Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, laiigardagmn 12. apríl 1947 69. bla» Laugardagur 12. apríl tiíiaOanqi Arfur Péturs Morgunblaðið birtir í gær furðulega forustugrein um tekju- öflunarfrumvörp stjórnarinnar. Það kallar þau óheillastefnu og læzt harma mjög, að Pétur Magnússon skuli ekki lengur vera fjármálaráðherra. Hvert mannsbarn veit þó, að álögur þær, sem stjórnarfrumvörpin fjalla um, eru bein afleiðihg þeirrar óheillastefnu, sem fylgt var undir fjármálaforustu Pét- urs Magnússonar. í fjármála- ráðherratíð hans hækkaði dýr- tíðarvísitalan um 45 stig. Hefði sú vísitöluhækkun ekki átt sér stað, myndi óþarft að verja nú fé úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á dýrtíðinni og nýju tekjuöflun- arfrumvörpin væru þá óþörf. í fjármálaráðherratíð Péturs voru sett lög á lög ofan, sem stórauka útgjöld ríkisins. Hefðu þessi út- gjöld ekki komið til, væru nýju tekjuöflunarfrumvörpin líka óþörf. Svo var líka komið, að þrátt fyrir 200 milj. kr. tekjur á síð^stl. ári, ukust samt skuldir ríkisins á árinu. Þannig var við- skilnaður Péturs, að hann skildi ríkissjóð eftir með 200 milj. kr. árlegum útgjöldum. Hins vegar voru tekjur ársins 1947 ekki áætlaðar nema 150 milj. kr., þar sem ýmsar tekjur verða miklu minni nú en í fyrrá vegna samdráttar innflutnings- ins. Fyrsta verk hinnar nýju stjórnar var því að reyna að afla 50 milj. kr. nýrra tekna til að fylla þá eyðsluhít, sem Pétur Ms^nússon skildi eftir. Nýju skattaálögurnar eru því raunar ekki annað en arfur frá Pétri Magnússyni og samstarfsmönn- um hans í ríkisstjórninni. Þær eru gjald, sem menn eru raun- verulega að greiða til Péturs Magnússonar, Ólafs Thors og sósíalista vegna óstjórnar þess- arar þrenningar á undanförnum árum. Það er rétt, að hægt hefði verið að greiða þennan skulda- arf fré stjórnartíð Ólafs og Péturs með hagkvæmara hætti, ef samkomulag hefði náðst um raunhæfar dýrtíðarráðstafanir. En viljinn til þess er enn ekki nægilega sterkur í þingsölun- um og ekki sízt er andstaðan öflug í flokki þeirra Ólafs og Péturs. Núverandi stjórn hefir því ekki átt um annað að velja en að reyna að afla tekna til að fylla eyðsluhítina, sem Pét- ur skildi eftir, og til að stöðva hækkun vísitölunnar, ellegar að láta allt reka á reiðanum, eins og gert var í stjórnartíð Pét- urs, og lofa visitölunni að hækka um önnur 45 stig, eins og þá átti sér stað. Stjórnin valdi fyrri kostinn, enda er þannig von til þess ,að dýrtíðarmálið verði við- ráðanlegra siðar, þegar hafizt verður handa um lausn þess. Hins vegar myndi það verða ó- viðráðanlegt, ef vísitalan fengi að hækka viðstöðulítið, eins og var í stjórnartíð Péturs. Hún myndi þá vera komin nú þegar í 320—330 stlg, og væri alger stöðvun atvinnulífsins og hrun fjárhagsins þá fáar vikur und- an. Það er þó engum betur ljóst en Framsóknarmönnum, að þessar aðgerðir stjórnarinnar eru fyllsta bráðabirgðaúrræði, þótt þær séu stórum skárri en að sleppa vísitölunni og verð- bólgunni alveg lausri, en það var til að koma i v«g fyrir öngþveit- ið, sem af því leiddi, að Fram- Ómaklegar getsakir. Morgunblaðið skrifar furðu- leg eftirmæli um brottför amer- íska hersins úr landinu. Blaðið lætur eins og það hafi verið kraftaverk að koma hernum burtu, og þakkar það sérstak- lega Ólafi Thors. Þetta er ósvíf- in (>g ómal^leg aðdróttun til Bandaríkjanna um það, að þau hafi ætlað að svíkja hervernd- arsáttmálann, sem stjórn Her- manns Jónassonar gerði við þau -1941, en þar skuldbundu þau sig til að flytja herinn burtu að styrjöldinni lokinni. Það hefir ekkert gerzt, sem gefur ástæðu til þeirrar ályktunar, að þau hafi ætlað að svíkja þetta lof- orð. be^ni þeirra um herstöðv- ar hér er engin sönnun fyrir því, eins* og Mbl. vill vera láta. Það hefir jafnan legið ljóst fyrir, að þau myndu ekki hafa hér herstöðvar án samþykkis ís- lendinga og íslendingar breyttu sjálfviljugir ákvæðum hervernd- arsamningsins frá 1941 um brottflutning hersinsv Það er vel skiljanlegt, að Mbl. skuli grípa öll hugsanleg tæki- færi til að gera hlut Ólafs Thors sem mestan. Ekki mun af veita. En það ætti þó að varast að gera það með þeim hætti að svívirða jafnframt vinveitta þjóð og bera henni á brýn, að hún hafi ætl- að að svikja samninga sína við íslendinga. Það verkefni ætti það að lofa kommúnistum að vera einum um. Flugvallarmálið. Mbl. ætti ekki heldur að vera að hæla Ólafi Thors vegna fram- komu hans í flugvallarmálinu. Hún getur aldrei orðið annað en víti til varnaðar. Á því máli var yfirleitt haldið eins óheppi- lega og framast er hægt að hugsa sér. Það hefði vafalaust sóknarmenn fóru í ríkisstjórn- ina. Framsóknarmenn myndu líka hafa talið betur farið, að nýja tekjúöflunin hefði verið með öðrum hætti og óhófseyðsla stórgróðamanna skattlögð meira, t. d. með stóríbúðaskatti. En enginn flokkur getur fengið allt það, sem hann telur bezt, þegar við ólíka aðila er að semja. Það kom gleggst fram í ræðu Hermanns Jónassonar, formanns FramsóknarfloKksins, þeigar fjáröflunarfrv. voru rædd í efri deild i fyrradag, að Framsókn- armenn líta á þau sem fyllstu bráðabirgðaúrræði og telja ekki fært að draga raunhæfar dýr- tíðarráðstafanir á langinn, þótt hægt kunni að vera að fleyta sér enn í nokkra mánuði með bessum hætti. Hermann Jónas- son boðaði því, að gerð yrði til- raun til þess áður en þingi lyki, hvort ekki fengist meirihluti fyrir raunhæfari ráðstöfunum. Þess mun beðið með eftirvænt- ingu, hvaða undirtektir slík til- raun fær og alveg sérstaklega mun afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins verða veitt athygli, þar sem Mbl. segir í gær,' að umræddar aðgerðir ríkisstjórnarinnar „nálgist fullkomið brjálæði" og flokkurinn vilji færa fram- leiðslukostnaðinn til samræmis við útflutnlngsverðið. Sjálfstæð- isflokkurinn verður að sýna i verki, að þessi ummæli séu meira en gaspur eitt og yfirlæti ráðþrota manna, sem eru að reyna að dylja það, að þeir sjá enga leið úr því öngþveiti, sem þeir hafa sjálfir átt mestan þátt í að búa til. verið hægt að hafa samninginn íslendingum stórum hagstæð- ari, ef rétt hefði verið að farið. Aðstaða íslendinga hefði orðið stórum betri, ef meirihluti Al- hingis hefði borið gæfu til að fallast á þær. breytingartillögur, sem Framsóknarflokkurinn lagði til að gerðar yrðu á samningn- um. Hvort er meira 3 eða 10? Mbl. er samt við sig. Það held- ur að 3 séu meginhlutinn af 13. Á þessu hefir vesalings blaðið byggt sína baráttu í allan vetur, þegar það hefir verið að lýsa þeim árangri af stjórn Ólafs Thors og sósíalista, að megninu af gjaldeyrinum hafi verið eytt til kaupa á framleiðslutækjum. Það er ekki furða þótt það eigi ekki samleið mað almenn- ingi í ályktunum, þegar stærð- fræðin og tölvísin er svona. En þegar Mbl. getur sannað að þær 300 milj. kr. sem notað- ar voru til nýsköpunar, séu meg- inhlutinn af 1300 milj. gjald- eyrisnotkun, þá hefir það rétt- lætt margt, sem það hefir sagt. En um sinn verður blaðið sennilega að glíma við reíkn- ingsþrautina þá, hvort meira sé 10 eða 3. Siðmenning Víkverja. Víkverji var núná um daginn að lýsa hugarástandi sínu austur við Heklu. Honum fannst hann vera horfinn til fyrri tímabila jarðsögunnar en svo áttaði hann sig á því að hann var „staddur við Heklu gömlu á miðri tutt- ugustu öldinni, aðeins 5 tíma ferð í jeppa og hálfs annars tíma gang, — frá hinni svo- kölluðu siðmenningu.“ Hún er ekki austan fjalls sið- menningin sú. Ekki þarf að bendla kjósendur Ingólfs og Eiríks við hana. Þjóðviljinn heimtar falskar ávísanir Þjóðviljinn birti nýlega feit- letraða skammagrein um Jón Árnason vegna þess, að treglega gengur nú að fá erlendan gjald- eyri og yfirfærslu í bönkunum, þó að leyfi viðskiptaráðs sé fengíð. Kallar blaðjð að Jón Árnason sé þar með að búa til hrun og kreppu að yfirlögðu ráði. Skyldi þá Þjóðviljinn halda, að Jón Árnason geti takmarka- laust gefið út ávísanir á erlenda banka, eftir að Brynjólfur og Aki eru búnir að nota allar inn- stæðurnar í félagsskapnum við Ólaf Thors? Þetta eru kannske góðar kenningar fyrir lesendur Þjóð- víljans. En meirihluti þjóðarinnar mun þó skilja það, að það væri hvorki hagur né sæmd fyrir ís- lenzka þjóð, ef Landsbankinn gæfi út ávísanir á gjaldeyri, sem er eyddur. Þjóðviljinn verður vonandi einn um þá kröfu, að banka- stjórar Landsbankans gefi út falskar ávísanir. En óskammfeilni er þetta hjá blaði þeirra manna, sem stóðu fyrir eyðslunni. „Óður nazisti“ verður dýrlingur. Á miðvikudaginn breiddi Þjóðviljinn yfir alla forsíðu sína sænskan blaðamat, sem hann sagði að væri tilreiddur af manni, sem verið hefði „óður nazisti,“ en blaðið virðist nú telja óskeikulan. Frásögn þessa manns er „ljúf- leg og krydduð“ í munni Þjóð- viljann. Ber það athyglisgáfu hans og skarpskyggni vitni, að hann hefir eftir Forseta íslands, að aldrei hafi menn lifað eins harðan vetur og þennan og segir Bessastaði liggja opna fyrir vindum íshafsins. Þarna fékk Þjóðviljinn heim- ildarmann við sitt hæfi. En ætli það væri ekki væn- legra til að vinna tiltrú meðal íslenzkra lesenda, að geta fært heimildarmanninum annað til gildis, en það eitt að hann hefði verið „óður nazisti." Það er a. m. k. ekki að búast við því, að slíkir beri bandamönnum eða íslendingum vel söguna. Ekki trúir Mbl. Ólafi og Gísla. __ „Allar íslenzkar vörur seljast fyrir geypiverð,“ sagði Ólafur Thors i vetur. „Við höfum fullan rétt til að halda að þetta verði tekjumesta ár, sem yfir þjóðina hefir komið,“ sagði Gísli Jónsson um daginn. Mbl. birti orð þessara manna eins og þau væru höfuðsann- indi. En svo segir blaöið í forystu- grein í gær: „Hvaða vit er i, að vera með um eða yfir 200 milj. kr. fjárlög meðan allt er í óvissu um sölu aðalútflutningsvöru . lands- manna?“ Það er von að Mbl. spyrji. Finnur það nú enga huggun lengur í fleipri Ólafs og fullyrð- ingum Gísla? Of ler^L hefir það á þá trúað, þó að nú verði þrot á. En hverjir skyldu þá verða til að trúa þessum mönnum, fyrst Mbl. mælir í gegn þeim auk allra annarra? Það væru þá helzt Þjóðvilja- mennirnir! Undir værðarvoðinni. Undarlega hljótt er nú um á- fengismálin á Alþingi. Er helzt svo að sjá, sem þær tillögur, sem fram voru komnar um þau, hafi allar verið lagðar til hvíld- ar undir værðarvoð þeirri, sem Sigiyjón á Álafössi gaf forseta þingsins í vetur. Vonandi hrista þó þingmenn af sér mókið áður en þeir skilja og afgreiða þess- ar tillögur eins og menn. Erfitt er að trúa því, að Al- þingi uni þvi að liggja lengur undir þeirri skömm og smekk- leysu, sem „forsetabrennivínið" er. Og vitanlega er þingmönnum Ijóst, að það er ekki neitt hé- gómamál hvort rikið haldi vín- veitingum áfram, þegar því hef- ir verið lýst yfir, að veizlur bæj- arins muni mótast þar eftir. Það er auðvitað, að veizlur ann- arra bæjarfélaga, fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga, fara eftir því, hvað tiðkast 1 æðstu veizlunum, veizlum ríkis- ins. Hér er því um það að ræða, hvort nota eigi ríkisvaldið tll að efla eða lama drykkjutízkuna í sambandi við veizlur og sam- kvæmi, þar sem flestir byrja á- fengisnautn. ]\ýir seðlar í Noregi Þegar eignauppgjörið fór fram í Noregi neyddust Norðmenn til að taka í notkun seðla, sem þykja ekki nægi- lega vandaðir, hvorki að pappírsteg- und né prentun. Því hefir verið efnt til samkeppni um gerð nýrra seðla, og er ákveðið að prenta nýja seðla með myndum þeirra Björnsons, Werge- lands og Nansens svo fljótt, sem auðið er. Þórkallur HaUdórsson: Nokkur orð um mjólk og mjólkurafurðir Mjólkurduft. Algengustu mjólkurvörurnar, sem notaðar eru til þurrkunar, eru fyrst og fremst undanrenna, og því næst nýmjólk. Aðferð- irnar til þess að þurrka mjólk eru aðallega tvær, sívalnings- aðferðin og dreifi-aðferðin, verður þeim lýst hér í helztu atriðum. Sívalnings-aðferðin er meira notuð enn sem komið er, en dreifi-aðferðin. Hún er kostn- aðarminni og hentugri fyrir lítið mjólkurmagn, en fram- leiðir ekki eins gott mjólkur- duft. Aðalhlutir þeirrar vélar, sem notuð er við þurrkun mjólkurinnar með þessari að- ferð, eru einn eða tveir sívaln- ingar. Þeir eru holir að innan og hitaðir upp með gufu. Þeir snúast um sjálfa sig og taka á sig um leið örþunna himnu af mjólk, en mjólkin drýpur á sí- valninginn úr þar til gerðri rennu, eða ef um tvo er að ræða úr trogi, sem myndazt á milli þeirra. Allt vatn er gufað burt úr mjólkinni, þegar himnan hefir fylgt sívalningnum % hluta úr heilum snúning. Á þeim stað er komið fyrir sér- stökum hníf, sem skefur mjólk- urhimnuna af sívalningnum og fellur himnán þá niður í göng eða rennu, sem flytja hana að myllu, sem mylur himnuna og gerir hana að mjólkurdufti. Þetta duft hefir verri upplausn- arhæfileika en dreifiduftið og er það aðalgalli þess. Mjög er erfitt að framleiða gott ný- mjólkurduft með þessari að- ferð, og þess vegna er dreifi- aðferðin notuð meir, þegar búa á til nýmjólkurduft. Dreifiaðferðin þarf mjög stórar vélar og er mjög kostn- aðarsöm, en mjólkurduftið er líka miklu betra. Mjólkin þarf að vera þéttuð fyrst áður en hún er þurrkuð, það þýðir, að fullkomin þéttunartæki, svo sem sérstök hitunartæki, jöfnunar- og þéttunarvél, verða að vera fyrir hendi. Þegar búið er að þétta og jafna mjólkina, er hún leidd í þurrkunartækið. Til eru margar gerðir af þessum þurrk- unartækjum, en í aðalatriðum eru þau' svipuð. Inni í þurrkunargeymnum liggur mjólkurleiðsla, en á end- anum á henni er sérstök loka þannig gerð, að mjólkin kemur út úr henni í úða. Mjólkin er undir mjög miklum þrýstingi í leiðslunni, og um leið og hún fer út um lokuna og þrýstingn- um léttir, dreifist hún í allar áttir og úði myndast. Heitu lofti er stöðugt dælt inn í þurrk- unargeyminn og þurrkar það mjólkurúðann, sem um leið verður að mjólkurdufti, sam- tímis því ber heita loftið mjólk- urduftið að útblásturstækjun- um, en hjá þeim er komið fyrir síum, sem sía duftið úr loftinu áður en því er blásið út úr geymnum. Ef framleiða á gott nýmjólk- urduft, verður að vanda til framleiðslunnar sem bezt á all- an hátt. Aðal bragð-gallinn sem myndast í nýmjólkurdufti, er tólgarbragð, sem orsakast af því, að fitan tekur í sig súrefni. Það væri of langt og of flókið mál að fara út í allar þær kenn- ingar, sem eru til varðandi þennan bragðgalla, verður því aðeins skýrt frá allra helztu ráðunum til þess að hindra myndun hans. Nýmjólkin', sem á að þurrka, verður að vera framleidd á hreinlegan hátt og kæld þegar í stað eftir mjaltir. í meðferð mjólkurinnar verður að gæta þess að láta kopar aldrei koma í samband við hana. Áður en mjólkin er þéttuð verður að hita hana upp í 77—79°C. í 15—20 mínútur, til þess að mynda efni, sem tefur fyrir súrefnistöku fit- unnar. Að lokum á að pakka duftinu í dósir, sem öllu súrefni hefir verið dælt úr og köfnun- arefni sett í staðinn. Það er að mínu áliti mjög vafasamt að hægt verði að framleiða gott nýmjólkur-duft hér á landi, og láta framleiðsl- una bera sig, vegna skorts á nægilegu mjólkurmagni. Skyr. Það væri æskilegt, að skyr- neyzlan ykist að mun, og eru fyrir því aðallega tvær ástæður. , Sú fyrri er, að með aukinni skyr- framleiðslu myndi undanrenn- an notast betur, og þar af leið- andi verða verðmætari, en um leið ætti smjörverðið að geta lækkað. Síðari ástæðan er sú, að skyr er mjög holl fæða, sér- staklega ef nýmjólk er höfð til þess að hræra út skyrið og einn- ig til útáláts. Nú er spurningin sú, á hvern hátt er hægt að auka skyrneyzl- una. Bezta og sjálfsagðasta leiðin til þess að ná þessu tak- marki er aðeins gott skyr, en því miður hefir mikill hluti skyrs- ins ekki alltaf verið jafn góður. Það eru þrír gerlar, sem eru nauðsynlegir við framleiðslu á góðu skyri, en þeir eru, Strepto- coccus thermophilus, Lactobac- illus bulgaricus og Lactobacillus yogurt. Lang heppilegast væri að nota þessa þrjá gerla sem þétta, við alla skyrframleiðslu á mjólkurbúunum. Skyrið verð- ur miklu betra á því, og alltaf jafn gott. Skyrinu á að vera dreift til neytenda í góðum og smekklegum umbúðum, en það myndi auka neyzluna að mikl- um mun. Mjólkuriðnaðurinn hér á landi ætti að verða fjölbreyttari og verður þyí hér minnst á nokkrar tillögur þar að lútandi. Rjómaísframleiðslu á að auka og bæta, gera hana miklu fjöl- breyttari og koma dreifingunni og sölunni í gott horf. Við eigum að framleiða hér barnamjólk, en eins og áður er 'sagt er það niðursoðin nýmjólk í dósum, en þeim söltum og víta- mínum er bætt saman við hana, sem venjuleg mjólk hefir ekki nóg af fyrir ungbarnið. Það á að framleiða hér jafn- aða mjólk, sem hefir 75 mg. af C vítamíni og 400 einingar af D vítamíni i hverjum lítra, en þetta eru daglegar þarfir okkar af þessum vítamínum. Það er sérstaklega nauðsyn- legt að jafna mjólkina, þegar mjólkin er seld úr brúsum eða öðrum stórum ílátum í mjólk- urbúðunum, eins og tíðkazt því miður, enn hér í Reykjavík. Það verður ekki komist hjá því, að rjómi setjist ofan á mjólkina, þar sem hún stendur í mjólkur- búðunum, en afleiðingin verður sú, að langflestir fá hálfgerða undanrennu í ílátin sín, en til- tölulega fáir fá fituríka mjólk eða rjómabland. Eins og að framan greViir á að bæta og auka skyrframleiðsl- (Framhald á 3. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.