Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 1
| RITSTJÓRI: x )
) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
\ ÚTGEPANDI: '
\ PRAMSÓKNARPLOKKURINN
\ Símar 2353 og 4373
' PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
V
> RITSTJÓRASKRrPSTOFDR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A
Slmar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
\ OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA:
>L EDDUHÚSI, Lindargötu 8A
} Slml 2323
31. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 11. marz 1947
48. Iilað
ERLENT YFIRLIT:
Þrjár undirokaöar þjóöir
Fá ekki haltisku þjóðirnar frelsi sitt
aftur?
m
Styrjöldiri batt ekki endi á undirokun allra smáþjóða í Evrópu,
sem voru píndar af oki nazismans. Allar hafa þær þó fengið frelsi
sitt aftur, a. m. k. að nafninu til, að þremur undansMldum. Þessar
þjóðir búa enn við erlenda yfirstjórn og undirokun og eru litlar
riorfur á, að fram úr því rætíst í náinni framtíð. Þessar þjóðir eru
Estlendingar, Lettar og Litháar. #- ^/
Fyrir styrjöldin byggðu um
6 milj. manna lönd þessara
þjóða. Þær töluðu hver sitt
tungumál, er voru meðal þe,irra
elztu í Evrópu. Þrátt fyrir
MOLOTOV,
- utanríkisráðherra Ráðstjórnarríkjanna.
margra alda yfirrráð útlendra
þjóða, — eins og Þjóðverja, Svía,
Pólverja og Rússa, — hafði þeim
heppnast að varðveita þjóðerni
sín og sérstæða menningu.
Sjálfstæðis- og frelsisvakningin,
sem fór um Evrópu á síðustu
öld/náði einnig þangað og vakti
forustumennina til athafna og
dáða. Þegar frelsisstundin rann
upp í lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar, ypru þær því að ýmsu
leyti undir það búnar að taka
málin í sínar eigin hendur. Þær
hröktu hina fyrri drottnara í
burtu og settu sameiginlega
stjórn á fót. Brátt fengu þær
viðurkenningu sigurvegaranna
á frelsi sínu, enda var þá enginn
í hópi sigurvegaranna, er ekki
vi*srkenndi rétt smáþjóðanna.
Hið stutta hlé milli heims-
styrjaldanna varð hinn mikli
viðgangstími þessara þjóða.
Sjálfstæðið flutti þeim margvís-
lega blessun. Andlegri og verk-
legri menningu þeirra fleygði
fram og afkoma alþýðunnar
batnaði stórum. Stórjörðum var
skipt og aðstaða bænda var bætt
á margan annan hátt. Margar
nýjar menntastofnanir voru
stofnaðax einkum var þó al-
þýðumenningin aukiu. -
Pljótlega eftir að styrjöldln
hófst, dró ský fyrir sólu. Rússar
gerðu tilkall til þess að fá her-
stöðvar i öllum þessum löndum
og hétu vernd sinni í staðinn.
Forráðamenn landanna töldu
ekki annað ráðlegt en að láta að
ERLENDAR FRETTIR
Fundur utanríkisráðherranna
hófst í Moskvu í gær, en þar
verða ræddir friðarsamningarn-
ir við Austurriki og Þýzkaland.
Á fundinum í gær var lögð fram
skýrsla frá hinu sameiginlega
hernámsráði í Berlín, svo og
ályktanir fultrúafundar utan-
rikisráðherranna, en hann var
haldinn í London nýlega.
Tékkar og.Pólverjar hafa gert
með sér varnarbandalag, er gilda
skal í 20 ár.
þessum kröf'um Rússa og sýna
í hvívetna, að þeir vildu hafa
góða samvinnu við þá. ;En það
gagnaði ekki. Sumarið 1940
lýstu Rússar yfir því, að stjórnir
þessara landa hefðu svikið alla
samninga og þeir hefðu orðið
að taka löndin hernámi og setja
þeim nýja forráðamenn. Hinir
nýju stjórnendur, sem allir voru
kommúnistar og flestir höfðu
dvalið í Rússlandi, hófust strax
handa um að koma stjórnarfar-
inu í kommúnistiskt horf. Kosn-
ingar voru látnar fara fram, er
sýndu yfirgnæfandi fylgi komm-
únista, er áður höfðu verið fylg-
isvana. Þúsundir af mennta-
mönnum og fyrri fyrirliðum al-
þýðunnar voru fangelsaðir og
fluttir austur á bóginn. Stór-
felldari „hreinsanir" voru taldar
í aðsigi, þegar Þjóðverjar hófu
styrjöldina gegn Rússum 1941.
Styrjaldarárin urðu nýr ógn-
artími fyrir þessar" þjóðir. Tví-
vegis var barizt í löndum þeirra,
fyrst, þegar Rússar voru hraktir
þaðan, og síðar, þegar Rússar
hröktu Þjóðverja þaðan. Ægi-
legar skemmdir urðu á landi og
mannvirkjum. Þjóðverjar beittu
alla þá, sem voru álitnir hlynnt-
ir Rússum, mestu harðýðgi. Þeg-
ar þeir voru hraktir burtu, flúðu
með þeim tugir þúsunda manna,
sem óttuðust yfirráð Rússa og
vildu komast inn á landssvæði
Bandaríkjamanna áður en styrj-
öldinni lyki. Þessir menn voru
þó fæstir nazistar, heldur voru
menntaðir lýðræðissinnar, en þá
óttuðust kommúnistar einna
mest, því að þeir áttu öruggast
fylgi hjá alþýðunni.
Litlar sögur hafa farið af
þessum þjóðum síðan styrjöld-
inni lauk. Þær eru vandlega
(Framhald á 4. slðu)
Ryskingar á Hverfis-
götu /
Amerískur sjómaður
saerir íslending
Aðfaranótt siðastliðins laug-
ardags réðist amerískur sfó-
maður að íslendingi hér í bæn-
um og sló hann m#5 brotinni
flösku í höfuðið og hlaut hann
almikinn áyerka af högginu.
Skars> hann á andliti, svo að
flytja varð hann á- læknavarð-
stofuna, þar sem gert var að
sárum hans. En síðan var hann
fluttur heim til sín.
Skeði \þessi atburður neðar-
lega á H\erfisgötunni, skammt
frá bifreiðasíöð Hreyfils,
skömmu fyrir miðnætti. 'Voru
nokkrir amerískir sjómenn, að-
allega blökkumenn á leið niðuí
Hverfisgötu. Gengu þeir eftir
miðri götijnni og trufluðu um-
ferðina. Sunguþeir og höfðu í
frammi ill læti, enda berlega
undir áhrifum áfengis. Hópur
íslenzkra unglinga safnaðist ut-
an um þá, og Voru sumir þeirra
einnig drukknir.
Þegar komið var niður Hverf-
isgötuna, á móts við bifreiða-
stöð Hreyfils, lenti í handalög-
máli, og sló einn hinna amer-
ísku sjómanna íslending í höf-
uðið, svo sem áður er sa'gt.
Hér hvíla jbeir, sem féllu
^ ' >¦<¦: : ;
Vísitalan aft-
ur 310 stig
Kauplagsnefnd og hagstofan
hafa reiknað út vísitölu þessa
mánaðar. Hún reyndist 3-10 stig.
Vísitalan lækkar þannig um
6 stig frá því í fyrra mánuði.
Orsök þess eru niðurgreiðslur
þær, sem ríkisstj órnin ákvað
um mánaðamótin síðustu, og
íækkun sú á kjöti og kartöflum,
sem þær höfðu í för með sér.
Þessi mynd er frá ðönskum grafreit, þar sem föðurlandsvinum, er létu líl'ið' undir oki Þjóðverja, var búin
hinzta hvíla. Tíu metra hár kross gnæfir .vi'ii- þennan stóra grafreit, en yfir snævi þaktar grafirnar hafa vcrio'
lagðar grænar grenigreinar. í miðjum grafreitnum stendur kona, sem sjálfsagt á þar ástvin, sem látið hefir
lífið fyrir föðurland sitt.
Geysileg snjóalög á
Norður- og Austurlandi
Mjjög snjólétt um allt Suðurland
Mikið fannfergi er nú orðið víða norðan lands, og hafa eins
mikil fannalög ekki "verið síðustu ár. Bætist nú að kajlla daglegá
við snjóinn, en veður eru oftast stillt, svo að snjórinn er mjög laus
og torveldar það samgöngur enn meir en ella, einkum á austan
verðu landimr.
Mikið fannfergi norðan lands firði hefir vegum verið haldið
og austan. ^ opnum eftir föngum með snjó-
Nær allir fjallvegir á rTorðan ýtu, sem þar.ér.
verðu og austan verðu landinu Holtavörðuheiði er aftur á
eru nú ófærir með öllu og hefir móti allvel fær, og ganga áætl-
svo verið síðustu vikúr. Einnig unarbílarnir til Blönduóss. Er
eru allir vegir tepptir innan hér- ein snjóýta á Blönduósi, sem
aðanna á Austurlandi og Norð-
urlandi austan. Öxnadalsheiðar,
nema í Eyjafirði, þar sem Eyja-
fjarðarbraut hefir verið rudd
með snjóýtum síðustu daga og
byrjað er að ryðja veginn út
Árskógsströndina. Eru tvær
snjóýtur á Akureyri. í Þingeyj-
arsýslum eru allar leiðir teppt-
ar og í Y,opnafirði og austur á
Héraði er alit í kafi í snjó. Shjó-
ýtur eru á Reyðarfirði, en hafa
ekki verið notaðar, þar eð það
er talið tilgangslaust. Sn^ór er
á þeim slóðum mjög laus, og ef
eitthvað kular, lokast vegurinn
jafnóðum fyrir aftan ýturnar.
Holtavörðuheiði fær —
— Vatnsskarð illfært.
Til Skagafjarðar hefir verið
fært til skamms tlma, en nú
mun Vatnsskarð illfært eða
ófært. Innan héraðs i Skaga-
starfar eftir þörfum. Annars er
fremur snjólétt
sýslum víðast. ;
í Húnavatns-
Vesturlandsleiðir.
Brattabrekka hefir nýlega
verið íarin, en færð er erfið. Var
leiðin opnuð með snjóýtum 1
síðustu viku, og fór póstbíllinn
þá tii Búðardals. Svínadalurinn
er aftur á móti ófær og allar
leiðir þar fyrir vestan og norð-
an.
Mjög snjólétt á Suðurlandi.
Allt Suðurland er mjög snjó-
létt, og éru þar allar leiðir fær-
ar sem á sumardegi. Hellisheiði
hefir aldrei orðið ófær bifreið-
um í vetur, hvað sem verða
^cann'.
í AustuivSkaftafellssýslu og
syðstu hreppum Suður-Múla-
sýslu er einnig snjólétt.
Síldveiðunum í Faxa-
flóa sennilega lokið
Allar líkur benda til þess, að
öllum vetrarsildveiðum hér í
Faxaflóa sé nú lokið. Tveir bát-
ar voru að veiðum í gær á ytri
höfninni, en munu lítið sem
ekki hafa orðið varir við síld.
í fyrradag voru engir bátar að
veiðum. Eina síldin, sem nú bíð-
ur norðurflutnings í Reykjavík,
er 500 mál, sem Andvari fékk í
einu kasti á föstudaginn, og mun
það mega teljast seinasta síldin,
sem veiðzt hefir á ytri höfninni.
Margir bátar, sem stundað
hafa síldveiðarnar, er*i nú ýmist
að hætta, eða þegar hættir, þess-
um veiðum. Var svo komið í gær,
að aðeins tveir bátar voru eftir
við veiðarnar. Eru það Dóra
og Bjarki, sem halda lengst út.
Sædís er nú á leið til Siglu-
fjarðar með um 800 mál síldar,
sem fara á í bræðslu þar, en alls
mun bræðslusíldaraflinn nú
vera um v76 þús. mál.
Inflúensa í Reykjavík
og á Suðurnesjum
Miki! brögð eru að inflúensu
í Reykjavík og um Suðurnes.
Væg mun veikin þó vera, en
gengur ört yfir. Hefir af þess-
um sökum víða orðið vanhalda-
samt í vinnustöðvum og skólum,
og um skeið' mun faraldur þessi
hafa orðið til talsverðs baga við
sjósókn í Keflavik og víðar.
Þessa dagana hefir marga
menn vantað til vinnu í fjöl-
mennum vinnustöðvum í Rvík,
og dæmi eru um það, að helm-
ingur heimilisfólks liggi rúm-
fast.
Tímanum er ekki kunnugt um
það, hvort faraldur þessi hefir
breiðzt út um land, enn sem
komið er, en hætt er við, að svo
verði fljótlega.
Framsóknarvistin
á föstudaginn
Skemmtun Pramsóknarfélag-
anna í Reykjavík verður í sam-
komusal Mjólkursamsölunnar
föstudaginn 14. þ. m. og hefst kl.
8.30. Skemmtunin hefst með því,
að spiluð verður Pramsóknar-
vist.
Að gefnu tilefni skal fólk,
sem ætlar sér að taka þátt í
spilunum, mynnt á að koma
stundvíslega að spilaborðunum.
Að spilinu loknu verða ræður,
almennur söngur og dans fram
á nótt.
Pöntun aðgöngumiða * er veitt
mótttaka í síma 2323 og verða
þeir síðan afgreiddir á inn-
heimtu Tímans.
Vetrarútgeröin norðan lands
Veið'ar Iiúifusl í febrúar í flestum veiðistöðvum
í Norðlendingaf jðrðungi hófust veiðar í febrúar í flestum veiði-
stöðvum, þó enn séu fáir bátar byrjgiðir á ýmsum stöðum. Mest
var útgerð frá Siglufirði og Dalvík. v
Frá Siglufirði stunduðu 3 bát-
ar róðra og fóru mest 4 sjó-
ferðir. Var afli þeirra frá 5—9
smál. í sjóferð, en fiskurinn var
fremur smár og mikið af ýsu.
Frá Dalvik hafa 4 bátar stund-
að linuveiðar og einn togveiðar.
Fóru línubátarnir 8 sjóferðir og
öfluðu 5—7 Smál. í sjóferð.
Hefir mest af fiskinum verið
saltað en eitthvað^ sett í hrað-
frystihús.
Frá Skagaströnd stundaði að-
eins einn bátur veiðar með línu
og afláði vel, eða 5—6 smál. í
sjóferð og fór alls 10 sjóferðir.
Var aflinn hraðfrystur.
Frá Ólafsfirði var einungis
(Framhald á 4. aiðu)
Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar í
hljómleikaferð um landið í sumar
. f tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar
Lúðrasveit Reykjavíkur verður 25 ára á þessu ári eða nanar
tiltekið 7. júlí i sumar. Á aðalfundi sveitarinnar, sem nýlega var
haldinn, var ákveðið að minnast afmælis sveitarinnar meðal
annars með því, að fara hljómleikaför un lundið' á komandi
sumri.
Lúðrasveit Reykjavíkur er
flestum landsmönnum og þó sér-
staklega höfuðstaðarbúum, að
góðu kunn. Hefir hún skemmt
bæjarbúum með leik sínum
margan góðviðrisdag á Austur-
velli, frá því hún hóf starfsemi
sina. Auk þess hefir hún leikið
við mörg hátíðleg tækifæri 1
Reykjavík og annars staðar.
Ekki var á fundinum tekin
ákvörðun um það, hvernig ferða-
laginu yrði' hagað, en vitað er,
að stjórn sveitarinnar hefir
fullan hug á, að sem flestum
gefist kostur á að hlýða á leik
hennar.
Kennsla vegna
byrjenda.
Þá var einnig á þessum sama
aðalfundi tekin ákvörðun um
það, að koma á stofn kennslu
á blásturshljóðfæri vegna byrj-
enda. Verður hún á vegum sveit-4
arinnar, og er ætlazt til, að
kennsla hefjist næsta haust. Er
brýn nauðsyn að koma slíkri
kennslu upp hér á landi, og á
sveitin þakkir skilið fyrir for-
göngu sína í því máli.
30 útihljðmleikar
siðasta ár.
Starfsemi LúðrasveitarReykja-
víkur hefis vaxið mjög á und-
anförnum árum. Á seinasta ári
hélt hún til dæmis útihljóm-
leika öll miðvikudagskvöld, þeg-
ar vel viðraði,, eða 30 sinnum
alls. Hefir sveitin sjaldan haft
• (Framhald á 4. siðu)