Tíminn - 22.04.1947, Page 3

Tíminn - 22.04.1947, Page 3
75. blað TÓtITV?V, briðjjudaginn 22. apríl 1947 3 Vibbót og leibrétting Einhver sagði mér einhvern- tíma fyrir löngu: „Láttu þér ekki koma í .hug að leiðrétta prent- villur eða ritvillur i blaðagrein- um. Það taka fáir eftir þeim og enn færri muna leiðréttingarn- ar“. — Oftast nær hefi ég farið að þessu ráði, og ætlaði enn að gera, þótt fáein erlend nöfn hafi mislesist eða færzt úr skorðum í erindi mínu um drykkju- mannahælin á Norðurlöudum. En þar sem nú er farið að spyrja mig í alvöru, — en auð- vitað í kyrrþey: „Hvert haldið þér að ég ætti að senda drykk- feldan skjólstæðing minn?“ eða „hvert ætti hánn N. N. að leita sér til heilsubótar til að losna við áfengið?“, — þá má ekki svara með prentvillum. — En í erindinu hafa misprentazt nöfn sumra þeirra hæla, sem mér leizt bezt á. Þau eru þessi: Örsholt, nálægt Helsingj aeyri á Sjálandi, Blaa Kors Kursted, pr. Eina St. í Noregi og Alko- holistanstalten Kurön pr. Stokkholm. Því miður veit ég ekki með hvaða skilyrðum þau taka út- lendinga, en um það má spyrja, ef óskað er. „Kureyjan“ er í Málaren, um hálfrar stundar leið þangað í vélbát frá meginlandi. Hjálp- ræðisherinn sænski keypti eyj- una, — mig minnir fyrir hálfa miljón króna sænskra, — og stofnaði þar hæli fyrir drykkju- menn. Enda þótt ég heyrði sænskan kennimann hrósa því — ég „yrði endilega að sjá það“, sagði hann, — þá má ég kannast við, að mér leizt miklu betur á það, en ég hafði búizt við. Lega þess var hagkvæm. 50 kr. sekt lögð við að koma þangað í leyf- isleysi. Ekkert stórhýsi, en 5 eða 6 lagleg timburhús, svo rúmgóð, að giftir sjúklingar gátu boðið til sín konu og börnum til stuttrar sumardvalar. Skógur fagur á eyjunni, og hvar sem til lands sást, en beitilahd gott fyrir 16 kýr, og rúmgóð hús til margs konar handavinnu.Starfs- fólkið valið og nærgætið, en vistmenn frjálsmannlegir, harla ólíkir þeim lýsingum, sem fylgdu þeim frá fyrri árum til bóka hælisins. „Hættulegur heima fyrir“, „margsektaður fyrir drykkjuskap", — „oft verið í fangelsi“, „var um hríð í geð- veikrahæli“. Þess háttar „með- mæli“ sá ég skráð við nöfn margra vistmanna. Þó skrifaði læknir hælisins í ársskýrsluna 1945 að svonefnd- um hættulegum drykkjumönn- um („farliga alkoholistar") færi að vísu fjölgandi á Kurön, en reynslan hefði sýnt, að margir þeirra tækju þar svo gagn- gerðri hugarfarsbreytingu („radikal sinnesandring“) að ó- hætt væri „að sleppa þeim til reynslu“ eftir 4 til 6 mánuði; en það er talinn oftast nær ofstutt- ur dvalartími. Vinnutími hvern virkan dag er frá kl. 7,15—9; 9,30—12,30 og 14—17. Frá 1. nóv. til 15. febr. hefst vinnan kl. 8 árd og hættir kl. 4 síðd. Er svipað um hana að segja á öllum þessum hælum. Reglubundin vinna er ■ vist- mönnum alveg nauðsynleg, segir reynslan. Sigurbjörn Á. Gíslason. nauðsynlegt að leiða hug les- andans að þeirri meinsemd. En í þessari sögu er engin tilraun gerð til að sýna beinlínis undir- rót og orsök hins andlega dauða, sem hún fjallar um. Hinn myrki, dapri blær sög- unnar sómir henni vel. Ungling- urinn tvítugi er nístur vonlaus- um söknuði, þegar stúlkan hans skreppur til Danmerkur í fyrra. Þegar honum vakna alvarlegar tilfinningar á hann enga trú á tryggð eða alvöru. Þess vegna á hann sér ekkert leiðarljós, enga framtíð eða fyrirheitið land. Veltiár. Saga eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur. — Stærð 213 bls. 18X12 cm. Verð: kr. 22,00 ób. Oddný Guðmundsdóttir hefir áður birt ýmsar smásögur og skáldsöguna: Svo skal böl bæta. Hún hefir sýnt að hún skilur íslenzka fátækt og alþýðlega lífsbaráttu. Fátækt og öryggis- leysi fylgja lamandi áhyggjur, strit og bazl. Slík kjör misþyrma fólki oft og spilla. En það væri misskilningur, að þau lífskjör hlytu að vera vonlaust svart- nætti, þar sem hvorki fegurð né lífsgleði gætu komizt að. Sumir rithöfundar hafa fundið hjá sér köllun að berjast gegn fátækt og fjárhagslegu ranglæti, með því að ýkja spilandi áhrif fá- tæktarinnar, og er því þá jafn- vel haldið fram, að nógur mat- ur, þægileg ibúð, fín föt og frjálsræði geri fólkið fullkomið, svo að ekkert illt sé gert. Ein- hliða efnishyggja og vanmat á andlegum verðmætum mun ráða nokkru um þessa afstöðu, þó að skáldum fari illa að smána sál og anda mannsins á þann hátt. En Oddný þekkir og skilur ís- lenzka fátækt betur en svo, að hún fari í slíkar öfgar. Án þess að fátæktinni sé hrósað, því að margan hefir hún kreppt og bugað og ýmsum stytt aldur, verður þó að viður- kenna, að margur hefir varð- veitt manndóm sinn, hlýju brjóstsins og hjálparvílja við óblíð lífskjör og lítil efni. Sagan Veltiár gerist veturinn 1941—’42. Ung stúlka kemur í þorpið og vinnur að afgreiðslu í kaupfélagsbúðinni. Það gerast engir stóratburðir í sögunni. Allt er ósköp hversdagslegt eins og þau atvik, sem daglega ger- ast í kringum okkur öll. En í hinum hljóðláta hversdagsleika koma fram ýmsar persónur, sem við kynnumst og munum. Sér- staklega eru það þó Þrúða og Ólafur bílstjóri, sem vinna hug lesandans. Þau vilja bæði koma fram til góðs og gera það, hvort á sinn hátt. Ólafur kynnist fólkinu af slúðursögunum, hvernig það bregzt við og fer með illmæli og slúður um nágranna sína. Af því þekkir hann það, en hitt veit hann, að sögurnar eru sjaldnast sannar. Þeir, sem lesa nýja penna í heild, ættu að bera saman jafn- aldrana hjá Oddnýju og Elíasi Mar, Ólaf bílstjóra og Þórhall Einarsson. Hvort tveggja munu vera sannar þjóðlífsmyndir. Og athugun þeirra getur glöggvað fyrir mönnum þau sannindi, að betra er að vera fátækur og vita vilja sinn, eiga sér stefnu- mál og hugðarefni til að berj- ast fyrir, en að vera „vatns- þynntur öreigi hugar“, þótt við rúman efnahag sé. Oddný Guðmundsdóttir hefir sýnt það, að hún getur skrifað áferðargóðar sögur með sönnum þjóðlífsmyndum og glöggum mannlýsingum. Sögur sínar skrifar hún af ríkri samúð með alþýðufólki, réttlætisþrá og heilbrigði tilfinningu. H, Kr. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund eitt auga og það I miðju enninu. En fegurðin varð hennar fall, því að Jóhann missá sig á h^nni, þegar hún var kaupakona í Stórholti, og hjá afleiðingunum varð ekki sneitt fremur en vant er, þegar þannig ber við. Jóngunnur, eins og hún heitir fullu nafni, hafði trúað því í einfeldni hjarta síns, að hún ætti að verða húsfreyja í Stórholti, en þegar móðir Jóhanns komst á snoðir um það, hvernig ástatt var, lét hún stúlkuna fara brott af heimilinu og skipaði Jóhanni að fara í herinn, svo að hann væri ekki í byggðinni næstu misserin, ef hann kynni að langa oftar upp í bólið til Gunnu. Svo sat Gunna uppi með barnið, og nú er hún reyndar orðin það, sem hér um slóðir er kallað aftur- batapíka. Ég hefi margoft séð hana í áætlunarbílnum, og í sannleika sagt vildi ég gjarna vera eins lagleg og hún. Strákurinn þeirra Jóhanns er sá dásamlegasti engill, sem sézt hefir hér á jarðríki síðan forðum, að Sara fékk gleði sína í tjaldinu í Mamrelundi. Svo að Jóhann á falleg börn, ef móðirin spillir engu. — Hver hefir verið að tala um hana? spurði Jóhann og dró við sig orðin. — Það gerði Hildigerður, svaraði ég. En reyndar tístir hver fugl hér í sveitinni um þetta. Jafnvel grísirnir rýta um það í stíunum, hvað Jóhanni hafi farizt illa við Gunnu. — Það eru fleiri en ég, sem farið hafa þannig að, sagði Jóhann, og svo var mamma gamla .... — Mamma gamla? hreytti ég út úr mér. Jóhann ætti ekki að skjóta sér bak við pils móður sinnar — ekki spurði hann hana víst ráða, áður en hann leiddi ólánið yfir Gunnu. — Blöndum móður minni ekki inn í þetta, ef vin- áttan á að haldast, sagði Jóhann þykkjulega. — Vináttan þarf alls ekki að haldast, tísti ég og hresstist nú stórum, þegar ég sá, að ég hafði getað reitt hann til reiði, og mér finnst reyndar ekki heldur, að það þurfi að blanda henni neitt í þetta. Nú mæli ég svo fyrir, Jóhann, sagði ég og reyndi að vera eins myndug og bjóðandi og ég gat, að þú farir beina leið til Gunnu, afsakir framkomu þína við hana, og biðjir hennar svo, nákvæmlega eins og þú hefir beðið mín, og heitir henni því að vera henni góður alla þína ævi — því að þú getur verið reglulega góður, það er ég alveg viss um. — Mamma gamla myndi aldrei sætta sig við það, sagði Jóhann seinlega og íhugandi. En ég greip fram í fyrir honum, áður en honum vannst timi til að bera fram fleiri viðbárur. — Blöndum henni ekki inn i þetta, ef vináttan á að haldast. — Bölvaður gikkur kann þó að nota kjaftinn, tautaði Jóhann. Mér fannst talsverð viðurkenning felast í þessum orðum, svo ég hélt áfram af tvíefldum móði og veifaði nú vísifingrinum framan í „sessunaut" minn — Jóhann hafði nefnilega losað takið um hendur mínar. — Heldur þú, Jóhann, sagði ég, að Gunna þætti ekki falleg, þegar hún væri orðin húsfreyja í Stórholti? Og dugleg er hún — ekki er hægt að segja annað. Engin er natnari við skepnur en hún. Eða þá strákurinn ykkar, hélt ég áfram, freyðandi mælsk og sannfærandi, — hver heldurðu að eigi eins fallegan son og bóndinn í Stórholti? Meðhjálparinn þyrfti ekki að skammast sín fyrir þau, þegar hann kæmi i embættiserindum til kirkj unnar. — Já — en hvað ætli fólkið hérna í sókninni segði? sagði Jóhann. Ég hló eins léttilega og mér var unnt og gerði mig ennþá blíðari í máli: — Fólkið héma í sókninni segir ekki annað en það, að þú sért einstakur heiðursmaður, og slíkur maður yrði bókstaflega að taka sæti í sveitarstjórninni og gerast meðhjálpari strax, og auk þess væri hann sjálfsagður þingmaður kjördæmisins og sá eini, sem frambærilegt væri að láta ganga fyrir kónginn í umboði byggðarlag- anna hérna, þegar þess þyrfti við. — En mamma gamla myndi aldrei þola það, að vinnukona og hjáleigustelpa yrði húsfreyja í Stórholti, sagði Jóhann og var nú mjög hugsi. — Nú, en hvað þá um mig? flýtti ég mér að segja. Hvað er ég annað en vinnukona, og hvað veit móðir þín um pabba minn? — O-o, sagði Jóhann — það vita nú líklega flestir hér um slóðir, hver pabbi Önnu er. — Hvað? æpti ég, þvi að þetta -fannst mér all- dularfullt svar. — Já, ég held flestir viti það, hvernig þú ert tilkomin —það var nú þessi greifi, sagði Jóhann gleiðbrosandi. — Greifi? hvíslaði ég og vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Hvaða bannsettur greifi? — Hann, sem á höfuðbólið, — Lindarbrekku, þar sem Afina var alltaf á sumrin, þegar hún var lítil — Gripenberg heitir hann, minnir mig. — Ne-ei, hjálpi mér nú allar helgar vættir! Þetta er nú heldur mikið af því góða, Jóhann, sagði ég, heldur kindarleg á svipinn. Hvar hefir nú sett saman þá sögu, Kaupfélögl FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnufélaga Húnvetnmgar. Húnvetitingar. Sumarfagnað heldur Húnvetningafélagið í Breiðfirðingabúð föstudaginn 25. þessa mán., kl. 20,30. TÍL SKEMMTUNAR: Söngur (7 stúlkur ú,r Húnum). Upplestur: Baldur Pálmason. Kvikmynd. — Dans. Fjölmennið og takið með gesti á síðasta fund þessa starfsárs. Skemmtinefndin. ÞVOTTAVÉLAR Tilboð óskast í þvottavélar og fatahreinsunar- \\ vélar með tilheyrandi í Camp Knox. H Tilboð má miða við, að húsnæði það, sem vélarnar j* nú eru í, fáist leigt til starfrækslu þvottahúss. H Vélarnar verða til sýnis í dag (þriðjudag) kl. 9 4 —11,30 f. h. h Tilboðum sé skilað í skrifstofu nefndarinnar fyrir :: kl. 12 á hálegi miðvikudaginn 30. apríl næstkom-« andi. « « Sölunefndin. \\ H Rolex Rolex-verksmiðjurnar eru brautryðjendur í gerð ná- kvæmra armbandsúra og eiga einkaleyfi á sérstakri gerð vatnsþéttra úrkassa. Þær hafa unnið sér heims- nafn fyrir nákvæmni og frágang úra sinna. » Höfum ávallt gott úrval af Rolex-úrum Sendum gegn póstkröfu. Einkaumboð á íslandi. Jön Sipunösson Skortpripovorzlun Laugaveg 8. SELJUM aldún og hálfdún Sendum gegn póstkröfu út um land. Verzl. Fell Grettisgötu 57. Símar 2285 og 5285. SK1PAUTG6KÍD RIKISINS Wlinnumit iLuidar vorrar viÉ iandiL ^Jdeitii d oCandcj rœ Íi iu-íjáÍ). Jdhri^itofla ^JJiapparití^ 29. ff ESJA” Hraðferð vestur og norður til Akureyrar hinn 25. þ. m. sam- kvæmt áætlun. Tekið á móti flutningi í dag. Pantaðir far- seðlar óskast sóttir á miðviku- daginn. Jörðin Vetleifsholt II í Ásahreppi Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. j Semja ber við oddvita Ása- hrepps Þorst. Þorstdnsson, Ásmundarstöðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.