Tíminn - 15.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.04.1947, Blaðsíða 3
MTí 70. blatS NN, briðjiidagiim 15. apríl 1947 MI\MNC\IÍOIÍ»: Árni Jónsson frá Múla í gær var hann borinn til ar hafa skrifað í blöð síðustu moldar, lézt 2. þ. m. eftir stutta áratugi. Hann gat verið mál- legu. efnalegur andstæðingur og Árni var sonur Jóns Jónsson- harðsnúinn leiknautur, án þess ar, alþingismanns, frá Múla, að bera óvildarhug til andstæð- Hinrikssonar skálds á Hellu-' vaði. j Móðir Árna var Valgerður Jónsdóttir, Jónssonar, Þorsteáns- sonar prests í Reykjahlíð. j Árni var fæddur 24. ágúst 1891, hann varð stúdent 1911. Jafnframt skólanámi ólst hann upp við verzlunarstörf hér og í Bretlandi og í andrúmslofti stjórnmálanna á heimili for- eldra sinna. Þetta mótaði mjög æviferil hans. Framan af full- j orðinsárum fékkst hann mest! við viðskipti. Var verzlunarstjóri! á Vopnafirði í 8 ár. — Tók við 1 því starfi seint á árinu 1916.1 Sama ár giftist hann Ragnheiði Jónasdóttur frá Brennu í Reykja i vík. Þau eignuðust 2 sonu og 3 ! dætur, sem nú eru uppkomin. Forstjóri Brunabótafélags ís- lands var hann frá 1925—28. Árni var kosinn á þing af Norðmýlingum 1924 og var þingmaður þeirra til 1927. Eftir það varð ritstjórn og blaða- mennska aðalstarf hans um margra ára skeið. Enda var hann með ritfærustu blaða- mönnum þessa lands. Bæði í ræðu og riti flutti hann mál sitt snjallt og ljóst, oft með leiftrandi fyndni og gáska, svo unun var á að hlýða, en síður fyrir að verða. Árni hafði fengið í vöggugjöf marga þá eðliskosti sem mest eru dáðir. Hann var glæsimenni á velli, rammur að afli, söng- maður ágætur, ljúfur í lund og listrænn. Hugsunin eldsnör, enda var hann allra manna fljótastur að sjá hvað með öðrum bjó. Voru mannlýsingar hans oft afburða hnyttnar Karlmannleg glaðværð og fyndni var Árna svo eiginleg að hún dugði honum allt til ævi- loka og kannske lengur, því ekki trúi ég öðru en hann bregði henni fyrir sig, þegar hann fer að gera upp sakirnar við Sankti Pétur. Ó. H. S. Með Arna frá Múla er horfinn sá maður, sem einna ritfærastur var þeirra, sem stjórnmálagrein- ingsins eða baka sér óvild hans. Þannig hafði Árni ýmsa þá kosti sem mest prýða blaða- menn, drengskap í baráttu og snilli í meðferð málsins. íslenzkir blaðamenn hafa margar skyldur og er þar meðal ahnars að flytja viðkvæm deilu- mál glöggt og ákveðið en ill- kvittnislaust, svo að stjórnmála- átökin verði virðuleg og drengi- leg barátta. Má vera, að þar sé meira í húfi að vel takizt, en flestir gera sér ljóst. En það mun vera sammæli íslenzkra blaða- manna, að Árni frá Múla hafi flestum betur fylgt þeim reglum, að berjast hart en þó drengilega. Þannig prýddi hann blaða- mannastéttina. Þeim örlögum verður ekki breytt, að skoðanir manna séu skiptar og ágreiningur um úr- ræði. En þeir, sem þekktu Árna Jónsson frá Múla og fylgdust með baráttu hans, sem þátttak- endur eða áhorfendur eiga þá von, að dæmi hans í deilunum verði almennara fylgt en verið hefir. Það yrði siðabót og fegrun. Mannkostir hins gáfaða og drengilega manns eru jafnan fyrirmynd. Afmælisviðtal... (Framháld af 2. siðu) trausta og góða hesta. Það byrj- aði snemma, að ég hefði gaman af slarki á hestbaki. Þegar ég var í Görðum, lék ég mér oft að því að sundríða Blautós, hjá Ósi í Skilmannahreppi. Það kom sér líka oft vel fyrir mig að eíga hesta, sem ég gat farið greitt á, án þess að ofbjóða þelm, að minnsta kosti, þegar ég þurfti að vitja læknis, sem bar nokkuð oft við. Við Ólafur Finsen hér- aðslæknir höfum oft sprett úr spori saman. En nú er þeim ferðum lokið af beggja hálfu. Tvisvar hefi ég riðið frá Botni í læknisvitjun út á Skaga og heim aftur og verið átta tíma í ferðinni. En þess er skylt að geta, að Finsen var ekki lengi að búa sig. Ég hafði fjóra hesta í bæði skiptin. í annað skiptið veitti ekki af að vera fljótur í förum. Kona, sem hjá mér var, hafði fengið hræðilega meinsemd í hálsinn. Finsen sagðist ekki hafa gétað bjargað lífi hennar, ef hann hefði komið klukkutíma siðar. — Má ég ekki nota tæki- færið og biðja þig að skila kveðju minni til hans og þökk- um fyrir viðkynningu okkar og samverustímdir, ef hann kynni að lesa þetta, sem þú skrifar? Fylking, sem farin er aff þynnast. — Þú varst talsvert viðriðinn sveitarstjórnarmál og kaupfé- lagsmál á sínum tíma? — Það er eins og gengur — ég var við þetta af og til. Hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður og þess háttar allmörg ár — um það tekur ekki að tala. Við vor um lengi saman í hreppsnefnd inni -fimm — Bjarni heitinn á Geitabergi, Helgi heitinn á Þyrli, séra Einar Thorlacius, Jósep heitinn á Miðfelli og ég. Við áttum oft í ýmsu basli eins og gengur í efnalitlu sveitarfé lagi í misjöfnu árferði, en margs gæti ég líka minnzt, sem skemmtilegt er, frá samstarfi mínu við þessa menn. Nú er þessi fylking farin að þynnast. Og dregur að kveldi fyrir okk ur tveimur, sem eftir lifum. „Já — Brekkurétt.“ — Viltu ekki að endingu (Framhald á 4. síðu) Gu.nn.ar Widegren. Ráðskonan á Grund þú — datt mér í hug, að það væri nógu gaman að sauma nú einu sinni að þér, og svo setti ég róluskömmina á fulla ferð. En þá komst þú .... Já, þá kom ég, sem hafði heyrt gauraganginn langar leiðir, og það var eins og Hildigerður hefði séð sjálfan ljóta karlinn, sem hún kallar svo. Hún stirðnaði öll og æpti dauðskelkuð: — Hvurnig stendur á því, að þú kemur þarna, þegar þú situr í rólunni? Að svo mæltu forðaði Hildigerður sér brott, og það kom í minn hlut að inna af hendi björgunarstarfið. Það var allt annað en hættulaust að stöðva róluna með öllu því, sem í henni var. Til þess þurfti bæði dirfsku og fimi. En þegar það var búið, var hægðar- leikur að ná Láru, því að ég er bjarghög og kann að minnsta kosti að beita skrúfjárni. Garmur rann niður úr keltu húsmóður sinnar, allt of aðþrengdur til þess, að hann hyggði á nein hermdarverk, og sjálf var Lára bljúg og auðmjúk eftir þessa himnaferð. Hún var föl og máttvana eins og visin lilja, og ég varð að halda henni uppi, svo að hún hnigi ekki út af. Það leyndi sér ekki, að hún var orðin sjóveik, þótt hún væri á þurru landi, langt uppi í sveit. Allt það, sem hafnað hafði í maga hennar við morg- unverðarborðið, í eldhúsheimsókninni, jarðarberjaleit- inni og runnaherferðinni og víðar, kom hvað af öðru upp úr henni í löngum gusum. Sumt af því úðaðist yfir fötin okkar, sumt fossaði niður í grasið. En ekki dugði að láta hugfallast. Ég fór úr versta ódámnum, og síðan studdi ég, eða öllu heldur bar, Láru upp í gestaherbergið, klæddi hana úr hverri spjör — það var eins og ekki væri nokkur blóðdropi í fitukeppunum, sem héngu utan á henni — og lagði hana upp í rúm. Það lá við, að ég vorkenndi henni í þessum raunum hennar. Ég gaf henni taugastyrkjandi dropa, og við það hresstist hún svo, að hún gat lyft hendinni til þess að þukla nærfötin mín og sagt: — Stúlkur, sem eru bara vinnukindur i sveit, eins og Anna, ættu ekki að ganga í svona fínum undirfötum. Það er hreint og beint oflæti og nálgast guðlast. Mér finnst, að grófari og ódýrari fatnaður nægði handa svoleiðis fólki. Ég anzaði þessu engu, heldur fór inn í herbergi mitt, flýtti mér i nýjan kjól og lagði síðan þann, sem Lára hafði heiðrað með uþpsölu sinni, 1 bleyti í sterkan lút. Ég hafði skilið hann eftir úti í lundinum, og þegar ég kom þangað til þess að sækja hann, var allt einn suð- andi mökkur af flugum yfir valnum. Þær gátu sýnilega gert sér gott af því, sem þar hafði orðið viðskila við þau Láru og Garm, því að blessað dýrið hafði borizt lítið betur af en frúin. Til þess að gera nú hreint fyrir mínum dyrum í orðanna fyllstu merkingu gróf ég djúpa gröf þarna í lundinum og skóflaði allri leigunni niður í hana. Síðan stráði ég fáeinum hnefum af fræi í sárið og vöknaði það. Hildigerður kom aðvífandi meðan ég var að þessu. Hún lét hendurnar hvíla á bakinu og horfði á aðfarir mínar, þung á svip og mjög hugsi. Þegar ég hafði lok- ið verki mínu, mælti hún af spámannlegri vissu: — Hér vex aldrei stingandi strá ... Karlmennirnir komu heim litlu síðar. Lára hafði skreiðzt niður á svalirnar, var enn hálf-lumpin og lét lítið yfir sér. Garmur lá við hlið hennar. Hann var eins og sjálfur lífsleiðinn uppmálaður. Hún lýsti raun- um sínum lágri og þreytulegri röddu og krafðist grimmilegra hefnda. Húsbóndinn hét því að veita Hildigerði ávítur, svo að um munaði. En það er með þær ávítur eins og tíu krónurnar, sem Hildigerður átti einu sinni að fá frá Láru. ÞatS hefir ekkert til þeirra spurzt. Segðu nú, að það sé alltaf jafn hundleiðinlegt í sveit! Þín Anna Andersson. ATTUNDI KAFLI. Hjartans engillinn minn. Hér er unnið af kappi, og húsmóðurhjarta mltt svell- ur af stolti, þegar lostætið hleðst á hillurnar I kjall- aranum. Við búum til saftir og sultur, sjóðum niður sykurbaunir og grænmeti, þurrkum rabarbara og ótal garðjurtir. Hér ríkir ósvikin vinnugleði. Nú erum við með grænsúrsið, og ég fer að öllu eins og frú Gripen- stedt kenndi okkur, þegar við vorum I Lindarbrekku. Það skal hljóta einróma lof, þegar það verður reitt fram á vetri komanda. Það væri gaman að vita, hvort húsbóndanum yrði þá ekki hugsað til Önnu Andersson, sem drottnaði i búri hans og eldhúsi sumarið 1932. Ég er ekki þjófgefin, en því heiti ég, að lítil grænsúrs- flaska skal verða mér samferða, þegar ég fer frá Grund, og næsta vetur skal hún færa mér kærar kveðjur frá Hildigerði, Láru, Garmi, Arthúr Lundkvist, húsbónd- anum og öllum öðrum kunningjum mínum í Gull- bringusýslu frá skemmtilegasta og viðburðarikasta sumrinu, sem ég hefi lifað. **í Getum afgreitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnufélaga Auglýsing um verð á tilbúnum áburði Verðlag á tilbúnum áburði er ákveðið þannig: Ammoniaksaltpétur lOOílbs. kr. 35.00 Ammophos 16/20 100 lbs. — 22.00 Superfosfat 100 lbs. — 19.00 Kalí 60% 100 lbs. — 22.50 Brennist. súrt Kalí 100 lbs. — 24.00 Verðið er hið sama á öllum þeim höfnum, sem skip Eim- skipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins koma á. Uppskipun og vörugjald í Reykjavlk er kr. 1.50 fyrir hálfsekk. Verð á kalksaltpétri og tröllamjöli, er ekki búið að ákveða, en báðar þessar tegundir eru væntanlegar til landsins seinna í vor. Reykjavík'll. aprll 1947. Áburðarsala ríkisins. Þrjú bindi af Árbók- unum nýkomin út Lithoprent hefir með höndum ljósprentun á Árbókum Espó- líns. Eru 1.—3. deild komnar út fyrir alllöngu síðan. Nú fyrir skömmu komu 4.—9. deild í þremur bindum. Þeir eru margir, sem fagna þessari útgáfu einhvers hins merkasta sagnfræðirits okkar, sem nú lengi hefir verið svo afar torfengið og selt dýrum dómum þá sjaldan, að menn hafa dottið ofan á falt eintak. Ljósprentun og endurprentun slíkra rita er mjög lofsverð, og skylt að meta slíkt að verð- leikum. Brotist inn í Kamp Knox Fyrra laugardag hafði rann sóknarlögreglan hendur í hári þriggja manna, sem grunaðir voru um að hafa brotizt inn í bragga i Kamp Knox um bæna- dagana og stolið þaðan nokkru af húsgögnum. Hafa þessir menn nú játað á sig verknaðinn Voru þelr búnir að koma hús- gögnunum fyrir í híbýlum sín- um og i geymslu á öðrum stöð- um. Rannsókn í máli þessara manna er ekki enn lokið og ekki vitað um, hvort þeir hafi fleiri þjófnaði á samvizkunni. Um fjölmörg ár höfum við átt vaxandi viðskipti við fólkið í dreifbýlinu, sem hefir trúað okkur fyrir því, að velja skart- gripi sína og fengið þá senda gegn póstkröfu. Gjörið svo vel og skrifið eða símið og við mun- um senda yður það, sem þér óskið. Trúlofunarhringar, Gullsmíffi, Silfurvörur, Kristall, Sjónaukar, Úr, ROLEX, hið heimskunna merki. 3ön Hípuntlsson Skúrtyripovðrzlun Laugaveg 8. Jörðin Vetleiísholt II í Ásahreppi Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við oddvita Ása- hrepps Þorst. Þorsteinsson, Ásmundarstöðum. \jótið swlariimar 1 skammdeginu og borðtð hlnar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð' tdl kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavfkur HJÖRTUB HJARTAKSON Bræðraborgarstíg 1 Síml 4256. Drekkið Maltko! y^linnumit iliufdi ar i/orrar vi J landiJ. ^JJeitiJ d cjCandcjrœJiiuAjóJ. JJhripitopa KCiappantí^ 29.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.