Tíminn - 15.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1947, Blaðsíða 3
52. blað TÍMI^, laagardaginn 15. marz 1947 3 islenzkar bækur Tækifæri, snn ekki stendur lengi. Margar af útgáfubókum ísafoldarprentsmiðju verða nokkra da§a seldar með allt að 50% afslætti. — Athugið neðanskráðar bækur, þær eru nú seldar lágu verði, en verða að nokkrum dög- um liðnum ófáanlegar: Af jörðu ertu kominn, Óskar Magnússon frá Tungunesi, áður 4,50, nú 3,00. Áfram, Orison Swett Marden, 1. og 2. prentun, heft, áður 1,00, nú 0,75, innb. áður 3,50, nú 2,50. Arfur, skáldsaga, Ragnh. Jónsdóttir, heft, áður 10,06, nú 7,50, innb., áður 12,50, nú 10,00. Ásm. Sveinsson myndhöggvari: Myndir, áður 5,00, nú 3,00. Barnavers úr Passíusálmum, innb., áður 3,00, nú 1,50. Bókin um litla bróður, Gustaf af Geý'erstam, áður 12,00, nú 9,00. Bréf frá látnum, sem lifir, Elsa Barker, heft, áður 6,00, nú 4,00, innb., áður 8,50, nú 6,00. Byron heft, áður 52,00, nú 40,00, rexin, áður 70,00, nú 50,00, skinnb., áður 85,00 nú 60,00. Daglegar máltíðir, dr. Björg C. Þorláksson, heft, áður 3,50, nú 2,00, innb., áður 5,00, nú 3,00. Dýrin tala, barnasögur, áður 10,00, nú 8,00. Eg skírskota til allra, Wenner-Gren, áður 3,50, nú 2,00. Eg ýti úr vör, ljóð, Bjarni M. Gíslason, heft, áður 6,00, nú 4,50, innb., áður 8,00, nú 6,00. Endurminningar um E. Benediktsson, áður 50,00, nú 30,00. Endurminningar Jóns frá Hlíðarenda, áður 4,00, nú 3,00. Einstæðingar, smásögur, Guðl. Benediktsdóttir, áður 5,00, nú 2,50. Evudætur, Þórunn Magnúsdóttir, heft, áður 25,00, nú 15,00, innb., áður 32,00, nú 20,00. Fólkið í Svöluhlíð, sögur, Ingunif Pálsdóttir frá Akri, heft, áð- ur 10,00, nú 7,50, innb., áður 12,00, nú 9,00. Frá liðnum kvöldum, sögur, Jón H. Guðmundsson, heft, áður 3.50, nú 2,50, innb., 4,50, nú 3,25. Eramhaldslíf og nútimaþekking, sr.. Jakob Jónsson, heft, áður 6,00 nú 4,00, innb., áður 8,00 nú 6,60. Frekjan, Gísli Jónsson, áður 15,00 nú 10,00. Friðþjófssaga Nansen, Jón Sörensen, áður 76,80, nú 50,00. Handbók í þýzkri bréfritun, Ing. Árnason, áður 6,00, nú 4,00. Heldri menn á húsgangi, Guðm. Daníelsson, heft, áður 16,00, nú 12,00, shirt., áður 25,00, nú 18,00, sk., áður 28,00, nú 20,00. Hjá Sól og Bil, Flulda, heft, áður 15,00 nú 10,00, innb. áður 20,00 nú 15,00. Hlekkjuð þjóð, áður 16,00 nú 10,00. Hreiðar heimski, Sig, Magnússon, áður 12,00 nú 9,00. Huganir, Guðm. Finnbogason, áður 50,00, nú 35,00. íslenzk myndlist, áður 88,00 nú 65,00. Jakob og Hagar, heft, áður 28,80, nú 20,00, innb., áður 40,00, nú 30,00. Jón Þorleifsson, myndir, áður 25,00, nú 15,00. Kristín trú og höfundar hennar, Sig. Einarsson dósent, áður 20,00, nú 15,00. Kristín Svíadrottning, áður 32,00, nú 20,00. Kristur í oss, áður 15,00, nú 10,00. Kristur og mennirnir, sr. Fr. Hallgrímss., áður 3,50, nú 2,50. Leikir og leikföng, áður 3,50, nú 2,50. Leiðarvísir um fingrarím, Sigurþór Runólfsson, áður 3,50, nú 2,50. Ljóðmæli, dr. Björg C. Þorláksson, áður 8,00, nú 6,00. Ljósaskipti, ljóð, Guðm. Guðmundsson, áður 1,00 nú 0,75. Mánaskin, ljóð, Hugrún, shirt., áður 8,00, nú 6,00, skb., áður 10,00, nú 7,50. Manfred, Byron, Matth. Joch. þýddi, áður 15,00 nú 10,00. Mataræði og þjóðþrif, dr. Björg C. Þorláksson, áður 8,00, nú 6,00. Ósigur og flótti, Sv. Hedin, áður 44,00 nú 30,00. Pála, leikrit, Sig. E|?gerz, áður 10,00, nú 7,50. Rauðar stjörnur, Jónas Jónsson, áður 15,00, nú 12,00. Rödd hrópandans, innb., áður 40,00, nú 30,00, heft, áður 30,00, nú 20,00. Samferðamenn, smásögur, Jón H. Guðmundsson, áður 12,00, nú 9,50. Sindbað vorra tima, áður 28,00, nú 20,00. Skriftir heiðingjans, ljóð, Sig. B. Gröndal, áður 4,00 nú 3,00. Skrítnir náungar, smásögur, Hulda, heft, áður 8,00, nú 6,00, innb., áður 10,00, nú 7,50. Stjórnmálarefjar, Herbert N. Casson, áður 5,00, nú 3,00. Sumar á fjöllum, Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku,2. útgáfa, áður 15,00 nú 10,00. Töfraheimur mauranna, áður 15,00, nú 10,00. Udet flugkappi, áður 14,00 nú 10,00. Uppruni og áhrif Múhameöstrúar, áður 6,00, nú 4,50. Við dyr leyndardómanna, smásögur, Guðl. Benediktsdóttir, heft, áður 4,00, nú 2,00, innb., áður 6,00, nú 3,00. Virkir dagar II., Guðm. G. Hagalín, áður 8,00, nú 4,00. Vonir, Ármann Kr. Einarsson, áður 5,00, nú 2,00. Vor á nesinu, Jens Benediktsson, áður 5,00 nú 3,50. Þegar skáldið dó, Skuggi, áður 1,00 nú 0,50. Þættir um líf og leiðir, Sig. Magnússon, áður 12,00, nú 9,00. Þráðarspottar, Rannv. K. Sigurbjörnsson, áður 4,50, nú 3,00. Lögreglan í Reykjavík, Guðbr. Jónsson, áður 10,00 nú 7,50. Bókaverzlun ísafoldar Austurstræti 8. Leifsgötu 4. Laugavegi 12. — Klippið listann úr — Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund inn frá því um morguninn — við höfðum borðað síld og kartöflur til tilbreytingar. Þessu vafði ég nú um höfuöið og hljóp út með þeim ásetningi að fela mig í herberginu mínu eða stigakróknum eða hvar annars , staðar, þar sem ég kæmist í afdrep, meðan mér var enn undankomu von. Ég slapp þó ekki með öllu óséð upp stigann — bróðir Maju sá aftan á mig um leið og hann fór inn í hina svokölluðu skrifstofu húsbónd- ans til þess að hringja á björgunarsveitina. — Heyrðu, Maja, heyrði ég hann segja — var þetta ekki líkt henni Ölfu Rósengren svona aftan frá? Ég hélt, að nú hefði ég heyrt minn dauðadóm upp kveðinn. — Mér létti stt)rum, þegar ég heyrði hann bæta við: \ — Ég hefði geta svarið, að þetta væri hún, ef móðir hennar hefði ekki sjálf sagt mér, að hún sé í sumar- dvöl uppi á Jamtalandi. Blessunin hún móðir mín hafði þá skrökvað þessu að honum til þess að forða því, að ævintýr dóttur hennar kæmust á hvers manns varir. Ég kyssti hana á vangann í huganum, en fleygði mér svo upp í rúmið og greip hendinni um munn mér. Ég var nær dauða en lífi eftir allar hamfarirnar og skelfinguna. Það var auðvitað hundaheppni, að ég fór að gráta, því að þá 'leit þetta allt sennilegar út, þegar húsbónd- inn kom upp til mín til þess að grennslast eftir heilsu- fari mínu. Ég gat aðe,ins svarað spurningum hans með kjökri og snökti. Hvort Anna væri sárþjáð? spurði hann. — Æ-æ-æ-æ-æ, ú-hú-hú-hú! — Kannske eitt konjaksstaup bætti? — Æ-æ, nei-nei-nei! — Eða einn aspirín-skammtur? — Nei — ekkert, ekkert, ekkert Bara ég fái að vera í friði. Ég er alveg að brjálast — ég kvelst svo .... Æ-æ-æ . ...! Á þessari stundu langaði mig mest til þess að grýta ■ vatnskönnunni fyrst i hausinn á honum og 'slá svo sjá^lfa mig í rot með henni. Eða þá byrja á sjálfri mér — mér var ekki fyllilega ljóst, á hvoru okkar $g vildi byrja. > — Fjandans óhapp, sagði húsbóndinn og drattaðist út. Mér gafst aftur dálitil friðarstund. Maja og bróðir hennar sátu masandi niðri á flötinni, beint fyrir neðan opinn gluggann minn. Svo kom húsbóndinn út og sagði, að hádegisverðurinn yrði liklega ekki upp á marga fiskana, ,,því að hún ráðsa mín hefir allt í einu fengið svo ógurlega tannpínu, að það er ekki einu sinni hægt að mæla hana máli.“ — Ég skal malla eitthvað handa okkur, ef hús- nóndanum er það -ekki á móti skapi, tisti Maja. Mér sýndist ég sjá aðra stúlku til, og hún getur þó sjálfsagt sagt, hvar hlutirnir eru. — Ég þakka fyrir, sagði húsbóndinn, það léttir af mér miklum áhyggjum. Við kar^jiennirnir getum þá skoðað okkur um á höfuðbólinu á meðan. Verkfræðingurinn hvasseygi hvarf þó að minnsta kosti í bili. Ég skreiddist fram að dyrunum og tvílæsti, reif uppþvottavefjurnar af höfðinu á mér og þveitti þeim út í horn með allri þeirri lauk- og síldarlykt, er þeim fylgdi. Svo settist ég á rúmstokkinn og hugsaði ráð mitt. Mér flaug í hug að flýja til skógar og fela mig þar, og sársá eftir því að hafa nokkurn tíma lagt út á þesjss ævintýrabraut. Hvað skyldi húsbóndinn segja, og hvað skyldi Maja segja, og hvað sKyldi bróðir hennar segja? Og svo var það Hildigerður, sem auð- vitað var vís til þess að krydda söguna með sinu furðulega hugarflugi og litríka málfari. Ég reyndi að sofna og láta mig dreyma Maju Rasmuss steykjandi ála í snyrtilega eldhúsinu mínu, en þeir draumar urðu ekki sérlega langir, því að nú var drepið á dyr hjá mér og tekið í hurðarhúninn. Svo heyrði ég rödd Maju: — Opnaðu, góða Anna. Ég þarf að spyrja um dálítið, sem ég finn ekki, og út úr þessari stúlku þarna niðri fæ-ég ekki orð af viti. Já, hjartans engillinn minn — hvað átti ég nú til bragðs að taka? Ég staulaðist fram að dyrunum eins og lamb til slátrunar leitt. En til allrar hamingju skaut djörfu úrræði upp i huga mínum. Ég sneri lyklinum í skráargatinu, og í sömu andrá og Maja opnaði, sveifl- aði ég hægri handleggnum eins og við gerðum í hús- mæðrakennaraskólanum í gamla daga, þegar við vör- uðum hvor aðra við innrás gömlu gribbunnar. — Steinhljóð — breddan kemur! Maja varð eins og múmía á svipinn — j,f gömlum vana auðvitað. Hún lokaði dyrunum, hlammaði sér á næsta stól og starði á mig. En ég greiddi atlöguna strax. — Vinnukona í dulargervi, hvislaði ég. Stórkostlegt grín, skilurðu? Þú neglir saman á þér túlanum, ef þú vilt lífinu halda! — Hvers konar glæfra-uppátæki hefir þú nú anað út í? hvislaði hún aftur. Svo sagði ég henni alla sólarsöguna í örfáum orðum, en í þetta skiptiö var það hún, sem fleygði sér grátandi Sendisveinar Vantar einn tll tvo sendisveina nú þcgar Samband ísl. samvinnufélaga Skák Frá Yanofsky-mótinu. 2. umferS. Frönsk vörn. Hvltt: R. J. Wade. Svart: Árni, Snœvarj. 1. e2—e4, e7—e6; 2. d2—d4, d7—d5; 3. Rbl—c3, d5xe4; Þetta mun vera einhvert erf- iðasta og nákvæmasta afbrigðið af franska leiknum, en ef til vill 3ó það réttasta og bezta. 4. Rc3xe4, Rb8—d7; 5. Rgl— f3, Rg8—f6; 6. Re4xf6, Rd7xf6; Hér hefir stundum verið leik- ið 6.....g7xf6, sem þó virðist mjög tvieggjað. 7. Bfl—d3, b7—b6 Ýmsir telja betra að leika hér c7—c5, þó mun það fremur vera smekksatriði, hvor leiðin val- in er. 8. Bcl—g5, Bc8—b7; 9. Ddl— e2, Bf8—e7; 10. o—o—o. Laglegur leikur, þó er það nokkuð álitamál hvort ekki er betra að leika í stöðunni R—e5. Svari svart með Bxg2, þá 11. B—b5+! K—f8; 12. Hhl—gl, B—b7; 13. o—o—o og svart á ekki sjö dagana sæla. Hins veg- ar gefur hinn gerði leikur svörtu tækifæri til að létta á stöðunni. 10. —„— o—o? Mjög vafasamur leikur, að vísu kemur 10. —R—d5 til greina í staðinn, sem er þó allt annaö en glæsilegt eftir 11. Bg5—d2! 10. —Dd8—d5 lof- ar heldur ekki miklu og virðist ekki gott. Þá er aðeins ein leið eftir, sem fljótt á litið virðist lökust, en er þó sennilega sú eina rétta og þar með tækifærið til að létta á stöðunni og kom- ast á sléttan sjó. — Það er 10. Bb7xf3! (Riddarinn þarf að fara, jafnvel þó það kosti jafn góðan mann og biskupinn er, en þess er líka að gæta að Bb7 hefir misst mikið af sínum árásarkrafti við það að hvítt hrókaði langt.) 11. Dx f3, (ekki gxf3, vegna D—d5). 11. „— o—o og ef 12. Bxf6, Bxf6; 13. D—e4, g7—g6 og sókninni er hynudið, því nú hótar svart meðal annars Dxd4 og ef 14 c3, þá kemur D—d5 mjög til álita. Einnig er hugsanlegt áfram- hald 11. —„— D—d5, því ef 12. B—b5+K—f8 og hvitt á naum- ast nokkuð betra en 13. Bxf6! Bxf6Í 14. Dxd5, e6xd5; 15. B— c6, Ha—d8; 16. Hhl—el, g7—g6; og svart ætti að geta haldið jafntefli, en það er. einmitt-til- gangur þessa byrjunarkerfis. 11. H2—h4, h7—h6; Að vísu ekki skeleggasta vörn- in, en það er samt ekki gott að benda á hagstæðari leiðir fyrir svart. R—d5 er ekki gott vegna 12. D—e4. 12. Rf3—e5, Kg8—h8; Héðan af er sjálfsagt ekki mögulegt að bjarga svarta tafl- inu, hvernig sem leikið er. Það hefir aðaliega verið bent á D— d5, en eftir K—rbl, verður bágt til bjargg, því drottningin er ekki vel sett á d5 og mun brátt verða þaðan að hverfa. 13. Hhl—h3, Rf6—g8; 14. Ddl Fréttabréf frá Noregi. (Framhald af 2. siöu) koma frá Reykjavík til Bergen, að þar sézt tæplega nokkur. stúlka „máluð“ í andliti — ekki einu sinni litaðar varir — og ekki í silkisokkum. Það hafa líka verið þar óvenjuleg hrein- viðri — alltaf frost og stillur síðan á nýári. Bergen hefir yfir 100 þús. í- búa. En trúað gæti ég, eftir því sem lítur út á götunum, að ekki væri meira en 10% bifreiðar þar á móts við það, sem er í Reykjavík. Það fara líka víst mikil verðmæti í bifreiðum fyrir lítið heima. Verðgildi peninganna. Ekki er að efa, að við íslend- ingar gætum ýmislegt gott lært af Norðmönnum. Eitt af því, sem áberandi er fyrir yfirstandandi tima, er það, að hvar sem talað er við menn hér og þó einkum verkamenn og aðra launamenn, kemur fram glöggur skilningur á þörfinni að gera norsku krón- una vetðmeiri heldur en hún er nú. Ekkert sé eins hættulegt fyrir þá, sem laun taka, og að fjölga krónunum á kostnað verðgildis þeirra. Þori ég varla að segja Norðmönnum frá krónuf j ölgunar-glæf rapólitík þeirra„ sem ráðið hafa á íslandi undanfarin ár. Svo er hún mik- ið andstæð þeim hugsunarhætti, er hér ríkir, og er einn allra styrkasti þátturinn í hinum björtu vonum Norðmanna um miklar framfarir og góða fram- tíð þjóðar sinnar á næstu árum. Kveffjur heim. En nú hætti ég að skrifa, rit- stjóri góður, og fer út að horfa á skíðafólkið. Hér eru öll hótel troðfull af fólki. Taka þau þá nokkur hundruð manna. Þau eru skemmtileg og vel úr garði gerð ,enda er Geilo eitt þekkt- asta háfjallahótelhverfi, þótt víðar sé leitað en um Noreg. Og altaf er ánægjulegt að vera með unga fólkinu og ekki lakar með þeim glöðu, norsku guttum og jentum. Bið að heilsa kunningjunum og þá ekki sízt hinum góðu fé- lögum frá Framsóknarvistun- um og „úr hrauninu“. Ykkar einl. Vigfús Guffmundsson., h5, Dd8—e8; 15. Hh3—g3, c7 —c5; 16. Hdl—hl, c5xd4; 17. Hhl—h3, Be7—f6; 18. Bg5xh6, Rg8xh6; 19. Re5—g4. Gefið, Sóknin er í algleymingi og þar verður engu um þokað. Ó- sjálfrátt liggur það í loftinu að 10. —Bb7xf3 hefði þess vegna ekki verið verra. Óli Valdimarsson. Vinnið ötullega tgrlr Tímann. ttbreiðið Tímann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.