Tíminn - 01.05.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munih að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Eramsóknarflokksins er í Edduhúsinu. vib Lindargötu Sími 6066 1. MAÍ 1947 81. blað Bréf frá Sviss Niðurlag. Óþrifnaður, sem Reykjavík er laus við. Ziirich er menningarleg ög þrifaleg^ borg og íbúamir yfir- leitt kurteisir, að gestinum virðist. Eitt finnst mér þó skorta á þrifnaðinn hér og það gerir hundavaðurinn. Mér finnst þessi borg ganga næst London af þeim borgum, sem ég hefi séð,' hvað þennan ófögnuð áhrærir. Og sjást verksummerki hund- anna um allar götur á daginn, en mun þó vera hreinsað á hverri nóttu. Alltaf þegar ég sé þennan hundafjölda í borgum ytra og þann óþrifnað, er þeim fylgir, minnist ég með sérstöku þakk- læti Gunnlaugs Claessens lækn- is, er vann hundastríðið heima í Reykjavík hér á árunum og firti höfuðstað okkar íslendinga þeim óþrifnaði og leiðindum, er fylgir fjölda hunda í borgunum. Hvergi hefi ég séð í borgum eins mikið af rehnandi vatni og hér. Um alla borgna er sírenn- andi vatn úr pípum í opin stein- ker. Er þetta til þrifnaðar, prýð- is og þæginda, einkum þegar heitt er í veðri. Fjölsóttr háskólar. Veglegustu byggingar borgar- innar eru háskólinn og verk- fræðingaskólinn. í þeim fyrr- talda er nokkuð á 4. þús. stúd- entar við nám, en í þeim síðar- talda um 4 þúsund. Kváðu þeir vera frá fjölda landa um allan heim, þar á meðal talsvert frá Norðurlöndum, einkanlega frá Noregi. Engan Norðurlandabúa hefi ég þó rekist á ennþá hér syðra. Og þá auðvitað ekki far- inn að heyra íslenzkt orð í Sviss enn. Þó eru sum orð í daglega málinu hér býsna lík og heima. Vorið að koma. Nú er vorið komið hér neðan fjalla, þótt vetrarlíf sé hið efra ennþá. Er svo heitt suma dag- ana, að ekki má vera heitara um miðjan daginn, til þess að ís- lendingum líði vel. Aftur er kalsalegt aðra daga og stundum þá dálítil rignihg. Túnin eru að verða algræn og blóm eru farin að springa út, en trén samt ekki farin að laufgast. Menn segja að vori með seinna móti nú. Einhver yndislegaisti staður- inn hér í Zurich er í borgarörm- unum, sem teygjast suðaustur með vatninu, beggja megin þess — og þó einkum að norðanverðu við vatnið. Eru þar opin svæði eftir ströndinni. Trjágróður víða mikill og bekkir ti lað sitja á — einkum fast við vatnið. Hefi ég valið mér sæti á einum þess- arra bekkja við að skrifa þess- ar línur. Til hægri handar mér situr bláeyg og bjarthærð full- orðin kona, en til vinstri ung stúlka með hrafnsvart hár og brún tindrandi augu. Þannig eru íbúarnir í þessari fögru borg. Það norræna og suðræna mætist hér. Um miðjan daginn er kven- fólkið í miklum meirihluta hér á bekkjunum á ströndinni. Flestar eru þær með prjónana sína. Hefi ég hvergi séð kven- fólk jafn almennt vera að prjóna eins og hér. Fólkið sýn- ist vera iðjusamt og lítið um göturáp þess. Hefi hvergi farið um jafn stóra borg og þessa, þar sem jafn fátt fólk sézt á götunum. Velmegun mun hér mikil, en Bif reiðaviðgerðarmenn Nokkrir æfðir bifreiðaviðgerðarmenn geta mi þegar fengið fasta atvinnu á bifreiðaverkstæði voru I Jötni við Hringbraut. Upplýsingar á staðnum, eða í síma 5761 og 7005. Samband ísl. samvinnufélaga (jatnla Síé Tregur afli austan í aprílmánuði Eftirfarandi fréttir hafa Fiskifélaginu borizt frá Aust- fjörðum um sjósókn og afla- brögð í aprílmánuði: Á Hornafirði var lítið stund- aður sjór í mánuðinum vegna slæmra gæfta. Var afli tregur, en í febrúar og marz hafði afli verið yfirleitt ágætur. Er það von manna austur þar, að afli glæðist, er kemur fram um mán- aðamót. Á Djúpavogi var sjór lítið stundaður framan af mánuð- inum og afli tregur. En nú seinni hluta mánaðarins hefir verið dágóður færafiskur. Hefir sílisgengd verið mikil þar úti fyrir. Um Stöðvarfjörð er svipað að segja. Á Fáskrúðsfirði voru gæftir slæmar og afli fremur tregur en færafiskur hefir glæðst allvel nú seint í apríl. Fyrir norðan Fáskrúðsfjörð hefir sjór ekki verið stundaður á Austfjörðum enn, nema lítils- háttar innfjarðaveiði, m. a. hefir orðið fiskvart í þorskanet í Reyðarfirði. Útgerð þar hefst ekki að jafnaði fyrr en kemur fram í maí. Bændur í nágrcnni Rey k j a ví kur (Framhald af 1. síðu) undur. Bændur eru að brenna sinu af útjörð, svo að hún beri hreinna og betra gras, þegar öskuflagið grær. Eftiy, veðráttu þá, sem verið hefir að undan- förnu, er jörðin orðin hæfilega þurr til þess að brenna sinuna. Innflutningsverzlun Breta Samkvæmt upplýsingum, sem gefnar eru í brezkg blaðinu Fairplay hinn 17. apríl þ. á., var heildarinnflutningur Breta á árinu 1946 30$Mninni að magni en ?. árinu 1938. Hins vegar kostuðu hinar innfluttu vörur á árinu 1946 41% meira en 1938. Af hinu innflutta vörumagni 1946 voru matvæli aðeins helm- ingur miðað við 1938. Má nokkuð af þessum upplýs- ingum ráða við hvaða erfið- leika brezka þjóðin á nú að etja í viðskiptamálum. Erlent yfirlit (Framhald af 1. síðu) eru sjaldnast teknar alvarlega vestra og víst er það, að þeim fjölgar, sem styðja Vandenberg sem forsetaefni. Vandenberg er góður ræðu- maður, vel rökfastur og laus við yfirborðsmennsku. Hann hefir viðfeldna framgöngu og er snyrtimenni í klæðaburði. Hann hefir jafnan verið átthagaræk- inn. Hann er meðlimur í flest- um félögum í fæðingarborg sinni og þar dvelur hann iðu- lega í veglegu húsi, sem hann á við eina af fallegustu íbúðar- götunum. U pplýsingaskrifstofa (Framhald af 1. síðu) Þar sem prenta á myndirnar fyrir ýmsar þjóðir, verður texti að vera stuttorður og gagnzrður, ef hann er nokkur. Það, sem myndirnar tákna, verður að vera skiljanlegt öllum og ekki eiga frekar við eina þjóð en aðra. Myndirnar á að dæma eftir listgildi þeirra og boðskap þeim, sem þær hafa að flytja. Hver maður má aðeins senda eina mynd. Þátttakendur hér á landi skulu vera íslenzkir ríkis- borgarar. Dómnefnd í hverju landi dæmir myndir þær, sem þar koma fram, og sendir síðan þrjár þær beztu til aðalskrif- stofu S. Þ. í New York, en al- þjóðanefnd dæmir siðan end- anlega um þær. Verðlaun eru 1500 dollarar, 1000 dollarar, 500 dollarar og 10 aukaverðlaun að upphæð 100 dollarar. Verðlaunaðar myndir verða eign S. Þ., en aðrar endur- sendast listamönnunum. í dómnefnd hér eru: Rektor háskólans, próf. Ólafur Lárusson, formaður fél. ísl. myndlistamanna, Sigurjón Ól- afsson, formaður fél. ísl. húsa- meistara^.Gunnlaugur Halldórs- son og formaður fél. ísl. blaða- manna, Bjarni Guðmundsson. Myndirnar sendist til Rotary- umdæmisins á íslandi, c/o | Helgi Tómasson, Kleppi, fyrir 10. maí 1947. þó mjög misjöfn. Vörugnægð sýnist vera ,en þó þarf skömmt- unarseðla fyrir mörgum nauð- synjum. Dýrtíð er mikil, þó að allt sé hér ódýrara en á íslandi. Já, ég var að minnast á stúlk- urnar. Alltaf tökum við karl- mennirnir svolítið eftir þeim. Þær eru dugnaðarlegar hér og bera litt tildrið utan á sér, m. a. mjög lítið málaðar — flestar ekki neitt. í þeirri „list“ skara þær fram úr í Kaupmannahöfn! Slík málverk, sem þar, sjást, sem betur fer, ekki einu sinni á íslandi! Enda eru stúlkurnar líka fallegastar þar. — Ileklugosið (Framháld af 1. síöu) reiðum með drif á öllum hjól- um. Mikil umferð hefir verið um vegina upp að Galtalæk og Næf- urholti og verið gestkvæmt mjög á þessum bæjum, síðan Hekla fór að gjósa. Kvað þó mest að því fyrstu dagana oj; um pásk- ana. Þá munu næturgestir hafa verið flestir um 200 í einu á Galtalæk. Báran gjálpar við ströndina. Bátarnir bruna eftir vatninu. Fuglahóparnir kvaka meðfram landinu. Mest prýða svanirnir þann mikla fuglafans. En eitt- hvað vantar þó á,að þessir svan- ir hér séu eins helllandi og heima, þar sem þeir „spegla mjallahvítan háls í heiðavötn- um bláum“. Ég bið að heilsa heim. Vigfús Guðmundsson. Rolex Rolex-verksmiðjurnar eru brautryðjendur í gerð ná- kvæmra armbandsúra og eiga einkaleyfi á sérstakri gerð vatnsþéttra úrkassa. Þær hafa unnið sér heims- nafn fyrir nákvæmni og frágang úra sinna. Höfum ávallt gott úrval af Rolex-úrum Sendum gegn póstkröfu. Einkaumboð á íslandi. Jðn Spunílsson Skorlpripaverzlun Laugaveg 8. Orekkið Maltko Kona um borð. (En kvinna ombord) Spennandi sænsk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu Dagmar Edqvist. Aðalhlutv. leika: Karin Ekelund og Edvin Adolphsson, (er léku í kvikmyndinni „Sjötta skotið"). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. tfrjja &íó (við SUúlnfeötu) Eldur í æðum. (Frontier Gal). Sýnd kl. 7 og 9. Kveimaglettur (“Pin-up Girl“) Hin fræga söngva- og gaman- mynd í eðlilegum litum, með Betty Grable og Joe E. Brown Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. n 7jarhartfíó Bíð þíi míit Áhrifamikil rússnesk styrjaldar- mynd, u mþá sem fóru og þær sem heima sátu. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Bönnuð börnum innan 14 ára. Víkinguriim. Sýnd kl. 9. *■< B.yggingarsamvinnufélag Reykjavíkur: Aðalfundur verður í Kaupþingssalnum 25. maí kl. 8.30 e. h. DAGSKRA: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt fé- lagslögunum. Stjórnin. BLAÐAMANNÁBÖ KIN 1947 20 íslenzkir blaðamenn skrifa fróölega, skemmtilega og fræðandi bók Blaðamannabókin er óvenju f jölbreytt að efni. I»ar er m. a. sagt frá ýmsuni merkustu atburðum hér á landi og erlendis á síðustu fimmtíu árum, frásagnir af merkum mönnnm og ferðasögur frá tólf löndum. Svo að nokkur dæmi séu tekin: frásögn af Goða- fossslysinu, Friðardeginum, þegar fyrsti bíllinn kom til lands- ins, heimsókn í japanskt musteri, í enska þinginu, í fangelsi í Uondon, leyniferð til Rússlands o. fl. Blaðamannabókin 1947 er samtíðarsaga og síðustu frettir. - Þetta er bók fyrir alla Bókfellsútgáfan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.