Tíminn - 15.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGKFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRrPSTOFOR: EDDUHÚ3I. Llndaxgðtu 9 A Sfmar 2353 og 4373 AFGREHÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRDT'STOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjjudaginn 15. apríl 1947 70. Mað Frá Alþingi: Tollahækkunin neyðarúrræöi til bráðabirgða til að jafna hallann á fjárlagafrumvarpinu ílr ræða Skúla Guðmundssonar við 2. umræðu í n. d. um tollafrv. stjjórnarinnar Við 2. umr. um tollafrv. rikisstjórnarinnar í neðri deild s.l. föstudagskvöld, flutti Skúli Guðmundsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í fjárhagsnefnd, ræðu og benti hann þar m. a. á eftir- farandi: Ríkisútgjöldin hafa tólffaldast. Prumvarp þetta gerir ráð fyrir tollahækkunum á árinu 1947, sem áætlað er að nemi um 30 milj. kr. Er frumvarpið flutt í því skyni að jafna rekstrar- hallann á fjárlagafrumvarpinu, sem er nú, eftir 2. umr. þess, nálægt 30 milj. kr. Gjöldin á rekstrarreikningi fjárlagafrum- varpsins eru komin upp í fullar 197 milj. kr., og má búast við einhverri hækkun þeirra við 3. umræðu, ef að vanda lætur. Ríkisútgjöldin eru því nú, sam- kvæmt frv., orðin 12 sinnum hærri en þau voru siðustu árin fyrir styrjöldina. Ríkisútgjöldin og verðmœti útflutningsins. Á árunum 1935—1938 voru út- gjöjd ríkissjóðs 16,6 milj. króna á ári að meðaltali. Þá var verð- mæti útflutningsvörunnar að meðaltali 53,7 milj. á ári. Ríkis- útgjöldin voru þvi um 31% af útflutningsverðmætinu á þeim árum. En síðustu árin hafa ríkisútgjöldin stöðugt farið mjög hækkandi, í hlutfalli við verðmæti útflutningsins. Þann- ig komust þau upp í 54% af útflutningsandvirðinu árið 1945. Árið 1946 var andvirði útflutn- ingsins alls 291 milj. kr., og sé gengið út frá þvi, að útflutn- ingurinn á þessu ári, verði jafn mikill að verðmæti, sem þó er alveg óvíst, eru ríkisút- gjöldin orðin 70% af útflutn- ingsandvirðinu. Útflutnings- verðmætið er að vísu ekki ein- hlýtur mælikvarði á þjóðar- tekjurnar, en segja þó öðru bet- ur til um þær. Orsakir útgjaldahœkkunar- innar. Hækkanir ríkisgjaldanna á síðustu árum eru af mörgum rótum runnar, en það, sem einna mestu hefir valdið, mun þó vera: Launalögin, sem sett voru fyrir tveim árum, ásamt stöð- ugri fjölgun- starfsmanna og auknum kostnaði við ríkisrekst- urinn. Skólalöggjöfin og trygg-- ingarlögin frá síðasta Alþingi. Síðast en ekki sízt má nefna stöðuga hækkun vísítölunnar. Á valdatíma fyrrverandi ríkis- stjórnar hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um hvorki meira né minna en 48 stig. Þetta eitt, vísitöluhækkunin í stjórnartíð fyrrv. ríkisstjórnar, eykur útgjöld ríkissjóðs senni- lega um a. m. k, 20 miljónir króna á ári. Þeim arfi hefir mX- verandi ríkisstjórn tekið við, og af því stafa fyrst og fremst þeir erfiðleikar, sem nú er við að fást, í sambandi við af- greiðslu fjárlaganna. Rannsóknarefni fyrir hag- frœðinga. S. l.-haust fengu þingflokk- arnir fjóra hagfræðinga til þess að athuga ástand og horfur í/ fjárhags- og atvinnumálum þjóðarinnar, og hefir álit þeirra verið birt. Gjarnan mætti láta fræðimenn á þeim sviðum at- huga fleira en þar var tekið til meðferðar, t. d. það, hvað stjórnarvöld landsins geta leyft Sigursælt íþróttafólk úr U. M. F. R. sér að heimta mikla skatta og tolla til opinberra þarfa og hvað ríkisútgjöldin mega v'era há, í hlutfalli við þjóðartekj- urnar. Þetta er rannsóknarefni, sem hagfróðir menn ættu að taka að sér. Ef slíkt væri athug- að nú, yrði- niðurstaðan vafa- laust sú, að ríkisútgjöldin séu orðin of mikil, í samanburði við þjóðartekjurnar. Neyðarúrrœði til bráðabirgða. Það er kunnugt, að nú í augnablikinu er ekki hægt að koma fram skynsamlegum að gerðum í dýrtíðarmálunum, sem m. a. gætu minnkað svo veru- lega fjárþörf ríkissjóðs, að eigi væri þörf fyrir þessar tollahækk anir og aðra þá tekjuauka, sem frv leggja fyrir um. Einungis þess vegna, að samkomulag fæst ekki enn um það, að fára þær leiðir, sem fara ætti í fjárhags- og atvinnumálum, eru frv. fram borin, sem nokkurs konar nauð- vörn. Þetta hefir komið fram f ræðum ráðherranna, sem talað hafa um tekjuaukafrv. Þeir hafa nefnt þau neyðarúrræði og bráðabirgðaúrræði, sem þau lika vissulega eru. Með þeim fæst engin varanleg lausn á þeim vanda, sem þjóðin er komin í vegna verðbólgu og dýrtiðar. — Þetta eru aðeins óhjakvæmlleg neyðarúrræði, til þess að bjarga afkomu ríkissjóðs þetta árið. Nauðsyn raunhœfra ráðstafana. Til þess að komast út úr ó- göngunum þarf aðrar ráðstaf- anir, eins og oft hefir verið bent á af Framsóknarmönnum. Og e. t. v. er nokkur von um, að það, sem nú liggur fyrir og er að gerast, að rikisútgjöldin eru, fyrst og fremst vegna verðbólg- unnar, komin upp í 200 milj. kr., eða um 70% af útflutning- unum, verði til þess að opna augu fleiri manna fyrir nauð- syn þess, að breytt verði um stefnu í fjármálum. Stóribúðaskattur. Andmælendur frv. hafa haldið því fram í umræðunum, að til þess að afla ríkissjóði nauðsyn- legra tekna hefði átt að fara öðruvísi að. Þeir hafa einkum talað um, að í stað tollanna hefði átt að leggja á stóríbúða- skatt. Rétt mun það vera, að til sé allmargt af óþarfalega stórum íbúðum. Er það ekki sízt vegna þess að fyrrv. stjórn vanrækti að hafa eftirlit með og stjórn á því, hvernig innfluttu bygg- ingarefni hefir verið varið. Þessi vanræksla stjórnarinnar hefir gert einstökum mönnum fært að nota byggingarefni í óhófi, meðan aðra vantaði efni til nauðsynlegra bygginga. Vel getur komið til mála, að Leggja skatt á óhólega stórar íbúðir, eins og aðra óþarfa eyðslu. En þó að slíkt væri gert nú, væri það engin lausn á þeim vanda, sem hér þarf við að fást, að ná 30 milj. króna í rekstrarhalla fjárlagafrv. — Stóríbúðaskattur yrði aldrei nema lítiö brot af því, sem nú Fremsta röð frá vinstri: Margrét Sölvadóttir, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Magnús Magnússon. — Miðröff: Ragnar Björnsson, Guðni Guðnason, myndastytta af Aðalsteini heitnum Sigmundssyni, Guðmundur Jónsson, Pétur Einarsson, Gunnar Snorrason, Sigurbergur Elentínusson, Árni Tryggvason, Ragnar Kristjánsson, Ármann Lárusson, Kristinn Guðmunds- son, Daníel Einarsson. — Aftasta röð: Sigurður Magnússon, Hilmar Sig- urðsson. Allt þetta fólk, sem er úr U.M.F.R., hlaut verðlaun fyrir íþróttaafrek 1946, nema Magnús Magnússon. En hann gefur bikarinn, sem hann heldur á, til að keppa um á þessu ári í drengja flokki í frjáls- um fþróttum. Ljósm.: G. Þórðarson. Saltfiskurinn orðinn mörgum sinnum meiri en í fyrra Freðfiskmagnið nær helmingi meira í lok marzmánaðar nam fisksöltun á öllu landinu rúmlega 16 þús. smál. miðað við fullstaðinn fisk og hafði þá verið saltað í marzmánuði einum saman tæplega 10 þús. smál. í lok marz árið 1946 nam saltfiskframleiðsla aðeins um 2800 smál. Saltfiskfram- Jeiðslan í lok marz s.l. var sem hér segir í nokkrum hinna stærri veiðistöðva: Ungmennafélögin gangast fyrir glímu-ogkynningarförtilNoregs llngmennafélag Reykjavíkur hefir haft forgöngu um málið f vor er ákveðið að flokkur íslenzkra glímumanna fari til Noregs á vegum ungmennafélaganna og sýni þar glímu á nokkrum stöðum. Jafnframt verða fluttir fyrirlestrar um ísland og þá eink- um ungmennafélagshreyfinguna á íslandi og sýndar kvikmyndir frá íslandi. Ungmennafélag Reykjavfkur á frumkvæðið að þessari för og eru flestir glímumennirnir frá því félagi. Vestmannaeyjar 1964 smál. Akranes 1953 smál. Keflavík 1638 srnál;, Hörnafjörður 1587 smál., Reykjavík 1251 smál., Hafnar- fjörður 1161 smál., ísafjörður 1104 smál., Grindavík 694 smál., Garður 610 smál., Sandgerði 606 smál., Fáskrúðsfjörður 527 smál., Bolungavík 476 smál., Grundarfjörður 355 smál., Stykishólmur 300 smál. Hin mikla aukning saltfisk- framleiðslunnar frá fyrra ári og frá því, sem verið hefir undan- farin ár, stendur í beinu sam- bandi við það, að útflutningur ísvarins fisks frá bátaflotanum hefir því nær enginn verið á þessu ári, en nam t. d. til loka marzmánaðar í fyrra rúmlega Frá því að ungmennafélögin hófu fyrst starfsemi slna hér á landi hafa þau alltaf haft náið samþand við ungmennafélögin i Noregi, enda má segja að norsku félögin séu fyrirmynd þeirra íslenzku, stofnuð fyrst af mönnum sem dvöldu í Noregi og kynntust þessari merkilegu vakning,arhreyf ingu norsku æsk- unnar. vantar í ríkiskassann, og þótt hann væri á lagður, væri ekki hægt að komast hjá hækkun á tollunum. En það gæti verið skynsam- legt' að leggja á stóríbúðaskatt, óg verja honum til þess að styðja nauðsynlegar byggingar í kaup- stöðum og sveitum, sem nú vantar fé til. Stjórnin ætti að taka þetta til athugunar. Viðskilnaður sósíalista. Margt af því, sem fram hefir komið í ræðum þingmanna Sós- íalistaflokksins um þétta mál, litur einkennilega út, þegar það er borið saman við verk þeirra á næstliðnum árum, meðan þeir voru þátttakendur í ríkisstjórn. Ei'nar Olgeirsson sagði m. a., að Sósíalistaflokkurinn hefði viljað stuðla að því, að þýðingarmestu atvinnuvegirnir, svo sem sjávar- útvegurinn,- yrðu reknir með hagnaði. En hvernig kemur þetta heim við verk þessara manna? Eftir að hafa verið við völd' í full tvö ár. skildu þeir við sjávarútveginn svo ósjálfbjarga i vetur, að engin fleyta hefði þá farið á flot til fiskveiða, að togurum undanskildum, ef rík- issjóður hefði ekki gengið, í á- byrgð fyrir útflutningsverð- inu. Þá tala þeir þingmenn Sós- íalistaflokksins mjög um heild- salana, sem séu of margir og græði um of. Það mun hvoru tveggja vera rétt. En hvernig var stjómin á viðskiptamálun- (Framhald á 4. síðu) Nú um nokkurt skeið hefir allt samband milli þessara skyldu æskulýðssamtaka frændþjóð- anna fallið niður af eðlilegum ástæðum, sem eiga rót sína að rekja til langvinnrar styrjaldar og erfiðleika sem fóru í kjölfar hennar hjá norsku þjóðinni. Strax að styrjöldinni lokinni hófust þó bréfaviðskipti milli ungmennafélaganna í þessum löndum. Þvi hefir nokkrum sinnum verið hreyft af áhugamönnum íslenzku ungmennafélagshreyf- ingarinnar, að nauðsynlegt væri að treysta böndin milli þessara samtaka í Noregi og hér, með kynningarferðum á báða bóga. Af framkvæmdum hefir þó ekki orðið fyrr en nú, að afráðið er að flok^ur íslenzkra glímu- manna fari á vegum ungmenna- félaganna tif Noregs í vor í fylgd með leiðtogum ungmennafé- félagshreyfingarinnar, sem ætla að haldi- um leið fyrirlestra í kynningarskyni og sýna kvik- myndir héðah að heiman. Það er Ungmennafélag Reykja- víkur, sem á frumkvæðið að þvi að þessi för verður farin nú og þá einkum formaður þess, Stef- án Runólfsson, sem unnið hefir af miklum dugnaði að undir- búningi farar þessarar. í febrúar síðastl. fékk Ung- mennafélag Reykjavíkur bréf frá Ungmennafélaginu í Bergen, þar sem það býður glímuflokki frá islenzku ungmennafélögun- um að sýna á vegum þess í Bergen og býðst að öðru leyti til að greiða fyrir ferðalagi flokks- ins um Noreg og dvöl hans þar. Þá hefir Norges Ungdomslag, sem er samband norsku ung- mennafélaganna, boðist til að greiða götu íslenzku ungmenna- félaganna. Lárus Salómonsson hefir í all- an vetur æft sérstakan glímu- flokk, sem tekur þátt í þessari glímuför til Noregs. Aðallega eru það menn úr Ungmennafélagi Súðin slitnar upp frá legufærum sínum Síðastl. laugardag skall á suð- vestan ofviðri Um norður og austurland og hélzt fram yfir helgina. Súðin var stödd á Kópa skeri i strandferð vestur um Jand og ætlaði að koma þar á land vörum. Vegna veðurs var þó ekki hægt að skipa öllu því á land á Kópaskeri, sem þangað átti að fara. Var ákveðið að bíða og sjá til hvort veður batnaði ekki. Á laugardaginn jókst hvassviðrið stöðugt og um kl. 7 náði það hámarki sínu. — Þegar líða tók að miðnætti breyttist vindstaðan í vestur og jók brimið. Þegar vindstaðan breyttist slitnaði Súðin frá legu- færum sínum og missti bæði akkermn og mikið af akkeris- festunum í sjóinn. Hélt skipið við svo búið til Akureyrar. Vegna þessa óhapps getur skipið ekki komið við á öðrum höfnum suð ur, en Siglufirði Reykjavíkur og öðrum ung- mennafélögum á landinu og auk þess nokkrir glimumenn úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Er óhætt að fullyrða að einung: is hinir vöskustu glímumenn verða valdið til þessarar farar. Hefir Lárus og lagt mikið kapp á að búa þá sem bezt undir för- ina. Ekki er alveg afráðið hvenær flokkurinn fer héðan, en vænt- anlega verður það um miðjan maí. Glímumennirnir verða 20, en auk þeirra taka þátt í för- inni nokkrir forustumenn ung- mennafélaganna, sem ekki er alveg afráðið enn, hverjir verða. Munu þeir halda fyrirlestra í sambandi við sýningar flokksins og sýna kvikmyndir frá íslandi. Verður för þessi því, þegar allt kemur til alls, hin bezta land- kynning. Farið verður með flugvél héð- an til Noregs og fyrst sýnt í Bergen og Oslo, en auk þess mun flokkurinn fara i hálfsmánaðar ferðalag um landið og sýna á nokkrum stöðum, þar sem einn- ig verða fluttir fræðandi fyrir- lestrar um íslenzk félagsmál að- allega og sýndar islenzkar kvik- myndir. Benda allar líkur til þess að för þessi geti orðið landi og þjóð til sóma og jafnframt treyst böndin milli æskulýðsfélaga þessara tveggja frændþjóða. 20 þús smál. Það fiskmagn, sem áður var flutt út ísvarið, hefir því orðið að hagnýta á annan hátt og enda þótt frystihúsin hafa tekið nokkurn hluta af því, hefir þó mestur hlutinn far ið til söltunar. Nokkrir erfiðleikar hafa verið á saltútvegun, en gera má ráð fyrir, að úr þessu komi ekki til neinna vandræða af þeim sök- um. Frá áramótum til marzloka nam framleiðsla af freðfiski tæp lega 15 þús. smál. en var á sama tímabili á fyrra ári um 11300 smál. Allmiklum erfiðleikum hefir það valdið frystihúsunum að geymslurúm er víða orðið fullt, en engar afskipanir hafa átt sér stað af þessa árs fram- leiðslu að undanteknum rúm lega 300 smál. Samsöngur Fóstbræðra Karlakórinn Fóstbræður held- ur samsöng í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15. Verður samsöngurinn endurtekinn 3 næstu kvöld, á miðvikudag, fimmtudag og föstudag á sama tima. Tveir fyrstu samsöngvarnir eru ein- göngu fyrir styrktarmeðlimi kórsins. Karlakórinn Fóstbræður hélt nýlega upp á 30 ára afmæli sijtt og er þetta fyrsti samsöngur þeirra eftir afmælið. Annars hefir kórinn yfirleitt haldið samsöngva einu sinni á ári og þá einmitt um þetta leyti árs. Sóngstjóri hefir frá upphafi verið Jón Halldórsson og gegnir hann því starfi enn eins og kunnugt er. Af starfandi félögum hafa 5 menn auk söngstjóra starfað í 30 ár, en þessir menn eru Guð- mundur Ólafsson, Hallur Þor-. leifsson, Helgi Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Sæmundur Runólfsson. Þá hefir Magnús Guðbrandsson starfað í 26 ár, 7 menn starfað milH 20—30 ár og 11 menn 10—20 ár. í félaginu hafa starfað frá stofnun þess til þessa dags, 123 menn. Núverandi stjórn kórsins er þannig skipuð.: Formaður Sig- urður Waage, ritari Holgeir Gislason og gjaldkeri Friðrik Eyfjörð. Tekjuöflunarlögin staðfest Á ríkisráðsfundi höldnum 14. apríl 1947, staðfesti forseti ís- lan&s tekjulöflunarlög rík^s- st,iórnarinnar. 1. Frumvarp til laga um hækkun á aðflutningsgjöldum árið 1947. 2. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 60 1939, um gjald af innlendum toll- vörutegtodum. 3. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 84/1932 um bif- reiðaskatt o. fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.