Tíminn - 11.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÖKNARMENN! 4 Munib ab koma í flokksskrifstofima REYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu. við Lindargötu. II. ÆPRÍL 1947 l Sími 6066 68. blað Nokkur orð um mjólk (FramhalcL af 3. síðu) anrennuduft til að auka þurr- efnið. Þetta er gert til þess að gerð rjómaísins verði betri. Eggjahvítuefni mjólkurinnar hafa sérstaka eiginleika til að binda vatn, og þar af leiðandi verða vatnskristallarnir smærri og gerð rjómaíssins fínni og betri. Það er mjög þýðingarmikiö að auka þurrefnismagnið á réttan hátt og ekki of mikið, því að annars verður rjómaís- inn smákornóttur. Þessi smá- korn eru mjólkursykur og bráðna ekki strax upp í neyt- endum. Önnur hætta er sú að viðbrennt bragð finnist af rjómaísnum, ef þurrefnismagn- ið er of hátt, eða vörurnar ekki nógu góðar, sem notaðar voru til þess að auka það. Um sykurinn er það að segja, að magn hans verður fyrst og fremst að miðast við smekk neytenda. Því meira sem sykur- magnið er, því lengur þarf að frysta hlaupið, og þar sem auk- inn sykur lækkar frostmagn rjómaíssins, verður að geyma hann við lægra hitastig. Egg eru notuð í rjómaís fyrst og fremst til þess að auka þeytihæfileika hlaupsins. Það er eggjarauðan, 'sem hefir þessi áhrif og væri því nóg að nota hana eina. Ef óskað er að ör- lítið eggjabragð finnist af rjómaísnum verður að nota meira en 0,5%. Er þá venju- lega notað 4—5% af eggjum og verður rjómaísinn þá alveg sér- staklega ljúffengur. Bindiefni verður að nota í öllum tegundum af rjómaís, en nægilegt er að nota aðeins, 0,25%. Það eru til margar teg- undir af bindiefnum, og eru þau algengustu, gelatín og natríum alginate. Þessi bindi- efni hafa þann eiginleika að geta bundið vatn í ríkum mæli og veröur rjómaísinn við það miklu mýkri og síður grófur við geymslu. Ekki má gleyma að minnazt á ávaxtaísinn (sherbet). Hann er frábrugðinn rjómaísnum að þyí leyti að aðeins lítið af mjólkurþurrefnum eru í hon- um. í staðinn koma margs konar ávaxtasafar, svo sem appelsínu-, sítrónu-, grapefruit- og berjasafar, þar að auki mik- ið sykurmagn, eða allt upp í 35%. Einnig er það einkenn- andi fyrir ávaxtaísinn, að af honum er sérstakt súrt bragð, sem stafar af því, að lítið eitt af sítrónusýru er bætt saman við hann. Þéttuð mjólk. Ástæðan fyrir því að mjólk er þéttuð eða þurrkuð er sú, að rúmmál hennar minnkar mikið og geymsluhæfileikarnir aukast. Margs konar gerðir af þétt- aðri mjólk eru til, en algengust er þéttaða nýmjólkin. Hún inni- heildur venjulega 7—8% af fitu og 17—18% af öðru þurrefni. Þessi mjólk er aðallega seld í dósum, sem hafa verið dauð- hreinsaðar með mjólkinni í. Eins og áður var getið, er mikið notað af þessari mjólk fyrir ungbörn og er þá bætt í hana bæði vitamínum og söltum. Þéttuð undanrenna með 28— 34% af fitusnauðu þurrefi er mikið notuð til iðnaðar, svo sem framleiðslu á sælgæti og við kökugerð. Víða er ennfremur notað um 6% af fitusnauðu þurrefni í brauðgerð og gefst sérstaklega vel, meira að segja er í sumum ríkjum Bandaríkj- Styrjöld eða friður (Framhald af 2. síðu) Kaupfélögin eru fulltrúar fyrir heildir. Félagsmenn í kaupfélagi fá greiddan ágóða af vöruverzluninni, þann, sem þeir ráðstafa ekki í framkvæmdir til félagsins, sem þeir eiga saman eða leggja í varasjóði þess. Með því að leggja skatta á kaupfélög- in er því verið að leggja skatt á alla félagsmenn þess. Það væri því alls ekki óeðlilegt, þó að kaupfélögin greiddu lægri skatta að tiltölu en einstaklingar, sem hirða ágóðann í eigin vasa. Kaupfélögin eru samtök manna til að gera sem hagstæðust kaup og selja neytendum sem ódýrast. Slík samtök ber ríkinu að styðja, en ekki hefta. Magnúsi Jónssyni ætti að vera um það kunnugt, er Samband íslenzkra sam- vinnufélaga fékk svo takmörkuð innflutningsleyfi hjá „nýsköp- unarstjórninni" sálugu, þar sem Pétur Magnússon réði fjármál- um, að kaupfélög neyddust til að skipta við heildsala, ef vörur áttu að fást. Þannig stuölaði stjórnin sú aö vexti og viðgangi spilltrar heildsalastéttar, þó að Sósíalistar í þeirri stjórn hafi áður látið á prenti út gahga hreystiyrði um að skera heild- salana niður við trog. Á meðan samvinnufélögin fá takmörkuð innflutnihgsleyfi, er heildsölum þolað að flytja inn og selja almenningi maðkaða ávexti. Hefir ekkert áþekkt borið við síðan á tímum Hörmangar- anna. Hefir það ekki þótt nein fyrirmynd fram að þessu. Stærsti flokkur landsins eyðir orku í að verja og vernda þessa stétt óþarfra manna og spilltra. Það er kominn tími til að þjóðin átti sig á, hvert þessi flokkur stefnir. Æska landsins hlýtur að berjast fyrir sem jafnastri skiptingu fjármagnsins á þjóð- félagsþegnana. íslenzk æska hlýtur því að berjast gegn for- réttindaaðstöðu einstakra auð - jöfra. ísland framtíðarinnar má ekki verða byggt örfáum ríkis- mönnum og örsnauðri alþýðu. Aðstixða einstaklinganna þarf frá upphafi að vera sem jöfnust. Þá fá þeir bezt notið sín. J. Hj. Frtí umræðunum um frumvarpið. (Framhald af 1. síðu) fjárhagsmálunum. Kvaðst hann vilja mega vænta þess, að frá stjórninni kæmu frekari tillög- ur um frambúðarlausn þeirra mála og væri nauðsynlegt að kanna afstöðu manna til þess áður en þingi lyki. En nauðsyn róttækra aðgerða í þessum mál- um væri óumdeilanleg, en þær yrðu því örðugri, sem þær væru dregnar meira á langinn. anna lögboðiö að nota 3—6% af fitusnauðu mjólkurþurrefni við alla brauðgerð. Þéttuð og sykruð mjólk er nokkuð algeng erlendis. Hún hefir um 40% af sykri og-batna geymsluhæfileikar hennar mjög mikið við það, því að sára fáir gerlar geta þróast í svo miklu sykurmagni. Ger og myglu- sveppir, sem þola vel mikinn sykur, eru drepnir með hitun á mjólkinni áður en hún er þétt- uð. Sykruð mjólk er aðallega notuð til sælgætisgerðar og lítið eitt iÁið franfye'iðklu á rjómaís. Framh. LUMA íí rafmagnsperur crn góðar og ódýrar. Þær eru mi fyrirliggjamli hjá flestmn kaupfélögum landsins Einkaumboð: Samband ísl. samvinnuf élaga (jatnla Síó ÞAKKARAVARP. Mínar beztu þakkir votta ég sveitungum mínum, vinum og vandamönnum, nær og fjær, sem með fjölmennri heimsókn, skeytum og stórgjöfum, heiðruöu mig á fimm- tugs afmæli mínu 12. þ. m. Þakka samstarf og ánægjulega kynningu á liðnum árum. Guð fylgi ykkur öllum. Efrimýrum 20. marz. 1947. BJARNI Ó. FRÍMANNSSON. BIFREIÐAEIGENDUR! Nýkomið frá Frakklandi: Frosf löglir. Rafgeymar, Siijókeðjur. Riiðuhitarar, Smurolíur, Cylinderolía. Columbus h.f. Símar 6460 og 6660. Sænska frystihúsinu. Tí maritið „SYRPA“ 2. hefti er komið át og fæst í öllum bókaver zl uiiiim. EFNI : Hannes Davíðsson: Tvær íbúðir. Björn Sigfússon: Kennsla í bragfræði. Bjarni Vilhjálmsson: Dönskuslettur. Guðrún Sveinsdóttir: Bernskuminningar frá heimili Matthíasar Jochumssonar. Jón Jóhannesson: Hljóð úr horni að vestan. Valborg Sigurðardóttir: Mótþróaskeiðið. Elsa Guðjónsson: Um klæðaburð í skólum. Bréf frá Jóni Hjaltalín til Jóns Sigurðssonar. áður óprentað. Endm’minningar Gythu Thorlacius (þýðing). Tvær sögur eftir Tove Ditlevsen (þýðing). Frumleg veggábreiða eftir Jörund Pálsson. Ritdómar. Karladálkur. Dægradvöl. Ævintýri. Ég undirrit.... óska að gerast áskrifandi að tíma- ritinu SYRPU frá....... Nafn ................................... Heimilisfang ....................:...... Póststöð ............................... Til auglýsingaskrifstofu E. K., pósthólf 912, Reykjavík. Gerist áskrifendur að „SYRPU“ ÆVINTÝRI A FJÖELEM (Thrill of a Romance) Bráðskemmtileg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Sundmærin Esther Williams, Van Johnson og óperusöngvarinn frægi Lauritz Melchior. Sýnd kl. 5, 7 og 9. %> £íé (viS Shúlaqötu) Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Þér unni ég mest (Because of Him) Skemmtileg og vel leikin mynd. Deanna Durbin, Charles Laughton, Franchot Tone. Sýnd kl. 9. SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR Spennandi „Cowboy" mynd, með kappanum Rod Cameron. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 12 ára. ~fjarnarhíó Sesar og Kleopatra Stórfengleg mynd í eðlilegum litum eftir hinu fræga leikritl BERNHARD SHAWS Vivien Leigh Claude Rains Stewart Granger Leikstjóri: Gabriel Pascal Sýnd kl. 5, 7 og 9. 55Í5555555555555555555555555555555ÍÍ5555555555555555555555555Í555555555555 Bókamarkaður HELGAFELLS heldur áfraui meðan nokkur hinna lækk- uðu bóka eru óseldar. Allar þær bækur sem seldar voru á bókamarkaði Helgafells hafa nú verið innkallaðar alls staðar af landinu. 20—30 þeirra eru nú með öllu uppseldar og' af flestum fá eintök eftir. Framvegis verða þessar bækur aðeins afgreiddar gegn sérstakri pöntun, sem senda má til hvaða bóksala sem er á landinu, eða beint til forlagsins. — Fullkomnar bókaskrár liggja hjá bóksölum og umboðsmönnum Helga- fells um allt land, og geta allir fengið þær afhentar til þess að panta eftir. Þær bækur, sem til eru á hverjum tíma verða afgreiddar samstundis til viðkomandi bóksala. Enginn, sem áhuga hefir fyrir fögrum bókmenntum og vönduðum bókum, ætti að draga að notfæra sér þetta ein- staka tækifæri til þess að eignast fjölda úrvals bóka með ótrúlega lágu verði. í hverri viku hverfa fleiri og fleiri bækur af markaðn- um, því að eftirspurnin er geysimikil. Athugið, að á bókamrakaði Helgafells er EKKERT RUSL, allt úrvals ritverk, óskemmdar og fallegar bækur fyrir ótrúlega lágt verð, sumar seldar fyrir aðeins % hluta verðs, HELGAFELL ii Garðastræti 17. Ilox 263. Rifreiðastjórafélagið Ilreyfill. HAPPDRÆTTISBÍLLINN ER KOMINN Aðeins 20 dagar þangað til dregið verður. Dragið þvi ekki stundinni lengur að kaupa happdrættismiða, þeir fást’ í bifreiðinni sjálfri, sem verður á götum bæjarins næstu daga. Happdrættismiðar fást ennfremur í flestum leigubifreiðum og bifreiðastöðvum og víðar í bænum og í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Dregið verður 1. maí 1947. Drætti verður ekki frestaðí Rlfreiðastjórafélagið Hreyfill. < > < > O O. o O o o o < > o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.