Tíminn - 01.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1947, Blaðsíða 3
81. blað TÍMEVN, fimmtndagiim 1. mai 1947 3 MálverkasýriLng Magnúsar Þórarinssonar Hafið þið séð málverkasýn- ingu Magnúsar Þórarinssonar? Það er vel þess vert að líta þar inn, því að það getur á ýmsan hátt orðið efni til umhugsunar. Magnús Þórarinsson frá Hjaltabakka er ungur listamað- ur og hefir ekki langan náms- feril að baki. En hann er bæði smekkvís og hugkvæmur og vel- ur sér fjölbreyttari verkefni en margir myndgerðarmenn okkar. Nú sýnir Magnús 91 olíumál- verk og rúmlega 60 vatnslita- myndir. Þarna er því margt að sjá. Magnús hefir yndi af að festa fegurð landsins á léreftið. E. t. v. mætti eins kenna sum mál- verk hans við fegurð himinsins. Sýning hans gefur góða mynd af sumarfegurð húnvetnskra dala, en þar sést líka bláfjötur ægis við klettótta strönd og freyðandi löðrið á golgrænum sjó við úfna hraunströnd vestur undir jökli. Ýmsum finnst að slík mynda- gerð sé úrelt og gamaldags og engin list síðan ljósmyndatækn- in komst á hátt stig. Þeir um það. En okkur mörgum finnst að fegurð sé fegurð, hvað sem slíku líður, auk þess sem gott málverk er dýpra og efnis- meira en ljósmyndin, þótt falleg sé og vönduð. Þessi sannindi þurfa svo væntanlega ekki að særa feg- urðarsmekk þeirra, sem bezt finna fegurð í þeim málverkum, sem eru sterklitir fletir með ýmsri lögun. En ekki finnst mér, að þeir listamenn þurfi endi- lega að kalla sína mislitu strendinga, hyrninga og kubba, konumyndir eða neitt þess- háttar. Sumar myndir Magnúsar Þór- arinssonar minna á það, að myndlist og málarar eiga mikið hlutverk, án þess að keppa við ljósmyndavélina. Það er að festa sannindi þjóðlifsins og manneðlisins á léreftið í ljós- um myndum og láta þær þannig bera boðskap lífsins, alvarleg- an, háleitan, spaugilegan eða nístandi napran eftir atvikum. Þar reynir á hugarflugið, and- ann og innra líf sjáandans. En þannig velur Magnús sér við- fangsefni, að það hlýtur að minna sýningargesti á þetta hlutverk listarinnar. Þessi viðfangsefni eru til dæmis valin í myndunum: Út- þrá, Bæn, íslenzk pólitík 1946, Friður kominn á, Freisting o. fl. Magnús Þórarinsson. Það eru slíkar myndir og skáld- , skapur þeirra, sem verka á j hugsunina og ímyndunaraflið. Ég held að hið háa Alþingi ætti að skoða þessa sýningu, og sé því alvara með að láta for- setabrennivínið halflast, væri athugandi, hvort ekki mætti nota einhverja myndanna: Skál, í dýraríkinu eða Freisting, sem sérstakan. skrautmiða á umbúð- ir þess, svo að siðurinn sé ekki með öllu viðhafnarlaus. Myndi það ekki spilla, að listamaðurinn er sýslungi forseta sameinaðs Alþingis. Hér verður engu spáð um framtíð þessa unga listamanns. En sýning hans sannar það, að hann er trúr fegurðinni og finnur hjá sér köllun til að bera þjóð sinni jákvæðan boðskap. SÍíka menn þarf íslenzk þjóð. Menningin krefst stöðugt spá- manna, — þeirra, sem eru kall- aðir til að flytja boðskap. JÆér hefir þótt gott að sjá sýningu Magnúsar. Þar hefi ég notið fegurðar, orðið fyrir á- hrifum, sem snerta tilfinninfe- arnar og komið margt í hug. Þvi þakka ég honum fyrir sýning- una um leið og ég hvett aðra til að líta þar inn. Eins og títt er um unga menn, vænti ég að hann eigi eftir að gera enn betur seinna. Þess óska ég okkur öllum. H. Kr. usdóttir land og byggði þar fyrst lítið hús yfir sig og skölann. Þar hóf hún kennslustarfið við allsleysi veraldlegra fjármuna, en allsnægtir menningaráhuga, dugnaðar og listrænna hæfi- leika. í því húsi hóf hún að kenna ungum stúlkum kven- legar iðnir og nokkuð i bókleg- um fræðum. Efnin voru lítil og kennslugj aldið lágt, svo að auð- sætt er, að ekki hefir vakað von um makræði eða háar tekjur fyrir stofnanda skólans. En smám saman óx vegur skólans, og þar kom, að Alþingi veitti forstöðukonunni lítilsháttar styrk tvisvar eða þrisvar til að auka húsakynnin og efla skól- ann. Alls mun þó sá styrkur ekki nema meðalárslaunum eins manns, en kom þó að miklu gagni í höndum hennar. — Nú eru húsakynni skólans orðin allmikil og rúmgóð, svo að starfsskilyrðin hafa stórbatnað og eru nú orðin viðunandi. Hús- ið og skólinn er því að mestu verk forstöðukonunnar einnar, eins og þegar hefir verið frá sagt. Henni hefir tekizt að reisa af grunni myndarlegt mann- virki af litlum efnum einungis af því, að hún vann ótrauð án þess að hirða um að' heimta launin að kveldi eða meta hverja vinnustund til fjár, — hinna verðlitlu dýrtíðarpeninga, sem allt of margir hlaupa nú kapp- hlaup um. — En ungfrú Árnýju eru samt að gjaldast verka- launin, og henni gjaldast þau í traustari mynt en bankarnir hafa nú að bjóða, — þau gjald- ast henni í starfsgleði og nautn þess að sjá hugsjónir rætast. Um menningarlega nýsköpun er venjulega hljótt í landi voru sem og um flest önnur þjóð- þrifaverk, sem hafin eru yfir stjórnmálaerjur og hagsmuna- baráttu, þótt bumbur séu slegn- ar fyrir stjórnmálaleiðtogum fyrir það eitt, að þeir hafa forð- að litlu einu af lausafé þjóðar- innar úr hít eyðslunnar til ný- sköpunar atvinnuveganna. Sumir hljóta mikið lof fyrir lítið, aðrir lítið lof fyrir mikið. Reykjavik, 16. apríl 1947. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Og svo löbbuðum við af stað. Arthúr vildi nú sýna mér einhvern stað, þar sem hann sagði, að sæist svo undur vel yfir vatnið. Hann hafði einu sinni farið þangað með fólk úr kaupstaðn- um, sem hafði viljað vaka til þess að hlusta á gaukinn —, eitthvert félag var það vist. Þetta hafði verið skömmu áður en ég kom í byggðarlagið, og það var reyndar þá, sem hann heyrði þess fyrst getið, að von væri á nýrri stúlku að Grund. Einhverjir forsjálir náungar höfðu rekið þarna sam- an bekk milli tveggja furutrjáa — ástarbekkinn, ka.ll- aði Arthúr hann —, og því miður hlammaði ég mér á þetta setgagn, án þess að gruna, að illt væri í aðsigi. Arthúr kveikti í sígarettu, krosslagði fæturna, stakk hendinni niður í buxnavasa sinn og sló klútnum sín- um á tána á öðrum skónum — hann var 1 lakkskóm, kerli mín, svo að hann þurfti ekki að skammast sín fyrir að leiða athygli mína að fótabúnaði sínum. Svo hóf hann upp raust sína og mælti: — Veit Anna það, að, ég hefi hugsað mér að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur? — Jesús minn, sagði ég. Hefir Arthúr hugsað sér það? Þú ætlar þér svei mér ekki lítið. En ég hélt, að það væri erfitt að byrja núna — eins og tímarnir eru. — Það er einmitt þveröfugt, sagði Arthúr spekings- lega, og það hélt ég, að Anna sæi undir eins. Ég hefi lesið það í Kaupsýslutíðindunum, að það væri einmitt á krepputímum, sem menn ættu að fitja upp á ein- hverju nýju, endurbæta og endurskipuleggja, svo að þeir séu búnir að öðlast reynslu og stæla kraftana í baráttunni við erfiðleikana, þegar aftur koma betri tímar. Og þetta hefi ég hugsað mér að gera. — Svo-o, sagði ég. Er Arthúr svo fjáður, að hann hafi bolmagn til þess? — Það hygg ég, hélt Arthúr áfram. Ég fékk dálítið eftir pabba sáluga, og dálítið vann ég í happdrætt-t inu, og svo höfum við mamijia alltaf verið að aura saman, þó að hvorugt okkar geti kallazt nízkt. Og nú fæ ég bílinn hjá Svenssonsverzlun og tek að mér alla flutninga fyrir hana. Við höfum lagt þetta niður fyrir okkur, kaupmaðurinn og ég, og við komumst að þeirri niðurstöðu, að báðir græddu á þessu fyrirkomulagi. Ég get tekið að mér aðra flutninga jafnframt, ef svo stendur á, og það hefi ég nú reyndar stundum gert áður, en ég hefi ekki látið borga þann auka-flutning nema endrum og sinnum. — Eins og til dæmis, þegar nýjar vinnukonur hafa komið að Grund, skaut ég inn í. Ég borgaði nefnilega aldrei farið. — Það væri náttúrlega ég, sem ætti að borga fyrir að fá slíka farþega, svo marga ánægjustund hefi ég átt hjá Önnu og Hildigerði, sagði Arthúr hlæjandi. En svona er þetta nú, og ég byrja á eigin spýtur einhvern næstu daga. — Ég þakka þessi fallegu ummæli, sagði ég, og ég leyfi mér að óska þér allrar farsældar, og ég vona, að þetta fyrirtæki þitt blómgist. Einn góðan veðurdag fréttist það kannske, að Arthúr hafi fest sér konu og stofnað* heimili. — Þetta dettur Önnu fyrst í hug, þegar hún heyrir um fyrirætlanir minar, sagði Arthúr. — Já, því ekki það, svaraði ég, staðráðin í því að mæla nú á kænlegan hátt með Hildigerði — því ekki það? Arthúr er bæði laglegur og duglegur, og það er sjálfsagt mörg stúlka, sem þættist detta í lukku- pott, ef hún gæti gert sér von um að verða frú Lund- kvist. — Segir Anna þetta? sagði Arthúr. — Já — vist segi ég þetta, svaraði ég kotroskin, og ætlaði einmitt að fara að víkja talinu að Hildigerði, þegar Arthúr greip fram í fyrirmér: — Og er þetta þá alvara? \ — Já, kjáninn þinn, sagði é£ og ók mér í sætinu af ákafa, því að ég ætlaði að bæta við: og hlustaðu nú á, hvað ég segi. En Arthúr greip aftur fram í fyrir mér. Það var eins og mér hefði verið rekinn löðrungur. — Anna mín — viltu þá verða konan mín? spurði hann. Svo tók hann utan um hönd mér, og ég get ekki neit- að þvi, að hann var bæði fallegur og elskulegur á þessu augnabliki. En samt sem áður fannst mér eins og ástarbekknum hefði verið kippt undan mér og ég skollið niður á hart og nybbótt bergið í smálenzku hæðunum. — Nei, elsku Arthúr minn — það er ekki hægt, sagði ég með grátstafinn í kvérkunum. Mér duldist það ekki, að ég hafði sjálf kallað þetta bónorð yfir mig og hér um bil tælt vesalings Arthúr til þess*að bera fram þessa — eins og þeir komast svo snilldarlega að orði um sveitarstyrkina — óendurkræfu spurningu. — Nei, góði Arthúr, það er ekki hægt, ég get það ekki, stamaði ég í ráðaleysi. Það var kominn kökkur I hálsinn á mér. Mig sáriðraði þess að hafa fitjað upp á þessu. Ég var bæði reið og gröm við sjálfa mig. — Hvaða þvættingur! sagði Arthúr, færði sig næi* mér og tók stinningsþétt utan um mittið á mér — taktu eftir þvi. Og hann svona fallegur! Gráttu ekki, Getum afgreitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnufélaga Tilkynning frá Síldarverksraiðjum ríkisins Útgerðarmenn og útgerðarfélög, sem óska að leggja bræðslusíldarafla skipa sinna upp hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á komandi síldarvertíð, tilkynni það aðalskrifstofu vorri á Siglufirði í símskeyti eigi síðar en 15. maí næstkomandi. Sé um að ræða skip, sem ekki hafa skipt áður við verksmiðjurnar, skal, auk nafns skipsins, tilgreina stærð þess og hvort það geti hafið síldveiði i byrjun síldarvertíðar. Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. Síldarverksmiöjur ríkisins I TILKYNNING II | um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga i nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á ráðningarstofu i | Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dag- ;Í; ;; ana 5., 6. og 7. mai þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar iíj i | fram á afgreiðslutímanum, kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. i|: ;; h. hina tilteknu daga. ;i: ; Reykjavik, 30. maí 1947. Borgarstjórinn í Reykjavík TILKYNNING Yfir sumarmánuðina verða skrif- stofur vorar opnar frá kl. 9 f. h. til kl. 4 e. m. aðra virka daga en laug ardaga, þá frá kl. 9-12. Mjolkursamsalan o o o o o O O O O O o o O o O O <1 O < > O O o < > O Hennar eina gleði. Áttræð kona i Landskrónu varð fyrir því mótlæti að yfirvöld bæjarins bönnuðu henni að hafa kött. Hún sneri sér þá til félagsmálaráðuneytis- ins og baðst náðimar fyrir köttinn. Það virtist e. t. v. hlægilegt við fyrstu sýn að ónáða rikisstjórn með slíkum hégóma, en þetta hefði hina mestu þýðingu fyrir sig persónulega. Hennar eini félagsskapur og eina gleði væri kötturinn og yrði hún svipt honum missti lífið tilgang sinn og siðustu dagar hennar yrðu daprir og sorglegir. — Svo sannar hún með ýmsum vott- orðum, að nú orðið sé óþarfl að kvarta um slæma lykt frá ksttinum, ains of gert hafðl veriS. Honum láðlst að hafa negluna. Fangi nokkur á brezku eyjunni Wright notaði frelsi það, sem hann hafði til að ganga um úti við, til að stela róðrarbát, sem lá þar i fjöru. Ætlaði hann að strjúka á bátnum, en hann lak og kafði fljótlega undir hon- um. Strokumaðurinn lagðist þá til sunds og náði ljósduíli einu og hékk á því í 17 klukkustundir. Þótti honum vistin þar engu betri en á eyjunni. Tundurspillir, sem fór þarna um af tilviljun, bjargaði manninum. Við yfirheyrsluna segði fanginn: — Hefði bara karlskömmin, sem bátinn á, ekki rifi* úr honum negluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.