húsmóður í sveit. Þannig eru tilraunir þessa manns til að endurheimta tap- að álit og traust. Hann veit að erfiðleikarnir opna augu manna, svo að ábyrgðarlausir lýðskrum- arar fá dóm sinn. Síðasta örþrifaráð af þessu tagi er að láta J. P. gera eins- konar samanburð á Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni. Það er raunar furðuleg ósvífni að stofna til slíks samanburðar, en það er eins og kerlingin sagði: „Þú ert kominn i skömmina hvort eð er.“ Þeir verða oft djarfir, sem engu hafa að tapa. Hermann Jónasson varð for- sætisráðherra 1934. Þá hafði ægileg viðskiptakreppa legið með sligandi þunga yfir öllu at- vinnu- og viðskiptalífi heimsins. Saltfisksmarkaður fslendinga í Miðjarðarhafslöndunum hrundi. Hermann Jónasson kom til valda á hinum erfiðustu tímum, Hans stjórn mætti erfiðleikun- um með manndómi og heiðar- leik og skapaði glæsilegt fram- faratímabil. Þá var fiskiðnað- ur frystihúsanna byggður upp frá grunni og unnir nýir markaðir í stað þeirra sem lok- uðust. Þá var síldarskipulagið fullkomnað og sett löggjöf og skipulag um sölu kjöts og mjólkur. Engum manni hefir dottið í hug að bendla nokkur nýmæli, sem til framfara hafa verið, við nafn Ólafs Thors. Engin lög eða OíiaHahai Nokkur orð um boðskap náttúrulækninganna Vitrir eftir á. „En aðalatriðið er. Það er ekki nóg að vera í dag vitur eftir á. — Það, sem þjóðin þarf, er að for- usta hennar viti hvað gera þarf í dag, svo henni vegni vel eftir 2 til 3 ár, — og þora að gera það.“ Þannig hljóðar nú iðrunar- bæn Þjóðviljamanna. Það eru 2 —3 ár síðan þeir settust í rík- isstjórn. Þeir sjá í húsnæðis- málunum, verzlunarmálum, gjaldeyrismálum o. s. frv ávexti þess, hvernig stjórnað var í þeirra tíð. Þeir hafa fulla ástæðu til að lesa sínar iðrunarbænir, inn á milli þess, sem Rannveig Krist- jánsdóttir og annað gott fólk lýsir því ástandi, sem skapazt hefir undir stjórn þeirra, bein- línis vegna stjórnarstefnunnar. Því má ekki segja satt? Mbl. er bæði stórort og illort í leiðara í gær vegna þess að Tíminn hefir skýrt rétt frá gjaldeyrisástæðunum 1. marz síðastliðinn. Talar það um að viðskiptaráði hafi gengið allt annað til að fresta leyfaveiting- um, en gjaldeyrisskorturinn. Eru þau skrif öll hinn mesti moðreykur og hrærigrautur. Kjarni málsins er sá, að 1. marz námu innstæður bank- •t- anna erlendis 44 miljónum króna auk tæpra 120 miljóna á Nýbyggingarreikningi. Á móti þessu voru bankarnir búnir að taka að sér ábyrgðir, sem námu 58 miljónum króna fyrir ókomn- umbótamál eru tengd nafni hans. Það eru bara glæfrarnir, svindlið, hrunið og rústirnar, sem mynda sveig um minningu hans. • Það er engin furða, þó að Ólafur Thors sé hræddur um álit sitt. Það getur ekki öðru vísi verið. En hitt er furða, að hann skuli ráðast í það, að láta gera samanburð á sér og Her- manni Jónassyni. Ekkert er þessum niðurrifsmanni hættu- legra, en að vera mældur við menn, sem byggt hafa upp, eins og Hermann Jónásson. um vörum og veitt leyfi til kaupa á nýbyggingarvörum voru 150 miljónir. Þannig var búið að festa og nota allar inn- stæðurnar og auk þess 44 milj. kr. af framleiðslu, sem óseld var erlendis 1. marz. Mbl. þýðir ekkert að hrópa um lýgi, falsanir og róg í sam- bandi við frásögn Tímans af þessum efnum. Það er það sjálft, sem jafnan hefir reynt að breiða yfir staðreyndirnar blekk- ingahjúpinn. Enn reynir það að fela sannleikann fyrir þjóð- inni, eins og það haldi, að hún geti lifað á lýgi og fölskum hug- myndum. Enn er sama siðferðið. Eitt rekur sig á annars horn. „En á meðan ekki er vitað hvernig til tekst með viðskipta- samninga okkar við aðrar þjóð- ir, væri vitaskuld ekkert vit í að ausa út nýjum leyfum, umfram það allra nauðsynlegasta". Þetta stendur í forystugrein Mbl. í gær. Blaðið hefir þá ekki tekið mark á fullyrðingunum í ræðu Ólafs Thors og Einars Olgeirs- sonar, þegar ríkisstjórnin tók við, um háa verðið á allri ís- lenzkri framleiðslu. Það er gott að heyra það. Mörgum mun finnast, að það væri ekkert vit að „ausa út“ „leyfum umfram það allra nauðsynlegasta", hvernig sem afurðasalan annars gengi. Það eru svo mörg bráðnauðsynleg stórmál, sem kalla að. Það á að einbeita kröftunum að því að rækta landið og byggja yfir fólkið og atvinnuvegina og verja til þess öllum gjaldeyri sem af- gangs er, „umfram það allra nauðsynlegasta“ til daglegrar neyzlu. Mbl. segir ennfremur, að vöruverð erlendis fari ört hækk- andi og því séu þjóðinni tryggð miklu hagkvæmari innkaup með því að veita innflutnings- leyfi strax. Þetta segir það, sem skýringu á því að viðskipta- ráð hafi frestað öllum leyfis- veitingum um sinn, að vel yfir- veguðu ráði. Mbl. hefir sína rökvísi fyrir sig. Eitt rekur sig á anars horn, eins og graðpening hendir vorn. Ódauðleikatrúin. J. P. segir frá því í Mbl. í fyrradag til marks um það traust, sem Ólafur Thors hafi notið í flokki sínum, að: „jafn- vel hefir gengið svo langt, að stundum hafa liðið fleiri ár, svo að enginn hefir verið kosinn varaformaður í Sjálfstæðis- flokknum“. Þetta á líklega að skilja svo, að fyrirmenn í Sjálfstæðis- flokknum hafi á tímabili haft trú á því, að Ólafur væri ekki dauðlegur maður. Það tíðkaðist í Austurlöndum í myrkri forn- öld að taka þjóðhöfðingja í guðatölu. Eins fundu nazistar upp ný trúarbrögð fyrir Þjóð- verja og boðuðu þar guðdóm Hitlers. En þetta er víst fyrsta prentaða yfirlýsingin á íslandi, sem bendir til þess, að jafnvel hér á landi hafi vísir að þessari manndýrkun þróazt. Mbl. birtir þessa grein, svo að hún er sjálfsagt eitthvað meira en rugl úr J. P. En ekki var nú guðdómurinn geðslegur hjá þeim. Svarti listinn hans Jónasar. Jónas Jónsson hefir sent frá sér ritgerð, sem kölluð er „Svarti listinn“ og á að vera sérprentun úr Ófeigi. Það er skemmst af þessari grein að segja, að þar er farið í kringum fyrri dylgjur og sleg- ið úr og í. Reynir J. J. að þyrla upp nýju ryki til að hylja sig á flóttanum í stað þess að standa mannlega við fyrri áburð. Helzta efni þessarar greinar eru slúður og slefburður til að reyna að spilla milli manna. Eru m. a. taldir upp 30 menn, sem Framsóknarflokkurinn á að hafa misgert við. Er það gott til dæmis, að fyrst er þess getið, að Helgi Lárusson, sem nú er afgreiðslumaður Ófeigs, hafi stýrt myndarlegu kaupfélagi, en það hafi verið lagt „undir kom- (Framhald á 3. síðu). í Tímanum 4. febrúar er grein um „Boðskap náttúrulækning- anna,“ eftir H. Kr. Greinin er rituð af vinsemd í garð Náttúru- lækningafélagsins og — eins og vænta mátti — af skilningi á stefnu þess og sjóhármiðum, þrátt fyrir allkröftugar til- raunir, sem hafa verið gerðar af vissum mönnum til þess að rangfæra boðskap náttúrulækn- inganna, gera hann tortryggi- legan og hlægilegan. Vegna þess að höf. minnizt á andúð Are Waerlands og nátt- úrulækningamanna á kjöti og fiski, langar mig til að biðja Tímann fyrir nokkrar skýringar á því atriði. En fyrst vil ég geta þess, að Jónas Kristjánsson kynntist náttúrulækningastefn- unni löngu áður en hann vissi, að Waerland var til, og það var ekki fyrr en eftir stofnun Nátt- úrulækningafélags íslands að hann kynntist ritum Waerlands neitt að ráði. Meðal helztu frumkvöðla stefnunnar má nefna læknana Kellogg í Ame- ríku, Lane í Englandi, Bircher- Benner í Sviss og Brauchle i Þýzkalandi, hver öðrum lærðari sem læknar og manneldisfræð- ingar og víðkunnir. Öllum þess-- um læknum og nokkrum öðrum kynntist Jónas Kristjánsson í utanlandsferöum sínum og keypti bækur eftir þá og aðra hundruöum saman. Og þeim bar yfirleitt saman um það, að menn ættu helzt eða alls ekki að leggja sér kjöt eða fisk til munns, en að fyrst af öllu ætti þó að forðast einhæf og spillt matvæli, svo sem hvítan sykur og hvítt heiti, og svo auðvitað nautnavörurnar: tóbak, áfengi, kaffi o. s. frv. Þegar J. Kr. kynntist svo rit- um Waerlands, var þar að finna nákvæmlega sömu skoðanirnar. Það er því mikill misskilningur, ef menn halda, að J. Kr. eða Náttúrulækningafélagið styðjist eingöngu við Waerland og hans kenningar. Það geta menn líka sannfærzt um með því að lesa „Nýjar leiðir“ eftir J. Kr., „Nýjar leiðir 11“ og tímaritið „Heilsu- vernd.“ En það er engin til- viljun, að bækur eftir Waer- land hafa orðið fyrir valinu til þýðingar og útgáfu, því að J. Kr. telur, — og hann ætti að vera dómbær á það — að bækur hans yfirleitt séu það bezta, sem hann hefir séð ritað alþýðlega um þessi mál, og. auk þess telur hann Waerland flestum lækn- um lærðari í lífeðlis- og mann- eldisfræði, sem ekki er neitt undarlegt, þar sem maðurinn hefir lítið annað gert í hálfa öld en að stunda læknis- og manneldisfræði og framkvæma sjálfstæðar rannsóknir á því sviði. Auk þess er hann mjög snjall rithöfundur og ritar svo ljóst og skilmerkilega, að bæk- ur hans eru sérstaklega vel fallnar til þýðingar. Þetta vildi ég taka fram um Waerland, vegna þ.ess moldviðris, sem þyrl- að hefir verið upp um hann hér, bæði af læknum og leikmönn- um, sem hafa borið honum á brýn fákunnáttu, villutrú, of- stæki og jafnvel brjálæði. Sannleikurinn er sá, að Waer- land gengur ekki eins langt í andúð sinni á kjöti og fiski og sumir aðrir brautryðjendur náttúrulækningastefnunnar. .— Þetta sézt m. a. á bls. 81 í „Mat- ur og megin,“ þar sem hann segir, að menn geti lifað heilir heilsu til hárrar elli, þótt þeir borði dálítið af kjöti eða fiski, ef þeir neita sér um hvítt hveiti, hvítan sykur og nautnavörur. Það eru í augum Waerlands skæðustu óvinir heilsunnar, og þar eru allir náttúrulækninga- menn innilega sammála. Ég þori að fullyrða, að eng- um detti í hug að reyna að út- rýma kjöti og fiski úr viðurværi íslendinga. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að skýra frá ýmsum rannsóknum og stað- reyndum, sem mæla gegn neyzlu þessara fæðutegunda. Það þýð- ir ekki að stinga höfðinu undir vænginn og láta sem allt sé í lagi. Fólk á heimtingu á að við segjum, það sem við vitum sann- ast og réttast, hvort sem það kemur sér vel eða ekki fyrir einstaka menn eða stéttir. Það (Framhald á 4. síðu) Svo hugsa Rússar nú Blaðafulltrúi dönsku sendisveitarinnar í Moskvu, dr. Richard Friedberg, var fyrir skömmu á ferðalagi í Kaupmannahöfn. Þá birti Politiken viðtal það við hann, sem hér fer á eftir. Það er því miður næsta sjaldgæft að fá svo hófsama og sanngjarna frásögn frá Rússlandi, sem hér virðist vera. Friedberg vill ber- sýnilega láta lesandann skilja viðhorf og sjónarmið Rússans. I Það væri ánægjulegt, ef við kæmumst einhverntima svo langt, að gagnrýni á Rússland væri ekki tekin sem árás og viðurkenningarorð ekki talin áróður. Þá mættum við tala op- inskátt í trausti þess, að orð okkar yrðu tekin af báðum að- ilum, sem heiðarleg tilraun til að skýra og lýsa því, sem okkur hefir mætt. Nýlega sat rússneskur blaða- maður í skrifstofu minni í Moskvu og talaði um dönsk við- horf og lét í ljós furðu sina á mörgu. Ég spurði, hvort hann hefði tíma til þess að hlusta á mig í eina viku. Þá skyldi ég gera honum grein fyrir ástæðum okkar, hvaða feril við ættum að baki og hvaða niðurstöðu við hefðum náð. Þessu líkt er, þegar rætt er um Rússland. Flestir álykta þá og dæma, án þess að þekkja for- tíðina nær og fjær. Af slíku hlýzt aðeins misskilningur og fordómar. Eftir þennan inngang er dr. Friedberg reiðubúinn að svara spurningunum. — Hvernig eru nú ytri á- stæður í Moskvu? — Moskva sjálf varð aldrei fyrir hernaðarárásum, eins og þið vitið. En þessi borg hefir orðið að taka við 3—4 miljón- um manna úr öðrum landshlut- um, svo að þar eru nú 7—8 milj- ónir íbúa, en það er tvöfalt fleiri en rúm er fyrir. Borgin var yf- irfyllt af fólki fyrir stríð. Það er því algengt, að hver fjölskylda hafi aðeins eitt herbergi til umráða. Auðvitað hefir verið gerð yfirgripsmikil endurreisn- aráætlun og þar hefir verið val- ið milli þess, að byggja íbúðar- hús strax eða endurreisa iðnað- inn fyrst, og að því ráði var horfið. Það var viðurkennt, að bygging íbúðarhúsa gæti ekki gengið fljótt, fyrr en iðnaður- inn væri risinn úr rústum. Hitt getá menn fljótt séð, að endur- reisnarstarfið er stórkostlegt, ef þeir hugsa til allra þeirra héraða, sem liggja milli Moskvu og vesturlandamæranna. — Hvernig mæta Rússar þess- um viðhorfum? — Þeir kunna þeim jafn illa og hver annar myndi gera, og þeir ræða af sama tilfinninga- hita, eða jafnvel ennfrekar, því að þjóðin er hneigð fyrir kapp- ræður, allar ráðagerðirnar, bæði þær, sem framkvæmdar eru og hinar. Eins er um skömmtunina, sem lofað var að hætti 1946 en varir a. m. k. enn um sinn. Allir voru gramir og óánægðir þegar sá boðskapur barst. Óánægjukliður fyllti búðir og götur. En það sem Rússunum svíður sárast, er að þeim finnst að frá- sagnir heimsblaðanna bendi til þess, að innbyrðis gagnrýni þeirra og kurr vegna erfiðleik- anna sé skilið sem andstaða við stjórnina. Þeim finnst það árás og loka sig inni. — Hversu mikil brögð eru að andúð í garð annarra þjóða? — Það er víst óhætt að segja, að Rússum finnist jafnan, að hendi heimsins sé reidd gegn þeim og þeir eigi því að dylj- ast eða a. m. k. forðast allar upplýsingar, sem kynnu að verða notaðar gegn þeim. Tortryggn- in hjá Rússum er gömul og fólk- ið hefir það löngum á tilfinn- ingunni, að reynt sé að útiloka Rússa frá samfélagi þjóðanna. Þetta hefir mikil áhrif á afstöðu stjórnarvaldanna til erlendra blaða. Það hefir sýnt sig, að greinar geta breytzt verulega frá því þær eru í handriti og þar til þær eru komnar í blað höfundarins. Rússar skilja slíkt sem væri það ákveðin viðleitni af ráðnum hug og gera sínar ráðstafanir gegn þvi. Þannig hefst svikamyllan milli rússnesku ritskoðunarinnar, sem vakir yfir því, að fjarlægja allt, sem Rússar halda að hægt sé að nota gegn sér. og rit- stjórna blaðanna í öðrum lönd- um. Það myndi auka skilning í þessum efnum, ef útlending- arnir skildu, að gagnrýnin í Rússlandi beinist að fram- kvæmdum líðandi dags en ekki höfuðlínum stjórnmálanna, Um þær eru menn einhuga. — Hver eru tildrög rithöf- undahreinsunarinnar, sem átti sér stað nýlega? — Sostsjenko hafði skrifað smásögu um lifsreynslu apa nokkurs. Okkur myndi finnast hún meinlaus, en hún lýsti at- hugunum apans á fólki, sem stóð í biðröðum, fékk ekki húsnæði og stjórnaðist af næsta eigin- gjörnum hvötum. Þetta var talið skaðlegur áróður gegn „þjóðinni, flokknum og stjórn- inni“, en það er alvarlegasta ákæra, sem til er í Rússlandi. Því er framleiðsla þessa höf- undar sett undir sérstakt eft- irlit og það studdi þessa á- kvörðun, að óvinveittár þjóðir notuðu bækur hans á stríðsár- unum til áróðurs gegn ráð- stjórnarrikjunum. Vilji menn skilja þessar ráðstafanir, má ekki gléýma því, að viðreisnar- starfið krefst svo mikilla átaka, að Rússum finnst, að þeir hafi ekki ráð á að leyfa sér þann munað að hafa spottara. Spaug um alvarleg efni verður að bíða betri tíma. — Geturðu nokkuð sagt um afstöðu stjórnar og flokks til almennings? — Stjórn Rússlands og Þýzka- lands fyrir stríðið hefir verið líkt saman og reynt að gera þær hliðstæðar, en það er ekki rétt. Nazistar kúguðu þjóð, sem á all- an hátt virtist vera á borð við okkur að andlegri menningu og efnislegri. Þeir innleiddu mið- aldakerfi, sem færði allt og alla aftur á við. Kommúnistarnir tóku við Rússlandi svo, að 5 eða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.