Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1947, Blaðsíða 3
TÍMINN, þrlðjadagiiui 11. marz 1947 3 48. hlað Ein lítil ríma af eld leitarmönnum (Þriðjudaginn 11. febr. 1947 var frá því skýrt í AlþýÖublað- inu, að nýbyggingarráð hefði farið í flugleiðangur til að leita eldgosa.) Nálgast vandi nú sem fyrr, neyðarstand við þjóðar dyr, tíðarandar taumlausir, tómir landsins fjársjóðir. Auði góðum oftsinnis eyddi þjóðin fyrir glys. Landsins gróði fauk sem fis, fjaraði í sjóði lýðveldis. Beitir afli og andans glóð, yrkir kafla í heimsins ljóð, þreytir taflið tigin þjóð, til að afla í nýjan sjóð. Suður í löndum sveitirnar s'itja í böndum frostgrimmdar. Efni vönd til úrlausnar eru að höndum borin þar. Frostið bítur brezkra kinn, burtu þýtur ylurinn. Sólar nýtur nú um sinn næsta lítið Danskurinn. Hér skal beita hyggindum, hefja leit að eldstöðvum. Ylinn heitan aðþrengdum öilum veita nágrönnum Safnast óðum íslenzkum aukinn gróði i fjárhirzlum, ef þeir bjóða útlendum íslands glóð í skipsförmum. Upp var sent, á svif í hring, sveif og hentist allt um kring, ríkt af mennt, með ráðin slyng, ráðið kennt við nýbygging. Yfir völl og auðnirnar upp á fjöllin haldið var. Eld í höllum éiga þar álfa- og tröllabyggðirnar. Síðan héldu heim á leið, haukaveldis frárri skeið. Fregna, af eldi og fjallareið fram á kveldið þjóðin beið. Sveif að láði loftsins knör, lending náði í heimavör. Gaf þá ráðið greiðleg svör. Glöggt það tjáði af sinni för: „Nóg er af þeim, neistunum, neðst á kafi í jöklunum. Mætti hafa í miljónum með því að grafa í fjöllunum. Kuldar flýja feðraláð, Frónið, því í lengd og bráð, nægri hlýju um hauður stráð hefir nýbyggingarráð. 14/2. 1947. S. Dr. Riehard Triedberg: Svo hugsa Rússar nu í síðasta blaði birtist upphaf á viðtali, sem danska blaðið Politiken átti nýlega við dr. Richard Triedberg, blaðafulltrúa dönsku stjórnarinnar í Moskvu. Niðurlag viðtalsins fer hér á cftir. Niðurl. — Hvað segja Rússar um kj arnorkusprengj una ? — Þeir líta á hana sem ógnun við land sitt og tilraun til að halda því niðri. Samt halda þeir ekki, að þetta nýja ógnar- vopn dygði til þess að sigra Rússland. Reyndar eru Rússar friðsöm þjóð, og það, að þeir eru samt sem áður svo góðir hermenn, stafar af hinum undraverðu hæfileikum þeirra til að taka því sem að höndum ber. Þeir eru þrautseigir og laga sig fljótt eftir ástæðum, og það er líka skýring þess, hve vel þeir bera erfiðleikana eftir stríðið í öllum sinum þreytandi margbreytileika. — Hvernig er samband rúss- nesku yfirstéttarinnar og al- þýðunar? — Sem kunnugt er, líta Rúss- ar þannig á sjálfir, að hjá þeim sé ekki stéttarþjóðfélag, en hins vegar er það vitað, að hvergi er meiri munur á lauhum manna en þar. Það stafar af nauðsyn- inni að fá sérfróða kunnáttu- menn sem fyrst. Raunar er hægt að flytja inn útlenda kunnáttu- menn, en reynsla Rússanna af útlendingum hefir ekki örvað löngun þeirra til að hafa þá í þjónustu sinni, og því leika þeir við sína eigin sérfræðinga, hvort sem það eru vísindamenn, verkfræðingar, listamenn eða herforingjar. — Hvernig myndu venjulegir Rússar kunna við sig í borg eins og Kaupmannahöfn? — Ég þekkti í Moskvu tvær ungar stúlkur, sem höfðu verið giftar Ameríkumönnum, og ver- ið vestanhafs við góðan fjárhag, — önnur i New York. Þær fengu allt, mat, föt, skemmtanir, en þær komu aftur til Moskvu og það stafaði ekki af ósamkomu- lagi í hjúskapnum. Ástæðan var blátt áfram sú, að þær gátu ekki lifað í Ameríku. Þeim var lífið þar tilgangslaust. Önnur þeirra sagði við mig: í Ameríku talar fólk ekki uip hlutina eins og við gerum í Rússlandi, held- ur mjög yfirborðslega án þess að komast að kjarna málsins. Þess vegna þreyttist hún á þessu tómlega lífi og leitaði aftur til lands síns í erfiðleikana eftir styrjöldina. En þetta á auðvit- að ekki við alla. Rússum þeim, sem kæmu til Kaupmannahafn- ar, finndist eflaust mikið til um vörugnægðina, myndarleg hús, hreinar og fallegar götur og raunsnarleg lífskjör. En þeir myndu undrast hve fyrirbæri daglega lífsins skipa mikið rúm í daglegum viðræðum móts við hin stærri málin og þar $ með- al utanríkismál, sem Rússar tala stöðugt mikið um. Þá myndi Rússum líka finnast aðbúð verkamanna og einkum orlofs- skipun betri hjá sér og þeir myndu undrast, að finna ekki leikhús úti um land. (Fravihald af 2. síðu) hæfiÍeíkaFog áhugi fá notið sín að fullu, og að þjóðnytjastofnun sú, sem hann veitir forstöðu, megi njóta hans vel og lengi. Árni er kvæntur Jónu Jó- hannesdóttur Sigurjónssonar, frá Laxamýri í S-Þingeyjar- sýslu. Óska ég þeim hjónum og þejrra hein>ili alls góðs á þess- um tímamótum. G. G. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Hún hafði þá komizt í samfestingana mína, sem ég var svo hreykin af! — Já, góða Hildigerður, sagði ég með vaxandi skelf- ingu og, sá afdjúpin ljúkast upp fyrir fótum mér? hvernig á ég að svara því? Ég keypti ekki þessi föt ' upphaflega, en svona nokkuð notar fína fólkið sjálf- sagt. — Ég brúka aldrei buxur á sumrin og er jafn góð samt. Það er áreiðanlega heilnæmt að lofa blessuðu loftinu að leika óhindrað um sig, og þar að auki er það líka miklu liprara og hampaminna og aðgengi- legra, söng í hátalaranum. Ég er viss um, að þessi yfir- lýsing hefir heyrzt alla leið til sólarinnar, sem nú var að hníga í vestrinu. — Góða Hildigerður, sagði ég til þess að reyna að koniast hjá fleiri ískyggilegum spurningum, viltu ekki hlaupa inn og fleygja fáeinum sprekum í eldinn og láta steikarpönnuna á eldholið. Ég kem, þegar ég er búin að þvo gedduna. Svo gætirðu kannske farið nið- ur i garðinn og lúð fáein beð. En reglulega værirðu væn, ef þú vildir svo hjálpa mér til þess að leggja á borð- ið í kvöld, því að ég veit ekki, hvar hvað er. — Já-já, sagði Hildigerður og skálmaði fúslega af stað, en gleymdi náttúrlega kartöfluskálinni. Þetta nægir í dag. Góða nótt, engillinn minn! Ég er viss um, að hér verður skemmtilegt í sumar! Þín einlæg vinkona Anna Andersson. ANNAR KAFLI. Ég er strax orðin hressari í bragði. Ég finn, aö ég er aftur að öðlast ' minn fyrri sjafnarseið. En ég held einnig vakandi auga með húsbóndanum, því að þurfi nokkur maður að grennast, þá er það hann. Hann fær líka að rogast heim með eldivið og vatn, og hon- um til ævarandi heiðurs skal það sagt, að hann dreg- ur ekki af sér. Ég ætla ekki heldur að láta neins ó- freistað til þe'ss að- ná af honum spikinu, ef ekki til annars, þá að minnsta kosti til þess, að ég, dyggða- ljósið sjálft, skelii ekki blygöunarlaust á bakið í hvert skipti sem ég mæti þessu meistaraverki í mannsmynd, . ef ég get þá sagt, að svo sé. Ef ég gæti svo líka breytt litnum á lubbanum á honum, firrti ég þjóð mina miklu angri. í fáum orðum sagt: Hann ber kross sinn með þolin- mæði. Þar að auki er hann sífellt dundandi kengbog- inn úti í garði", lúir beðinK hlúir að plöntunum, jafn- ar og lagar og ber burt sprek og virðir fyrir sér handa- verk sín. Ég er orðin ræktunarráðunautur hér, því að einu sinni var ég búin að opna túlann áður en ég vissi af og gefa honum ráð, sem bar vitni um sízt minni þekkingu heldur en þeir hafa.til að bera í Búnaðarfé- laginu — og það var líka ráð, sem óhætt var að fylgja. — Hvar hefir Anna lært þetta? spurði hann. Ég laut niður og sleit upp arfakló og tautaði eitt- hvað um það, að ég hefði stundum unnið í görðunum hjá Rósengren á vorin, og maður lærir auðvitað af slíku, sagði ég. — E-há, sagði fitukeppurinn og snýtti sér. En það var satt, sem ég sagði — ég laug ekki, enda hefði það ekki verið fallegt að ljúga með æruverðugt nafn aldraðs föður sins á vörunum. Þegar hér er komið, sé ég, að ég hefi ekki byrjað á upphafinu. Ég hefði auðvitað fyrst af öllu átt að vefja þig að mér og þakka þér fyrir afmæliskveðjuna og þessa fallegu gjöf, sem fylgdi bréfinu. Afmælisdagurinn minn leið ekki hjá í kyrrþey hér á Grund. Ég hafði nefnilega aí þeirri opinskáu einlægni, sem ætíð á að ríkja meðal vinnufólksins, sagt Hildi- gerði frá því, að ég ætti bráðum afmæli. Eiginlega langaði mig fcil þess að sjá, hvað hún gerði til hátíða- brigða, en þaö hafði mér alls ekki dottið í hug, að hún sagði rauðhærða drekanum frá þessu. Hún lét það þó ekki nægja, heldur spúði því líka í vin minn, Lund- kvist bílstjóra, og nú skal ég segja þér alla sólarsög- una. Á sunnudagsmorguninn — afmælið mitt var á sunnu- daginn — kom Hildigerður siglandi inn í herbergið mitt meö stóran bakka. Hún sefur i eldhúsinu. Hún flutti sig þangað af sjálfs hvötum, eftir að hún hafði haldið fyrir mér vöku með hrotum heila nótt. Hún setti bakkann frá sér, stakk höndunum undir svuntuna og hrópaði upp yfir sig. — Skammi mig sem þú ert ekki bráðfalleg, Anna. Þú ert alveg eins og liðið lík. Við mamma höfðum verið svo varkárar, þegar við bjuggum um dótið mitt, að við höfðum skilið eftir nýju, rósóttu náttfötin mín, sem fara svo dæmalaust vel við hrafnsvartan kollinn á mér. Hvaða hugmyndir ætli fólk hefði gert sér um Önnu Andersson og hina fátæku, heiðarlegu foreldra hennar, ef hún hefði sézt í þeirri flík í vinnukonuherberginu á Grund? Ég get ”**txuzxxxxxtxxxtxxxxxxxxtttiittiuxtxtxxxtxttxttxtzixxxtxtx\ntu Sendisveinar Vantai' einn til ávo seiidisveina mi þegar Samband ísl. samvinnuf élaga H *H ♦♦ l :: 8 1 :: ♦♦ ♦♦ H H ■+♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« j-r—■--—----------------------------------- Mál og menning . -— Ný félagsbók — Ljóð frá ýmsum löndum Úrval úr ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgéirssonar, ásamt nokkrum nýjum þýðingum. ; Fegursta. safn þýddra Ijóða, er út hefir komið á íslenzku. — Gerist félagar —- Mál og menníng j T ækif æriskaup Ódýrt til sölu 30-C-40 rúmstæði (stálhúsgögn) i góðu \ ástandi. Hentug fyrir sumarhótel eða aðra gisti- ! staði. Upplýsingar í Gamla Garði Reykjavík, sími 6740. Siangaveiði Víðidalsá í Vestur-Húnavatnssýslu verður leigð til stangaveiði næstu 1—5 sumur, ef viðunandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur Jakob H. Lindal, Lækjamóti og tekur einnig á móti tilboðum í ána, er komin séu fyrir 20. marz. í> sw!um Alþiugis (Framhald af 2. síðu) \ tekjur af höfuðstóli. Þá skal seðladeild Landsbankans veita sjóðnum allt að 10 milj. kr. lán með H/2% vöxtum og skal þetta fé notað til kaupa á erlendu efni eða vélum. Lán úr sjóðnum til framkvæmda, sem njóta jarð- ræktarstyrks, méga nema 30% af stofnkostnaði, en annarra framkvæmda 60% af stofn- kostnaði. Nái frv. þetta framgangi, sem allar horfur eru fyrir, mun það greiða stórlega fyrir mörgum umbótum á sviðum landbúnað- arins. Leirhöfn á Sléttu. Björn Kristjánsson hefir ný- lega lagt fram í efri deild frv. þess efnis, að Leirhöfn á Mel- rakkasléttu verði tekin upp í hafnarlögin. j greinargerð frv. segir svo: — Leirhöfn á Melrakkasléttu er frá náttúrunnar hendi ein- hver stærsta og bezta smáskipa- höfn landsins og hefir að margra dómi mjög góð skilyrði til þess að geta orðið góð hafskipahöfn. Vestan hafnarinnar liggur breið- ur og langur skerjagarður norð- ur frá svonefndum Leirhafnar- tanga, og skýlir hann höfninni fyrir hafsjóum. Eru sum skerin svo há, að ekki flæðir yfir þau, þótt hásjávað sé, en önnur koma upp um fjörur. 1 Þvert yfir hafnarminnið, sem snýr mót norðri, eru grynning- ar, sem loka innsiglingarleiðinni fyrir öllum stærri skipum. En þegar komið er inn fyrir þessar grynningar, er nægilegt dýpi fyrir stór skip, haldbotn góður og tiltölulega auðvelt að gera hafskipabryggjur. Við Öxarfjarðarflóa er Kópa- sker eina þöfnin, sem stór skip koma til, en hún er fyrir opnu hafi og því oft ófær. Veldur það miklu öryggisieysi um samgöng- ur á sjó og erfiðleikum og kostn- aði við skipaafgreiðslu. Hafa héraðsbúar ]jví meir og meir fest vonir um bættar samgöngur á sjó við það, að takast megi að dýpka innsiglinguna í Leirhöfn, því að þá væri fengin örugg ■höfn, sem allir íbúar í vestur- hluta Norður-Þingeyj arsýslu mundu njóta góös af. Hvort þær vonir rætast, er að sjálfSögðu undir því kohiið, hvernig botn- inn í hafnarmynninu reynist, en þaö hefir, því miður, ekki verið rannsakað. Leirhöfn var löggilt árið 1926 og mæld og kortlögð af verk- fræðingum vitamálastjórnar- innar á næstu árum. Voru þá og gerð þar innsiglingarmerki. Hafa smærri skip síldveiðiflotans oft leitað skjóls þar í óveðrum. Af framangreindum ástæðum virðist auðsætt, aþ Leirhöfn eigi að taka upp í hafnarlögin, enda var það af vangá, að hún féll niður, þegar þau lög voru ’ til meðferðar í Alþingi á s.l. ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.