Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 4
FRAM SÓKNA RM ENN! MimÍð að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVtK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 12. ÆPRÍL 1941 69. blað Kaffikvöld Framsókn- arfélags Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til kaffikvölds í Breið- firðingabúð þann 14. þ. m. kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar verð- ur: Upplestur: Valdimar Helga- son les og kvikmynd (landlags- mynd skýrð af Pálma Hannes- syni). Framsóknarmenn eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í síma 2323 fyrir kl. 6 e. h. í dag, Þetta verður síðasta kaffi- kvöld félagsins á þesum vetri. Þorsteinn Hannesson efnir til söngskemmt- unar á morgun Þorsteinn Hannesson, söngv- ari frá Siglufirði, er kominn hingað til lands, og mun hann efna til söngskemmtunar í Trí- pólí annað kvöld. Hefst hún kl. hálf-níu. Þorsteinn er góðkunnur söngv- ari og á miklum vinsældum að fagna, svo að hann mun vafa- laust ekki skorta áheyrendur. Rausnargjöf til styrkt ar Rangæingasöfn- IIIIÍIIIIÍ Magnús Árnason listmálari hefir gefið málverk til fjársöfn- unarinnar, sem hafin er til hjálpar nauðstöddu fólki í Rangárvallasýslu, sem orðið hefir illa úti vegna Heklugoss- ins. Þetta er málverk af Heklu, sem Magnús hefir málað frá Keldum. Rangæingafélagið, sem stendur fyrir fjársöfnun- inni, ætlar að sýna málverkið í einhverjum sýningarglugga í bænum, og selja það síðan hæst- bjóðanda. Það má segja, að hér sé mynd- arleg/i af stað farið og væri vel til fallið, að fleiri listamenn •vildu fara að dæmi Magnúsar. Hvassafell fer með ull til Póllands Hvassafell, skip Sambands íslenzkra samvinnufélaga, fór héðan síðastliðinn laugardag á- leiðis til Kaupmannahafnar og Póllands. Fór það með um 220 lestir af ull, sem seld. er til Pól- lands, en þar tekur skipið kol heigi til íslands. í seinustu ferð skipsins, þeg- ar það fór til Ameríku að sækja kol, hreppti það hið versta veð- ur á leiðinni, en það reyndist traustasta sjóskip í alla staði, eftir því sem Sverrir Þór stýri- maður tjáði tíðindamanni blaðsins. í Bandaríkjunum fékk skipið fullkomin ratartæki og miðun- arstöð. Matvælaráðstefna , í Washington Matvæla- og landbúnaðar- stofnun hinna sameinuðu þjóða (F.A.O.) hefir boðað sérfræð- inga margra þjóða til fundar í Washington 21.—25. þ. m. Eru það einkum fulltrúar þjóða, sem hagsmuna hafa að gæta um innflutning eða fram- leiðslu saltfisks og harðfisks. Sérfræðingarnir eiga að ganga frá tillögum matvælastofn- unarinnar um rannsókn vanda- mála í sambandi við fram- leiðslu og innflutning skreiðar og saltfisks. Eftirtaldir fulltrúar taka þátt í fundinum, þó ekki sem fulltrúar ríkisstjórna, heldur sem sérfræðingar: Thor Thors, sendiherra íslands, Niels Jan- gaard, Noregi, B. S. Dinsen Danmörku, I. S. McArthur, Hátfrar aidar afmæii (Framhald af 1. síðu) — Við fengum sjötíu og fimm krónur á mánuði, þegar um fastakaup var að ræða. Svo unnu setjararnir stundum í á- kvæðisvinnu, til dæmis í ísa- fold við Alþingistíðindin og fleira. En- lágt var samt borg- að. En þá fór kaupið auðvitað eftir því, hve menn voru af- kastamiklir og hve langar vök- ur þeir lögðu á sig. — Var ekki aðbúnaður í prentsmiðjunum heldur slæm- ur? — Það læt ég allt vera. Prent- smiðjurnar voru báðar í góðum og myndarlegum húsum á þeirr- ar tíðar mælikvarða — þau þykja jafnvel stæðileg enn í dag. Það voru að vísu í gangi trölla- sögur um blýeitrun, sem átti að verða hlutskipti prentara, en það var ekki annað en bölvuð vitleysa. Menn gátu kannske fengið blýeitrun, ef þeir voru nógu miklir sóðar. Sóðar geta alltaf orðið sér úti um alls konar eitranir. Baráttan fyrir bættum kjörum. — Hvað var nú fyrsta verk ykkar í prentarafélaginu? — Eitt fyrsta verkið var að stofna sjúkrasjóð. Það var gert þegar fyrsta sumarið. Hann starfaði síðan, prenturum til mikilla hagsbóta, um fjörutíu ára skeið. Þá gengu fyrri lögin um alþýðutryggingarnar í gildi. Síðan hefir sjúkrasjóðurinn ver- ið styrktarsjóður og aðallega gpldið dánarbætur og dagpen- inga í veikindum. Sjúkrasjóður okkar prentaranna mun hafa verið fyrsta sjúkrasamlagið hér á landi. Seinna stofnuðum við atvinnuleysissjóð, sem varð okkur góður bakhjarl, þegar í harðbakkann sló. Fyrsta vinnu- samninginn gerðum við haustið 1906. Það mun hafa verið fyrsti kjarasamningurinn, sem gerður var milli iðnfélags og atvinnu- rekenda hér á landi. Þú sérð, að við höfum verið brautryðj- endur í ýmsum efnum, prent- ararnir. Samkvæmt þeim átti vinnutíminn að vera tíu stund- ir á dag, og kaup sveina átján til tuttugu og þrjár krónur á viku, og sérstök greiðsla fyrir helgidagavinnu. Níu stunda vinnudag fengum við 1908 og þriggja daga sumarleyfi með fullu kaupi 1915. Átta stunda vinnpdagur prentara var viður- kenndur um áramótin 1920— 1921, og þá var sumarleyfið líka hækkað upp í sex daga. — En ég skal ekki þreyta þig á þess- ari upptalningu. — Prentarafélagið hefir oft- ast haft talsverð umsvif? — Við prentarar höfum yfir- leitt verið þannig gerðir, að við erum glaðir og reifir og ber- umst talsvert á. Við höfum líka lengst af haft duglegum for- ustumönnum á að skipa, eins og sjá má af því, hverju félagið hefir áorkað prenturum til hags- bóta. Auk þess höfum við stað- ið í húsakaupum, jarðakaupum og byggingum. — Þið hafið átt í allmörgum verkföllum? — Prentarafélagið mun hafa háð fjögur verkföll — 1919. 1923, 1942 og 1944. Annars er ég mótfallinn verkföllum og held, að þau borgi sig sjaldan. Verkfallið 1923 varð langvinnt, stóð í sjö vikur. Ég var lengi að ná mér fjárhagslega eftir það. enda þótt við fengjum dálítinn styrk úr sjóði okkar. Svo held ég, að hafi verið um fleiri. — En ertu samt ekki ánægð- ur yfir því, sem hefir áunnizt? — Jú — maður guðs og lif- andi. Og mest er það að jjakka þeim samhug,- sem alltaf hefir ríkt n\eðal prentara. Mikið vildi ég vera orðinn ungur aftur og í sama fjöri og þegar við geng- um fylktu liði inn í laugar um Jónsmessunætur, syngjandi og spilandi á munnhörpu. Kanada, E. G. Reid, Nýfundna- landi, Higine de Matos, Queriez, Portúgal, A. W. Anderson, U. S. A. og J. M. D. Scorrer, Bret- landi. Einnig er von á fulltrúum frá Brasilíu, Frakklandi og Kúbu. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Bærinn okkar eftir THORNTON WILDER. Sýnmg á suimudag kl. 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. Frá umræðunum á Alf)ingi (Framhald af 1. síðu) Afstaða Framsóknarmanna. Eins og skýrt var frá í sein- asta blaði, sýndi Eysteinn Jóns- son menntamálaráðherra fram á,.að þessar ráðstafanir stjórn- arinnar væru hreinar bráða- birgðaráðstafanir til að afstýra tekjuhallarekstri ríkissjóðs á þessu ári og til að koma í veg fyrir hækkun dýrtíðarvísitöl- unnar. Inn á þessa leið hefði orðið að fara, þar sem ekki fengjust á þessu stigi samtök um niðurfærslu dýrtíðarinnar. Þessi leið hefði þó þann kost fram yfir þá stefnu, sem fylgt hefði verið hingað til, að dýr- tíðarvísitalan yrði stöðvuð, en héldi hún áfram að hækka, myndi dýrtíöin verða alveg ó- viðráðanleg. Stöðvun nú myndi hins vegar gera dýrtíðarmálið viðráðanlegra, þegar hafizt væri handa um raunhæfa lausn þess. Þetta væri höfuðástæðan til þess, 'að Framsóknafmenn gætu að sinni fallizt á slíka bráðabirgðalausn. Þá benti E. J. á, að rangt væri að telja þetta einu dýrtíð- arráðstöfun stjórnarinnar. Hún ætlaði einnig að koma skipu- lagningu á fjárfestinguna, framkvæma eignakönnun, end- urbæta verzlunina, skerpa verð- lagseftirlitið og herða aðhaldið með skattaframtölum. Menn yrðu að líta á þessar ráðstaf- anir í einu samhengi og ekki væri hægt að dæma um verk stjórnarinnar fyrr en henni hefði gefizt tími og tækifæri til að framkvæma þessar fyrir- ætlanir sínar. Einar Kristjánsson söngvari kominn Einar Kristjánsson söngvari er nýkominn heim frá útlöndum. Þegar hann fór utan í haust, fór hann fyrst til Englands og söng þar á plötur hjá His master’s voice fjögur íslenzk lög: í dag skín sól, eftir Pál ís- ólfsson, Söknuð, eftir Hallgrím Helgason, Bikarinn, eftir Markús Kristjánsson og Kirkjuhvol, eft- ir Árna Thorsteinson. Síðan fór Einar til Kaup- mannahafnar og Stokkhólms. Hefir áður verið skýrt frá söng hans á þeim stöðum, en i Svi- þjóð söng hann í konunglegu óperunni og hafði þar hlutverk Rudolfs í Boheim. í Kaup- mannahöfn hafði hann söng- skemmtun og sömuleiðis söng hann með hljómsveit í Álaborg. Blaðaummæli um söng hans eru hvarvetna mjög lofsamleg. Einar kom heim að þessu sinni, af því að hann hafði lofað og ákveðið að syngja hér. Hann syngur í Oratorium, Júdas Makkabeus, eftir Hándel, en Tónlistarfélagið lætur flytja það um næstu mánaöamót. — Sömuleiðis mun hann líka flytja Vetrarferðina á vegum Tónlist- arfélagsins og hafa einhverjar söngskemmtanir. Dvölin heima verður þó ekki löng að þessu sinni, því að Ein- ar fer utan um miðjan maí. Hann er ráðinn til að syngja í Tivoli í Kaupmannahöfn og söngskemmtun hefir hann þar í borg 19. sept. Þá á hann líka að syngja í Stokkhólmi í óper- unni Mignon eftir Thomas, þeg- ar sumarfríum er lokið í ágúst. SKIPAUTG6RÐ RIKISINS M.s. „Lindin” til Patreksfjarðar, Tálknafjarð- ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar og'ísafjarðar. M.b.„Finnbjörn” til Súgandafjarðar, Bolungavík- ur og Súðavíkur. M.b. „Nanna” til Hornafjarðar. Flutningi í öll ofangreind skip veitt móttaka næstkom- andi mánudag. Rykgrímur Heyrykið er hættulegt heilsunni. Rykgrímurnar eru bezta vörnin. Venjuleg gerð .. Kr. 22,50 Stk. Úr algúmmí .... — 36,90 — Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek Vinnið ötullega fyrir Tímann. tltbreiðið Tímann! Jörðin Vetleifsholt II í Ásahreppi Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við oddvita Ása- hrepps Þorst. Þorsteinsson, Ásmundarstöð um. Húsmæðraskólarnir (Framhald af 2. síðu) mjög fyrir þrifum á öllum Norðurlöndum, nema ef til vill hér og svo í Svíþjóð, þar sem nóg er af öllu, sem til vefnaðar þarf. Þar eru lika ágætir vefn- aðarskólar. Þegar tíðindamaður blaðsins spurði Þórnýju um álit hennar á íslenzkum kvennaskólamálum, vildi hún lítið segja, en taldi að reynsla undanfarinna ára og hin mikla ^ðsókn að hús- mæðraskólunum sannaði það, að skólarnir væru of fáir, enda væri áhugi mikill hjá íslenzkum stúlkum fyrir því að búa sig undiv ævistarfið með því að ganpja í húsmæðraskóla. (jatnla Síc ÆVIIVTÝKI A FJÖLLUM (Thrill of a Romance) Bráðskemmtileg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Sundmærin . Esther Williams, Van Johnson og óperusöngvarinn frægi Lauritz Melchior. Sýnd kl. 5, 7 og 9. tjja Bíi (við Skúlaqötu) Þér nnni ég mest (Because of Him) * Skemmtileg og vel leikin mynd. Síðásta sinn. Sýnd kl. 9. Sameinaðir stöndum vér Spennandi „Cowboy“-mynd með kappanum Rod Cameron. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Bönnuð börnum yngri 12 ára. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Tjatharbíc Sesar og Kleopatra Stórfengleg mynd 1 eðlilegum litum eftir hinu fræga leikriti BERNHARD SHAWS Sýning kl. 9. í FANGABÚÐUM (The Captive Heart) Áhrifamikil mynd um örlög og ævi striðsfanga. Michael Redgrave, Mervyn Johns, Basil Radford, Rachel Kempson. Sýning kl. 3, 5 og 7. Tónlistarfélagið: ÞorsteinnHaanesson tenorsöngvari Söngskemmtun sunnud. 20. þ. m. kl. 8,30 síðd. í Tripoli. Dr. Urbantsitsch aðstoðar. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. imnntfttttttnmmntftmmttttmttttmtttttntnttmttmnnnmntmttmtmmtmm SÝNING Félags íslenzkra frístundamálara stendur yfir í sýningarskála myiidlistar- manná. Sýningin er opin frá klukkan 10 f. h. til klukkan 10 e. h. Sýningarnefnd. II .............ttntmmttnnnntfttttmnnntttmmttmmtmtmnmm Ennfremur hefir hann fengið tilboð frá Vínarborg um að koma þar og syngja í óperum. Drottningarkyn er fögur og góð skáldsaga jafnt við hæfi drengja og stúlkna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.