Tíminn - 10.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMEÐJAN EDDA hi. 31. árg. Reykjavík, þriðjudagnn 10. júní 1947 ' -ITST JÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A i aimnr 2353 og 4373 AFGRFJÐSLA, JNNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPRTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A 1 Siml 2323 104. blað Fyrsta íþróttamót sumarsins gefur góðar vonir Frá íþróttamóti K.R. á sunnudaginn Fyrsta frjálsíþróttamótið í Reykjavík á þessu sumri var haldið á vegum K.R á sunnudaginn var. Árangrar urðu þar mjög góðir, þegar þess er gætt, að æfingar eru nýbyrjaðar. Margir árangrarnir gefa vonir um ný met og glæsileg afrek siðar á sumrinu. Tvö ný met, annað drengjamet, voru sett á mótinu. MINNINGARATHÖFNIN A AKUREYRI Bretakeppnin: Fram stóð sig betur en Knattspyrnukeppnin milli Fram og Q.P.R. á föstudags- kvöldið var íslendingum mun hagstæðari en þegar úrvalsliðið keppti við Bretana. Samleikur Framara var ólíkt meiri og betri én hjá úrvalsliðinu, þótt yfir- burðir Bretanna reyndust hins vegar miklir og þó alveg sérstak- lega úthald þeirra. í fyrri hálfleik horfði lengi vel allsæmilega hjá Fram. Bretarn- ir skoruðu ekki fyrsta mark sitt fyr en eftir 25 mín. Skömmu siðar skoruðu Framarar mark lir vítaspyrnu. Hálfleiknum lauk með Sigri Breta 2:1. f seinni hálfleik komu yfir- burðir Bretanna meira í ljós, einkum þegar leið á leikinn. Leikurinn lá þá oftast á Fram bg Bretarnir skoruðu fjögur mörk, en mark þeirra komst sjaldan í teljandi hættu. Af liðsmönnum Fram mun áhorfendum hafa fundist einna mest til um Karl Guðmundsson, en fleiri þeirra stóðu sig ágæt- lega. Bretar unnu K.R. með 5:0 Queens Park Rangers háðu þriðja kappleik sinn hér í gær- kvöldi. Kepptu þeir þá við K.R. Úrslit urðu þau, að Bretar unnu með 5:0. K.R.-ingarstóðu sig mjög vel framan af leiknum og lauk fyrri hálfleik með 1:0. Þegar leið á seinni hálfleik fór þolið að segja til sín og settu Bretar 4 mörk i síðari hluta þess hálfleiks. Á þetta sínar eðlilegu orsakir, þar sem útiæfingar knattspyrnu- manna hér eru eðlilega fáar énn, svona snemma sumars. °Huseby sigraði írlandsmeistarann. Mótið hófst kl. 2 e. h.'og var þá komið margt áhorfenda á völlinn. Það mun hafa örvað aðsóknina, að írski meistarinn í kúluvarpi, David Guiney, hafði verið fenginn til að taka þátt í keppninni, en hann er nú einn af beztu kúluvörpurum í Evrópu. Hann kastaði kúlunni 15.41 m. á síðastl. sumri eða 28 em. skemur en met Husebys er. Fýsti þvímarga að sjá viðureign þeirra. Úrslitin urðu þau, að Huseby sigraði glæsilega. Huse- by náði einnig góðum árangri í kringlukasti. Beztu árangrarnir. Beztu árangrarnir á mótinu urðu þessir: A-sveit ÍR bætti íslandsmet sitt í 4X200 métra boðhlaupi úr 1.33.2 min í 1.32.7. í sveit- inni voru: Finnbjörn Þorvalds- son, Reynir Sigurðsson og bræð- urnir Haukur og Örn Clausen. Finnbjörn Þorvaldsson hljóp 100 m. á 11.0 sek, en íslandsmet hans er 10.8 sek. Virðist því mega vænta þess, að hann bæti met sitt á þessu ári. Skúli Guumundsson stökk 1.90 m. í hástökkinu og munaði litlu, að hann færi yfir 1.93 m. Bezti árangur hans í fyrra, var 1.90 m. og má því vænta þess, að honum muni ganga betur í sumar. ís- landsmet hans er 1.94 m. Haukur Clausen hljóp á ís- landsmeti í 300 m. hlaupi, en það var sett í fyrra af Finnbirni Þorvaldssyni. Haukur er enn svo ungur, að árangur hans nú er nýtt drengjamet. í 100 m. náði hann einnig góðum árangri, 11.2 sek. Má vænta sér mikils af honum í framtíðinni. Þá er vert að geta þess, að 16 ára gamall Hafnfirðingur, Sig- urður Friðfinnsson, stökk 1.70 m. í hástökkinu. Er þar vafa- laust á ferðinni gott íþrótta- mannsefni. Úrslitin í einstökum íþróttagreinum. 100 m. hlaup: Finnbjörn Þor- valdssin (ÍR) 11.0,- Haukur Clausen (ÍR), 11.2, Þorbjörn Pétursson (Á) 11.5. (Framhald a 4. síðu) Iþróttamótíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi Mikill og vaxandi áhugi er fyrir íþróttum í Vestmannaeyjum, þótt fæstir íþróttamanna þeirra hafi mikinn tíma til æfinga. Um seinustu helgi var haldíð fyrsta frjálsíþróttamótið í Eyjum á þessu sumri og má telja árangur þar góðan, þegar tekið er tillit til að- stæðna. Mótið var háð hjá Hásteini og í Herjólfsdal. Úrslit í einstökum greinum urðu þau sem hér segir: 100 metra hlaup: Fyrstur varð Gunnar Stefánsson á 11.8 sek. 1500 metra hlaup: Fyrstur varð Eggert Sigurlásson á 4.41 mín. Kringlukast: Fyrstur varð Ingólfur Arnarson, kastaði 36,27. Spjótkast: Fyrstur varð Adólf Óskarsson, kastaði 55.00 m., hann er aðeins 17 ára gamall. Sleg^jukast: Fyrstur varð Símon Waagfjörð, kastaði 36.00 m. Kúluvarp: Fyrstur varð Ing- ólfur Arnarson, kastaði 12.09. Langstökk: Fyrstur varð Adólf Óskarsson, stökk 5.80 m. Stangarstökk: Fyrstur varð Guðjón Magnússon, stökk 3.40 metra. Boðhlaup 4X100 metra vann sveit Þórs á 50.5 sek. Frá minningarathöfn um Sunnlendingana í Akureyrarkirkju 5. júní. Séra Pétur Sigurgeirsson í kór. 'KíjiiíKifiiíiSí:;:::''-!!!-.! Kommúnistar beittu hótunum við atkv.greiðsluna á Sigluf irði Tillaga sáttasemjara var eigi að síður samþykkt Kommúnistar á Siglufirði létu ekki þar staðar numið að neita að bera upp miðlunartillögu sáttasemjara í kaupdeilu Þróttar við í íkisverksmiðjurnar og synja honum síðan um afnot félagsmanna- skrár við atkvæðagreiðslu, er hann hafði boðað til. Þeir fullkomn- uðu þennan ofbeldisverknað sinn með því að hafa sérstaka varð- menn við húsið, þar sem atkvæðagreiðslan fór fram, og voru þeir látnir ógna mönnum, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og skrifa upp nöfn þeirra. Munu allmargir menn hafa hætt við þátttöku í atkvæðagreiðslunni af þeirri ástæðu, að þeir óttuðust hefndar- ráðstafanir kommúnista. Þá bönnuðu kommúnistar öllum flokks- mönnum sínum að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. í Akureyrarkirkjugarði föstudaginn 6. júní. Prestarnir frá vinstri til hægri, Pétur Sigurgeirsson, Benjamín Kristjánsson og Sigurður Stefánsson. Verkfatt Dagsbrúnar- manna heldur áfram Meirihlutinn hafnaoi tillögum sátta- nefndarinnar Meirihluti þeirra Dagsbrúnarmanna, sem tóku þátt í atkvæða- greiðslunni um miðlunartillögur sáttanefndar, höfnuðu þeim og mun verkfallið því halda áfram. Litlar horfur eru á samkomulagi f jTst um sinn. Atkvæðagreiðslan hófst kl. 3 á laugardaginn og hélt áfram á sunnudaginn fram tij miðnætt- is og var talið í fyrrinótt. Úr- slitin urðu þessi: Með tillögunni voru greidd 789 atkvæði, en 1341 voru á móti. 10 seðlar voru auðir, en 15 ógildir. Alls greiddu 2155 atkv., en í félaginu eru um 3000 manns. Miðlunartillaga sáttanefndar var í aðalatriðum sú, að kaup- taxtar skyldu verða óbreyttir, en nokkur breyting verða á skip- un manna í kaupflokka. Samkvæmt áðurgreindum úr- slitum mun verkfall Dagsbrún- armanna, sem hófst á laugar- daginn, halda áfram. Nánara er rætt um þessi úr- slit i forustugrein blaðsins í dag. Unglingar kveikja í timburhlöðum Síðastliðinn I framdar tvær bænum. Var laugardag voru íkveikjur hér í . ....... í bæði skiptin kveikt i timburhlöðum og er talið líklegast að unglingar séu valdir að þessu ódæði þó að lög- reglunni hafi ekki ennþá tek- izt að hafa hendur í hári þeirra. Fyrri íkveikjan var um 5.30 á laugardag og hafði þá verið kveikt í hlaða af mótatimbri við Víðimel 25. Tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva eldinn. Um klukkan 10.30 sama kvöld var kveikt í timburhlaða við áhalda- hús bæjarins í Njarðarstöð. Tókst slökkviliðinu einnig fljótt að slökkva eldinn í þetta sinn. Nokkyar skemmdir urðu á timbri á báðum stöðunum. Þrátt fyrir öll þessi ofbeldis- verk kommúnista, fór atkvæða- greiðslan fram og var henni lokið á laugardagskvöldið. At- kvæði féllu þannig, að 164 voru samþykkir tillögu sáttasemjara, en 32 sögðu nei. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur. Alls tóku 200 menn þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Þessi úrslit þýða það, að lög- um samkvæmt, er orðið bind- andi samkomulag milli Þróttar og ríkisverksmiðj anna, því að meirihluti verksmiðjustjórnar hafði samþykkt tillögurnar fyrir sitt leyti. Láti kommúnistar koma til vinnustöðvunar eftir sem áður, verður þar um ólög- mætt verkfall að ræða, og mun slíku máli vafalaust vísað til fé- lagsdóms. Sá misskilningur skal leiðrétt- ur, að þessi deila náði ekki til annarra atvinnurekenda á Siglufirði en ríkisverksmiðj - anna. Aðrir atvinnurekendur höfðu gert samning við Þrótt snemma í apríl, en samningar við verksmiðjurnar dregist ein- hverra atvika vegna. sín, og ijví ætlað að reyna að breiða yfir þau. Efndu þeir þá til fundar í Þrótti og ákváðu að láta fara fram atkvæðagreiðslu, er lýsti trausti á'félagsstjórn- inni. Sú atkvæðagreiðsl?. fór fram á laugardag og sunnudag, og lauk með því, að 245 greiddu atkvæði með traustsyfirlýsing- unni, en 169 á móti; Félagsmenn í Þrótti eru á sjötta hundrað. En vitanlega breytir sú atkvæða- greiðsla engu um áhrif fyrri at- kvæðagreiðslunnar, enda er þá spurt að verulegu leyti um allt annað en afstöðu manna til miðlunartillögu sáttasemjarans. Marklaus atkvæðagreiðsla kommúnista. Eftir að atkvæðagreiðsla sáttasemjara var hafin, munu kommúnistar hafa séð afglöp' argötu 9A. SjóBur til minningar um Þorgerhi Þorvarðsdóttur Minningargjöfum um Þor- gerði Þorvarðsdóttur, hús- mæðrakennara, verður veitt móttaka hjá Guðrúnu Markús- dóttur, Sólvallagötu 6, Guðnýju Frímannsdóttur, Guðrúnargötu 5 og á afgreiðslu Tímans, Lind- Gróði Eimskipafélagsins nam 2,5 milj. kr. á síðastl. ári GréHinn á leiguskipunum nam <6.8 milj. kr. Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn síðastliðinn laugardag. Var þar gefið yfirlit um afkomu og rekstur félagsins á síðastl. ári. Samkvæmt því nema nú skuldlausar eignir f élagsins 48.8 milj. kr., en hreinn hagnaður á árinu nam 2.5 milj. kr. A síðastl. ári urðu brúttó- tekjur af leiguskipum félagsins rúml. 30 milj. kr., en nettóágóði 6.8 milj. kr., og er það lang- stærsti tekjuliður félagshis á árinu. Nokkur tekjuhalli varð hins vegar á rekstri eigin skipa, og nam hann samtals kr. 1715 bús. Samþykkt var að greiða hluthöfum 4% arð. Hagnaður á árinu nam um 2.5 milj. kr. Árið 1946 sigldu 20 skip á veg- um félagsins, þar af 5 eigin skip. Alls fóru skip þessi 82 ferðir á árinu. Auk þess eitt skip frá MWT., er fór eina ferð. Til sam- anburðar má geta þess, að árið áður fóru eigin skip félagsins 24 ferðir og leiguskip 35 ferðir, alls 59 ferðir, og auk þess skip frá MWT. 20 ferðir. Af þessu sést, að ferðafjöldi eigin skipa félagsins og leigu- skipa hefir aukizt mjög mikið á síðastliðnu ári, eða úr 59 ferð- um í 82 ferðir með sama skipa- fjölda. Nokkrir menn áttu að ganga úr stjórn félagsins á fundinum, en voru allir endurkosnir. ERLENDAR FRETTIR Verkföll magnast" stöðugt í Frakklandi og má heit'a að Járn- brautirnar hafi alveg stöðvast. Herinn hefir verið J.átinn ann- ast flutninga á matvæjlum til Parísar og fleiri stærri borga, en samt er víða farið að bera á matarskorti. Truman forseti hefir nýlega látið svo ummælt í ræðu, að heimsfriðurinn byggðist nú á því, að Bandarikin hefðu öflug- ar hervarnir og héldu áfram hjálparstarfsemi sinni meðal nauðstaddra þjóða. Bandaríkjastjórn hefir undir- búið mótmælaorðsendingu til Russa vegna stjórnarskiptanna í Ungverjalandi og er þar krafizt, að sérstök nefnd frá stórveld- unum rannsaki þessa atburði. Brezka stjórnin hefir fengið orðsendinguna til athugunar, ef hún vildi einnig standa að henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.