Tíminn - 06.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.06.1947, Blaðsíða 4
hRAMSÓKNARMENN! Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er i Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 6. JÍIWÍ 1947 102. blatS AUSTIN 204 fyrir aöeins 2 kr. K.R.happdrættið Öskufall frá Heklu á suðvesturlandi Öskufalls frá Heklu hefir orð- ið vart á suð-vesturlandi að undanförnu, sums staðar all- mikils. í nokkrum sveitum aust- anfjalls hefir svo mikil aska fallið, að tún hafa orðið svört á sumum bæjum í Hrunamanna- hreppi. í Reykjavík var greinilegt öskufall um og eftir seinustu helgi. Þó að öskufalls hafi áð- ur orðið vart í Reykjavík, hefir þess aldrei gætt jafn mikið og þá. ■ ,BúkolLa' borgarsti'órans (Framhald af 1. siðu) Reykjavík hafði fengið ungan og lítið veraldarvanan borgar- stjóra, sem var þó líklegur til að vilj^. „afreka“ nokkru í mjólkurmálunum, ef marka mætti fyrri orð hans. Málinu var því skotið til hans með þeim árangri, að hann féllst á, að bærinn gerðist meðeigandi í fyrirtækinu og hefði rétt til að eignast Jþað allt innan þriggja ára. Búskapar-„plön“ borgar- stjórans. Það gerðist svo á næstsíðasta bæjarstjórnarfundi, að borgar- stjóri lagði fram tillögu, sem gekk í framangreinda átt, og þóttist þar með hafa sýnt mikla röggsemi í mjólkurmál- um bæjarins. JaMiframt lagði hann fram ýms vottorð þess efnis, að fjósið á Korpúlfsstöð- um væri fullkomlega ónothæft, sem reyndar allir vissu, því að það hafði verið það frá upphafi, þótt íhaldsblöðin væru látin kalla það bezta fjós landsins á sínum tíma. Taldi borgarstjóri það nú snjallræði mikið að leggja niður fjósið á Korpúlfs- stöðum, flytja alla töðu þaðan marga km. leið upp að Laxnesi og mykjuna síðan frá Laxnesi niður að Korpúlfsstöðum. Ekki gætti borgarstjórinn þess í út- reikningum sínum, að Laxness- búið er raunar jafn fjóslaust fyrir stórbú og Korpúlfsstaða- búið, þvi að fjósið þar rúmar ekki nema um 50—60 kýr. Skýjaborgirnar hrynja. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins byrjuðu þá þegar að sýna borg- arstjóranum fram á, að þetta væri ekki jafn glæsilegt og hann hyggði. Bærinn ætti fypst að hugsa ijm að nýta jarðir sínar áður en hann keypti fleiri til viðbótar. Hyggilegra væri að byggia nýtt fjós á Kopúlfsstöð- um en í Laxnesi og komast þannig hjá flutningnam á töð- unni og mykjunni. Rann svo móðurinn af borgarstjóra við þetta ,að hann hætti við endan- lega afgreiðslu málsins á þessum fundi, eins og upphaflega hafði verið fyrirhugað. Eftir bæjarstjóri}arfundinn fjölgaði þeim síðan óðum, er tóku í sama streng og bæjar- fulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins höfðu gert. M. a. birti Vísir ritstjórnar- greinar, sem gengu í þá átt, og sj álfstæðiskvennaf éla^gið Hvöt samþykkti ályktun, þar sem það lýsti sig andvígt „Búkollu“- kaupunum. Mun borgarstjórinn því hafá séð það heppilegust endalok á „Búkolul“-ævintýri sínu að taka það af dagskrá bæjarstjórnarinnar og verður að teljast ólíklegt, að þessi Búkolla eigi eftir að sjást þar aftur. Keflavíkurhreppur hefur rekstur kvik- myndahúss i Keflavíkurhreppur hefur nú . starfrækt bíó til ágóða fyrir hreppssjóðinn í rúman mánuð. Reksturinn hefir gengið vel og er ástæða til að ætla, að nokk- ur ágóði verði af rekstrinum. I í Keflavík hafa að undan- förnu verið rekin tvö bíó. Bæði : voru þau í einstaklingsrekstri þar til nú, er hreppurinn tók við rekstri á öðru. Er það í Alþýðu- húsinu. Hyggst hreppurinn að ! gera tvennt með þvi að taka að sér bíóreksturinn: í fyrsta lagi, að sjá um að -góðar myndir verði valdar til sýninga, eftir því sem kostur er á, og í öðru lagi að afla hreppsfélaginu tekna með bíórekstrinum. Bifreiðaþjófar hand- samaðir j Um miðjan apríl sl. var fram- in óvenju fífldjarfur bílþjófn- ( aður hér-í bænum. Var skýrt frá þeim atburði í Tímanum þá, en minnstu munaði að þjófarnir yllu manntjóni með glannalegu framferði sínu. Óku þeir þrisvar sinnum gegnum lögregluvörð, er settur var til að stöðva þá á þjóðveginum, og urðu lögreglu- !þjónarnir í öll skiptin að forða ; lífi sínu með því að hlaupa til | hliðar. | Rannsóknarlögreglunni hefir , nú tekizt að hafa hendur í hári þessara þjófa og hafa þeir ját- 1 að sekt sína. Voru þeir fjórir ■ saman, er þeir stálu umræddum bíl og óku honum út úr bænum. Þrír mannanna voru undir á- hrifum víns, en líkur eru til, að j einn þeirra hafi verið ódrukk- inn. I Forsprakkinn er 21 árs og ók j hann bifreiðinni sjálfur og var hann undir áhrifum víns. Hann lét þó annan félaga sinn hvíla sig um stund. Hafði sá þó engin ökuréttindi. titbreiðið TÍMAVŒ Utsvör í Neskaupstað Nýlega hefir verið jafnað nið- ur útsvörum í Neskaupstað. Var jafnað þar niður 806 þús. 930 kr. Heildarupphæð útsvaranna er um 100 þús. kr. hærri en í fyrra. Hæstu gjaldndur eru þessir: Kaupfélagið Fram: 32.500 kr. Samvinniifélag útgerðarmanna 24 þús. kr. Pöntunarfélag al'- þýðu 18,500 kr. Björn Björnsson, kaupmaður 16,200 kr. Dráttar- brautin h.f. 15 þús. kr. Guð- mundur Sigfússon, verzlunar- stjóri 12,730 kr. Verzlun Sigfús- ar Sveinssonar 12 þús. kr. Gunn- ar A. Pálsson, bæjarfógeti 11,700 kr. Jóhann T. Guðmundsson (húsgag^averkstæði) 8,500 kr. Hannes Jónsson (raftækjaverk- stæði) 8,500 kr. og Þórður Ein- arsson 8 þús. kr. Rafgirðmgm ÍT9ÍO er sparneytnasta og ódýrasta varzla fyrir stórgripi. — Ómissandi við alla beitirækt. Viðurkennd að gerð og gæð- um eftir 8 ára reynslu á tugum þúsunda bændabýla á Norðurlöndum. Bændur! Verjið garða ykkar með STÖD rafgirðingum! Gangið frá pöntunum nú þegar hjá kaupfélögunum! Samband ísl. samvinnuf élaga Auglýsing Ráðuneýtinu hefir borizt tilkynning frá danska utanrík- isráðuneytinu þess efnis, að frá 13. marz 1947 þurfi ís- lenzkir ríkisborgarar, sem ferðast yfir dansk-þýzku landa- mærin, ekki danskar vegabréfsáritanir. Dómsmálaráðnneytið, 4. júní 1947. Hjúkrunarmenn vantar á Kleppsspítalann. Uppl. í sírna 2319. Starfsstúlkur vantar á Kleppsspítalann. Upplýsingar I síma 2319. Cjatnla Síó Saga £rá Ameríku. (Ao American Rommance). Amerísk stórmynd í eðlilegum litum, samin og tekin af King Vidor. Aðalhlutv. leika: Brian Donlevy, Ann Richards, Walter Abel, Sýnd kl. 5 og 9. Wjja Síi frið Shúlettötu) KOM MAMS (Mans kvinna) Hin mikið umtalaða sænska mynd sýnd kl. 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Sjaldgæfur sigur. Sérkennileg og spennandi mynd frá frumskógum Sú- mötru. Aðalhlutverk: Julia Bishop, Lowell Gilmore. Sýnd kl. 7 og 9. Kommúnistar reyna ... (Framhald af 1. síðu) ingsgrundvöllinn undir atkvæði félagsmanna. Ofbeldi Alþýðusambands- stjórnarinnar. Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri, sem er sáttasemjari rík- isins norðanlands, kom um miðja þessa viku til Siglufjarð- ar og hefir haldið fundi með deiluaðilum. Að þessum viðræð- um loknum hefir hann gert samningsgrundvöllinn frá 26. apríl að sínum tillögum og far- ið þess á leit við stjórn Þróttar, , að tillögurnar yrðu bornar undir jatkvæði í félaginu. En stjórn j félagsins hefir neitað að bera j þennan samningsgrundvöll und- j ir atkvæði félagsmanna, enda þótt það striði gegn vinnulög- gjöfinni. Er það samkvæmt til- mælum frá Alþýðusambandi ís- lands, sem félagsstjórnin neitar að láta samningsgrundvöll þann, sem fulltrúar félagsins höfðu fallizt á, koma til atkvæða í fé- laginu. Jafnframt hefir stjórn Alþýðusambandsins fyrirskipað Þrótti að krefjast 20 aura kaup- hækkunar á klst. frá því, sem ráðgert hafði verið % í sam- komulagstillögunum. Með þessu háttalagi hafa j kommúnistar í Alþýðusam- ' bandi íslands raunverulega tek- ið ákvörðunarréttinn af félags- mönnum Þróttar í kauplagsmál- um þeirra. Er nú eftir að vita, hvort verkamenn una því, að réttur þeirra sé þannig fyrir borð borinn, þar sen} Þorsteinn M. Jónsson hefir ákveðið að beita valdi því, sem honum er gefið, sem sáttasemjara, til að fyrirskipa atkvæðagreiðslu í fé- laginu um miðlunartillögur sín- ar. Hefst sú atkvæðagreiðsla i dag. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Tjatharbíó Unaösómar (A Song to Remember) Shopin-myndin fræga sýnd kl. 5—7—9. 4 Móðir okkar HólmfrítSnr Bjarnadótttr frá Björnólfsstöðum, andaðist að heimili sínu, Laufásvegi 43, 4. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar. BÖRN HINNAR LÁTNU. Viðskipti félagsins ... (Framhald af 1. síðu) urinn 6,3% en af erlendri vöru- sölu um 7,6%. í vinnulaun greiddi félagið alls á árinu kr. 361.741,00. Sjóðir félagsins eru nú kr. 734.646,46 og hækkuðu á árinu um kr.. 139.446,16. Tekjuafgangur félagsins nam kr. 227.110,36 og var honum var- ið þannig: Tillög til sjóða kr. 73.974,18, afskriftir 63.031,89, í reikning félagsmanna, 7% af ágóðask. vöruúttekt, 59.877,86, framlag tíl þeirra, er orðið hafa fyrií tjóni af völdum Heklugossins, 10,000,00, lagt í byggingarsjóð 20.226,43. Af ágóðask. úttekt félags- maiina var borgað 10%, 7% í reikninga og 3% í stofnsjóð. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Valdimar Jónsson, bóndi Álfhólum og Jón Gíslason, odd- viti, Ey, og voru þeir báðir end- urkosnir. Þá var samþykkt áskorun á Sláturfélag Suðurlands að bæta húsakynni Sláturfélagsins að Djúpadal hið allra fyrsta. Formaður félagsins, Sigur- Þór Ólafsson, oddviti, Kollabæ, Hjartans þakkir flyt ég öllum, er sýndu mér hlýjan vinarhug á 50 ára afmæli minu og 25 ára starfsafmæli, með heimsóknum, skeytum og gjöfum. Sérstaklega þakka ég sóknarbörnum mínum virðulegt samsæti og höfðinglega Ég bið Guð að blessa ykkur öll. SVEINN ÖGMUNDSSON KIRKJUHVOLI. í kvöld kl. 8.30 keppir brezka atvinnuliðið Queen’s Park Rangers við íslandsmeistarana Fram Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 2—5 og frá kl. 6 á íþróttavellinum. Standa Islandsmelstararnir sig’ betur en úrvalsliðið? Komið út ú völlinn í kvöld og sjúið fallegan leik. Allir út á völliiin! Mótanefndin hóf umræður um tryggingalög - gjöfina nýju. Urðu nokkrar um- ræður um málið og var sam- þykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Kf. Hallgeirseyj - ar, haldinn að Stórólfshvoli, laugardaginn 24. maí 1947, telur mörg ákvæði laganna um al- mennar tryggingar mjög var- hugaverð og vanhugsuð, og mótmælir eindregið þeirri hlut- drægnij sem þau fela í sér svo víða. Tfjtyr fundurinn, að eigi að bjarga tryggingamálum þjóð- arinnar fyrir framtíðina, verði lög þessi að endurskoðast og endurbætast tafarlaust. Sér- s|aklega leggur fundurinn á- herzlu á, að 112. gr. laganna verði úr gildi felld án tafar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.