Tíminn - 06.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1947, Blaðsíða 3
102. l»lað 3 H júskaparaf mæli I Hinn 26. maí s.l. áttu 45 ára hjúskaparafmæli þau Kári Magnússon bóndi í Haga í Stað- arsveit og húsfreyja Þórdís Gísladóttir. Þau eru bæði fædd og uppalin í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Kári er fæddur 14. des. 1874, en Þórdís fædd 4. jan. 1881. legustu, greind og vel látin af öllum er þeim kynnast og hafa með dugnaði sínum og hagsýni rutt sér braut svo að til fyrir- myndar má teljast. Eins og að líkindum lætur var fjárhagur þeirra hjóna, Kára og Þórdísar fremur þröng- ur í?.in fyrri búskaparár þeirra Búskap byrjuðu þau á Saurum í Helgafellssveit vorið 1902, en fluttust eftir tvö ár að Dældar- koti í sömu sveit og bjuggu þar til vorsins 1918 er þau fluttust að Haga í Staðarsveit, er þau fengu í skiptum fyrir Dældarkot o% þúa þar enn. Þeim varð 9 barna auðið. Dóu 2 þeirra í æsku, og svo urðu þau fyrir þeirri þungu sorg haustið 1919 að missa snögglega næst- elzta son sinn, Benedikt að nafni, efnispilt hinn mesta. Hin börn þeirra, 4 synir og tvær dætur er upp komust eru: Ingólfur bóndi í Haga, kvænt- ur Elísabetu Hafliðadóttur. Helga, gift Jóni Sigurjónssyni. Búsett í Reykjavík. * Loftey, gift Hallgrími Aðal- björnssyni verzlunarmanni. Bú- sett í Reykjavík. Gísli, bifreiðarstjóri hjá Kaupfél. Stykkishólms, kvæntur Sigríði Jónatan^sdóttur. Búa í Stykkishólmi. Þórður lögregluþjónn í Reykjavík, kvæntur Elínu Gísla- dóttur. Alexandir trésmíðameistari í Reykjavík, ókvæntur. Öll eru þau systkyn hin efni- meðan börnin voru í ómegð, en með framúrskarandi atorku, ráðdeild og fyrirhyggju komust þau yfir alla erfiðleika og urðu allvel stæð efnalega. Eignarjörð sína Haga hefir Kári bætt mjög mikið, svo hún er nú ein bezt setna jörð í Stað- arsveit. Túnið slétt og vel rækt- að og byggingar hinar prýðileg- ustu, enda Ingólfur bóndi í Haga ekki eftirbátur föður síns um framkvæmdirnar. Kári er greindur maður, kátur og skemmtilegur í tali. Hjálpsöm eru þau hjón, gestrisin og góð heim að sækja. Nokkrum trúnaðarstörfum hefir Kári gengt fyrir sveit sína. Átt sæti í hreppsnefnd. Auk þess starfað í skattanefnd. Safnað- arfulltrúi hefir hann verið um margra ára skeið og er enn. Þau hjón geta nú litið yfir langan og farsælan starfsdag þegar þau á þessum tímamótum ævi sinnar horfa um öxl, bæði aldurhnigin og heilsutæp, en sveitungar þeirra, vinir og frændur færa þeim þakkir fyrir hið heillaríka ævistarf þeirra. 28/5. 1947 Br. J. inginn í Barcelona, hefir orðið til þess að bjarga lífi fjölmargra hermanna og óbreyttra borgara, sem særzt hafa í loftárásum. Það er talið að 95% alvarlega særðra manna hafi náð sér aftur án verulegra þjáninga vegna sára sinna. Hvert sár er þegar smitað, og styrjaldarsár eru engin und- antekning frá þeirri reglu. Áð- ur fyrr var það venja að láta hina særðu fá góða læknisað- gerð í sj úkraskýlum að baki vig- línunni og flytja þá síðan í sj úkrahúþ til uppskurðar eða annarrar aðgerðar, ef * með þurfti, og leið oft vikutími unz því varð komið í kring. En Trueta fullyrti, að á því tímabili hefði alvarlegasta sýk- ingin og mesta tjónið átt sér stað. Þær bakteríur, sem hefðu upphaflega komizt inn í sárið, hefðu þá fengið allt of langan tíma til þess að drejifast og margfaldast. Uppskurður, sem gerður væri eftir svo langan tima, mundi að öllum líkindum tkki geta stöðvað sýkinguna, hversu vel sem til tækist. Fftir uppástungu Trueta fóru nú læknarnir að aka beina leið til hinna særðu í læknabílum sínum. Ár'angur þessara starfs- hátta hefir verið undraverður. Af 12 þúsund særðum mönnum hafa aðeins 300 fengið blóðeitr- un, en í fyrra stríði var sú tala 5 þúsund af sömu tölu særðra. Tala aflimana og dauðsfalla hefir einnig lækkað um helm- ing. Aðferðin hefir að sjálf- sögðu tekið margvíslegum fram- förum í höndum brezkra lækna og notkun penicillins hefir einn- ig valdið miklu um þann árang- ur, sem náðst hefir. En engu að síður verður fyrst. og fremst að þakka þetta tilraun unga læknisins í Barcelona. Og hinn svarthærði og búlduleiti Trueta var gerður að prófessor við læknaháskóla aðeins 38 ára að aldri. Það er heldur ekki með öllu útilokað, að hann geti þakkað færni sína, sem surðlæknis, að einhverju leyti því, að faðir hans kenndi honum þegar á barns- aldri að beita báðum höndum jafnt, og það hefir oft komið honum að góðu haldi við vanda- samar læknisaðgerðir. En Trueta hefir lagt stund á fleira en lækningar. Hann heF- ir einnig ritað bók um stjórn- mál. Þessi hægláti Spánverji er ekki nema um fertugt enn. Það er ekki ólíklegt, að hann muni leggja meiri skerf til læknavis- indanna, ef honum endist líf og heilsa. Drekkið Maltko! Vinnið ötulleqa fyrir Tímann. TÍMBVJV, föstndagmn 6. jimí 1947 Gunnar Wldegren: Ráðskonan á Grund og lagði mér á vald, hvort hann færi oftar á þær fjörur. Það átti nefnilega að vera komið undir tóninum í svarbréfi mínu, hvort hann kæmi hér við á heimleið- inni eða ekki. Hér er svarið — hann kemur ekki aftur. Hversu ágætur félagi sem hann er, þá get ég ekki sagt, að mér hlýni lengur um hjartaræturnar, þegar ég hugsa um hann, og ég gat þess vegna með góðri samvizku svarað honum á þann hátt, að ég vona, að vinátta okkar haldist ævilangt, en sá töfraroði, sem leikur um mig í huga hans, hverfi innan skamms (ég kemst einmitt svona að orði í bréfinu). Ég vildi líka heldur vera alla mína ævi ráðskona hér á Grund en fylgja Svan upp í biskupsstólinn, því að þar hafnar hann — það er ég alveg viss um. Ég er sannfærð um, að hann gæti aldrei orðið mér annað en í hæsta lagi skemmti- legur félagi. En allar mínar bréfaskriftir eru háðar ströngp eftir- liti, og þess vegna er það, að ég bið þig að koma bréfinu í póstinn fyrir mig. Ég komst eftirminnilega að raun um þetta. eftirlit hérna um daginn. Það er óseðjandi forvitni og óbrigðul árvekni Hildigerðar, sem hér er að verki. Við vorum að þvo diskana eftir hádegismat- inn, og þegar Hildigerður hafði lýst því rækilega, hversu stórkostlega hinn elskaði Arthúr hennar myndi hagnast á ýmsum kaupmannsbrögðum sínum, spurði hún snögglega: — Hvers vegna skrifarðu aldrei honum Kalla þínum á Hóli? Ég anzaði engu, en mér fannst eins og steypt hefði verið yfir mig fullri fötu af köldu vatni. Ég hafði reynd- ar alveg verið búin að gleyma tilvéru Kalla á Hóli. — Hvurs vegna verðurðu si-sona á svipinn? hélt Hildigerður áfram. Er hann búinn að segja þér upp? '— Hvernig veiztu, að ég skrifa honum ekki? spurði ég og ætlaði að komast hjá að svara þessari spurningu. — Það segir Jóhann í pósthúsinu, sagði Hildigerður. — Jóhann í pósthúsinu ....? — Já hvur ætti að vita betur um það? Hann sagði reyndar, að þú hefði ekki skrifað neinum í allt sumar, nema einhvurri stúlku á einhvurjum baðstað. Hvaða kvenmaður er nú það? — Uppþvottastúlka, sagði ég — fyrirgefðu mér, • hjartans engillinn minn, en þett% hraut svona út úr mér, sem reyndar var ekki nein tilviljun, því að ég var sjálf að þerra súpuskál. — Hvar kynntistu henni, sem á heima svona langt í burtu? spurði Hildigerður eins og strangasti rann- sóknardómari. — Við vorum einu sinni í sama húsi og urðum ári miklar vinkonur, sagði ég, og þetta veiztu sjálf, að er dagsatt. Er það eitthvað fleira, sem þú vilt vita, Hildi- gerður? — Já — þú hefir ekki sagt mér, hvurs vegna þú skrifar aldrei honum Kalla þínum á Hóli. — Vegna þess, að hann skrifar mér aldrei. — Ó, sagði Hildigerður. Hún fleygði frá sér diski og uppþvottabursta og tók mig 1 faðm sér, barmafull af innilegustu hluttekningu. Vesalings litla Anna min — að þú skulir ekki deyja af sorg! — Hvers vegna ættl ég svo sem að deyja af sorg? Hann er háseti á ensku hvalveiðaskipi á Kyrrahaflnu og kemur ekki í höfn mánuðum saman. Það var bezt að ljúga hanþ svo stútfulla, að hún þyrfti sjálf engu við að bæta. — En, hélt ég áfram, hann kemur heim í haust. — Ætlið þið þá að opinbera? spurði Hildigerður. Ákefðin og eftirvæntingin skein út^úr henni. — Elsku barn, sagði ég. Við verðum að biða lengi enn. Við ætlum hvorki að opinbera né gifta okkur, fyrr en hann er orðinn skipstjóri og búinn að eignast hval- veiðiskip sjálfur. Þetta var að vissu leyti satt, því að náungi, sem alls ekki er til, getur hvorki orðið skipstjóri né eignazt skip, og þess vegna gat ég ekki heldur gifzt honum. — Ó, stundi Hildigerður, því að þetta fannst henni mikið til um. Skipstjórafrú! Ég óska þér til hamingju! Svo velti hún vöngum og íhugaði framtíðarhorfur mínar. — Nei — skrattinn skelli mig, hrópaði hún loks og sló burstanum hressilega í kringum sig. Ekki vildi ég binda trúss við sjómann, sem héldi kannske við kven- rnann í hverri höfn. Ég veit, hvurnig það er að eiga bara bílstjóra, sem þveitist út um allar trissur. Guð má vita, hvað hann hefir fyrir stafni á daginn. Og kannske líka á nóttunni. Maður veit sosum ekki, hvað þessir karlmenn geta látið sér detta í hug að gera. — Nei — gerðu ekki þá heimsku, Anna, að bíða eftir honum. Ekki gæti ég afborið það. Stúlkur eru svo misjafnlega bráðlátar, sagði ég eins hátíðlega og mér var framast unnt. — Nei, sagði Hildigerður með mikilli áherzlu og studdi báðum höndum á síðurnar. Mér finnst, að þú hefðir átt að taka honum Jóhanni í Stórholti. Hann er að minnsta kosti bezta mannsefnið í þessu byggðarlagi, og hver vinnustúlka, sem hann gefur auga, ætti að þakka guði fyrir handleiðsluna, því að hann kemst áreiðanlega í betri bænda röð. BENDIX ■ Gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum getum við útvegað hinar heimsþekktu BENDIX þvottavélar með stuttum afgreiðslufresti. BENDIX þvottavélin er með öllu sjálfvirk, sápar, þvær, skolar og þerrar þvottinn. Einkaumboð á íslandi fyrir Bendix Home Appliancer Inc Heildverzlunin Hekla h.f. / Á\ Sjómanna- 1 /^y\) útgáfan 5. og 6. bók eru komnar út. — Áskrlfendur 1 Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bókanna hjá Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar Hallveigarstíg 6 A. -*• Simi 4169. iiiitmntitttiiitiiiitiiiiXiiittitttimttiiiiiiUintitiititttiitittiXiittt Tilkynning frá Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Þeir, sem hafa sótt um veitingaleyfi á þjóðhátíðinni 17. júní n. k., vitji leyfa slnna gegn staðgreiðslu (kr. 200,00 H fyrir hvert tjald) n. k. laugardagskvöld kl. 10—12 f. h. jj á skrifstofu formanns nefndarinnar í Hafnarhvoli. H H Reykjavik, 4. júní 1947 j| Þjóðhátíðarnefnd | H»mmmmtnmttn:nnmnnnnnmmmttmmmn»tn:nnmnm»nn:mwm«w~ TÍMARITIÐ J AZZ 3. hefti er nú komið út. Eru í því meðal annars, greinar eftlr HARRY DAWSON, BLANCHE COLMAN o. fl. Einnig er lagið: „Please don’t say no“ textar, bréfakassi, molar o. fl. Tímaritlð JAZZ t o é f o u O n O O o < > o o O o • o o o O o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.