Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 3
TÍMITVJy, laugardagiim 12. aprll 1947 69. blað 3 Nokkur orð um nijólk (Framhald af 2. siðu) una. Nýbreytni sem mætti taka til athugunar er sú, að selja skyrið hrært og með sykrinum í. Ég veit, að margir munu efast um að slíkt sé hægt, vegna þess að skyrið muni ekki geymast, en ég hefi gert tilraunir með þetta [ og veit að það er mögulegt. Þeytirjóma, sem hefir 30— 35% fitu, og framleiddur er á þann hátt, sem lýst hefir verið hér í greininni á undan, ætti eitthvert kúabú í nágrenni Reykjavíkur að fá leyfi til þess að framleiða. Ég vildi leggja til, að tilraun yrði gerð með að framleiða þétt- aða og jafnaða nýmjólk. Mjólkin yrði þá þéttuð á venjulegan hátt á öðru hvoru mjólkurbúanna, sem sendir mjólk til Reykja- víkur. Þessi þéttun myndi nema 1 á móti þremur, eða 3000 lítrar af mjólk yrðu þéttaðir niður í 1000 lítra. Mjólkin yrði síðan flutt kæld til Reykjavíkur og sett strax á flöskur og síðan dreifð til neytenda. Þegar hús- móðirin notar þessa mjólk, hell- ir hún tveimur bollum af köldu vatni saman við hvern bolla af þéttuðu mjólkinni og hrærir vel i. Þessi mjólk er bragðgóð og er mjög erfitt að þekkja hana frá annarri óþéttaðri mjólk. Sjálfsagt væri að nota þá mjólk til þéttunar, sem fram- leidd er í mestri fjarlægð frá mjólkurbúunum. Með þessu móti y.rði hún gePilsneydd og kæld talsvert fyrr en ef ætti að senda hana til Reykjavíkur ógeril- sneydda. Þetta myndi svo hafa í för með sér að betri ógeril- sneydd mjólk kæmi hér í stöð- ina vegna þess, að elztu mjólk- inni, og um leið oft þeirri lé- legustu, væri þá ekki blandað saman við nýrri og oftast betri mjólk. Þessi aðferð myndi spara flutningskostnað til Reykjavíkur um tvo þriðju og dreifingar- kostnað að nokkru leyti. Einnig mætti nota þessa mjólk þar sem um langa mjólkurflutninga er að ræða, má í því sambandi minnast á mjólkurflutningana til Vestmannaeyja. Að síðustu vildi ég láta í ljós þá skoðun, að mjólkurfram- leiðslan hér á landi ætti að geta orðið betri en víðast hvar annars staðar í heiminum. Ástæðan fyrir þessari nokkuð ótrúlegu staðhæfingu, er sú, að á íslandi er veðurfarið, vegna hins jafna og lága lofthita alveg sérstak- lega vel til þess fallið að auð- velda alla meðferð á mýólk og mjólkurvörum. í öðru lagi er auðvelt fyrir flesta fl'amleið- endur að fá kallt vatn, til þess að kæla mjólkina strax og hún hefir verið framlei^d, vegna þess hve mikið er til af lækjum og uppsprettum. En til þess að hægt verði að ná þessu marki, þurfa allir aðiljar að vinna sam- an með velvild og samhug og fyrst og fremst að hugsa úm hag alls almennings í landinu. Lamlbúnaðarvélar í Noregi Búnaðarmálastjórnin norska vinnur nú að þvi, að útvega bœndum vestan- fjalls dráttarvélar við þeirra hæfi til heimilisstarfa. Er einkum talað um litlar beltisvélar, sem geti farið snar- bratta og ósléttan veg. Slík tæki eru nú ekki á markaði, en Norðmenn vona að þeirra verði ekki langt að bíða. Ef bændur mynda vélafélög fá þeir 25% styrk úr ríkissjóði til vélakaup- anna og er þá miðið við, að þær verði félagseign og notaðar meira en á ein- um bæ. Auk þess fá bændur hagstæð lán til kaupanna. Norðmenn vinna nú ákveðið að því, að halda við búskapnum í fjörðum sínum með auknum félagsskap og jsamvinnu og meiri tækni. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund unverðinn, heit og hress eftir þessar andlegu morgun- æfingar. Lára er matlystug í betra lagi. í þetta skipti hesthúsaði hún vænt stykki af steiktum fiski, tvö soðin egg, allmargar brauðsneiðar með. álagi, þrjú steikt aborraflök og væna slettu af sykurbaunajafn- ingi — lostæti, sem ég ráðlegg þér að búa til —, drakk að því búnu tvo bolla af kaffi og nartaði eitthvað í heimabakaðar kökur af þremur diskum. Þegar þessari máltíð var lokið, ráku geislaverkanirnar hana af stað í morgungöngu, eins og endranær, en við heimkomuna heimtaði hún saftblöndu og vatn, steikt flesk og smá- kökur og skrapp út í jarðarberjareitinn og tók jafn- framt einhvern skatt af vínberjarunnunum, slangraði síðan inn í eldhús og drap fingri í eina eða tvær sultu- krukkur. Svo þurfti hún líka að bragða á því, sem í pottinum var — rak ofan í hann skeið, dokaði við meðan sultan kólnaði ofurlítið, skóflaði því næst upp í sig, síðan beint í pottinn aftur! — Vill frúin ef til vill fá dálítið af sultu hérna á fatið? spurði ég lotningarfyllst. — Hugsi Anna um sitt, ég hugsa um mitt, svaraði -hún elskulega, eins og vænta mátti. Nú svaf blessað ljósið með Garm í fangi sér. Þau hrutu hvort í kapp við annað, en mér var nauðugur einn kostur að slíta þau frá draumum sinum, sem eflaust hafa verið undur-fallegir. Maðurinn frúarinnar vill tala við frúna i síma, sagði ég blátt áfram. — Þá er að taka því, sagði Lára og gerði harðvítuga tilraun til þess að rykkja sér upp úr stólnum. En það misheppnaðist. Hún var föst. Hvort tveggja var, að bakhluti hennar var of breiður og stuttir, gildir fætur hennar náðu ekki niður á fótafjölina. — — Jesús minn, æpti hún — standið ekki þarna og glápið á mig eins og tröll á heiðríkju. Komið heldur hingað og hjálpið mér. Ég hefi aldrei vitað aðra eins ómynd! Hvers vegna sagði Anna mér ekki strax, að þessi róluskratti væri ekki handa fullþroska fólki, heldur einhverjum þvengjalengjum eins og hún er sjálf? Það var ómögulegt að reiðast Láru í þessari spaugi- legu sjálfheldu. Hún baðaði út höndum og fótum, og kringlótt smettið á henni var hárautt af illsku .og áreynslu. En það var ekki árennilegt að rétta henni hjálparhönd, því að Garmur gelti illyrmislega og reyndi að glefsa i fingurna á mér, þegar ég ætlaði að draga hana úr stólnum. Hann hefir sjálfsagt haldið, að ég væri að sækjast eftir lifi húsmóður sinnar. Hann náði tvisvar taki á höndunum á mér, og blóðið vall upp úr blásvörtum tannaförunum. En Lára sat þar sem hún var komin, rétt eins og hún hefði verið múruð niður í stólinn. Síminn hringdi og hringdi — bræðurnir voru auðvitað orðnir óþolinmóðir yfir þessari löngu bið. — Það verður líklega eina ráðið, að ég sæki skrúf- járn og losi aðra hliðina úr stólnum, sagði ég að síðustu. — Notið þá tækifærið og skrúfið fastar allar lausar skrúfur, sem þið gangið með á þessu heimili, grenjaði Lára, hamslaus af bræði. Ég arkaði brott. Fyrst af öllu þreif ég símtólið, því að síminn hringdi látlaust, og sagði alvöruþrunginni röddu: — Frúin situr föst í rólunn^ og ég verð að skrúfa stólinn sundur, svo að hún komist í símann. ViljiÖ þið ekki gera svo vel að hringja eftir tíu mínútur? — Hvað? heyrði ég undrandi rödd segja — maður Láru var enn i símanum. En ég keyrði tólið umsvifa- laust á sinn stað og lét bræðrunum eftir að íhuga það, hvort heldur þeir væru gengnir af göflunum eða ég. Síðan þvoði ég sár mín úr rivanóli og beindi að því búnu för minni niður að verkfæraskúrnum, í von um, að ég gæti fundið þar skrúfjárn. Rás atburðanna hafði tekið ískyggilega stefnubreyt- ingu, þegar ég kom aftur á vettvang. Rólan sveiflaðist fram og aftur með ofsahraða. Lára æpti af öllum kröftum, Garmur ýlfraði og gólaði, og á flötinni bak við þau stóð Hildigerður. Hún hló og hvein af ásmóði eins og stóðhryssa á fjalli, og vöðvarnir á stæltum handleggjum hennar hnykluðust, er hún rak loppurnar í stólbakið og þeytti rólunni hvað eftir annað frá sér, svo að hún stóð stundum lárétt út frá burðarásnum. Það hrikti og ískraði í böndunum og marraði í stólnum. Og nú er bezt ég lýsi því með orðum Hildigerðar, hvernig þessu vék við. — Jú, sérðu það ekki, Anna, sagði hún — vitaskuld þykir mér andi slæmt, að si-sona skyldi takast til. En ég skrapp út til þess að svipast eftir þér, því ég fann ekki smérpappírinn, sem átti að láta yfir sultukrukk- urnar — ég ætlaði að fara að klippa hann sundur. Og svo sá ég sólhlífina þína þarna yfir stólnum, og þá hélt ég vitaskuld, að þú hefðir skotizt út til þess að kæla þig. Svei þeim hundinum, sem í mig kom út af því, en mér datt í hug, að það væri jafn gott, þó að þú fengir að kæla þig, og svo ýtti ég við amsvítans rólunni og kallaði: í gang með skrjóðinn! Og þegar þú fórst að æpa — það er að segja Lára, sem ég hélt, að væri ?$$Í$$$4Í$$Í$ÍÍÍ4ÍÍÍ«Í4ÍSÍÍ4$ÍÍ54Í4ÍÍÍÍ4Í$ÍÍÍÍ4ÍÍÍÍ4ÍÍ4ÍÍ4ÍÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍÍ5ÍÍÍÍÍÍÍÍ54ÍÍ4ÍÍÍÍÍ54ÍÍ4ÍÍ4ÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍ5ÍÍ5 Hvað á að gefa fermingarbarninu? Um margt er að velja. Af bókmenntum kemur aðeins eitt til greina, — hin nýja útgáfa íslendingasagna. — Áður fyrr þótti sá vel birgur, sem átti sögur okkar í heimanfylgju, og svo mun enn reynast. Þar er ekki glysinu hampað, heldur manndómi og mannviti. Þarna fá unglingarnir allar íslendingasögurnar, bæði þær, sem prentaðar hafa verið áður, og eins hinar, sem legið hafa i hand- ritum. Þetta er fermingargjöfin! Verð þessarar útgáfu er kr. 423,50 í ágætu skinnbandi. Upplýsingar í Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, simi 1336, og skrifstofu íslendingasagnaútgáfunnar, Kirkjuhvoli, sími 7508. íslendinga- sagnaútgáfan Pósthólf 73, Reykjavík. W554555555$5$$$5$55Í4Í554$$«$55555555$$55$5555Í$5554$$5$5555$55545$5554$55455$54$55$555Í$$$Í$55555$555Í5555$$5Í554$$$5 Glæsileg fermingargjöf „FJALLAMENN“ eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal er ein fegursta og bezta bók, sem út hefir komið handa íslenzku æskufólki. Hún er því sjálfkjörin til fermingargjafa. í bókinni segir Gúðmundur á snilldarlegan hátt frá ferðum sinum hér heima og erlendis, en hann hefir lagt leiðir sínar víðar en flestir aðrir íslendingar. Fjöldi gullfallegra ljósmynda, raderinga og mynda af málverkum Guðmundar prýða bókina. „FJALLAMENN" verður fallegasta og. kærkomnasta fermingargjöfin. Fæst í öllum bókabúðum. Bókaútgáfa Guöjóns Ú. Guðjónssonar «9» IVeitað nm doktors- nafnbót Holger Scheuerman yfirlœknir í Kaupmannahöfn varð 70 ára fyrlr nokkru. í því tilefni var það m. a. rifjað upp að hann skrifaði fyrir löngu síðan doktorsritgerð um sjúkdóm, sem hann hafði fundið og olli verkjum og ýmsum óþægindum og lá í því að hryggurinn var skakkur. Hann fékk ekki doktorsnafnbót fyrir ritgerðina, en nú þekkja allir læknar hrygg- skekkjuna hans og kalla hana Scheu- ermansveiki. Ljónin koma í loftinu Dönsk blöð skýra frá því, að dýra- garðurinn í Odense hafi fengið suð- ræna innflytjendur loftleiðis tvivegis 1 vetur. Pyrst komu nokkrir Bavíanar frá Afríku sn siðan ljón. Dýr hrosshúð Dönum þykir nú tími til kominn að gylla hest Kristjáns konungs fimmta á Kongsins nýja torgi, en búast þó við að dráttur verði á framkvæmdum, þar til gullið lækkar i verði, því að nú myndi það kosta 25 þús. krónur. Líkneskið er úr bronsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.