Tíminn - 15.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! MunÍð að koma í flokksskrifstofuna REYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er i Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 15. APRÍL 1941 70. blað Afmælisviðtal... (Framhald af 3. síðu) minnast á Brekkurétt, eins og hún var í gamla daga? — Já — Brekkurétt. Hún er eitt af því, sem rústazt hefir í straumi tímans. Þar gætti ég safnsins, þegar ég var ungur. Þá var vakað yfir því á nótt- unni, en á grundinni vestan undir Brekkuhöfðanum var sungið og dansað, unz. dagur rann. Þaö var mesta skemmtun ársins. Og eitthvað var Bakkusi þjónáð. En menn áttu líka fyrir því að lyfta sér upp eftir ár- langt strit. Hitt var ekki nema eðlilegt, að menn tylldu illa yfir safninu, þegar gleðskapurinn var á næstu grösum, og stund- um bar líka við að flytja varð gæzlumennina óvíga heim á næstu bæi. Einu sinni reiddum við fjóra þverbak heim að Brekku. En þá var líka norðan- bylur, svo að ekki veitti af að hlýja sér, þótt þetta væri held- ur mikið af því góða. Annars var það svo um suma, að þeir byrjuðu að syngja og hrópa og slaga á hestunum, þegar þeir komu inn á Björgin og sáu að réttinni, þótt þeir hefðu varla bragðað vín. Svona var mikil tilhlökkunin hjá skikklegustu mönnum, kannske rosknum. Árið 1913 var byggð geysistór, steinsteypt rétt, sennilega/ sú fyrsta á landi hér, á Hrafneyri. Þá þurfti ekki lengur að vaka yfir safninu, og þá lagðjst líka dansinn og næturskemmtunin af. Og nú er Hrafneyrarrétt ekki lengur svipur hjá sjón. Áður entist varla dagurinn til þess að rétta. Nú er allt búið fyrir hádegi. Þessu veldur mæðiveik- in og allar varnargirðingarnar. Féð kemst ekki lengur á þær stöðvar, sem það sótti áður á til sumargöngu. En okkur gömlu mönnunum er eftirsjá að rétt- unum í þeirri mynd, sem þær voru, þótt stundum væri þar sukksamt — og ég held þeim ungu líka. Frá AlfDÍngi (Framhald af 1. síðu) um hjá þeirri rikisstjórn, sem Sósíalistar voru þátttakendur í? f valdatíð þeirrar stjórnar var vöruinnflutningur heildsalanna aukinn, á kostnað almennings fyrirtækja, samvinnufélaganna, og aldrei .hafa heildsalarnir átt þvílíkum gróða að fagna, sem á stjórnarárum þeirra sósíalista. Má því fastlega gera ráð fyrir að heildsalarnir óski þess, að fá sósíalista sem fyrst í ríkis- stjórn aftur. — En hins vegar má telja víst, að útvegsmenn biðji þess heitt og innilega, að Sósíalistaflokkurinn hefjist aldrei til valda, þvi að svo öm- urleg er reynsla þeirra af ferli fyrrverandi stjórnar. Rlkisstjörnin verður þegar að hefjast handa um raunhœfa lausn. Rikisstjórnin þarf nú þegar að hefjast handa og finna við- unandi lausn á dýrtíðarvanda- málinu. Framleiðslukostnaðinn þarf að hækka, svo að við verð- um samkeppnisfærir við ná- grannaþjóðirnar með útflutn- ingsvörur okkar. Vísitölufyrir- komulagið, sem nú er í gildi, er óhæft til frambúðar. Koma þarf á nýrri skipan, sem tryggir réttlátari skiptingu þjóðartekn- anna en nú er, og eyðsluna þarf að takmarka við tekjurnar á hverjum tíma. M. a. þarf að draga úr ríkisútgjöldunum, svo að þau verði ekki óeðlilega há í hlutfalli við þjóðartekjurnar. Um lausn þessara vandamála þarf stjórnin nú þegar að leita samstarfs við félög þjóðfélags- ins, stéttanna, og njóta að- stoðar hagfróðra manna. Fyrirmæli um litarmerkingar á sauðfé veg'na sauðf jársjiikdomanna 1947. Allt sauðfé og geitfé á eftirtöldum svæðum skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, sem hér segir. 1. gr. í Fljótshlið í Rangárvallasýslu skal merkja féð með ljósbláum lit á hægra horn. 2. gr. Á svæðinu milli Ytri-Rangár og Þjórsár skal merkja féð með rauðum lit á hægra horn nema þar sem vitað er um mæðiveiki eða garnaveiki, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. Þó skal sama litarmerking gilda innan girðingahólfanna frá 1941 og í Hvammi á Landi. sem notuð hefir verið undanfarin ár. 3. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár, ofan Skeiðagirðingar, skal allt féð á bæjum þar sem garnaveiki hefir orðið vart, merkt með ljósbláum lit á bæði horn, en fé á öðrum bæjum á þessu svæði, skal merkt með dökkbláum lit á bæði horn. 4. gr. í Flóa skal merkja allt féð með hvítum lit á bæði horn, nema á bæjum, þar sem garna- veiki hefir orðið vart, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. Féð í Egilsstaða- og Egilsstaðakotshólfinu skal merkja með hvítum lit á vinstra horni. 5. gr. í Biskupstungum skal merkja féð með grænum lit á bæði horn, 6. gr. í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit, austan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 7. gr. í Árnessýslu, vestan Ölfusár, Sogs, Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn. 8. gr. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, norðan Reykjanesgirðingar, skal merkja féð með króm- gulum lit á bæði horn. 9. gr. í Reykjavík skal merkja féð með dökkbláum lit á bæði horn, nema það, sem kynni að verða haft í einangrunarhólfum, skal merkja með Ijósbláum lit á bæði horn. 10. gr. Féð í einangrunarhólfunum á Keldum, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 11. gr. ,Á Snæfellsnesi, vestan girðingarinnar úr Álftafirði í Skógarnes, skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. 12. gr. Á Vestfjörðum, norðan girðingarinnar úr Þorskafirði í Steingrímsfjörð, vestur að girðingunni úr Kollafirði í ísafjörð og norður að Kaldalóni og Þaralátursfiröi, skal merkja með rauðum lit á bæði horn, nema fé í hólfinu austan girðingarinnar úr Reykjarfirði í Ófeigsfjörð, er skal merkja með hvítum lit á bæði horn. 13. gr. Á Reykjanesi í Reykhólahreppi, sunnan girðingarinnar úr Þorskafirði í Berufjörð, skal merkja með krómgulum lit á bæði hoy'n, en á bæjunum Skógum og Kinnarstöðum skal merkja með krómgulum lit á hægra horn. 14. gr. Á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna skal merkja féð þannig: a) Norðan Vatnsskarðsgirðingar, með rauðum lit á bæði horn. b) Sunnan Vatnsskarðsgirðingar, með hvítum lit á bæði horn. 15. gr. Á svæðinu milli Héraðsvatna og Eyjafjarðárgirðinga norður að Siglufjarðargirðingu, skal merkja féð á bæjum, þar sem vitað er um þurramæði eða garnaveiki, eða sérstakur grunur um sýkingu, með krómgulum lit ábæði horn. Annað fé á svæðinu skal merkja með krómgulum lit á hægra horn. 16. gr. Allt fé, norðan Siglufjarðargirðingar, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. 17. gr. Á svæðinu frá Eyjafjarðargirðingum austur að Skjálfandafljótiskal allt fé vera ómerkt. 18. gr. Á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum, sunnan Gæsafjallagirðingar skal merkja féð með hvítum lit á hægra horn. Þar sem fjárskiptin fóru fram haustið 1941 skal merkja með dökkbláum lit á bæði horn. Á svæðinu þar sem fjárskipti fóru fram 1944 skal féð yera ómerkt. 19. gr. Á Hólsfjöllum, Axarfirði og Núpasveit, sunnan Sléttugirðingar, skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 20. gr. í Presthólahreppi og Svalbarðshreppi norðan- Slétíugirðingar, skal merkja féð með krómguium lit á bæði horn. 21. gr. í Múlasýslum báðum skal merkja féð á bæjum þar s«m garnaveiki hefir orðið vart, með ljósbláum lit á bæði horn. 22. gr. Kollótt fé skal merkt á hnakka, hægri eða vinstri kjamma, eftir því sem við á. 23. gr. Fyrirmæli þessi gilda jaínt um geitfé og sauðfé. 24. gr. Merkja skal greinilega, þannig, að mála hornin bæði aftan og framan, en forðast þó að mála yfir brennimörk. 25. gr. Öllum fjáreigendum er stranglega bannað að litarmerkja fé á haus eða hornum öðru- vísi en að framan greinir. Framkvæmdarstjóri getur þó leyft litarmerkingar, þar sem sérstaklega stendur á. 26. gr. Gamlar litarmerkingar, sem brjóta í bága við framanskráð fyrirmæli, skal afmá. 27. gr. Hreppstjórar eru beðnir að sjá um, að fyrirmælum þessum verði framfylgt. 28. gr. Undanbrögð eða brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum samkvæmt lögum nr. 75 frá 27. júní 1941. Reykjavík 10. apríl 1947. Sauðfjársjúkdómanefnd. (jatttla Bíc ÆVWTÝRI Á FJÖLLUM (Thrill of a Romance) Bráðskemmtileg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Sundmærin Esther Williams, Van Johnson og óperusöngvarinn frægi Lauritz Melchior. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vtjja Bíc (við Skúlaqötu) KATRÍIV Sænsk stórmynd er byggist á samnefndri sögu SALLY SALM- INENj er komið hefir út í ísl. þýðingu, og verið lesin sem út- varpssaga. Aðalhlutverk: Marta Ekström Frank Sundström Birgit Tengroth Sýnd kl. 5, 7 og 9. — *> Þökkum innilega auðsýnda vináttu Jóhannesdóttur frá Hruna. við lát frú Sigríðar Aðstandendur. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ~TjarHar(tíc Sesar «g Kleopatra Stórfengleg mynd í eðlilegum litum eftir hinu fræga leikriti BERNHARD SHAWS Vivian Leigh Claude Rains Stewart Granger Leikstjóri: Gabriel Pascal. Sýning kl. 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Bærinn okkar eftir THORNTON WILDER. Sýning á mfðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pöntunum i síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. o < i < i o o o O <» o o o <1 O o <1 o O O Tilkynning til bifreiðaeigenda Undirrituð félög leyfa sér hér með að tilkynna bif- reiðaeigendum, að frá og með 14. þ. m. er í gildi fyrir bifreiðatryggingar, ný iðgjaldaskrá, sem öll þau félög, sem^aka að sér slíkar tryggingar hér á landi, eru aðilar að. Aðalbreytingar þær, sem í hinni nýju iðgjaldaskrá eru fólgnar, eru til hækkunar á ábyrgð- artryggingariðgjöldum fyrir bifreiðar skrásettar í Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnar- firði. Fyrir bifreiðar skrásettar annars staðar á landinu haldast ábyrgðartryggingariðgjöld óbreytt. Virðingarfyllst, Sjóvátryggingarfélag tslands h.f. Almennar Tryggingar h.f. Tilkynning Viðskiptaráð hefir ákveðið að framvegis skuli inn- flytjanda óheimilt að selja vörur, sem fluttar eru til landsins, fyrr en hann hefir fengið staðfestingu verðlagseftirlitsins á verðútreikningi sínum. Brot gegn þessari tilkynningu teljast brot á verð- lagsákvæðunum. Ákvæði tilkynningar þessarar koma nú þegar til framkvæmda. Reykjavík 14. apríl 1947. Verðlagsstjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.