Tíminn - 26.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÖKNARMENN! Mun'ið að koma í flokksskrifstofuna 4 I REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 26. APRÍL 1947 í Sími 6066 78. blað Líkur til, að Vestmannaeyjar verði fjölsóttur ferðamanna- staður í framtíðinni Flugvölluriiin i Eyijum er mikil samgöngubót. Þó að Vestmannaeyjar séu frægastar fyrir útveginn, enda má segja að afkoma fólksins þar standi og falli með honum, hefir samt á undanförnum árum verið unnið þrekvirki þar með því að græða upp hraunið og gera það að ræktarlandi. Landbún- aður er talsverður í Eyjum, þó ekki séu Eyjarnar alveg sjálfum sér nógar í því efui. — Fer hér á eftir niðurlag á viðtali því, sem tíðindamaður blaðsins hefir átt við Helga Benediktsson útgerð- armann í Vestmannaeyjum og birt var upphaf að síðastl. mið- vikudag. — Hvernig er það með land- búnaðinn. Ég veit aðeins, sem allir vita, að þið hafið unnið stórvirki með því að græða upp hraunin og rækta þar blómleg graslendi? — Vestmannaeyingar hafa í ræktunarmálum ekki síður en á öðrum sviðum, unnið stórvirki, þótt ræktunin hafi eitthvað dregist saman fyrir breytta at- vinnuhætti á síðari árum. Kúaeign í Vestmannaeyjum hefir verið þessi á síðari árum: Tala Kýr Kvígur kúaeig. 1942 ....... 311 41 136 1943 ....... 271 26 115 1944 ....... 289 30 105 1945 ....... 274 18 95 1946 ....... 243 20 80 Skylt er þó að geta þess, að í rauninni er fækkunin meiri en framangreindar tölur bera með sér, vegna þess, að Vestmanna- eyjabær stofnsetti kúabú 1944 þar sem eru 50 kýr, svo fækkun- in á kúm í eigu einstaklinga er þeim mun meiri. Þessi búrekstur hefir hins vegar valdið von- brigðum í Eyjum, kostnaðurinn hefir farið langt úr hófi fram, en eftirtekjan verið rýr. Þannig var, semkvæmt um- sögn Vestmannaeyjablaðanna, tap búsins s.l. ár um 200 þúsund krónur eða 4000 á kú, og mun það vera sem svarar tveggja króna meðgjöf með hverjum mjólkurlítra, sem búið hefir framleitt. Á fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs er áætlað 100 þúsund króna tap á búinu. — Þú sýndír mér áðan bygg- ingu í smíðum, sem þú sagðir mér að templarar væru að reisa, á horninu á móti stórhýsinu, sem þú ert að ljúka við að byggja. Hvað viltu segja mér al- mennt um félagslíf hér? — Eftír komu séra Halldórs Kolbeins til Eyja færðist nýtt líf í starfsemi góðtemplara hér, og stepdur stúkulífið nú með miklum blóma. Til viðbótar þeim, sem borið hafa hita og þunga stúkustarfs- ins á liðnum árum, Snæbjörn Bjarnason húsagerðarmeistara, Davíð Ámason, Árna Johnsen og Margréti konu hans, Pál Eyjólfsson, svo nokkur nöfn séu nefnd, hafa stúkunum nú bæzt nýir starfskraftar, þar á meðal Magnús Thorberg póstmeistari, sem fluttist til Eyja á s.l. ári, Friðfinnur Finnsson, Freymóður. Þorsteinsson, Ágúst Bjarnason, Stefán Árnason yfirlögreglu- þjónn. Góðtemplarar í Eyjum hafa nú í smíðum stórhýsi yfir starf- semi sína. Sparisjóð stofnuðu Vest- mannaeyingar 1942, og hefir hann vaxið örara en nokkur dæmi munu vera til um slíkar stofnanir annars staðar. í Eyjunum starfar lúðrasveit, karlakó?,. Vestmannakór, sem er blandaður kór, og tónlistar- félag er þar nýstofnað. Leikfélag Vestmannaeyja á sér langa og merka starfssögu að baki. Búnaðarfélag starfar í Vest- mannaeyjum, og á það allmikið af jarðvinnslutækjum. Á s. 1. ári starfrækti félagið vélknúna sláttuvél og annaðist mikið af áburðardreifingu og túnaslætti í Eyjunum. Einnig verzlar fé- lagið með áburð, fóðurvörur o. fl. í Vestmannaeyjum er starf- rækt myndarlegt sjúkrahús, sem Gísli Johnsen og Ásdís kona hans létu byggja og gáfu bæn- um á sínum tíma. Vegna vönt- unai; á elliheimili og sóttvarna- húsi, hefir nokkuð af sjúkraher- bergjunum verið tekið til þeirra nota, en úr því verður bætt þegar slíkar stofnanir rísa af grunni. Nýlega hefír myndarleg prent- smiðja verið stofnuð hér og veitir Sveinn Guðmundsson henni forstöðu. Þar eru prent- uð blöð, sem allir stjórnmála- flokkarnir gefa út. Blað okkar Framsóknarmanna heitir Fram- sóknarblaðið og er Sigurjón Sigurbjörnsson ritstjóri þess. Meðal þeirra Eyjabúa sem hlotið hafa Fálkaorðuna fyrir afrek sín má fyrst frægan telja hinn aldna sægarp Þorstein Jónsson í Laufási með fullra 50 ára formannsstarf að baki og skipstjórana Alexander Gísla son og Sighvat Bjarnason, sem hlotið hafa heiðursmerki sín fyrir frækilega björgun úr sjó. Þá ber hinn þekkti skipasmíða- meistari, Gunnar Marel Jóns- son, fálkakross sinn með prýði, að ekki sé gleymt hinum þjóð- haga vélsmíðameistara Guðjóni Jónssyni. Höfnin í Vestmannaeyjum er lífhöfn Suðurlands, eins og áð- ur er sagt. Hefir hún verið bætt mjög á undanförnum árum og mun nú tvímælalaust ein af beztu höfnum þessa lands. Starfrækir höfnin dýpkunarskip sem hún á og mun það eina höfnin hér á landi sem það gerir. Geta nú hin stærstu flutningaskip athafnað sig við bryggju í Vestmannaeyjum. Samgöngur til Vestmanna- eyja voru mjög erfiðar á styrj- aldarárunum, en hafa nú kom- izt í gott lag, með greiðum flug- samgöngum, sem hafnar eru milli Eyja og Reykjavíkur. — Reynist flugvöllur sá er þar var gerður á næstliðnu ári mjög vel, að vísu er þar ekki nema ein braut, en þyrfti þverbraut. en þó kemur það tiltölulega sjaldan að sök. Um flugvallar- gerð í Eyjum var lengi búið að vera umtal, en skriður komst á málið eftir að áskorun til Al- þingis með almennum undir- skriftum Eyjabúa, sem Ástþór Matthíasson og Helgi Benedikts- son höfðu forgöngu um að safna var komið á framfæri fyrir milligöngu þingmanns kjör- dæmisins. Tíðindamaður blaðsins heim- sótti einnig gagnfræðaskólann í Eyjum og áttí tal við Þorstein Víglundsson skólastjóra hans. Verður síðar nánar sagt frá starfsemi hans. Þá skoðaði tíð- indamaðurinn einnig ýms fyr- irtæki sem nátengd eru útgerð- inni, og naut þar leiðsagnar Sig- urjóns Sigurbjörnssonar rit-1 stjóra. Það er ekki nokkur vafi á því, að í framtíðinni, þegar mynd- arlegt hótel hefir hafið starf- semi sína í Eyjum, verða þær einn vinsælasti ferðamanna staður á íslandi, bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Fer þar saman stórbrotin nátt- úrufegurð, blómlegt atvinnulíf og vingjarnlegt og gestrisið fólk. Búast má þá við að Reyk- víkingar og aðrir fari þangað í hópum til dvalar um helgar, þar EYLANDSLJÁIR Pantanir óskast sem fyrst Samband ísl. samvinnuf éfaga Namsflokkar Reykjavíkur Þátttökuskírteini verða afhent í samkómuhúsinu Röðli (uppi) Laugavegi 89 í dag (laugardag) kl. 5,30 síðdegis. Ágúst Sigurðsson SELJUM . . ,,/.»■' % aldún og hálfdún Sendum gegn póstkröfu út um land. Verzl. Fell Grettisgötu 57. Símar 2285 og 5285. N.s. Dronning Alexandrine fer héðan um 7. maí, þeir, sem fengið hafa lof- orð fyrir fari, sæki far- seðla föstudaginn 25. apríl fyrir kl. 5 e. h., annars seldir öðrum. íslenzkir ríl^isborgatrar sýni vegabréf frá lögreglu- stjóranum. Erlendir ríkisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóra- skrifstofunni. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN — Erlendur Pétursson — (jamla Bíé tTTEAGARTVIR (Land of Hunted Men) Amerísk Cowboymynd með Kay Corrigan, Dennis Moore. f ' I Sýnd kl. 5 og 9. j Börn innan 14 ára j fá ekki aðgang. I Wtjja Síó (við Shúlwnötu) KATRÍN !Hin mikið umtalaða sænska stórmynd. sýnd í kvöld kl. 7 og 9. \ „ÍKSKU AUGUN BROSA“ !Hin fagra og skemmtilega musikmynd í eðlilegum litum. ! Aðalhlutverk: Dick Haymes, j June Haver. SSýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. BERN5KUBREK ÆSKUÞREK BERNSKA BLAÖA- MADU R f'ANGl HjA BÚUM HÍiBÞIÓN- USTA . ri.OTTlNN Æ.VJNTY)): f AU5TU K- tÓNDUM f aöA- STRlÐJNU ÖRUSTAN ISUDAN MNC MAÐUfi I ÆVINTÝRALEIT Eftir Winston S. Chisrchití [oesivti seádheet.* tSceifattdx ~{jarharkíó Kossaleikur (Kiss and Tell). Bráðfjörug amerísk gaman- jj ; mynd. $ Shirley Temple, t Jerome Courtland. Sýning kl. 3—5—7—9. Sala hefst kl. ýl. ,, LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Bærinn okkar ;; eftir THORNTON WILDER. \\ Síðasta sýning á morgun kl. 4 e. h. o Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. Rarnalciksýning J | Álfafell ævintýraleikur í 2 þáttum eftir <> ÓSKAR KJARTANSSON \\ Leikstjóri: JÓN AÐILS Sýning í dag kl. 5. <» Aðgöngumiðasala I dag kl. 1. o Eldarnir í Heklu (Framhald af 1. síðu) Hraunið, sem rennur fram í nánd við Næfurholt, hefir lengst ískyggilega. Það virðist nú ekki mikið yfir þrjá kílómetra frá Næfurholti. En auðséð er, að Hekla hefir kólnað að mun, því að snjór er á fjallinu upp undir hábrúnir og í austuröxlinni eru fannir á milli sjálfra gíganna. í einni ferð minni lentum við á flugvélinni í Múlakoti. Eins og oft hefir verið lýst, er þar ömurlegt um að litast. Það er hætt við, að gróðurinn verði fyrst um sinn að lúta í lægra haldi í hinni hörðu baráttu sinni við vikurinn og öskuna. Og víst er það, að hið mikla tjón, sem orðið hefir í Fljótshlíð og Eyjafjallasveit verður ekki bætt, að svo miklu leyti sem það er bætanlegt, nema þjóðin leggist öll á eitt. En þótt vikurfallið hafi verið í þessum byggðum, er það þó miklu meira á fjalllendinu suðaustan undir Heklu, og þó mest á Trippafjöllum ofanverð- um. Þar er það 50—60 senti- metra þykkt. sem þangað er ekki nema um hálfrar stundar ferð í flugvél. Enda mun óhætt að fullyrða að engin ferðamaður mun verða fyrir vonbrigðum.að koma þang- að, enda hafa Eyjarnar stund- um verið nefndar Capri íslands. Nýtt fyrirkomulag bifreiðatrygginga, er lækkar iðgjöldin á þeim bifreiðum, sem sjaldan valda tióni, Tryggingabeiðnum er veitt móttaka hjá kaupfélögunum og á aðalskrifstofu vorri, Sambandshúsinu, 2. hæð. SAMVINNUTRYGGINGAR BIFREIÐADEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.