Tíminn - 22.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1947, Blaðsíða 3
57. blað TÍMIIVIV, laagardaglam 22. marz 1947 3 DAMRMDÍNING: Sigurður Jóhannesson frá Giljalandi. Hann lézt í Reykjavík hinn 3. þ. m. eftir stutta legu. Sigprður varð aðeins þrítugur að aldri, fæddur 3. ágúst 1916, á Bæ í Miðdölum. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jónsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir, sem lengst af hafa búið á Gilja- landi í Haukadal. Hafa ættmenn þeirra hjóna lengi búið í Dölum og verið í fremstu röð bænda þar um mannkosti og farsæld í störfum. Foreldrar Jóhannesar á Giljalandi, Jón Guðmundsson og Kristín Ólafsdóttir bjuggu á Skarði, fremsta bæ í Haukadal, um hálfan fimmta tug ára. Faðir Jóns á Skaröi var Guð- mundur bóndi á Dunk í Hörðu- dal, Guðmundssonar á Bíldhóli, Vigfússonar, Einarssonar, Sæ- mundssonar, Þórðarsonar, próf- asts á Staðastað (d. 1720), Jóns- sonar biskups á Hólum, Vig- fússonar. Sijrurður ólst upp með for- eldrúm sínum, elztur fimm systkina, er til fullorðinsaldurs komust. Snemma kom það í ljós, að hann var námfús og góðum gáfum gæddur. Eins og mennta- hneigðir æskumenn í byggðum lands vors hafa jafnan gert, notaði hann til hlítar þau föng, sem bernskuheimilið hafði að bjóða. Af prentuðu máli, sem hann náði til, mun fátt hafa farið fram hjá honum ólesið. Og þegar á barnsaldri varð hann ágætur skrifari. Haustið 1935 fór Sigurður til náms í héraðsskólann á Reykj- um i Hrútafirði og lauk þaðan prófi vorið 1937. Næsta vetur stundaði hann nám í gagn- fræðaskólanum í Reykjavík, en gekk eftir það í Samvinnu- skólann og lauk þaðan burt- fararprófi. Eftir að Sigurður hafði lokið námi, stundaði hann um hríð barnakennslu og fleiri störf. Síðan gerðist hann fram- kvæmdastjóri við samvinnufé- lag fljótamanna á Haganesvík. En haustið 1945 fór hann til Sví- þjóðar, til þess að kynna sér samit'innumál. Á síðastliðnu hausti réðst' hann sem skrif- stofustjóri til Kaupfélags Stykk- ishólms. Var hann á snöggri ferð í Reykjavik, þegar hann tók' sjúkdóm þann, er leiddi hann svo skjótt til bana, sem fyrr var sagt. Siguröur var kvæntur Björgu Sæmundsdóttur, úr Fljótum í Skagafirði, og áttu þau eina unga dóttur. Mikill harmur er kveðinn að ástvinum Sigurðar við hið óvænta fráfall hans. Hann var þeim hugljúfur, og í brjóstum þeirra bjuggu bjartar vonir um framtíð hans. En einnig aðra víni hans setur hljóða við fregn- ina um lát hans. Ég, sem þessar línur rita, þekkti Sigurð bezt á bernskuárum hans og síðan á hinum fyrstu námsárum hans. Þó að hann væri þá, eins og eðlilegt var vegna æsku, ekki fullráðinn, leyndi það sér ekki, að með honum bjuggu hæfi- leikar, sem mikils mátti vænta af, ef honum gæfust tækifæri til að njóta þeirra. Hann var gædd- ur mikilli lifsorku og lífsfjöri, og mátti vænta þess, eins og síðar kom fram, að hann myndi reyn- ast þreklundaður og æðrulaus í lífsbaráttunni. Sjálfstæður var hann í skoðunum og ótrauður að fylgja þeim fram, en frábit- inn því að „heiðra sama og aðrir allt.“ Hann var góður náms- maður, einkum á þær greinaf, sem honum voru mest að skapi. Hugljúfust var honum saga þjóðar vorrar. Varð hann óvenju vel að sér í henni, þegar á ungra aldri. Með vaxandi þroska vaknaði hjá honum löng- un til að gefa sig að athugunum á sviði þjóðlegra fræða. Mundi hann, ef aldur hefði enzt og tóimstundir geÁizt, 'háfá-orðið vel hlutgengur á því sviði. Mikla löngun hafði hann til þess að láta til sín taka í atvinnulífi þjóðarinnar. Hafði hann ákveð- in átorm í huga í því efni, sem brátt mundu hafa komið til framkvæmda, ef að vonum hefði farið. Það er oss öllum sárt að sjá á bak ungum hæfileikamönnum, þeim, er áttu að erfa landið, og vænzt var, að mundu efla heill þjóðar vorrar á komandi tíð. En sárastur er missirinn jafnan hinum nánustu ástvinum. Svo er einnig nú, við fráfall Sigurðar Jóhannessonar. En sú er harma- bótin bezt ástvinum hans, sem kveðja hann, hniginn á árdegi ævinnar, að þar er góðs drengs að minnast, sem hann var. Það ber og að muna, að eigi er það aldurshæðin ein, sem fær skap- að langlífi í þess orðs dýpstu merkingu, heldur orkar þar mestu um „lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf,“ eins og listaskáldið góða kvað að orði. Ástvinir Sigurðar mega vera vissir um, að meðal vina þeirra víða um byggðir er hugs- að til þeirra með hlýrri samúð nú, er grátþögull harmur gistir heimili þeirra. Megi sú vissa, ásamt þeirri öruggu trú, að góðum dreng sé hvarvetna vel borgið, lífs og liðnum, gefa þeim huggun í hjarta og birtu á brautir. Jón Guðnason, Prestsbakka. ■ fla ; N.s. Dronníng Alexandrine fer að öllu forfallalausu áleiðis til Kaupmannahafnar næst- komandi sunnudagskvöld eða á hádegi á mánudag. Farmskír- teini yfir vörur þurfa þvi að koma fyrir hádegi í dag (laug- ardag). » Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. Vinnið ötullega fyrir Timann. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund en í þetta skipti hafði hún gert sér allt mögulegt til dundurs. Jafnvel húsbóndinn, sem sat í makindum úti á tröppum, lapti grogg og las leiðbeiningar um garð- yrkju í Frey þeirra Smálendinga, tók að gerast órór. Loks leit hann upp frá lestrinum og mælti: — Ætlið þið aldrei að komast af stað? Hvorug okkar þurfti að svara, því að svarið kom utan af þjóðveginum. Arthúr Lundkvist kom brunandi á mótorhjóli með hliðarvagni og nam staðar við hliðið með miklum drunum og skruðningum. Hann var í gúmmíverju mikilli, er tók honum niður á tær, og með einkennishúfu á höfði — Albindindissamband Stjórnenda Ökutækja, stóð á henni, svo að hann virt- ist vera af betri tegundinni. — Þóknast ungfrúnum að verða mér samferða? sagði hann um leið og hann bar höndina upp að húfuderinu og heilsaði með glæsilegri sveiflu. — í-hi, tísti Hildigerður himinglöð, og nú var henni ekkert að vanbúnaði lengur. Við steðjuðum inn eftir þykkustu kápunum, sem við áttum, og Hildigerður trúði mér fyrir því, að hún hefði „bara ymprað á því“ við Arthúr, að við myndum skreppa á samkomuna og sagt „rétt si-sona“, að hann vissi náttúrlega, að „það væri stúlka“, sem yrði reglulega glöð, ef við gætum orðið honum samferða. — En ef hann heldur nú, að það sé ég? sagði höf- undur þessa bréfs. — Þá verð ég óhamingjusöm alla mína ævi, sagði Hildigerður — agndofa^af skelfingu. — Jæja — mundu þá, hvað ég hefi sagt, sagði ég, og láttu þér það að kenningu verða. . — Já, andvarpaði Hildigerður, döpur í bragði. — Nú setzt Anna í hliðarvagninn, sagði Arthúr valdsmannslega, og Hildigerður verður klofvega hérna fyrir aftan mig. — Já, sagði Hildigerður með sæluríkum feginshljóm^ i röddinni. Hún kippti pilsunum upp á miðjar. stoðir með svo leiftursnöggu handtaki, að enginn hefði grunað hana um þvílikan viðbragðsflýti, nema sá einn, er sá, og snaraði sér upp á hjólið með fullkomnu til- litsleysi við þær íburðarmiklu gjafir skaparans, sem annars voru að jafnaði vandlega hjúpaðar. — Og haltu nú rækilega í mig, þegar ég legg af stað, svo að þú dettir ekki af, hélt Arthúr áfram og steig á sveifina. — Já-já, sagði Hildigerður, enn sælli en áður, og slengdi örmunum utan um þennan draumariddara sinn og læsti sig upp að bakinu á honum með jörm- unkröftum tröllskessunnar og þungum boðaföllum alls líkamans. — Hægan, hægan, hrópaði húsbóndinn hlæjandi — hann var kominn niður að hliðinu. Þetta verður Hildi- . gerður að treina sér, þangað til seinna í kvöld. En látið hann í guðs bænum samt ekki sleppa. — Nei — ekki að mér heilli og lifandi, hvein Hildi- gerður, Ijómandi af gleði, hófst hátt á loft í sæti sínu um leið og hjólið þeyttist af stað, skókst öll og skrækti. — í-i-í-í-í .... Dansinn var þegar hafinn, er við komum í Bjark- arlág, en koma okkar vakti samt talsverða athygli. ■ Því olli bæði mótorhjólið með hliðarvagninum og Arthúr sjálfur, er nú fór úr síðkápu sinni og birtist sem nýr maður í fallegum, gráum jakkafötum. Mönnum var líka forvitni á því að skoða mig, nýju ráðskonuna á Grund, sem nú lét í fyrsta sinni sjá sig meðal.unga fólksins í byggðarlaginu. En langmesta og almenn- asta athygli vöktu þó eilífðarbylgurnar í hárinu á Hildigerði. Hún heilsaði til beggja handa, hreykin og þakklát fyrir það, hversu mikil eftirtekt henni var veitt. En ég notaði tækifærið og hvíslaði að Arthúr: — Nú dansarðu fyrsta 'tíansinn við Hildigerði — það væri reglulega fallega gert. — Ne-ei, sagði hann hikandi — ég hafði hugsað mér að dansa fyrsta dansinn við þig. — Ég þakka fyrir mig, sagði ég, þetta var afskap- lega elskulegt af þér, Arthúr. En ég verð að fá að jafna mig dálítið eftir ökuferðina, ég er svo óvön þessum mótorhjólum — þetta var ekki lygi, því að ég hefi aldrei fyrr stigið upp í svona ökutæki —, og Hildi- gerður yrði líka svo glöð, ef hún fengi að dansa fyrsta dansinn við fínan kaupstaðarmann eins og þig. — Það er þá bezt, að svo sé, úr þvi að þú vilt það endilega, sagði Arthúr, hissaði dálítið upp um sig buxunum, skálmaði til Hildigerðar og bauð henni upp. — Beztu þakkir, sagði Hildigerður og leit sigri hrósandi til mín, stakk lúkunni undir arminn á Art- húr og dró hann með sér í skyndi upp á danspallinn, rétt eins og hún væri smeyk um, að hann kynni að sjá sig um hönd, ef hann fengi of langan umhugs- unarfrest. Ég settist aftur á móti á stóran stein, og þar fékk ég að dúsa, þar til Arthúr kom aftur óg bauð mér upp næsta dans. Hann reyndist vera fimur og kvikur dansmaður og trúði mér fyrir því, að Hildi- gerður dansaði betur en hann hefði búizt við. mtntmtmnrnnmfflfflfflttmtnnmttnmmmmmmwntmtmmtntnmimtntffli Getum afgreitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. handsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. Samband ísl. samvinnuf élaga ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ÝÝÝÝÝ**ÝÝÝÝ**Ý*ÝÝÝ**ÝÝÝÝÝÝÝ*»*ÝÝÝÝÝ*tÝÝ*»Ý»»**t*Ý»< SJÓMANNABLAÐID VlKINGUR Marzblaðið er komið út. Það flytur m. a. greinar um landhelgisgæzluna, skipabyggingar og sjóslys, skipaskoð- unarmál, síldarleit og heimilisvélar. Blaðið birtir fróðleg- ar greinar um fiskveiðar við austurströnd Sovétríkjanna, Svalbarða og Grænlandsmiðið í Tröllabotnum, dieselvélar, sögu þeirra og útbreiðslu, hið nýja farartæki „bílfluguna“ auk athyglisverðra upplýsinga um helikopter-flugvélar, sem reynzt hafa .mjög vel til björgunarstarfa og líkur benda til að gætu orðið að ómetanlegu gagni hér við land við björgunar- og landhelgisgæzlu. — Ennfremur flytur blaðið ýmislegt skemmtiefni. Sjómannablaðið VÍKINGUR kemur út einu sinni á mánuði. Árgangurinn er um 400 lesmálssíður eða álika efn- ismikill og 1000 bls. bók í venjulegu broti. Blaðið flytur á þessu ári 200—300 myndir, margar smásögur, skemmti- legar greinar um ævintýri og svaðilfarir á sjó, greinar um framfarir í tækni og vísindum, auk ritgerða um hagsmuna- mál sjómanna og velferðarmál íslenzks sjávarútvegs. Allt vinnandi fólk til sjávar og sveita ætti að lesa VÍK- ING. Það borgar sig-að gerast fastur kaupandi. — Verð árgangsins er 30 kr. til áskrifenda. Berið það saman við almennt bókaverð. Ég undirritaður óska hér með að gerast fastur kaupandi sjómannablaðsins Víkings frá ársbyrjun 1947. Nafn .......................................... Heimilisfang .................................. Klippið miðann úr blaðinu, útfyllið hann og sendið til Vkings, pósthólf 425, Reykjavík. ffltfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflfflffltfflfflfflfflffl Tilkynning frá Skógrækt ríkisins um verð á TRJÁPLÖNTUM vorið 1947. Birki, úrval pr. stk. kr. 5.00 Birki, garðplöntur pr. stk. kr. 4.00 Birki, 25—30 cm : • pr. stk. kr. r.50 Birki, 15—30 cm .. . pr. 1000 stk. kr. 600.00 Reynir, úrval pr. stk. kr. 8.00 Reynir, garðplöntur . .. ......... pr. stk. kr. 5.00 Ribs pr. stk. kr. 3.00- -5.00 Sólber pr. stk. kr. 3.00- -5.00 Gulvíðir 1 árs pr. stk. kr. 1.00 Gulvíðir 2 ára pr. stk. kr. 2.00 Gulvíðir, græðlingar ... pr. stk. kr. 0.25 Aðrar víðitegundir pr. stk. kr. 2.00- -3.00 Sitkagreni 6 ára pr. stk. kr. 10.00- ■15.00 Skógarfura 2—3 ára ... pr. stk. kr. 0.75 Ennfremur verða ef til vill nokkrar tegundir skraut- runna á boðstóluip. Skriflegar pantanir sendist fyrir 20. apríl til skrifstofu Skógræktar ríkisins, Klapparstíg 29, Reykjavík, eða til skógarvarðanna: Garðars Jónssonar, Tumastöðum, Dani- els Kristjánssonar, Beigalda, Einars G. Sæmundsen, Vögl- um eða Guttorms Pálssonar, Hallormsstað. Skógrækt ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.