Tíminn - 13.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSfSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKDBINN Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hX I.ITSTJÓRASKRIPSTOFUR: EDDTJHÚ8I. Llndargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRD?STOFA: EDDUHÚSI, LindargöW 9A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 13. maí 1947 86. felaDi Skáldskapur Jónasar Jónssonar um flutning Samvinnunnar ÍJiííái'ii seiiiustu hefta fyrra árgangs hefir eingöngu tafizt vegna ódugnaðar J. J. sjálfs í «seinasta hefti Ófeigs reynir Jónas Jónsson að afsaka það sleifarlag, sem orðið hefir á útgáfu Samvinnunnar á seinasta ári. Aðalafsökun hans ér söguburður þess efnis, að hún hafi ekki fengist prentuð í Edduprentsmiðjunni, vegna Tímans, og því hafi hún verið flutt til Akureyrar. Söguburður þessi er algerlega tilhæfulaus, eins og flest af því, er í Ófeigi stendur. Samvinnan átti að koma út tíu sinnum á síðastl. ári, eða eitt hefti mánaðarlega fyrstu sex mánuði ársins og síðustu fjóra mánuði ársins. Fyrstu sex heftin komu út nokkurn veginn rejglulega, enda var Jón Eyþórs- son þá meðritstjóri Samvinn- unnar, en hann lét af því starfi á miðju ári. J. J. varð þá einn ritstjóri Samvinnunnar. Þegar heftin, sem áttu að koma út í september og október, voru ekki komin út í nóvember mun stjórn -S. 1 S. hafa farið að grennslast eftir því hjá ritstjór- anum, hverju þetta gegndi. Hann kenndi prentsmiðjunni um. í tilefni af því skrifaði Edduprentsmiðja S. í. S. svo- hljóðandi bréf, dagsett 12. nóvember síðastl.: „Vér erum mjög undrandi yfir því, að ritstjóri Samvinnunnar skuli haf a snúið sér til Sís út af prentun Samvinnunnar svo sem greinir í bréfi yðar dags. í gær. Um miðjan október kom fyrsta handrit í haust frá J. J., 11—12 blöð. Enda þótt það handrit, eins og önnur frá J. J. væri ólæsilegt, nema einum manni í prentsmiðjunni, var það sett þá strax og próförk send. Kom hún nokkrum dögum síð- ar og þá með henni eitt hand- ritsblað skrifað og var það sett þá strax. — Annað efni í ritið hefir ekki frá J. J. komið og fyllir þetta framantalda iy2 síðu. Til viðbótar hafa komið, all- löngu síðar en að framan grein- ir, handrit aðsend, sem fylla ca. 6y2 síðu og eru þau öll sett. Hafa þá alls komið í ritið í haust handrit á ca. 14 síður auk Samband íslenzkra samvinnufélaga byrjar myndarlega bókaútgáfu ERLENDAR FRETTIR Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefir sambykkt frv. um láhveit- ingu til Grikkja og Tyrkja með 287:107 atkv. Öldungad. hefir* samþykkt frv. áður. Búist er við, að forsetinn staðfesti lögin nú í vikunni og jafnskjótt verði haf- izt handa um framkvæmd lag- anna. Störfum aukaþings samein- uðu þjóðanna miðar hægt áfram. Seinustu dagana hefir verið deilt um skipun og verk- svið nefndar þeirrar, sem á að skila áliti um Palestínumálin fyrir reglulegt þing sameinuðu þjóðanna í haust. Alþjóðleg bændaráðstefna hófst í Póllandi í gærdag. Alþjóðabankinn hefir veitt , fyrsta lán sitt, sem var 250 milj. dollara lán til Frakka. Láns- beiðnir þær, sem bankanum hafa borizt, nema 2554 milj. kr. UJanríkisnefnd öldungadeild- arinnar í Bandaríkjunum hefir mælt samhljóða með því, að deildin staðfesti friðarsamn- ingana, sem gerðir hafa verið við bandamenn Þjóðverja í stríðinu. Óttast var, að deildin fengist ekki til að staðfesta samninginn við ítalíu. Pravda hefir skýrt frá því, að í styrjöldinni hafi manntjón Rússa numið 7 milj., en eigna- tjónið sé metið 679 miljarðar rubla. mynda og fyrirsagna, en eitt hefti af Samvinnunni er 32 síður. Allar myndir eru ókomn- ar. Ritstjórinn hefir aldrei talað við verkstjóra vorn um ritið á þessu hausti. Það hefir ekkert á prentsmiðj - unni staðið, og hún hefði getað prentað ritið reglulega í haust, ef efni hefði komið í tæka tíð. í fyrravetur var gert sam- komulag um, að handrit í hvert hefti kæmi sem mest í einu lagi fyrstu viku hvers mánaðar svo að hægt væri að vinna ritið í einu lagi greiðlega. í haust hef- ir ekki á neinn hátt verið um þetta hugsað af ritstjóra, eins og að framan greinir. Vér munum ætíð gera það, sem vér getum fyrir Samvinnuna og látum hana hafa forgöngu fyrir öðru. Hitt er svo annað mál, að ókleift er að ljúka 4 heftum á iy2 mánuði i jólaösinni, en búið er að láta líða ónotaðan þann tíma, sem koma átti út 2—3 heftum. Vér munum gera allt, sem vér getum, til \>ess að afgreiða sem mest af Samvinnunni fyrir ára- mót, enda verði handritum skil- að irm reglulega í hvert hefti, prófarkir lesnar og sagt fyrir um umbrot þannig, að allt geti gengið sem greiðlegast. Það ætti aftur á móti að vera augljóst, að með þeim vinnubrögðum af hendi ritstjórans, sem verið hafa í haust, verður ekkert komist áleiðis með ritið i prent- smiðjunni." Eins og þessi skyrsla prent- smiðjjinnar sýnir, stafaði drátt- urinn á útkomu Samvinnunnar eingöngu af ódugriaði ritstjór- ans, þar sem 12 nóvember var ekki kominn í prentsmiðjuna nema tæpur helmlngur efnis- ins, sem átti að vera í septem- berheftinu, ekkert efni var komið í októberheftið og þá vit- anlega enn síður í nóvember- heftið, sem átti að setjast í byrjun mánaðarins. Þetta er þó ekki öll sagan. Þann 19. nóvember er ekki kom- ið meira efni í septemberheftið en sem svarar 24 síðum, en það átti að vera 32 síður alls. Síðan smátíndust handrit frá J. J., unz komið var nóg efni á 40 síður. ÁkvaðL þá J. J., að sept- ember- og októberhoftin skyldu koma út í einu lagi og ekki verða stærri en þetta eða 24 síðum minni en ætlazt var til upphaf- lega. Setningu var yfirleitt lokið jafnóðum og handritin bárust. Til viðbótar stóð á próförkum frá J. J. og kom fyrst 31. des frá honum próförk af einni grein- inni, er var búin að liggja hjá honum í næstum tvo mánuði. Það var loks um 7. janúar, er þetta hefti Samvinnunnar var tilbúið til prentunar frá J. J. Enn er þessari sögu þó ekki lokið, því að J. J. átti nú eftir að koma út, nóvember- og des- emberheftunum, er hann ákvað að haf a í einu lagi. Fyrstu hand- ritin komu frá honum í byrjun janúar, en síðan var hlé í næst- um tvo mánuði. Síðan hefir hann smámilgrað úr sér hand- ritum, sem prentsmiðjan hefir sett næstum jafnóðum og síðan rekið eftir nýjum handritum. Seinasta handritið frá J. J., sem (Framhald á 4. síðu) Á sumardaginn fyrsta ¦ ¦ ¦ , "¦¦ ' ¦¦ ¦¦ ¦:.. ¦ ¦¦ Merkilegt spor í sögu íslenzku samvinnuhreyfingarinnar Samband íslenzkra samvinnufélaga er um þessar mundir að hefja myndarlega bókaútgáfu. Festi það í vetur kaup á bóka- útgáfunni Norðra, og eru fyrstu bækurnar eftir eigendaskiptin í þann veginn að koma fyrir almennings sjónir. íslenzkir sam- vinnumenn munu einhuga fagna þessu merkilega spori í sögu samvinunnuhreyfingarinnar hér á landi, er nú hefir verið stigið. Samvinnuhreyfingin er alhliða þjóðfélagshreyfing, sem byggir á fræðilegum og menningarlegum grunni, og þróttmikil bókaútgáfa yetur orðið ein af styrkustu stoðum hennar, þegar fram líða stundir. Þessar myndir, er Tíminn birtir í dag, voru teknar á ísafirSi á sumardag- ! inn fyrsta. Þær lýsa betur en orð þeim snjóþyngslum, er þar hafa verið í vetur. Svipaðar myndir hefði sjálfsagt verið hægt að fá víða að af land- inu. Enn er víða mikill snjór, ekki sízt norðan lands og austan. Það er til : dæmis, að menn er áttu leið yfir Vaðlaheiði fyrir skömmu, gátu klofað yfir símalínurnar. Avar p Nefndir þær, sem ríkisstjórnin hefir skipað til aðstoðar búendum á öskufallssvæðinu, bedna þeirri ávskoiun til almennings, að leggja fram sjálfboðavinnu til hreinsunar vikurs og ösku af túnum og í kring um bæi. Um fyrri helgi gekkst Litla-Ferðafélagið fyrir slíkri sjálfboðavinnu laugardag og sunnudag og sýndi sú tilraun, að sjálfboðavinna getur verið mikilsverð hjálp til að bjarga nytjagróðri á véltækum túnum frá eyðileggingu, og til lag- færingar umhverfis bæi og önnur hús, þar sem vikurinn hefir safnazt saman og veldur því margs konar óþægindum fyrir heimilin. Æskilegt væri að fólk, er þátt vill taka í þessu viðreisnar- starfi, sameini sig í 20—40 manna flokka og léti nefndun- um í té vitneskju, með nokkrum fyrirvara, hvenær þeir gætu unnið. Brýnust þörf er að vinna þessi yrði framkvæmd í þessum mánuði, en þó gæti slík vinna komið að liði í byrjun júní- mánaðar. Forgöngumenn slíkrar sjálfboðavinnu geta fengið allar nánari upplýsingar hjá Búnaðarfélagi íslands og sýslu- skrifstofunni í Bangárvallasýslu. Steingrímur Steinþórsson Geir G. Zoéga Pálmi Einarsson Björn Björnsson Sveinbjörn Högnason Guðmundur Erlendsson. Svíar heiðra Einar Framsóknarvist Jónsson Svíakonungur sæmdi hinn 22. apríl s.l. Einar Jónsson mynd- höggvara heiðurspeningi Eugens prins fyrir framúrskarandi listastörf. Sendiherra íslands í Stokk- hólmi veitti heiðurspeningnum móttöku fyrir hönd myndhöggv- arans I miðdegisveizlu hjá Eugen prins. áföstudaginn Vegna fjölda áskorana hafa Framsóknarfélögin í Reykjavík ákveðið að efna enn á ný til Framsóknarvistar I samkomu- sal Mjólkurstöðvarinnar föstu- daginn 16. maí n. k. kl. 8,30 stundvíslega. Verða auk vistar- innar skemmtiatriði og verða þau auglýst síðar. Óskað er eftir, að þeir, sem ætla að sækja þessa samkomu, Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefir um langt skeið unn- ið ómetanlegt starf á verzlunar- sviðinu, landi og lýð til heilla. Það' hefir flutt inn góðar og ódýrar vörur, er komið hefir verið í hendur neytenda með stórum hagkvæmari hætti en önnur viðskiptafyrirtæki gera. Það hefir haft forgöngu um vinslu og sölu margvíslegra af- urða, er því hefir auðnazt að gera verðmætari og auðseljan- legri en áður. En maðurinn lifir ekki af brauðinu einu saman, og með það í huga hafa forráða- wienn S. f. S. ákveðvð að hefja bókaútgáfu. Það er markmið þeirra að sjá landsmönnum fyrir góðum, ódýrum og nytsömum bókum á hliðstæðan hátt og S. í. S. hefir aflað neytendum góðra og ódýrra vara undanfarna ára- tugi. íslenzk alþýða þarf góðar bækur að lesa, eins og hún þarf mjöl í brauð. Þegar farið var að athuga möguleika á bókaútgáfu af hálfu S. í. S., kom fljótt í ljós, að hentara myndi að kaupa bókaútgáfu en stofna nýja. Komu þar fyrst og fremst til greina erfiðleikar þeir, sem nú eru á því að fá bækur prentaðar, auk þess sem það hlýtur að taka langan tíma að koma myndar- legri bókaútgáfu á laggirnar, ef byggja á allt frá grunni. Varð þess vegna að ráði, að S. í. S. keypti bókaútgáfuna Norðra, er hefir fasta samninga um prent- un við hið myndarlega prent- verk Odds Björnssonar á Akur- eyri. Verður Norðri framvegis rekinn sem sjálfstæð deild inn- an S. í, S., og hefir ungur bók- menntafræðingur, Kristján Karlsson frá Húsávík, verið ráð- inn bókmenntalegur ráðunautur fyrirtækisins, en framkvæmda- stjórn verður í höndum Alberts Finnbogasonar, eins og "verið hefir. Það er óhætt að segja, að Norðri hafi haft nokkra sér- stöðu meðal íslenzkra bókaút- gáfufyrirtækja, hvað val bóka snerti. Bókaútgáfan Norðri lagði alltaf áherzlu á að gefa út bæk- ur, sem brýndu kjark og þor og stuðluðu að aukinni sjálfsvitund og auknu sjálfstrausti þeirra, er þær lásu — ekki sízt bænda- stéttarinnar. Alþýðu manna hefir fallið þetta sjónarmið vel í geð, því að fullyrða má, að Norðri hafi náð meiri vinsæld- um en flestar aðrar bókaútgáf- ur hér á landi. Mun þetta sjón- armið verða ráðandi í framtíð- inni, þótt nú séu orðin eigenda- skipti. Tíðindamaður Tímans hitti panti aðgöngumiða fyrir fimmtudag í síma 2323, og sæki pantaða miða fyrir kl. 6 e. h. á föstudag. Verður þessi samkoma hin síðasta, sem Framsóknar- félögin efna til á þessu starfs- ári. þá Albert og Kristján á dögun- um, er Kristján var nýkominn hingað til Reykjavíkur til þess að taka við hinu nýja starfi sínu. — Norðri er gamalt og gróið ' fyrirtæki, sagði Albert. Það eru rúm tuttugu ár síðan fyrsta Norðrabókin kom út. Það var skáldsagan Stórviði eíjtir norska rithöfundinn Sven Moren, þýdd af Helga Valtýssyni. Meðal annars,, sem kom út á þessum fyrstu árum, get ég nefnt fyrstu bókina eftir A. J. Cronin, er út kom á íslenzku, Hér skeður aldrei neitt. Nordri færðist ekki verulega í aukana fyrr en eftir 1940. Árið '1942 komu Söguþættir landpóstanna út, og síðan hver stórbókin af annarri. — Hvaða bækur og bókaflokka hefir 'verið ákveðið að gefa út næstu misseri? — Það má segja, að tilgangur- inn með þessari bókaútgáfu S. í. S. sé tvíþættur, svaraði Kristján. í fyrsta' lagi mun hún gefa út góðar og eftirsóknarverðar bæk- ur almenns efnis, eins og.Albert hefir vikið að, jafnt innlendar sem erlendar, og mun verða reynt að stilla verðinu í hóf eftir megni. En jafnframt á hún að bæta úr tilfinnanlegum skorti á íslenzkum bókum um störf og stefnum^l samvinnumanna hér- lendis 05: e^endis. Að vísu hefir S. í. S. gefið út allmikið af bók- um og bæklingum um slík mál, en þessi starfsemi hefir ekki verið svo samfelld og skipuleg sem s>:yldi. Meðal bóka af þessu tagi, er koma út, áður en langt um líður, get ég nefnt ritið Samvinnan í Bretlandi eftir sænska rithöfundinn Thorsten (Framhald á 4. síðu) Forseti íslands undir læknishendi Samkvæmt símskeyti sem ut- anríkisráðuneytinu hefír borizt frá Jóhanni Sæmundssyni yfir- lækni og Vilhjálmi Finsen sendihgrra framkvæmdi próf- essor John Hellström á Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi þ. 9. þ. m._ minniháttar aðgerð á forseta íslands vegna lasleika, sem gerði vart við sig i desember s.l. Tókst aðgerðin vel og er forseti hress og hita- laus og líðan hans óaðfinnanleg. Ráðgert er, að forseti verði enn nokkra daga á sjúkrahúsi, endvelji þvínæst eitthvað sér til hressingar í Svíþjóð.. Tíminn kom ekki út síðustu þrjá daga liðinnar viku sökum breytinga, er var verið að gera í prent- smiðjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.